Flugpósturinn — 1. tbl., Október 2014

Page 1

1. tölublað /október 2014

Flugpósturinn — fréttarit starfsmanna isavia og dótturfyrirtækja —

Þetta upplifir maður bara einu sinni í lífinu „Það er alveg ljóst að WOW Cyclothon er komið til að vera hjá Isavia. Ég hef heyrt marga tala um hversu mikið þá langaði að vera með þegar þeir fylgdust með keppninni. Við þurfum hugsanlega úrtökumót á næsta ári.“

4

Dagana 24.–27. júní sl. sendi Isavia lið til keppni í Wow Cyclothon sem er hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið með áheitasöfnun til styrktar Bæklunar- og skurðdeild Landspítalans. Liðið var skipað 10 manns og þurfti að klára hringveginn á innan við 72 tímum.

3

9

12

JÁRNKARL Í SUNDSKÝLU OG Á FJALLAHJÓLI

ÍSFÖTUÁSKORUNIN TEKIN ALLA LEIÐ

ÁRSHÁTÍÐ MEÐ NÝJU SNIÐI 21. FEBRÚAR

Grjótharður flugverndarfulltrúi

Ískaldar kveðjur milli landshluta

Við viljum sjá þig á Hilton!


2

flugpósturinn

1. tölublað /október 2014

Flugpósturinn — fréttarit starfsmanna isavia og dótturfyrirtækja —

Þetta upplifir maður bara einu sinni í lífinu „Það er alveg ljóst að WOW Cyclothon er komið til að vera hjá Isavia. Ég hef heyrt marga tala um hversu mikið þá langaði að vera með þegar þeir fylgdust með keppninni. Við þurfum hugsanlega úrtökumót á næsta ári.“

4

Dagana 24.–27. júní sl. sendi Isavia lið til keppni í Wow Cyclothon sem er hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið með áheitasöfnun til styrktar Bæklunar- og skurðdeild Landspítalans. Liðið var skipað 10 manns og þurfti að klára hringveginn á innan við 72 tímum.

Gott fólk er lykillinn að góðum árangri Það er gaman að fá að rita nokkur orð í Flugpóstinn, þetta starfsmannablað okkar allra hjá Isavia, Fríhöfninni og Tern sem kemur nú út í fyrsta sinn. Ég vona sannarlega að blaðið falli ykkur vel í geð og að þið verðið dugleg að koma ábendingum um skemmtilegt og fróðlegt efni til ritstjórnar. Blaðið er jú gert til að segja frá daglegum störfum hjá Isavia og fjallar fyrst og fremst um allt hið frábæra fólk er starfar hjá fyrirtækinu.

Annasamt sumar

Góð samvinna er lykilatriði

Nú þegar haustar að og starfsfólk komið endurnært til baka eftir sumarfrí er ástæða til að rifja upp sumarið. Fjöldi starfsmanna eykst verulega þegar kemur fram á sumarið enda eru umsvifin í rekstri ávallt mest á þeim tíma. Alls störfuðu 1.135 starfsmenn hjá Isavia og dótturfélögunum Fríhöfninni og Tern þegar mest lét í sumar og er það metfjöldi. Ég get ekki sagt annað en að starfsmenn hafi staðið sig frábærlega í því að takast á við allan þann fjölda farþega sem lögðu leið sína um Keflavíkurflugvöll í sumar. Miðað við spár okkar um fjölda farþega sem gerð var árið 2012 hefur fjölgun farþega verið 14% meiri en sú spá gerði ráð fyrir. Það er hvorki meira né minna en íbúafjöldi Íslands sem hefur bæst við spárnar okkar og því hefur þurft samstillt átak allra starfsmanna í flugstöðinni og á flugvellinum til að ráða við þessa aukningu.

Sá frábæri árangur sem við höfum náð um allt land, metfjölda starfsfólks í Keflavík, verðlaun fyrir þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, vel slípað vinnuskiplag á flugvöllunum um landið þar sem starfsmenn ganga í öll störf og breytingar á vinnuumhverfi og vöktum á flugleiðsögusviði er til marks um það hversu gott starfsfólk við höfum. Ekkert af þessu hefði gengið svona greiðlega ef ekki hefði verið fyrir sveigjanleika starfsfólks og mikla og góða samvinnu á milli stjórnenda og starfsmanna.

Viðbúin, tilbúin! Viðskiptavinir okkar reiða sig á okkur og treysta á að við setjum öryggi ávallt í fyrsta sæti. Það sem skiptir mestu máli er að vera viðbúinn að bregðast við óvæntum aðstæðum. Til þess höfum við meðal annars viðbragðsáætlanir sem við förum að vinna eftir þegar eitthvað óvænt kemur upp. Dæmi um hvað þessi undirbúningur skiptir miklu máli eru viðbrögð starfsmanna okkar við því þegar Bárðarbunga fór að láta á sér kræla í sumar. Aðgerðarstjórn Isavia var samstundis virkjuð og unnið eftir viðbragðsáætlun vegna eldgosa. Sem betur fer hafði eldgosið í Holuhrauni lítil sem engin áhrif á flug og þegar þetta er skrifað hefur enn ekkert farið af stað sem kveikir á fleiri viðvörunarbjöllum. Það er gott að finna hversu vel undirbúin við erum fyrir slíka atburði og greinilegt að starfsmenn flugvalla og flugleiðsöguþjónustu Isavia, ásamt öðrum starfsmönnum fyrirtækisins hafa staðið mjög faglega að áætlanagerð og öllum undirbúningi.

Spennandi verkefni framundan Framundan eru svo mjög umfangsmikil verkefni sem kalla áfram á góða samvinnu. Verið er að hefja miklar endurbætur á verslunarsvæðinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem munu bæta verulega vöruúrval og þjónustu við farþega. Þessar breytingar eru grunnurinn að auknum tekjum hjá Fríhöfninni og verslunarsvæðinu í framtíðinni, en þær tekjur eru einn af lykilþáttum í rekstri flugvallarins. Þá stendur yfir stækkun á suðurbyggingu flugstöðvarinnar til vesturs, nýir slökkvibílar munu á næstunni bætast við tækjaflotann á Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli auk þess sem undirbúningur undir stækkun Flugstjórnarmiðstöðvarinnar í Reykjavík er hafinn. Svo ekki sé minnst á Tern en þar eru fjölmörg spennandi verkefni í þróun. Flugvellir okkar um land allt eru vel tækjum búnir til að takast á við komandi vetur og ég vona sannarlega að aukið fjármagn fáist hjá stjórnvöldum til brýnna viðhaldsverkefna í innanlandskerfinu. Fjölmörg önnur verkefni, stór sem smá eru á borði starfsmanna Isavia um allt land. Miðað við hversu vel við höfum leyst þau verkefni sem okkur hafa verið falin hingað til er ég þess fullviss að við munum gera það með sama hætti áfram.

Umsjón og ritstjórn: Markaðsdeild Isavia / Ábyrgðarmaður: Gunnar Kr. Sigurðsson / Sendið okkur línu: marketing@isavia.is

3

9

12

JÁRNKARL Í SUNDSKÝLU OG Á FJALLAHJÓLI

ÍSFÖTUÁSKORUNIN TEKIN ALLA LEIÐ

ÁRSHÁTÍÐ MEÐ NÝJU SNIÐI 21. FEBRÚAR

Grjótharður flugverndarfulltrúi

Ískaldar kveðjur milli landshluta

Við viljum sjá þig á Hilton!

Flugpósturinn - blaðið þitt! Nú kemur Flugpósturinn, blað starfsmanna Isavia og dótturfélaga, út í fyrsta sinn. Tilgangurinn með útgáfu blaðsins er að fjalla um daglegt líf starfsmanna Isavia um allt land auk þess að fjalla um ýmis málefni sem eru á döfinni hjá fyrirtækinu. Markmiðið er að gefa út létt og skemmtilegt blað tvisvar til þrisvar á ári sem starfsmenn hafa gaman af að lesa í kaffitímanum í vinnunni eða heima. Stefna fyrirtækisins er að bæta upplýsingagjöf, færa starfsmenn nær hver öðrum og mynda þannig betri liðsheild og er útgáfa blaðsins einn þátturinn í þeirri stefnu. Í blaðinu núna kennir ýmissa grasa. Fjallað er um Wow Cyclothon keppnina sem Isavia tók þátt í fyrr á árinu, en í Isavia sveitinni voru starfsmenn frá nánast öllum einingum fyrirtækisins og dótturfélaga. Einnig er fjallað um stækkun verslunarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli, heimsókn nefndar á vegum ICAO í september, hvað starfsmenn gerðu í sumarfríinu, skemmtilegt spjall við þá Don Gerritsen og Árna Birgisson sem tóku þátt í hálfum járnkarli í sumar, krossgáta, myndir og margt fleira. Blaðið er unnið af starfsmönnum markaðsdeildar Isavia sem var sett á stofn í byrjun ársins. Markaðsdeildin sér um að samræma markaðs-, vef- og kynningarmál Isavia. Það eru ýmis verkefni sem eru á okkar borði dagsdaglega enda er starfsemi fyrirtækisins afar víðfeðm. Við tökum glöð við öllum ábendingum um efnistök næsta blaðs, áhugasamir eru beðnir um að senda póst á marketing@isavia.is. Gunnar Kr. Sigurðsson, Markaðsstjóri


Hálfur járnkarl í sundskýlu og á fjallahjóli!

