Ársrit ÍBV 2024

Page 1


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

2


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

3


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Knattspyrnuráð Esther Bergsdóttir Eyrún Sigurjónsdóttir Magnús Sigurðsson Óskar Jósúason Sigurbergur Ármannsson Örn Hilmisson

Útgefandi: Knattspyrnuráð ÍBV Ritstjóri: Óskar Snær Vignisson Umbrot: Andri Hugo Runólfsson Ljósmyndir: Hafliði Breiðfjörð, Sigfús Gunnar Guðmundsson o.fl.

Framkvæmdastjóri: Óskar Snær Vignisson 4


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

„Það er svo ofboðslega mikilvægt fyrir okkar samfélag að eiga góð íþróttalið“

Þorlákur Árnason, þjálfari meistaraflokks karla

maður hafði í Sigurlási, Ómari Jó og fleiri frábærum leikmönnum. Og svo auðvitað náttúrunni, nálægðin við hana fylgir manni út lífið.“ Láki tók við liðinu í október en hvers vegna vildi hann koma til ÍBV og var aðdragandinn langur? „Nei, hann var mjög stuttur. Ég ætlaði að koma við stutt heima og fara aftur út enda hafði ég augastað á öðru starfi í Asíu. Ég var rétt farinn að halla mér aftur í sófann með fjarstýringuna að sjónvarpinu þegar ég fékk hringinguna frá ÍBV.“

Þorlákur Árnason tók við meistaraflokki karla hjá ÍBV eftir að tímabilinu 2024 lauk. Hann hefur komið víða við á sínum ferli, þjálfað félagslið hérlendis og erlendis, komið að þjálfun landsliða hérlendis og erlendis. Hann er þó ekki mættur í fyrsta skiptið til Vest- Láki var búinn að vera stutt hjá mannaeyja en hann bjó hér um félaginu þegar leikmenn byrjuðu að koma til liðs við félagið. Nú tíma á yngri árum. hafa sex leikmenn komið til liðs „Við fjölskyldan fluttum til Eyja við félagið síðan þá, nokkrir úr 1975. Pabbi hafði verið til sjós hér Lengjudeildinni og aðrir annars á sumrin þegar hann stundaði nám staðar frá. Er Láki ánægður með við Sjómannaskólann í Reykja- þá sem komnir eru og munu þeir vík. Hann heillaðist mjög af Vest- hjálpa liðinu? mannaeyjum og fólkinu hér, hann var skipstjóri á Ver VE 200, „Já, ég er mjög sáttur við þá. Við sem var gerður út í Grindavík á höfum verið að sækja leikmenn meðan gosinu stóð en eftir gosið sem við teljum að okkur vanti og var hann gerður út í Eyjum. Við hafi ákveðna eiginleika sem knattfjölskyldan fluttumst síðan til spyrnumenn eða persónuleikar. Reykjavíkur 1981, stærsta ástæðan Við höfum fyrst og fremst einbeitt var sú að Ver fórst árið 1979 og okkur að því að fylla þau skörð leikpabbi átti erfitt með að vera til sjós manna sem eru að yfirgefa félagið. eftir það. Ég mótaðist mjög mikið Ég var ráðinn tiltölulega seint sem barn af íþróttunum í Eyjum, þannig að ég vissi að við yrðum að þessum brjálaða ríg á milli Týs skoða íslenska markaðinn hratt til og Þórs og fyrirmyndunum sem þess að missa ekki af lestinni. Svo 5

hafa tveir leikmenn sem spiluðu erlendis bæst við.“ Það hafa margir leikmenn yfirgefið liðið eða ákveðið að yfirgefa liðið, er Láki vongóður um að liðið verði sterkara á næstu leiktíð en á þeirri síðustu? „Já, ég reikna með því að liðið verði sterkara. Liðið er ungt að árum og ungir leikmenn bæta sig mun meira en þeir eldri á milli ára.“ Hvað einkennir ÍBV fyrir þér? „Barátta og kraftur hefur oft verið sérkenni ÍBV. Við megum samt ekki gleyma því að ÍBV hefur framleitt mikið af gæða fótboltamönnum og því þurfum við að blanda saman leikskilningi og svo þessum baráttuvilja sem að stuðningsmenn tengja svo mikið við.“ Fylgdist Láki með Lengjudeildinni í sumar og fannst honum Eyjamenn verðskuldaðir sigurvegarar? „Já, ég fylgdist nokkuð vel með, tveir synir mínir voru að spila í deildinni og svo er þessi deild svo skemmtilega óútreiknanleg að mér hefur alltaf fundist gaman að horfa á leiki. Á endanum held ég að Eyjamenn hafi unnið sanngjarnt en þessi deild er samt ansi snúin og ekkert sjálfgefið að vinna hana.“


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

6


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Láki hefur starfað víða um heim og einnig með yngri landsliðum Íslands sem og félagsliðum hérlendis. Hvað hefur komið honum mest á óvart á þeim stöðum sem hann hefur verið á síðustu ár?