3

Reynslan geislaði af hjóli Dons.

flugpósturinn

Þeir Dieudonné Gerritsen og Árni Birgisson, starfsmenn Isavia, tóku þátt í hálfum járnkarli, þann 13. júlí síðastliðinn. Keppnin felst í því að keppendur synda 1,9 km, hjóla því næst 90 km og enda á því að hlaupa hálft maraþon.

Don, til hamingju með að hafa klárað þetta þrekvirki! „Takk kærlega“

Kominn sáttur í mark.

Segðu okkur aðeins frá keppninn og aðraganda þess að þú tókst þátt. „Við Árni vinnum náið saman og hann ákvað að keppa og manaði mig upp í að koma með, þar sem ég hef verið að hlaupa dálítið og hjóla (aðallega út í búð). Ég lét til leiðast en vissi í raun ekkert hvað ég var að fara út í og undirbjó mig bara eftir eigin tilfinningu. Ég mætti nokkrum sinnum í Ásvallalaug með krakkana og nýtti tímann meðan þau voru að leika sér í krakkalauginni til að synda nokkrar ferðir fram og til baka. Svo hjólaði ég dálítið og reyndi að skokka þegar ég átti tíma til.“

Þannig að þú hefur ekki verið að æfa eftir einhverju þrautreyndu kerfi? „Nei, enda var ég ekkert að stressa mig á þessu, vildi bara prófa. Ég fór t.d. að hjóla með Árna einu sinni og þá kom í ljós að ég var með alltof lint í dekkjunum og það var þvílíkur munur eftir ég pumpaði almennilega í þau!“

„Ég náði samt að taka bögglaberann af áður en ég fór af stað ...“ Hvernig var svo keppnisdagurinn sjálfur? „Þetta var mjög áhugavert skulum við segja. Ég mætti á mínu 12 ára gamla fjallahjóli og uppskar dálítið skrýtið augnaráð frá keppnishöldurum sem eru vanari fisléttum racer hjólum. Það kom svo á daginn að hjólið passaði ekki í hjólastandana sem er stillt upp og var því bara lagt upp við vegg við hliðina. Svo þegar ég spurði hvar ég myndi skipta um föt fyrir og eftir sundið þá voru viðbrögðin frekar fyndin þar sem flestir eru í sérstökum keppnisgöllum, en ég ætlaði bara að synda í minni speedo skýlu og klæða mig svo í íþróttagallann eftir það.“

En þetta hefur allt gengið á endanum? Var þetta erfitt? „Já þetta var bara mjög gaman. Ég var auðvitað ekki með fyrstu mönnum skulum við segja, en kláraði samt ekki síðastur. Þetta var erfitt en samt alveg viðráðanlegt, það tekur auðvitað aðeins meira á að hjóla á fjallahjóli en á racer sem er mikið auðveldara að hjóla á. Ég náði samt að taka bögglaberann af áður en ég fór af stað, og líka innkaupatöskuna sem ég nota þegar ég versla í Bónus sem létti hjólið aðeins.“ Ætlarðu að gera þetta aftur? „Það getur vel verið, en ætli ég reyni samt ekki að galla mig aðeins betur upp og fjárfesta í sæmilegu hjóli. Ég veit allavega betur núna hvernig á að undirbúa sig fyrir svona þraut!“ Við óskum þeim Don og Árna til hamingju með árangurinn, flottir fulltrúar Isavia!

Árni léttur í lund.

Keppni hófst og endaði við Ásvallalaug og var 41 keppandi skráður til leiks. Þeir Don og Árni stóðu sig með prýði og luku báðir keppni, Árni á tímanum 05:58:23 og Don á tímanum 06:52:17. Það sem vakti þó athygli var sú staðreynd að Don fór heldur óhefðbunda leið í keppninni, en hann keppti á 12 ára gömlu fjallahjóli og synti bara í sinni hefðbundnu speedoskýlu. Nú til dags eru þríþrautarmenn yfirleitt á fisléttum racer hjólum og synda í sérstökum heilgalla sem þeir vippa sér svo beint í á hjólin og þurfa því ekki að skipta um föt. Það var því tilvalið að spjalla aðeins við Don um keppnina.


4

flugpósturinn

Þetta upplifir maður bara einu sinni í lífinu Dagana 24.–27. júní sl. keppti Isavia sveitin í Wow Cyclothon sem er hjólreiðakeppni hringinn í kringum landið með áheitasöfnun til styrktar Bæklunar- og skurðdeild Landspítalans. Liðið var skipað 10 manns og þurfti að klára hringveginn á innan við 72 tímum.

Isavia liðið í undirbúningi fyrir keppni.

Hjólaskipulagið Hvert var svo markmiðið ykkar? Hvaða tíma gáfuð þið ykkur til að klára að hjóla hringinn í kringum Ísland? Jón: „Upphaflegt markmið var að hjóla hringinn á 56 klukkustundum. Við enduðum í 46:19 .“ Við þetta svar ljómuðu allir í herberginu. Sveitin náði takmarki sínu og tæpum tíu tímum betur! En nú þurfti væntanlega að hugsa vel um hvernig skipulag hjólreiðanna átti að vera, hverjir hjóluðu, hverjir hvíldu, hve lengi o.s.frv.? Jón: „Skipulagið var þannig að sveitinni var skipt í tvö lið, annað liðið hjólaði á meðan hitt hvíldi og hver einstaklingur hjólaði yfirleitt um 15 mínútur í einu. Liðið sem hvíldi svaf þá á meðan og yfirleitt í 2-3 tíma í senn. Síðan var mikilvægt að skipta liðinu þannig að þau væru nokkurn veginn jöfn að getu og í úthaldi svo stöðugleikinn í hjólreiðunum væri sem mestur.“

Þátttaka Isavia sveitarinnar snerist ekki eingöngu um þetta mikilvæga málefni heldur vildu liðsmenn skapa tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni með samstarfsfólki innan Isavia, Tern og Fríhafnarinnar, enda sveitin byggð upp af starfsmönnum allra fyrirtækjanna og endurspeglaði hið breiða starfssvið Isavia. Þau voru: Arnar Þór Björgvinsson (Raftækniþjónusta), Atli B. Levy (Flugvalla- og mannvirkjasvið), Árni Páll Hafsteinsson (Raftækniþjónusta), Davíð H. Kristjánsson (Tern), Hafdís Viggósdóttir (Mannauður og árangur), Heiðrún E. Guðbjörnsdóttir (Flugstjórnarmiðstöð), Jón Gunnlaugsson (Flugstjórnarmiðstöð), Sigríður Baldursdóttir (Fríhöfn), Viðar Sturluson (Flugfjarskipti) og Þórir Már Jónsson (Tern).

Undirbúningurinn Blaðamaður Flugpóstsins hitti hina goðsagnakenndu Isavia sveit í hádegisverði í flugturninum í Reykjavík 2. september síðastliðinn en sveitin sameinaðist þar á ný eftir stórviðburð sumarsins. Blaðamanni lék fyrst forvitni á að vita hvernig undirbúningi var háttað enda í mörg horn að líta. Jón Gunnlaugsson: „Undirbúningurinn hófst í raun á þeirri flugu sem við fengum í hausinn að koma Isavia inn í þessa keppni, efla hjólamenningu hjá starfsfólki og liðsanda almennt. Stjórnendur, mannauðssvið og markaðsdeild tóku vel í hugmyndina og studdu heilshugar við verkefnið. Þó voru margar hindranir sem sveitin þurfti að ryðja úr vegi.“ Í byrjun var mikill áhugi og útlit fyrir að mun fleiri en 10

manns vildu taka þátt. Þegar leið að lokadegi skráningar þann 22. maí kom dálítið hik á yfirlýsingaglaða menn og tvísýnt var hvort að næðist í lið. „Þetta reddaðist þó að lokum og við enduðum með afar öflugan 10 manna hóp. Þær fimm vikur sem voru fram að keppni þurfti síðan að nýta vel.“ Þegar búið var að tryggja mannskapinn þurfti að fara af stað að útvega hjól fyrir alla meðlimi. Atli B. Levy: „Einungis þrír meðlimir sveitarinnar áttu hjól þegar hér var komið við sögu þannig að þú sérð hvað við þurftum að takast á við. Ýmist leigði sveitin hjól eða keypti. Það var ekkert annað að gera, en auðvitað góð fjárfesting til lengri tíma“ Sveitin hófst handa við æfingar en náði aldrei öll að koma saman á þessum stutta tíma. „Það æfðu í raun aldrei fleiri en í 3–5 manns í senn. Redda þurfti hinu og þessu fyrir keppnina, keppnisbíl til að ferja menn og hjól, húsbíl, mat og merkingum, sérstökum hjólafestingum, fatnaði sveitarinnar o.s.frv. Hafdís Viggósdóttir: „Það stóð á tæpu hjá okkur með þetta allt saman, t.a.m. fengum við fötin úr merkingu samdægurs sem og merkingu á bílinn. Ég held það sé sanngjarnt að segja að við náðum í undirbúningnum að yfirstíga hvern þröskuldinn á fætur öðrum og ótrúlegt en satt náðum að vera tilbúin öll sem eitt við rásmarkið. Aldrei kom samt nein örvænting upp í liðinu og var það aldeilis það sem koma skyldi í keppninni sjálfri.“

Jón heldur áfram: „Það sem var líka mikilvægt, og allir gera sér ekki grein fyrir, var að reyna að fá annað lið, svipað að getu, til þess að vera í samfloti og með í svokölluðu „drafting“. Þegar þú „draftar“ annan hjólreiðamann hjólarðu í kjölsoginu af honum og í minni vindmótstöðu heldur en hann. Hjólreiðarnar taka þar afleiðandi minni orku af viðkomandi. Össur (stoðtækjaframleiðandinn) daðraði talsvert við okkur á tímabili. Við vorum aftur á móti með öðruvísi taktík og héldum að þeir myndu verða okkur dragbítur. Annað kom á daginn og það endaði á því að þau brunuðu fram úr okkur því þau skiptu meira inn óþreyttum mönnum. Það sýndi sig klárlega þar hve undirbúningur skiptir miklu máli. Ákveðið reynsluleysi gerði þarna gæfumuninn.“

Ögranirnar En hvað var það erfiðasta við þessa ferð? Hverjar voru mestu ögranirnar? Jón Gunnlaugsson: „Klárlega var svefnleysið erfiðast, t.d. að vera vakinn eftir tveggja tíma svefn, vita í raun ekki hvað snýr upp eða niður, koma sér strax í gírinn og út að hjóla. Í eitt skiptið vorum við einhversstaðar utan við

ÉG HEF EKKI TÍMA Í ÞETTA, ÉG ER Í HJÓLREIÐAKEPPNI OG VERÐ AÐ FÁ OLÍU!!! þjóðveginn um miðja nótt þegar síminn minn hringir óvænt og ég þurfti þá að klöngrast yfir sofandi liðsfólk aftur úr


„svartholinu“ og fram í húsbíl til að taka við skilaboðum um að nú þurfi skiptingu, einn, tveir og bingó. Ég, svefndrukkinn og ruglaður, spyr eins og kjáni „hver er staðan?“ og vildi þá vita hvort spandex liðin þrjú væri komin fram úr okkur. Ég fæ þá bara símann öskrandi á móti mér, STAÐAN??? HVAÐ MEINARÐU, ÚT NÚNA OG SKIPTA!!! Hálfsofandi vissi ég ekki hvar Hafdís hafði lagt bílnum, sá engin skilti eða kennileiti í þokunni og hafði því ekki hugmynd um í hvaða átt við áttum að aka. Þetta blessaðist þó og maður þurfti bara að taka á honum stóra sínum til að kveikja á kerfinu.“

5

Móttökunefndin á Egilsstöðum.

flugpósturinn

Hópurinn þurfti ekki aðeins að kljást við þreytu og mjólkursýru í vöðvum, aðrar óvæntar hindranir þurfti að yfirstíga. Hafdís Viggósdóttir: „Síðdegis seinni daginn var ég að keyra bílinn hjá Mývatni og Möðrudalsöræfum. Þá gaf GPS tækið til kynna að u.þ.b. 30–40 km væru til Egilsstaða. Það var öðru nær því skömmu síðar römbum við á skilti þar sem stóð Egilsstaðir, 60 km. Of lítil olía var á bílnum til að ná því marki og ég krossaði bara putta yfir að það væri bensínstöð á leiðinni. Til allrar lukku var það svo. Ég var voða ánægð með mig, ætlaði bara að redda þessu sjálf og leyfa liðinu að sofa. Þá kemur í ljós að þar sem ég var með sérstakt N1 kort, virkaði það ekki á þessari tilteknu Shellstöð. Ég reyni síðan vinnukortið mitt. Það virkaði ekki. Reyni síðan mitt eigið kort. Ekki heldur. Nú voru góð ráð dýr. Aðvífandi kemur franskur ferðamaður og reynir að hjálpa mér, og einnig annar ferðamaður sem var þjóðverji. Það gengur lítið hjá okkur og ég reyni að hringja í Shell til að fá aðstoð því það var ljóst að ég þyrfti að fá olíu til að geta haldið keppninni áfram. Það gengur síðan ekkert hjá bensínþjónusturáðgjafanum og ég er þarna orðin vel tauguð, farin að tala alltof hátt, þýskur og franskur ferðamaður að reyna að gera sig skiljanlega og reyna að hjálpa og þarna var ég búin að vekja alla í bílnum sem ég hafði einsett mér að gera ekki. Þarna er ég bara farin að öskra á Shell gæjann: „ÉG HEF EKKI TÍMA Í ÞETTA, ÉG ER Í HJÓLREIÐAKEPPNI OG VERÐ AÐ FÁ OLÍU!!!“ Greyið maðurinn baðst bara vægðar en þetta endaði síðan á því að við fengum enga olíu. Til allrar hamingju náðum við sambandi við Björgvin Rúnar á Egilsstaðaflugvelli sem kom á móti okkur og reddaði okkur olíu. Algjörlega frábær og alveg ómetanleg hjálp.“

á Egilsstöðum þegar flugvallarstarfsmenn hittu okkur og sprautuðu vatnsboga með slökkvibílum sínum yfir okkur, voru með veifur og fleira. Þetta eru miklir höfðingjar heim að sækja og við getum ekki þakkað þeim nógu vel fyrir. Það var alveg ljóst að allt fyrirtækið stóð á bakvið okkur.“

Hápunktarnir En nú hljóta að vera einhverjir ákveðnir hápunktar í ferðinni? Jón: „Þeir voru auðvitað nokkrir eins og gefur að skilja. Það er auðvitað ótrúlegt að taka þátt í svona ferð, fara hringinn í kringum landið og fá íslenska náttúru beint í æð. Þó held ég að upp úr standi byrjun keppninnar og síðan lokaspretturinn og síðast en ekki síst þegar við komum í mark á Rauðavatni og móttökurnar sem við fengum. „Fyrir ræs var eins og gefur að skilja gríðarlegt adrenalín að byggjast upp í mannskapnum. Allir voru í raun spólgraðir í að fara að hjóla. Reglurnar voru þannig að fyrstu 30 km voru aðeins tveir sem máttu hjóla, þ.e. ákveðinn spotti frá Reykjavík og inn í Hvalfjörð. Viðar og Heiðrún tóku þann hluta á sig og eftir það vildu gjörsamlega allir fara út að hjóla og það þurfti sannarlega að hemja mannskapinn.“

búnir að „carba“ nægilega vel yfir daginn og einhverjir voru nálægt því að skila matnum til baka,“ segja Viðar og Heiðrún og hlægja. Atli: „Lokaspretturinn var síðan alveg rosalegur. Á Suðausturlandi síðustu nóttina var alveg blankalogn fram að Höfn og svo bullandi meðvindur restina af ferðinni. Eftir Vík í Mýrdal fór allt á fullt, mikil stemning myndaðist og það átti aldeilis að taka lokasprettinn með stæl. Adrenalínið fór á fullt og menn farnir að sjá hvað það var í raun lítið eftir. Það kom síðan beljandi rigning hjá Hellu en það skipti engu máli, það voru allir í gírnum. Við þustum yfir Kambana, skiptum

Við þurfum hugsanlega úrtökumót á næsta ári. Markmiðið er alltaf að gera betur bara örar og síðasti spölurinn flaug áfram. Móttökurnar á Rauðavatni voru síðan engu líkar. Margir frá Isavia voru mættir og tóku á móti okkur. Ótrúleg tilfinning að mæta þangað og adrenalínið í hámarki. Við hjóluðum síðan öll

Hafdís og Atli: „Við vorum dálítið eins og gömul hjón í þessari ferð, en aldrei komu upp nein illindi og það náðist alltaf mjög gott samkomulag. Samheldnin var allsráðandi í því að komast í gegnum þetta og klára keppnina.“

Komið í mark við Hörpu.