Lisabon er ofboðslega skemmtileg borg. Þekking á fótbolta er mikil í landinu og svo er umræða um fótbolta líkt og í Svíþjóð á mjög háu plani. Rígurinn á milli Sporting og Benfica er síðan á slíku plani að það er ofboðslega skemmtilegt að vera „Ég hef auðvitað verið á þremur þátttakandi í fótboltanum í borgmjög ólíkum stöðum, Hong Kong inni.“ og Svíþjóð eru kannski hvað ólíkust af þessum stöðum og svo myndi Hvernig hefur Láka verið tekið ég staðsetja Portúgal mitt á milli,“ í Eyjum, eftir komu sína til sagði Láki. félagsins?

aldri, þeir eiga að geta bætt sig mjög mikið á milli ára vegna þess. Þá er samheldnin í hópnum mjög góð og það er þessi sterka skoðun allra í kringum liðið að hugarfar skipti meira máli en hæfileikar. Ég tel að þessi atriði munu hjálpa okkur að skilgreina okkur mjög skýrt sem lið næsta sumar.“

„Tími minn í Hong Kong var líkt og í bíómynd, ég bæði upplifði byltingu og svo að vera staddur nærri upptökum Covid var mikil upplifun. Þar var einnig mikil stéttarskipting og í raun siðir og venjur sem eru mjög ólíkir okkar eigin. Ég lærði gríðarlega mikið á þessum tæplega 3 árum þar. Hong Kong er klárlega sá staður sem kom hvað mest á óvart.

„Ég myndi segja að við værum sáttir við að komast í úrslitakeppni efri hlutans og ná góðu áhlaupi í bikarkeppninni.“

„Ofboðslega vel, manni hlýnar um hjartarætur þegar fólk sem að man eftir manni býður mann velkominn heim. Líkt og sagt er, „Einu sinni Eyjamaður, alltaf Eyjamaður.“ Hverjar eru helstu áskoranir ÍBV, þegar komið er í efstu deild?

„Þær eru þær sömu og fyrir önnur landsbyggðarlið, að halda í góða leikmenn, halda í heimaSvíþjóð er líkast okkar heimi en menn o.s.frv. Þá er tímabilið rúmþað sem skilur hvað mest eftir lega mánuði lengra, það eru fleiri sig frá þeim tíma er hversu góðir leikir og mun sterkari andstæðSvíarnir eru að búa til afreksmenn í ingar. Þetta er í grunninn allt önnur íþróttum og hversu góð fjöl- skepna.“ miðlaumfjöllun er þar. Svo vann ég náið þar með nokkrum leikmönn- Hverjir eru helstu styrkleikar um sem eru í heimsklassa í dag sem ÍBV? hjálpar manni mikið sem þjálfara, því maður lærir svo mikið af þeim „Ég tel það fyrst og fremst vera bestu. aldurssamsetninguna á liðinu, við Portúgal var síðan frábær tími og erum með leikmenn á mjög góðum

7

Hvernig sér Láki fyrir sér að ásættanlegt tímabil endi hjá ÍBV árið 2025?

Að lokum hafði Láki þetta að segja við stuðningsmenn félagsins. „Komið á völlinn. Það er svo ofboðslega mikilvægt fyrir okkar samfélag að eiga góð íþróttalið, góður stuðningur áhorfenda er einn af þeim þáttum sem skiptir máli þegar við skilgreinum góð lið. Ég vil líka hvetja fólkið upp á landi til að mæta, það er ómetanlegt að vita af fólki í stúkunni, líka á útileikjum. Svo vil ég óska öllum Eyjamönnum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári!“


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

8


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

9


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

10


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

„Sigur í ólgusjó“ Alex Freyr Hilmarsson, fyrirliði meistaraflokks karla úrslitin ekki eins og við vildum og frammistaðan léleg.

Eftir vonbrigðartímabilið 2023 var aðeins eitt sem að kom til greina – að koma klúbbnum aftur í deild þeirra bestu. Leikmannahópurinn breyttist töluvert og var lögð áhersla á að bæta leikstíl liðsins og ná betri tökum á boltanum frá árinu áður. Við fórum allir inn í tímabilið fullvissir um að við gætum unnið þessa deild. Undirbúningstímabilið gekk brösuglega en við vorum samt ánægðir með hópinn. Vonbrigði á Hásteinsvelli í bikarnum á móti Grindavík var ekki frábær byrjun á sumrinu. Sömuleiðis var fyrsti leikur Íslandsmótsins á Dalvík slakur þar sem stjörnuvitlausir norðanmenn tóku fyllilega verðskuldaðan sigur. Það má segja að þessir tveir leikir hafi verið lágpunktur sumarsins,

færum og ákjósanlegum stöðum en náum ekki sigri, það kom þó ekki að sök og við fögnuðum Þegar sex leikir eru liðnir af mótinu með stuðningsmönnunum sem erum við enn með einn sigurleik hjálpuðu okkur yfir endalínuna. og í sjötta sæti, 2 stigum fyrir ofan Frábær stuðningur í Breiðholtinu! fallsæti. Tilfinningin var hins vegar sú að við gætum vel klárað mótið Markmiðinu var náð, á torsóttan sterkt og náð okkar markmiðum. hátt! Það var stígandi í frammistöðu liðsins og ef horft er á tölfræðina þá Ég vil þakka þeim sem að þessu sýndi hún fram á að frammistaðan tímabili stóðu og stuðningmönnvar betri en stigataflan sagði. unum fyrir að standa með okkur og trúa á okkur í gegnum lægðir tímaÍ 16. umferð mætum við efsta liði bilsins. deildarinnar, Fjölnismönnum á útivelli og sigrum þann leik örugg- Spennan fyrir því að spila aftur lega 5-1. Leikurinn búinn í fyrri í efstu deild á Hásteinsvelli er að hálfleik og við búnir að koma okkur magnast og förum við inn í þetta í virkilega góða stöðu. Næstu fjórir undirbúningstímabil fullir tilleikir voru virkilega mikilvægir og hlökkunar! hefðu getað komið okkur langt í að klára mótið. Það gekk ekki eftir, 4 Það er virkilega mikilvægt fyrir stig af 12 en við höngum samt í efsta okkur að byggja á þeim styrksæti. leikum sem hjálpuðu okkur að ná þeim árangri sem við náðum í ár Næstsíðasta umferð og við sýnum en jafnframt þurfum við að bæta sennilega heilsteyptustu frammi- okkur mikið á öðrum sviðum til stöðu sumarsins með 6-0 sigri þess að vera þar sem við viljum á Gríndavík og látum restina af vera. deildinni vita að fyrsta sætið er okkar. Með hagstæðum úrslitum í Fyrir næsta tímabil verða töluöðrum leikjum fórum við nokkuð verðar breytingar hjá félaginu, nýr sigurvissir inn í síðustu umferðina. þjálfari, mikil leikmannavelta og Í síðasta leik tímabilsins var frammi- svo breyttur heimavöllur. Þetta þarf staðan fín, við fáum mjög mikið af allt að koma vel saman!

11


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

12


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

„Þú einfaldlega uppskerð eins og þú sáir“ Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari meistaraflokks kvenna Náði liðið að bæta sig á tíma- okkar innfæddu leikmenn geri það bilinu? sem þarf til að verða afreksleikmenn, því það er ekki nóg að hafa „Liðið bætti sig vissulega á tíma- hæfileikana, það þarf einnig harðan bilinu en eins og áður segir réðum haus og mikinn sjálfsaga í þetta.“ við ekki við að missa okkar besta leikmann og annar liðsstyrkur sem Margar ungar stelpur spiluðu við vorum með var einfaldlega ekki sína fyrstu leiki í meistaraflokki nægilega góður til að liðið næði að á árinu, munu þær fá tækifæri halda dampi.“ áfram? Finnst Jóni hann hafa náð sínu „Þær munu fá eins mikil tækifæri handbragi á liðið á þessu fyrsta og þær vilja sjálfar. Þú einfaldtímabili sínu aftur hjá ÍBV? lega uppskerð eins og þú sáir. Gott dæmi er um Kristínu Klöru í „Nei, því náði ég ekki en svona sumar, þar sem hún skapaði þegar okkur gekk hvað best þá sjálfri sér sæti í byrjunarliði þrátt örlaði á því.“ fyrir ungan aldur.“