Á þessum tímapunkti var farið að reyna vel á samheldnina í hópnum, Hafdís og Atli voru til að mynda farin að rökræða og finna lausnir.

Liðsheildin Ég heyri á ykkur að liðsheildin hafi skipt heilmiklu til þess að þið gætuð klárað þessa keppni. Jón: „Já eins og áður segir myndaðist afar góð liðsheild og stemning í hópnum. Þetta snerist í raun ekki endilega um að allir væru í góðu formi eða að við værum einhverjir miklir íþróttamenn. Þetta þurfti félagslega að smella allt saman. Við þekktumst misvel og fyrirvarinn var stuttur. Við þurftum einfaldlega að leysa málin, upp koma allskyns erfiðleikar auðvitað en eins og við segjum, vandamál eru bara til að leysa þau og allir voru einbeittir og samhentir í því.“ Urðuð þið vör við stuðning frá vinnufélögum? Jón: „Já, við fundum alveg gríðarlega mikinn meðbyr frá samstarfsfélögunum, vorum í símasambandi og komumst eitthvað á netið. Við sáum þá hve mikinn stuðning við vorum að fá. Áheitasöfnunin var mjög góð og vinnufélagar fylgdust spenntir með okkur, bæði á vefnum hjá WOW þar sem hægt var að sjá staðsetningu okkar og á innri vefnum.“ „Við fengum stórkostlegar móttökur bæði á Akureyri og

Viðar og Heiðrún: „ Já það var rosaleg stemning í Hvalfirði. Mikill æsingur í öllum liðum og það voru allir í rassinum á hvor öðrum. Eitt og eitt lið var með gjallarhorn og voru að hvetja sína menn áfram. Brjálað stuð! Það sem skyggði helst á þessa skemmtilegu byrjun var sú staðreynd að liðið hafði ekki almennilega haft tíma til að að næra sig á keppnisdeginum sjálfum. Mikið stress var að gera allt klárt og við föttuðum allt í einu stuttu fyrir brottför að við vorum ekkert búin að borða. Það var því komið við á Serrano og skellt í sig burrito. Þegar keppnin hófst kom í ljós að ekki voru allir búnir að melta burritoinn nægilega vel, ekki

saman seinasta spölinn niður í Hörpu. Hópur starfsmanna tók þar líka á móti okkur með blóm og kampavín. Jón: „Það er alveg ljóst að WOW Cyclothon er komið til að vera hjá Isavia. Ég hef heyrt marga tala um hversu mikið þá langaði að vera með þegar þeirfylgdust með keppninni. „Við þurfum hugsanlega úrtökumót á næsta ári. Markmiðið er alltaf að gera betur“


flugpósturinn

Ein af stöðvunum sem beið ferðafólks.

6

Joint Finance Committee heimsótti Isavia Í september komu meðlimir einnar af nefndum ICAO í heimsókn til Isavia. Um var að ræða Joint Finance Committee, en nefndin er eftirlitsaðili með samningi Isavia vegna Alþjóðaflugþjónustunnar. Í nefndinni eru fulltrúar allra þeirra landa sem eru aðilar að samningnum og því var það fjölþjóðlegur hópur sem heimsótti Isavia með fulltrúa m.a. frá Ameríku, Norðurlöndum, Evrópu og Asíu. Nefndin fundar allt að þrisvar á ári og fer yfir ýmsa þætti samninganna en á þriggja ára fresti er meðlimunum boðið í heimsókn til Íslands og Grænlands og er þá jafnan lögð áhersla á að kynna þjónustu Isavia og samstarfsaðila. Auk kynningar Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugleiðsögusviðs, komu aðilar frá Veðurstofunni og Samgöngustofu og kynntu starfsemi sína fyrir meðlimum nefndarinnar. Þá var gestunum boðið í heimsókn í flugstjórnarmiðstöðina og í ATS skóla Isavia. Eftir að vinnufundum var lokið var gestunum boðið í skoðunarferðir og var m.a. farið til Vestmannaeyja þar sem siglt var í kringum eyjarnar, náttúran skoðuð auk þess sem sýndur var búnaður sem Isavia er með í Vestmannaeyjum. Gestirnir skoðuðu einnig Seljalandsfoss, fengu skoðunarferð um Reykjanes og enduðu í kvöldverði á Fjörukránni í Hafnarfirði. Að sögn Ásgeirs voru gestirnir hæstánægðir með heimsóknina en samtals var um að ræða þrettán nefndarmenn auk maka. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af gestunum og þeim starfsmönnum Isavia sem tóku á móti nefndinni.

Könnun á ánægju farþega Keflavíkurflugvallar Síðastliðið sumar voru settar upp svokallaðar Happy or not stöðvar á þrjá staði í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, í almennu vopnaleitinni, þriðju landa vopnaleitinni í suðurbyggingu og í komusal eftir að fólk hefur náð í farangurinn sinn. Stöðvarnar eru mjög einfaldar, fólk er beðið um að sýna hversu ánægt það var og skalinn er mikill broskarl, smá broskarl, smá fýlukarl og mikill fýlukarl.

Niðurstöður úr þessari könnun hafa verið mjög góðar og nytsamlegar. Flestir farþegar eða 82%, eru ánægðir en við sjáum greinilega að við getum bætt okkur í vopnaleit suðurbyggingu. Það stendur til með nýrri viðbyggingu sem á að gera þetta svæði miklu betra fyrir farþega.

Vopnaleit norður

Vopnaleit suður

Komusalur

Samtals

Mjög ánægð

68,4%

52,8%

75%

65%

Ánægð

17,8%

21,1%

12,1%

17%

Óánægð

4,9%

9,1%

3,8

6%

Mjög óánægð

9,9%

17%

9,2%

12%


flugpĂłsturinn

7

veistu svariĂ°? 1.

Af hvaða gerð er nýja flugvÊl Atlantic Airways, stÌrsta vÊlin sem lendir å Reykjavíkurflugvelli?

1. Airbus 319 √

1. Airbus ĂžrjĂşhundruĂ°ogeitthvaĂ°, ĂŠg man ekki nĂşmeriĂ°

2. Kasakistan, Ljubljana, ĂŚ ĂŠg hef ekki hugmynd um ĂžaĂ°...

2. Hver er hĂśfuĂ°borg ĂškraĂ­nu? 3. HvaĂ°a erlenda knattspyrnuliĂ° kom hingaĂ° til lands og lĂŠk viĂ° StjĂśrnuna ĂĄ Laugardalsvelli?

2. Pass

3. Inter Milan √

3. AC Milan?

4. NĂşmer hvaĂ° er brautin ĂĄ ReykjavĂ­kurflugvelli sem talaĂ° hefur veriĂ° um aĂ° loka?

4. 06-24 √

4. Pass

5. HvaĂ° er mĂŚlt meĂ° mĂŚlieiningunni den?

5. Ég er ekki með Það...

5. Ăžykkt ĂĄ sokkabuxum√

6. Hvaða tónlistarmaður prýddi skrifborð Arnars Þórarinssonar hjå ATM kerfum Þegar hann kom heim úr sumarfríi? 7.

6. Ég las Ăžetta ĂĄ innri vefnum... hvaĂ° var Ăžetta aftur? ... er ĂžaĂ° Justin Bieber? √

9 stig

HvaĂ° er flugbrautin ĂĄ Akureyrarflugvelli lĂśng?

8. Hversu margir stĂśrfuĂ°u hjĂĄ Isavia Ă­ sumar (skekkja 50)?

Ingibergur Einarsson rekstrarstjĂłri ĂĄ Vestmannaeyjaflugvelli

9. Hvaða dýr prýða gluggana å flugstÜðinni å Egilsstaðaflugvelli? 10. Hvaða nýja flugvÊl hefur verið í hliðarvindsprófunum å Keflavíkurflugvelli undanfarið?

6. Justin Bieber √

7 stig

7. 2,7 km ?

7. 2.400 metrar √

HjÜrdís Þórhallsdóttir umdÌmisstjóri í NorðurlandsumdÌmi

8. 1230? 9. HreindĂ˝r √

13. Ilmur?

12. Hvert er nĂŚsthĂŚsta fjall landsins (2.009 m)

12. Ă–rĂŚfajĂśkull, GrĂ­msvĂśtn?