Jón Ólafur Daníelsson, eða Jón Óli eins og hann er betur þekktur, kom aftur til ÍBV í byrjun árs og tók þá við stöðu þjálfara meistaraflokks kvenna hjá ÍBV og einnig sem yfirþjálfari yngri flokkanna. Hefur liðið burði til að spila aftur Við spurðum Jón út í það hvernig í efstu deild fljótlega? tímabilið gekk hjá meistaraflokki kvenna. „Ég tel svo vera en því miður höfum við misst of mikið af heimastúlkum „Þetta var erfitt tímabil þar sem sem ættu að vera kjarni liðsins. liðið kom ekki saman fyrr en Leikmenn eins og Sísí Lára, Kristín á fyrsta leikdegi, þannig að við Erna, Júlíana, Selma, Þóra Björg, vorum engan veginn klárar til að Thelma Sól og Helena eru ekki með byrja tímabilið. Eftir erfiða byrjun okkur sem þýðir að þær sem yngri komumst við á það skrið sem við eru fá mikið tækifæri og þurfa að stefndum að og unnum 5 leiki í röð standa sig, því þær hafa sannarlega en þá misstum við okkar besta leik- hæfileikana til þess eins og sjá mátti mann ásamt Rögnu og það var bara á árangri 2. flokks í sumar.“ of stór biti fyrir okkur. Að mínu mati hefðum við farið upp hefðum Hvað þarf ÍBV að gera til að geta við ekki missti Natalie og Rögnu,“ aftur átt lið meðal bestu kvennasagði Jón en eftir síðasta leik liðanna á Íslandi? Natalie var liðið í 2. sæti deildarinnar. „Það er í raun að vinna happdrættið þegar kemur að liðsstyrk. Helsti hápunktur sumarsins var Við erum langt komin með að raunspiltími yngri leikmanna sem finna leikmenn og vonandi smella við munum reyna að byggja á í þær inn í íslenska umhverfið. Svo framtíðinni.“ byggist þetta jafnmikið á því að 13

Verður Lengjudeildin sterkari eða lakari á næsta ári? „Ég hugsa að hún verði álíka sterk nema ég á ekki von á því að eitt lið sitji jafn mikið eftir eins og ÍR gerði í sumar. Það munu allir geta unnið alla. Það er ekkert gefið fyrirfram eins og sást á síðasta tímabili.“ Hvernig leggst næsta tímabil í þig? „Það leggst vel í mig að því gefnu að hægt verði að byrja að vinna með hópinn sem lið í janúar.“ Hefur þú einhver skilaboð til Eyjamanna að lokum? „Að lokum vil ég þakka öllum sem að starfinu koma fyrir frábæran stuðning, sjálfboðaliðum, stuðningsmönnum og starfsfólki. Án ykkar væri félagið ÍBV ekki til.“



Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

„Það sagði enginn að þetta yrði auðvelt“ Guðný Geirsdóttir, fyrirliði meistaraflokks kvenna rúmri mínútu. 0-2 sigur, sex leikir búnir og við aðeins með 4 stig í pokanum; ekki frábær byrjun og alls ekki sú byrjun sem við lögðum upp með. En eftir þennan sigur var eins og eitthvað hafi smollið og í næstu sjö leikjum náðum við í 18 stig af 21 mögulegum, 22 stig á töflunni.

Sumarið okkar stelpnanna fór ekki beint vel af stað. Við hófum leika með tveimur ósigrum gegn Aftureldingu, heima og að heiman, í bikar og í deild. Ekkert mál, við tökum bara næsta leik… nei nei, fórum í Breiðholtið og töpuðum 0-2 fyrir ÍR þrátt fyrir að vera einum fleiri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Ef við reynum að stytta þetta aðeins þá náðum við í okkar fyrsta sigur í sjötta leik deildarinnar gegn Fram á útivelli. Olga með tvö mörk á rétt

Það virðist oft vera að þegar allt er að ganga upp þarf ávallt að taka eins og eitt skref aftur á bak. Því það kom annar skellur, stelpurnar sem komu öllum á óvart þetta sumarið, FHL. Við fórum austur og skíttöpuðum þeim leik 5-1. Við vorum aular og gáfum víti eftir 5 mínútna leik, en eftir það var fyrri hálfleikurinn mjög jafn. Við ræddum það í hálfleik að það yrði mikilvægt að fá ekki á okkur mark fyrstu 10-15 í seinni, halda vel og beita skyndisóknum. Það fór vægast sagt ekki svoleiðis, 2 mörk á fyrstu 10 mínútunum og annað þeirra skorað úr víti (sem ég skil enn þá ekki hvernig þær fengu). Ágústa skoraði þá eitt fyrir okkur og staðan 3-1 en við áttum einfaldlega ekki roð í erlendu leikmenn FHL og

15

5-1 tap staðreynd. FHL búnar að tryggja sig upp um deild. Við sátum í 3.-4. Sæti, jafnar Fram á stigum en þær áttu markatöluna á okkur og að sjálfsögðu voru þær næsti andstæðingur. Þær komu, sáu og sigruðu. Annað tapið í röð. Næst áttum við Selfoss úti, 0-3 sigur á fyrrum heimavelli mínum þýddi tvennt, við áttum í rauninni engan séns á að komast upp og að Selfoss konur væru fallnar niður í 2. deildina ásamt ÍR. Síðustu leikir tímabilsins einkenndust af því að leyfa yngri leikmönnum félagsins að spreyta sig á vellinum innan um aðra reyndari leikmenn. Auðvitað var það markmiðið að fara upp um deild en það var enginn sem sagði að það yrði auðvelt. Kannski er það ekkert verra fyrir okkur að vera eitt tímabil til viðbótar í fyrstu deildinni. Við erum því miður að missa út eyjakonur sem hafa verið að standa sig gríðarlega vel síðustu árin, en ég trúi því að yngri kynslóðin taki verkefnið föstum tökum og standi sig með prýði.


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

16


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Gleðilega hátíð Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kv. Starfsfólk Sjóvá

Sjóvá | Strandvegur 52 | 440 2000 | sjova@sjova.is

Gleðileg Jól

Vinnslustöðin óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla VINNSLUSTÖÐIN HF

HAFNARGATA 2

900 VESTMANNAEYJAR

VSV#VSV"IS

VSV"IS

17


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

18


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Yfirferð á starfi yngri flokka ÍBV árið 2024 Ellert Scheving Pálsson tók saman Yngri landslið Íslands

Maí Ísey María Örvarsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir Janúar Lilja Kristín Svansdóttir, valin til valdar til æfinga með U15 ára æfinga með U-15 ára landsliði landsliði stúlkna. stúlkna. Október Díana Jónsdóttir, Margrét Mjöll Edda Dögg Sindradóttir, Ísey Ingadóttir og Tanja Harðardóttir María Örvarsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir valdar til valdar í hæfileikamótun KSÍ. æfinga með U-16 ára landsliði stúlkna. Febrúar Arnar Breki Gunnarsson og Tómas Bent Magnússon valdir til æfinga með U-21 landsliði 2. flokkur kvenna karla. Ísey María Örvarsdóttir, valin til æfinga með U-15 ára landsliði stúlkna. Aron Gunnar Einarsson, Aron Sindrason, Arnór Sigmarsson og Emil Gautason valdir í hæfileikamótun KSÍ. Mars Emil Gautason valinn í hæfileikamótun KSÍ.

2. flokkur kvenna lék í B-deild á þessu tímabili í samstarfi við Grindavík. Þjálfarar flokksins voru Anton Ingi Rúnarsson, Guðmundur Tómas Sigfússon og Sigríður Lára Garðarsdóttir. Alls léku 40 leikmenn einn leik eða fleiri með flokknum. Tímabilið hjá stelpunum var hreint út sagt frábært og endaði með því að stelpurnar tryggðu sig upp um deild eftir sigur í umspili.

19

Eins og áður sagði léku stelpurnar í B-deild. Þær léku 10 leiki, unnu sigur í 9 leikjum, töpuðu aðeins einum og unnu þar með deildina með nokkrum yfirburðum. Eftir sigurinn í deildinni var komið að úrslitakeppni til að skera úr um það hvaða lið færi upp um deild. Í undanúrslitum mættu stelpurnar FHL. Leikurinn vannst 3-2 eftir mikla baráttu, enda lið FHL vel skipað og gaman að sjá hversu öflug liðin á landsbyggðinni eru í raun. Úrslitaleikurinn var gegn sameinuðu liði Fylkis og Aftureldingar. Leikurinn var jafn til að byrja með, Eyjastelpur komust yfir eftir 20 mínútur en Fylkir jafnaði skömmu síðar. Eftir það tóku okkar stelpur öll völd á vellinum og komust í 4-1. Fylkir kom þó til baka og skoraði 2 mörk seint í leiknum. Það áhlaup dugði þó ekki til og endaði leikurinn með 4-3 sigri ÍBV og mikil fagnaðarlæti


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

20


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

brutust út. Erfitt tímabil búið og frábær árangur niðurstaðan. Stelpurnar leika í efstu deild næsta sumar.