13. Hver fer meĂ° hlutverk LĂ­nu Langsokks Ă­ BorgarleikhĂşsinu Ă­ vetur?

13. Ég veit hvernig hún lítur út en Êg hef ekki hugmynd um hvað hún heitir.

15. Af hvaĂ°a tegund eru vĂŠlarnar sem flugfĂŠlagiĂ° Ernir notar aĂ°allega Ă­ innanlandsflug?

10. Airbus 320?

12. Er ĂžaĂ° nokkuĂ° BĂĄrĂ°arbunga? √

11. 44 klst. √

14. HvenĂŚr er fyrsti vetrardagur Ă­ ĂĄr?

9. HreindĂ˝r √

11. 48 klst √

10. Airbus 350 √

11. HvaĂ° var Isavia sveitin lengi aĂ° hjĂłla hringinn Ă­ kringum landiĂ° Ă­ Wow Cyclothoninu Ă­ sumar (skekkja 2 klst)?

8. 1.100 √

14. 11. oktĂłber? 15. Pass

14. Er ĂžaĂ° ekki alltaf Ă­ kringum 24. oktĂłber? √ 15. Jetstream √ HjĂśrdĂ­s skorar ĂĄ JĂśrund Hilmar Ragnarsson umdĂŚmisstjĂłra ĂĄ austurlandi

SVĂ–R: 1. Airbus A319 — 2. KĂŚnugarĂ°ur, KĂ­ev — 3. Inter Milan — 4. 0–24 — 5. Ăžykkt sokkabuxna — 6. Justin Bieber — 7. 2.400 metrar — 8. 1.135 manns (skekkja 50) — 9. HreindĂ˝r — 10. Airbus A350 — 11. U.Ăž.b. 46 klst. (Skekkja 2 klst) — 12. BĂĄrĂ°arbunga — 13. Ă gĂşsta Eva ErlendsdĂłttir — 14. 24. oktĂłber — 15. British Aerospace Jetstream 32 (Jetstream er nĂłg)

VerĂ°launakrossgĂĄta FlugpĂłstsins

*Xè

*UDV

3tOD

*OMiDODXV

+ROOXU

)RUVHWQLQJ

/RJD

ĂˆOtWL

'M|IOD

Ă?WWD

)ODQ

.RQX ,OOV

6M~N GyPXU

.H\UVOD

SendiĂ° lausnarorĂ°iĂ° inn ĂĄ netfangiĂ° innri@isavia.is fyrir 15. nĂłvember nĂŚstkomandi. Ăžrenn verĂ°laun verĂ°a veitt fyrir rĂŠttar lausnir, gjafabrĂŠf fyrir tvo ĂĄ Hamborgarafabrikkuna, gjafabrĂŠf fyrir tvo ĂĄ BĂŚjarins bestu og sĂ­Ă°ast, en ekki sĂ­st: hĂłpknĂşs frĂĄ markaĂ°sdeildinni.

/DJD %\JJW

6NRU 5HJQ

(ID

6DIQD VDPDQ

1RWD

%RUèDèD

5pWWV

3HQLQJXU

/ĂŞVL

9HUVWL

6XP

+OtIèDU

5|GG

9DJ

'~NXU

5HNtV

%DJJL .LVXKOMyèL

%RU /LQW

8SS KUySXQ

0DQQV QDIQ

+UDS )RUèDèLVW

5XJJD 5DIHLQGD

6WDOOXU

'tQDPy

+UySLU

+UH\IèL

'UHSL

+UÂ VQDUD

1DIQ

)UHJQDè

)XJOD

%HVWLU )ODN

GRĂ?MSEY

1.537

GJĂ–GUR

120 BĂ?LDUDALUR

1.923

373 HĂšSAVĂ?K

4.426

Ă?SAFJĂ–RĂ?UR

16.945

ÞÓRSHÖFN

SauĂ°ĂĄrkrĂłkur

29

42.843

NORĂ?FJĂ–RĂ?UR

9.986

6YHOJXU

(\èLVW gèODVW

EGILSSTAĂ?IR

21

VESTMANNAEYJAR

6WUtSDè

833

87.002

175.045

/\NW +ROD

VOPNAFJĂ–RĂ?UR

AKUREYRI

REYKJAVĂ?K

*UHWWL

7DXPKDOG +RUILQV

5DXVQDU OHJW

HORNAFJĂ–RĂ?UR

5.601

6WUtèQL


Ég byrjaði sumarfríið á Akureyrarferð þar sem ég hélt upp á 25 ára stúdentsafmæli. Svo fór ég í pílagrímsferð til Gautaborgar (bjó þar í 3 ár á síðustu öld). Skoðaði Gautaborg, Gränna og Astrid Lindgren garðinn í Vimmerby. Ég tók mig svo til og skellti mér til Eyja á Þjóðhátíð í fyrsta skiptið um ævina og náði brekkusöngnum.

Svetlana Björg Kostic, launafulltrúi á mannauðssviði

Sumarið byrjaði á ættarmóti á Raufarhöfn, áhugavert að sjá heimskautagerðið sem er í smíðum þar auk þess sem ég hjólaði á nyrsta tanga landsins, Hraunhafnartanga. Í bæjarskreppi tók ég mig til og hjólaði hringinn í kringum Reykjavík og Kópavog. Fjölskyldan kíkti svo á skátamót í Kjarnaskógi á Akureyri. Síðast en alls ekki síst nýttum við einu samgöngur fjórðungsins við heimsbyggðina og sigldum með Norrænu til Danmerkur þar sem við eyddum 10 dögum í hjólaferðir, skemmtigarða og rólegheit á Jótlandi.

Við Ingimar, maðurinn minn, fórum til Berlínar í viku. Dvöldum skammt utan við Berlín og fórum m.a. í tveggja daga ferð til Dresden sem er einhver fallegasta borg sem við höfum komið til, sérstaklega þegar haft er í huga hver örlög hennar urðu í seinna stríðinu. Við tókum nokkra bíltúra út frá Reykjavík um Suðurland og Borgarfjörð, hittum vini og kunningja og skoðuðum landið. Í Reykholti í Borgarfirði skoðuðum við kirkjurnar og hittum séra Geir Waage, þar sem hann átti leið um kirkjuna. Úr því varð hálftíma fræðsla um kirkjur og kristni. Séra Waage er engum líkur.

Magnús tók barnabarnið með á golfvöllinn í sumar.

Sólveig Þorsteinsdóttir, verkefnastjóri í þróun og stjórnun í Keflavík

Björgvin Rúnar Þorvaldsson, þjónustustjóri á Egilsstaðaflugvelli

Marín ásamt maka að kafa í Rauða hafinu

Sólveig með dóttur sína í Gränna í Svíþjóð

Sumarfríið mitt

Svetlana að húkka far með norn í Dresden

flugpósturinn

Björgvin ásamt fjölskyldu við Rubjerg Knude vitann í Danmörku sem er viti sem hætt er að nota vegna ágangs sands.

8

Marín R. Karlsdóttir, vefstjóri hjá Fríhöfninni

346.684 INNANLANDS FARÞEGAR 1.609.853 MILLILANDA FARÞEGAR

Glæsileg gluggaskreyting á Egilsstaðaflugvelli Gluggar flugstöðvarinnar á Egilsstaðaflugvelli hafa verið skreyttir með stórglæsilegri mynd af hreindýrum með Snæfellið í baksýn. Jörundur Ragnarsson flugvallarstjóri segir farþega mjög ánægða með uppátækið og gaman að geta komið náttúrunni og anda landsfjórðungsins inn á flugvöllinn.

Ég skellti mér til Egyptalands í júní, nánar tiltekið Sharm el Sheikh. Þar sá ég ekki eitt ský í tvær vikur og um 40 stiga hiti alla daga og ekki mikið kaldara á kvöldin. Ég gisti á 5 stjörnu hótelinu La Royal Holiday hotel þar sem allt var innifalið og ekki skemmir fyrir að hótelið er með sitt eigið Wet & Wild inni í hótelgarðinum. En annars var dagskráin einhvern veginn svona: sólbað og bjór á daginn, úlfaldatúr, kafað í Rauðahafinu (það var rosalegt) og HM og gin og tónik á kvöldin. Mæli 100% með Egyptalandi ef þú vilt upplifa 5 stjörnu lúxuslíf í miðri eyðimörk.

Magnús Pálsson, þjálfunarstjóri — Þjálfun og ATS verklag Fríið byrjaði með golfferð til Almería með fjölskyldunni og síðan viðhald á húsinu og golf þess á milli. Ein vika var tekin í Húsafelli þar sem ég reyndi að HÆKKA forgjöfina enn einu sinni. Í þetta skiptið með miklum ágætum.


flugpósturinn

Hér eru skjáskot úr myndböndum sem nálgast má á innri vefnum.

Is(avia)fötuáskorun

Starfsfólk Isavia lét ekki sitt eftir liggja í ísfötuáskoruninni sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn. Áskorunin felst í því að skorað er á einstaklinga eða fyrirtæki til að fá á sig ískalda vatnsgusu í ýmsu formi, festa það á filmu, dreifa á samfélagsmiðla og skora á þrjá aðra. Flugvallarstarfsmenn Keflavíkurflugvallar riðu á vaðið og skoruðu á starfsmenn Egilsstaðaflugvallar sem síðan skoruðu á Akureyrarflugvöll og þau skoruðu á Reykjavíkurflugvöll.

Allt er þetta gert til þess að vekja vitund á MND sjúkdómnum og við hvetjum alla starfsmenn til að styrkja MND félagið á Íslandi á www.mnd.is. Myndböndin frá ísfötuáskoruninni er að finna á innri vefnum, innri.isavia.is.

Í lok september fór þrímilljónasti farþeginn á árinu 2014 um Keflavíkurflugvöll. Af þessu tilefni afhentu starfsmenn flugstöðvarinnar honum blóm og gjafir, en um var að ræða farþega sem var að koma með Norwegian frá Bergen. Ljóst var eftir morgunflug 26. september að farþegi númer þrjár milljónir kæmi með hádegisvél á leið frá Noregi, en þá vantaði einungis um 50 farþega upp á að ná þriggja milljóna markinu. Starfsmenn biðu því við útgönguhlið og töldu farþegana sem komu í gegnum landganginn á leið sinni að töskuafhendingu. Þrímilljónasti farþeginn heitir Ida Heggholmen, norsk kona á leið í helgarferð með æskuvinkonum sínum en þær voru allar að koma í fyrsta sinn til Íslands. Það er óhætt að segja að Ida hafi verið mjög hissa og yfir sig ánægð. Henni voru afhent blóm og gjafakort í Fríhöfninni sem hún sá strax fyrir sér að nýta í komuversluninni. Vinkonurnar ætluðu að fara beint í Bláa Lónið í dekur og mat. „Við erum ekki búnar að plana ferðina mikið utan þess að við ætlum að fara Gullna hringinn en við erum hérna fyrst og fremst til að slappa af og njóta lands og þjóðar saman. Við vitum að það er eldgos núna og tókum til öryggis með okkur bækur til að lesa ef við skyldum festast á landinu í

Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, afhenti Idu Heggholmen, þrímilljónasta farþeganum 2014, blómvönd og gjafakort við komuna til landsins.

Farþegafjöldi yfir 3 milljónir á Keflavíkurflugvelli

einn til tvo mánuði – og við vonumst innilega til þess að svo verði,“ sögðu þær vinkonurnar glettnar.

9


10

flugpósturinn

Viðburðadagatal Staffsins

Fullt af skemmtilegum viðburðum framundan!

Nýr og betri innri vefur fyrir alla starfsmenn Isavia

Staffið, starfsmannafélag Isavia, stendur fyrir fjölda skemmtilegra viðburða í vetur. Þar má nefna bíósýningar, leikhúsferðir, haustfagnað, jólahlaðborð og margt fleira. Á www.staffid.is er að finna nánari upplýsingar og skráningu á viðburði.

Haustfagnaður: Haustfagnaður verður 24. og 31. október á Spot í Kópavogi. Skráning hafin á staffid.is. Sviðamessa: Sviðamessa verður á Egilsstöðum þann 24. október. Skráning hafin á staffid.is. Jólahlaðborð: Jólahlaðborð verða í Bláa lóninu föstudaginn 21. nóvember, laugardaginn 6. desember og föstudaginn 12. desember. Góður matur, skemmtiatriði og sætaferðir. Jólahlaðborð á Egilsstöðum, Akureyri og Ísafirði auglýst nánar síðar. Skötuveisla: Hin árlega skötuveisla verður haldin á Egilsstöðum þann 23. desember. Jólatrésferðir: Jólatrésferðir að Fossá í Hvalfirði verða farnar laugardagana 6. og 13. desember. Sætaferðir í boði og Staffið greiðir trén niður um 50%. Bíósýning: Boðið verður á þriðju Hobbitamyndina í byrjun janúar. Frítt í bíó, popp og gos innifalið. Dagsetningar auglýstar síðar. Leikhúsferð: Farið verður á rokksöngleikinn Loka í mars. Dagsetningar og fyrirkomulag við sölu miða auglýst síðar. Góða skemmtun, Staffið

STARFSMENN: HEILDARFJÖLDI Í SUMAR 1135 MANNS

Tern: 40 Fríhöfnin: 240 Isavia: 855

Í vor hófst stefnumótunarvinna við vefsíðumál hjá Isavia og er áætlað að endurbættur innri vefur líti dagsins ljós í byrjun 2015 og ytri vefirnir isavia.is og kefairport.is um mitt næsta ár. Mikil bót varð á starfsumhverfi þegar Lindin – innri vefur Isavia var settur í loftið. Lindin hefur sannarlega staðið undir væntingum, er mjög virkur vefur og þar er að finna öll helstu tól, tæki, upplýsingar og fréttir um það sem er að gerast hjá fyrirtækinu hverju sinni. Þó er alltaf eitthvað sem má bæta, sem dæmi er hann ekki aðgengilegar starfsmönnum dótturfyrirtækjanna Fríhafnarinnar og Tern, auk þess sem ekki er hægt að skoða hann í snjallsímum. Einnig er þörf á að uppfæra framsetningu, efni, útlit og leiðakerfi vefsins sem er orðið nokkuð frumstætt, enda hefur mikil þróun átt sér stað í vefmálum á síðustu þremur árum. Sem dæmi þá var iPhone 4 sá sími sem Íslendinga dreymdi um að fá sér þegar núverandi innri vefur var settur upp, nánast enginn var kominn með iPad og Android kerfið bara fyrir nörda! Ákveðið var að endurskoða vefinn frá grunni og mynda vefstefnu fyrir fyrirtækið. Heiðar Örn Arnarson vefstjóri stýrir verkefninu ásamt sérstökum stýrihóp sem settur var á laggirnar. Hópurinn hefur starfað síðan í maí og hefur, þegar þetta er ritað, skilað af sér þarfagreiningu og kröfulýsingu fyrir nýjan innri vef. Núverandi vefur var notendaprófaður, send var könnun á alla starfsmenn Isavia, hugmyndabanki var opnaður á Lindinni og viðtöl voru tekin við lykilstarfsmenn þvert á fyrirtækið. Tilgangurinn var að fá fram hugmyndir, ábendingar og innsýn inni í það hvernig hægt er að móta nýjan og betri innri vef með þarfir allra starfsmanna að leiðarljósi. Almennt eru markmið innri vefs að færa starfsfólk saman, efla liðsanda og fyrirtækjamenningu og vera miðlæg gátt þar sem hægt er að sækja upplýsingar um fyrirtækið, fá aðgengi að tólum og tækjum, verkefnum og sækja upplýsingar um starfsfólk.

Í stýrihópnum sitja: • Garðar Árni Sigurðsson (Kerfisþjónusta) • Guðni Sigurðsson (Markaðsdeild) • Gunnhildur Vilbergsdóttir (Flugstöð Leifs Eiríkssonar) • Hafdís Viggósdóttir (Mannauðssviði) • Heiðar Örn Arnarson (Markaðsdeild) • Heimir Gunnlaugsson (Kerfisþjónusta) • Sóley Ragnarsdóttir (Mannauðssviði) Sigurjón Ólafsson vefráðgjafi hjá Fúnksjón vefráðgjöf er síðan hópnum innan handar. Allar hugmyndir um hvernig má betrumbæta innri vefinn, efni, útlit og framsetningu eru vel þegnar. Sendið endilega línu á heidar.arnarson@isavia.is.

Þú kemst á innri vefinn heiman frá þér! Allir starfsmenn geta farið inn á Lindina heiman frá sér. Það sem þarf að gera er að fara á vefsíðu Isavia www.isavia.is og smella á „Fyrir starfsmenn“ neðst í fætinum á síðunni. Þar er hægt að skrá sig inn með því notendanafni og lykilorði sem starfsmenn nota við innskráningu í vinnutölvur.