Akóges við hátíðlega athöfn. Embla Harðardóttir var valinn besti leikmaður tímabilsins og Bertha Sigursteinsdóttir hlaut ÍBV-arann.

3. flokkur karla 3. flokkur karla lék í lotukerfi í sumar, hóf og lauk leik í Driðli. Þjálfarar flokksins voru Óskar Elías Zoega Óskarsson og Todor Plamenov Hristov. Alls léku 23 leikmenn einn leik eða fleiri með flokknum. Tímabilið gekk ágætlega hjá flokknum. Strákarnir hófu tímabilið, eins og áður sagði, í D-riðli. Fyrsta lotan gekk erfiðlega, drengirnir spiluðu 7 leiki, töpuðu 5 en unnu 2. Enduðu í 6. sæti riðilsins. Lota 2 gekk mun betur hjá strákunum. Þeir spiluðu 8 leiki, unnu 5, gerðu 1 jafntefli og töpuðu tveimur. Enduðu í 3. sæti og voru hársbreidd frá því að komast upp í C-riðil. Síðasta lota sumarsins gekk ágætlega. Strákarnir léku 8 leiki, unnu 3, gerðu eitt jafntefli og töpuðu 4. Þeir enduðu í 5. sæti D-riðils og leika því aftur í D-riðli næsta sumar.

Stelpurnar tóku einnig þátt í bikarkeppni. Í fyrstu umferð unnu stelpurnar stóran sigur á Haukum 11-4. Í næstu umferð mættu stelpurnar Gróttu/KR og unnu góðan sigur 6-2. Í átta liða úrslitum mættu stelpurnar nágrönnum okkar af Selfossi. Sá leikur bauð upp á allt. Stelpurnar okkar byrjuðu illa og voru 3-0 undir í hálfleik. Þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum höfðu stelpurnar minnkað muninn með tveimur mörkum frá Selmu Sigursveinsdóttur. Selfoss skoraði aftur skömmu síðar og staðan 4-2. ÍBV skoraði þá næstu tvö mörk, staðan jöfn og 7 mínútur eftir. Selfoss komst aftur yfir þegar ein mínúta var liðin af uppbótartíma og staðan svört. Okkar stelpur eru þó ekki þekktar fyrir það að gefast upp og náðu að jafna alveg í blálokin og framlengja varð leikinn. Í framlengingunni tóku Selfyssingar völdin, skoruðu tvö mörk og sigruðu leikinn 7-5. Stelpurnar okkar geta þó gengið stoltar frá þessari bikarkeppni og sérstaklega síðasta leiknum, þar sem þær sýndu magnaðan Flokkurinn tók einnig þátt í Bikarakter. karkeppni KSÍ. Strákarnir mættu sameinuðu liði Keflavík/Reynir/ Við erum mjög stolt af þessum Víðir í fyrstu umferð og þurftu stelpum sem sýndu mögnuð að sætta sig við tap 2-4. tilþrif í allt sumar og náðu frábærum árangri. Þær eiga Sennilega var hápunktur sumsvo sannarlega skilið að spila í arsins ferðalag til Svíþjóðar á efstu deild að ári. ÍBV vill einnig Gothia Cup. Strákarnir léku í þakka Grindavík kærlega fyrir riðli 3. Þar mættu þeir tveimur samstarfið í sumar. liðum frá Svíþjóð og einu frá Bandaríkjunum. Fyrsti leikTímabilið var gert upp í urinn var gegn Laxarby IF og 21

unnu strákarnir 0-1 sigur. Næst mættu drengirnir FC Carolina frá Bandaríkjunum og þurftu að sætta sig við 0-2 tap. Síðasti leikur riðilsins var gegn Skene IF og vannst hann 0-2. Strákarnir lentu þó í 3. sæti riðilsins á markatölu sem þýddi að þeir tóku sæti í B-úrslitum. Úrslitakeppnin gekk frábærlega og hófst á leik gegn Eriksberg IF frá Svíþjóð í 32-liða úrslitum. Leikurinn vannst 2-1 og 16 liða úrslit framundan gegn Evolution Futbol Academy frá Mexíkó. Strákarnir fóru auðveldlega í gegnum hann, 2-0 sigur. Torslanda IK frá Svíþjóð var andstæðingurinn í 8-liða úrslitum og unnu strákarnir 1-0 sigur í góðum leik. Í undnaúrslitum mættu drengirnir okkar svo Rælingen FK frá Noregi en þurftu að sætta sig við 3-2 tap í hörkuleik. Algerlega frábær árangur hjá þessum flottu peyjum á Gothia Cup. Sumarið var gert upp í Týsheimilinu. Þar var Heiðmar Þór Magnússon valinn besti leikmaðurinn, Maks Bulga fékk verðlaun fyrir mestu framfarir og Gabríel Þór Harðarson og Sigurður Valur Sigursveinsson hlutu ÍBV-arann.

3. flokkur kvenna 3. flokkur kvenna lék í lotukerfi í sumar. Stelpurnar hófu leik í C-riðli en enduðu sumarið í Briðli. Þjálfarar flokksins voru Andri Ólafsson og Guðmundur Tómas Sigfússon. Alls léku 20 leikmenn einn leik eða meira. Tímabilið var jákvætt fyrir flokkinn og margar flottar frammistöður. Stelpurnar hófu leik í Criðli í fyrstu lotu. Þær enduðu lotuna í 4. sæti eftir að hafa unnið 3 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 3 leikjum. Lota 2 hófst á svekkjandi tapi gegn Tindastól/ Hvöt/Kormáki 3-4. Eftir það tap hófst frábær sigurganga sem skilaði stelpunum upp í B-riðil.


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

22


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Fimm frábærir sigrar unnust í röð, þar á meðal 9-0 sigur á Fram/ÍR og 0-10 sigur á KF/ Dalvík. Stelpurnar kláruðu því tímabilið í B-riðli og lentu þar í 4. sæti. Þær unnu 3 leiki, gerðu 1 jafntefli og töpuðu þremur. Stelpurnar léku einnig i Bikarkeppni KSÍ, drógust gegn ÍA en þurftu að sætta sig við að detta út í fyrstu umferð.

Hápunktur sumarsins var ferð flokksins til Svíþjóðar á Gothia Cup. Þar léku stelpurnar í riðli 3. Þær byrjuðu keppnina afar sterkt með 5-0 sigri á Ekerö IK frá Svíþjóð. Næst léku stelpurnar gegn Utsiktens BK frá Svíþjóð en þurftu að sætta sig við 0-2 tap gegn afar sterku liði. Síðasti leikur riðilsins var gegn Valbo FF en stelpurnar unnu 0-5 sigur og tryggðu sér þar með sæti í gríðarlega sterkum A-úrslitum. Andstæðingur stúlknanna í 32-liða úrlsitum voru Northumberland County Schools FA frá Englandi. Stelpurnar þurftu að sætta sig við tap 3-0. Þær mega þó vera mjög sáttar við árangur sinn á mótinu þar sem A-úrslit mótsins eru gríðarlega sterk.

Sumarið var gert upp í Týsheimilinu. Þar var Lilja Kristín Svansdóttir valin besti leikmaðurinn, Ísey María Örvarsdóttir fékk verðlaun fyrir mestu framfarir og Birna Dögg Egilsdóttir og Kristín Klara Óskarsdóttir hlutu ÍBV-arann.

9-0, Hamar/KFR/Ægi 1-6 og Leikni 8-0. Flokkurinn tók þátt á REY-Cup, tefldi fram þremur liðum og stóðu strákarnir sig vel.