HEIMSÓKNIR Á VEFSÍÐUR ISAVIA JAN–JÚN 2014

KEFAIRPORT.IS 516.425 ISAVIA.IS 63.416


flugpósturinn

11

Mynd blaðsins BÍLDUDALSFLUGVÖLLUR Finnbjörn Bjarnason sendi okkur þessa mynd af Bíldudalsflugvelli. Eins og sjá má á myndinni hefur brennisteinsmengunin frá Holuhrauni náð alla leið á Vestfirðina og þykkt mengunarský liggur yfir Arnarfirðinum. Sendið okkur myndir í blaðið á marketing@isavia.is!


12

flugpósturinn

Árshátíð Isavia verður haldin með nýju sniði 21. febrúar

— Takið daginn frá! Árshátíðin okkar verður haldin á Hilton Nordica 21. febrúar 2015. Árshátíðin verður með öðru sniði í ár, ekki verður hefðbundið sitjandi borðhald heldur verður flæði um nokkur rými með mismunandi stemningu. Matur verður á háborðum og næg tækifæri til þess að blanda geði við vinnufélagana. Fólk getur þá valið hvort það vill sitja í borðkrókum eða standa við háborðin. Að vanda verður árshátíðin mikil tónlistar- og gleðiveisla en nánari tilhögun og skemmtiatriði verða kynnt þegar nær dregur. Hafdís Viggósdóttir hefur veg og vanda að skipulagningu árshátíðarinnar: „Við ákváðum að prófa að breyta út af vananum í ár og hafa ekki niðurnjörvaða sætaskipan heldur blandaða sitjandi / standandi árshátíð. Hilton hefur nýlega opnað tvo nýja sali þannig að við verðum með flæði á milli þriggja til fjögurra sala með mismunandi stemningu á hverjum stað. Háborð með gúrme-mat snillinganna á Vox verða svo á nokkrum stöðum innan salanna. Það er ekki búið að fullmóta dagskrána á árshátíðinni en við tilkynnum hana þegar nær dregur. Við erum mjög spennt fyrir þessu tilraunaverkefni og hvetjum alla til að mæta og gera þetta ógleymanlegt með okkur!“


flugpósturinn

13

Er ekki kominn tími til að rifja upp árshátíðarmyndböndin? Árshátíðarmyndböndin átta sem gerð voru af mismunandi starfsstöðvum eru aðgengileg á innri vef Isavia og alveg tilvalið að rifja þau upp. Eftir mikil heilabrot dómnefndar stóð Egilsstaðaflugvöllur uppi sem sigurvegari. Dómnefndina skipuðu Óskar Jónasson, Saga Garðarsdóttir og Felix Bergsson. Þau skemmtu sér konunglega yfir myndböndunum, horfðu á þau aftur og aftur og sögðu að þau væru tær snilld! Hér að neðan eru endanleg úrslit. Egilsstaðaflugvöllur Airport — besti treilerinn Flugstjórnarvaktin — besti karlleikari, Siggi Hrannar Gufunes Total Blackout — besta handritið, Guðmundur Sigurðsson Flugstöð Leifs Eiríkssonar Lífið í Leifsstöð — besta leikkona, Guðný María Jóhannsdóttir Fríhöfnin Game of Thrones — besti leikstjórinn, Ozzo Kíktu á innri.isavia.is/arshatid, hallaðu þér aftur og njóttu snilldarinnar.


14

flugpósturinn

Tern Systems vinnur Nýr framkvæmdastjóri nýtt verkefni í Indónesíu fríhafnarinnar Tern Systems vann nýlega sitt annað TAS (Tern Automation System) verkefni í Indónesíu, en 2012 var sambærilegt verkefni klárað á Balikpapan flugvellinum sem einnig er í Indónesíu. Nýja verkefnið felur í sér að setja upp radar- og fluggagnakerfi

á Adisutjipto flugvellinum í Yogyakarta. Kerfið frá Tern Systems verður notað fyrir Yogyakarta turn og aðflug. Vinna við þetta spennandi verkefni er nú þegar hafin og Tern Systems binda vonir við að fleiri verkefni í Indónesíu fylgi í kjölfarið.

í framkvæmdastjórn í tíu ár, síðast sem forstöðumaður verslana- og markaðssviðs en þar á undan sem starfsmannastjóri. Hún starfaði áður m.a. sem ráðgjafi hjá IBM Business Consulting Services í mannauðsmálum og rannsóknum. „Það eru spennandi verkefni framundan hjá Fríhöfninni. Ég hlakka til að takast á við þau og kynnast starfsfólkinu sem starfar hjá fyrirtækinu. Farþegum um Keflavíkurflugvöll hefur líka fjölgað mikið að undanförnu sem felur í sér bæði tækifæri og áskoranir fyrir Fríhöfnina“ segir Þorgerður.

Þorgerður Þráinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, úr hópi rúmlega eitt hundrað umsækjenda. Þorgerður mun hefja störf hjá Fríhöfninni á næstu vikum.

Við bjóðum Þorgerði hjartanlega velkomna til Isavia fjölskyldunnar!

Þorgerður hefur góða og víðtæka reynslu af stjórnun og smásölurekstri. Hún kemur til Fríhafnarinnar frá Lyfju þar sem hún sat

MILLILANDAFARÞEGAR EFTIR ÁFANGASTAÐ JAN–JÚLÍ 2014

SVÍÞJÓÐ

33.829 ÞÝSKALAND

64.716

BRETLAND

182.939 FINNLAND

KANADA

14.089

34.296

DANMÖRK

97.208

BANDARÍKIN

161.043

FRAKKLAND

47.229

NOREGUR HOLLAND

33.149

75.010

ÍTALÍA

4.496

SPÁNN

15.038

SVISS

8.412


Breytingar framundan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Miklar breytingar eru framundan í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á næstunni en til stendur að fjölga vopnaleitarhliðum og umbreyta verslunar- og veitingasvæðinu. Nýverið lauk vali á rekstraraðilum og verða nokkrir þeir sömu áfram en einnig bætast nýir við, sérstaklega í veitingahlutanum. Þá verður hönnuninni breytt, litir og efnisval á að endurspegla Ísland og á hönnun verslana og veitingastaða að falla að því þema. Stefnt er að því að framkvæmdirnar hefjist í nóvember og þeim ljúki vorið 2015.

15

Grunnmynd 2. hæð: Eins og sjá má mun uppbygging svæðisins breytast tölvuvert með það að markmiði að verslanir verði sýnilegri.

flugpósturinn

Íslenskur bar

-Kaffihús

-Gleraugu

-Rafmagnsvörur -Bækur og blöð

Veitingar -sjálfsafgreiðsla

-Samlokur og djús

-Veitingastaður

-Fatnaður og skart

Sælkeraverslun

-Húðvörur

Banki

-Minjagripir

-Útivistarfatnaður

Banki

Minni breytingar verða á verslunarrekstri í flugstöðinni. Verslanirnar 66°N, Bláa lónið, Elko, Eymundsson, Optical Studio og Rammagerðin munu allar halda áfram starfsemi. Við bætast verslun með tískufatnað þar sem boðið verður upp á þekkt erlend vörumerki ásamt íslenskri hönnun, rekin af Airport Retail Group, og sælkeraverslun á vegum Nord og Lagardère Services.

Hrönn Ingólfsdóttir, verkefnastjóri forvalsins kynnti ferlið og skipulagið á blaðamannafundi 1. október síðastliðinn.

Veitingarekstur verður í höndum Joe Ísland, sem mun opna Joe and the Juice samloku- og safabar, og Nord í samstarfi við Lagardère Services, sem munu halda áfram rekstri veitingarstaðarins Nord auk þess að opna sjálfsafgreiðsluveitingastað, Segafredo kaffihús og bar með íslensku þema.

Horft á inngang að verslunum (hönnunardrög). Efnisval mun endurspegla íslenskt landslag.

Aukið úrval í verslun og veitingum

Afsláttarkjör og fríðindi fyrir starfsfólk Bæði Staffið og Isavia hafa lagt sig fram um að veita okkur ýmis fríðindi, en það virðast ekki allir vita hvað við njótum mikilla fríðinda og afslátta. Því hafa hér verið teknir saman helstu styrkir og afslættir sem okkur standa til boða. Listinn er ekki tæmandi og sífellt bætist við. Nánari upplýsingar um styrkina er að finna hjá mannauðssviði, mannaudssvid@isavia.is og á innri vefnum, www.innri.isavia.is. Um afslættina má finna upplýsingar á www.staffid.is.

Fræðsla og námskeið Fjöldi námskeiða stendur starfsmönnum til boða hjá Isaviaskólanum. Einnig eru starfsmenn hvattir til að leita sér tækifæra til starfsþróunar og menntunar og senda beiðni um námskeið á sína yfirmenn. Þá veitir félagið einnig styrki til þjálfunar og endurmenntunar starfsfólks, hvort sem um er að ræða styttri námskeið eða lengra nám.

Heilsa og vellíðan Isavia leggur áherslu á að efla vitund starfsmanna um mikilvægi þess að lifa heilbrigðu lífi. Undanfarin ár hafa verið haldnir heilsu- og hamingjudagar þar sem boðið er upp á margvíslega dagskrá; heilsufarsmælingar, nudd, hollan mat, fyrirlestra og margt fleira. Starfsmönnum gefst kostur á að hitta hjúkrunarfræðing með reglulegu millibili á vinnustaðnum auk þess að geta hringt alla virka daga á milli 8 og 12 í hjúkrunarfræðing bæði sín vegna og fjölskyldunnar.

Auk þess stendur starfsmönnum til boða bólusetning gegn inflúensu einu sinni á ári. Isavia veitir starfsfólki val um líkamsræktarstyrk að upphæð 25.000 krónur á ári eða aðgang að heilsuræktarstöðvum. Þá veitir Isavia þeim sem ganga, hjóla eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu sérstakan samgöngustyrk að upphæð 7.000 krónur á mánuði. A4 — 10% afsláttur. Atlantsolía — Fastur 5 kr. afsláttur pr. lítra á einni valdri AO stöð, en 4 kr. afsláttur á öllum öðrum AO stöðvum. Álfaborg ehf. — 15% afsláttur. Betra Grip ehf — (Bridgestone umboðið á Íslandi) 20% af dekkjum og 15% af vinnu. Bílahótel — 20% af alþrifum og 5 skipta kortum í þvottastöð. Blómaborg Hveragerði — 10% afsláttur. BootCamp — 10% afsláttur. Caruso veitingastaður — 10% afsláttur. Dansskóli Jóns Péturs og Köru — 15% afsláttur í samkvæmisdansa, salsa og zumba. Dekkverk — Sértilboð á umfelgun, afsláttur af dekkjum. Duty free fashion — 20% afsláttur. Dynjandi ehf. — Föt 23%, Sérfatnaður 18%, Skór 18%, Vélar og tæki 5%. Efnalaug Suðurnesja — 12% af almennri hreinsun og þvotti. 20% af einkennisfatnaði. Fitness sport — 15% af öllum vörum. Flugger málning — Málning 45%, stoðvörur 30%.

Flugrútan/Flybus — Starfsmenn Isavia fá 50% afslátt í flugrútuna gegn framvísun skírteinis. Hamborgarabúllan — 15% afsláttur. Hebron ehf. — 15% afsláttur. HEXA ehf. — 15% afsláttur. Hole in one — 10% afsláttur. ÍSÓL hf. — 10% afsláttur. KEF Parking — 50% af langtímastæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Aðeins fyrir starfsfólk. N1 — 5 krónur + 2 á safnkortið. Nýherji — 11–17% (sjá nánar á vef Staffsins). Orkan — Sérkjör fyrir starfsmenn. Nánar á staffid.is undir flipanum tilboð. Pústþjónusta BJB — 8% afsláttur. Sérefni málningavöruverslun — 20% af verkfærum, 20% af kalkmálningu, 40 af Nordsjö málningu. Sólning — 15% afsláttur. Tölvutek — allt að 20% afsláttur (fer eftir vörunni, hvert svigrúmið er). Vaxtarvörur — 20% afsláttur. Wurth ehf. — 40% afsláttur. Öryggisvörur — 18% afsláttur. Afsláttur fæst gegn framvísun starfsmannapassa. Látið okkur endilega vita ef þið vitið um önnur kjör sem okkur bjóðast eða ef einhver kjaranna eru ekki enn í boði á marketing@isavia.is.


16

flugpósturinn

Sneiðmyndin: Árni gísli Árnason

Hver eru helstu áhugamálin? Er ekki klassískt að segja fjölskylda, ferðalög og vinir. Annars er ég mikill matgæðingur og langar að gefa mér meiri tíma fyrir golf. Helstu kostir og helstu gallar? Mér hefur verið hrósað fyrir jafnaðargeð en jafnframt gagnrýndur fyrir húsverkin. Hvernig líst þér á nýja starfið? Mjög vel, ég byrjaði þann 1. maí sl. og því haft í nógu að snúast í sumar þar sem ég hef verið að koma mér inn í nýtt starf á sama tíma og við erum að takast á við metfjölda farþega í gegnum flugstöðina. Ég fæ að vinna með duglegu og skemmtilegu fólki á hverjum degi ásamt því að takast á við krefjandi verkefni.

Hinn 32 ára Árni Gísli Árnason hóf nýlega störf sem deildarstjóri þjónustu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, en þeirri deild tilheyrir öll vopnaleit og öryggisgæsla á flugvellinum auk farþegaþjónustu. Það er því ljóst að verkefni Árna eru bæði mörg og fjölbreytt enda um fjölmennar deildir að ræða. Okkur lék forvitni á að kynnast Árna aðeins nánar, en að eigin sögn er hann mikill fjölskyldumaður með nokkurn áhuga á ferðalögum og matargerð.

Munum leggja mikla áherslu á jákvæða upplifun í flugstöðinni Fjölskylda? Í sambúð með Bryndísi Gísladóttur grunnskólakennara í Reykjanesbæ. Saman eigum við tvö börn, Benedikt Bóas 5 ára og Árdísi Evu 2 ára. Hvar ertu fæddur og uppalinn? Ég er fæddur í Reykjavík 19. október 1982. Til 16 ára aldurs bjó ég fyrir austan, lengst af á Höfn í Hornafirði en flutti í Mosfellsbæinn 16 ára gamall. Menntun? Ég kláraði stúdentspróf af hagfræðibraut við Fjölbrautaskólann við Ármúla, BS gráðu í Viðskiptalögfræði við Háskólann á Bifröst og svo MS gráðu í stjórnun og stefnumótun við Háskólann í Árósum.

Hvar hefur þú búið síðust ár? Eftir að við fluttum heim frá Danmörku 2008 höfum við búið í Reykjanesbæ. Hvar varstu að vinna áður en þú komst til Isavia? Ég var sölustjóri hjá Securitas í 5 og hálft ár en þar sá ég um að reka söludeild ásamt því að vera verkefna- og viðskiptastjóri stærri verkefna og viðskiptavina. Ég tók þátt í uppbyggingu og rekstri Securitas á Reykjanesi nánast frá upphafi. Liverpool eða Man.U? Áfram Keflavík! Ertu A eða B maður á morgnana? Konan mín segir að ég sé B-maður Blur eða Oasis? Var meiri Oasis maður.

Kom þér eitthvað á óvart þegar þú hófst störf hjá Isavia? Já og nei, ég hafði heyrt að þetta væri lifandi og skemmtilegur vinnustaður þannig að það kom mér ekki á óvart. Ég hef mætt góðu viðmóti alveg frá fyrsta degi og fólk hefur verið jákvætt í minn garð og það er ég þakklátur fyrir. Hvaða verkefni sérðu fyrir þær á næstunni varðandi þjónustumál í flugstöðinni? Ég sé fyrir mér að við munum leggja aukna áherslu á jákvæða upplifun farþega sem fara í gegnum flugstöðina. Við höfum verið að gera góða hluti að undanförnu og segir árangur okkar í ASQ könnununum (Airport Service Quality) mikið um það. Þó er alltaf hægt að gera betur og það verður meginverkefni okkar á næstunni. Á næstunni munum við einnig setja okkur mælikvarða á þjónustu og gæði hennar í flugstöðinni. Við þökkum Árna kærlega fyrir spjallið og óskum honum velfarnaðar í nýja starfinu hjá Isavia!

Boeing eða Airbus? Hugsa að ég sé meiri Boeing maður en langar mjög mikið að skoða A380 vélina hjá Airbus.

Haustfagnaður Staffsins Föstudagana 24. október og 31. október kl. 21:00-00:30 fögnum við haustinu á skemmtistaðnum Spot í Kópavogi.

Dúndrandi diskótek og brjálað fjör! Stórstjarnan Herbert Guðmundsson mætir á svæðið og tryllir lýðinn!

Rútuferðir verða frá Reykjanesbæ Skráðu þig núna á www.staffid.is

Boðið verður upp á léttar veitingar, pinnamat, bjór, rauðvín og

.

hvítvín. Hver starfsmaður fær fimm miða fyrir drykki.

Skráningu lýkur 21. október fyrir fyrri viðburðinn,en 28. október

Verð fyrir félagsmenn og maka: 1.500 kr. Verð fyrir utanfélagsmenn: 6.000 kr.

fyrir þann síðari.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.