Á lokahófi flokksins fengu eftirtaldir viðurkenningu: Eldra ár – Mestu framfarir: Fannar Ingi Gunnarsson. Efnilegastur: Arnór Sigmarsson. ÍBV-ari: Aron Sindrason. Yngra ár – 4. flokkur karla Mestu framfarir: Kormákur Nóel Guðmundsson. Efni4. flokkur karla lék í D-riðli legastur: Jósúa Steinar Óskarsþetta sumarið. Þjálfarar flokksins son. ÍBV-ari: Elvar Breki voru Óskar Elías Zoega og Todor Friðbergsson. Plamenov Hristov. Strákarnir í A-liði léku í D-riðli. Mótið gekk ágætlega en strákarnir enduðu í 5. sæti riðilsins. Liðið vann 5 4. flokkur kvenna leiki en tapaði 9 leikjum. Góðir sigrar unnust gegn Reyni/Víði 4. flokkur kvenna sendi tvö lið og Hamar/KFR/Ægi en báðir til leiks í sumar, A og C-lið. Aleikir unnust 5-1. lið flokksins lék í B-riðli og átti erfitt uppdráttar. Liðið endaði Liðið datt einnig út í fyrstu sumarið í síðasta sæti riðilsins. umferð Bikarkeppni KSÍ. Unnu 1 leik, gerðu eitt jafntefli og töpuðu 12. Þess má þó geta að Milena Mihaela Patru endaði í fimmta sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins, aðeins fjórum mörkum frá toppsætinu. C-lið flokksins átti mjög gott sumar. Liðið lék í B-riðli og endaði í 2. sæti. Þær unnu 9 leiki, gerðu 1 jafntefli en töpuðu fjórum. Þess má geta að Sienna Björt Garner var langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með hvorki meira né minna en Flokkurinn skráði að auki C-lið 29 mörk! Geri aðrir betur. til keppni. Sumarið hjá C-liðinu gekk vel. Þeir unnu 7 leiki, gerðu Flokkurinn tók þátt í Bikar1 jafntefli en töpuðu 6. Flottir keppni KSÍ og vann góðan sigrar unnust gegn Reyni/Víði sigur í fyrstu umferð á Fjölni

23


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

24


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

3-4. Næst tók við hörkuleikur gegn Þrótti Reykjavík. Leikurinn byrjaði vel hjá ÍBV en þær komust yfir snemma leiks. Þróttur, sem fór alla leið í úrslit keppninnar, skoraði þá 5 mörk áður en ÍBV minnkaði muninn í endann. 2-5 urðu lokatölur. Flokkurinn tók einnig þátt í REY-Cup og tefldi fram tveimur liðum. Þar stóðu stelpurnar sig vel.

Hlín Huginsdóttir. Efnilegust: Þjálfarar flokksins voru Kjartan Milena Mihaela Patru. ÍBV-ari: Freyr Stefánsson og Sigþóra Ísafold Dögun Örvarsdóttir. Guðmundsdóttir. Þær tóku þátt í Faxaflóamóti, dagsmótum, Íslandsmóti en hápunktur sumarsins var TM-mótið. Þar stóðu 5. flokkur karla stelpurnar sig mjög vel og sýndu oft frábær tilþrif. Fulltrúar ÍBV í 5. flokkur karla var fjölmenn- landsliði mótsins voru Bríet Ósk ur í ár. Þjálfarar flokksins voru Magnúsdóttir og María Sigrún Andri Ólafsson og Guðmundur Jónasdóttir. Þær stóðu sig með Tómas Sigfússon. Nóg var um miklum sóma í landsleik mótsað vera hjá flokknum þetta árið. ins. Þeir tóku þátt í Faxaflóamóti, nokkrum dagsmótum, Íslandsmóti og að sjálfsögðu N1 mótinu á Akureyri. Þar stóðu strákarnir sig afar vel og voru sér og félaginu til mikils sóma. Á lokahófi flokksins í Týsheimilinu fengu eftirtaldir viðurkenningu. Eldra ár – Ástundun: Sebastian Styrmisson. Mestu framfarir: Tryggvi Geir Sævarsson. ÍBV-ari: Daníel Ingi Hallsson. Yngra ár – Ástundun: Ísak Starri Örvarsson. Mestu framfarir: Atli Dagur Bergsson. ÍBVari: Nökkvi Dan Sindrason.

Á lokahófi flokksins fengu eftirtaldar viðurkenningu: Eldra ár – Mestu framfarir: Hekla Katrín Benónýsdóttir. Efni- 5. flokkur kvenna legust: Tanja Harðardóttir. ÍBVari: Margrét Mjöll Ingadóttir. 5. flokkur kvenna stóð í ströngu Yngra ár – Mestu framfarir: þetta árið og var nóg um að vera.

25


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

26


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

7. flokkur karla og kvenna

Á lokahófi flokksins í Týsheimilinu fengu eftirtaldir viðurkenningu. Eldra ár – Ástundun: Beta Rán Sigríðardóttir. Mestu framfarir: Kara Kristín V. Gabríelsdóttir. ÍBV-ari: Emilía Eir Eiðsdóttir. Yngra ár – Ástundun: Sara Rós Sindradóttir. Mestu framfarir: Kolbrá Njálsdóttir. ÍBV-ari: Kolfinna Lind Tryggvadóttir.

6. flokkur karla

Stefánsson. Strákarnir æfðu stíft um veturinn og tóku þátt í fjölda móta með vorinu. Þessar stífu æfingar skiluðu sér vel þegar komið var að hápunkti sumarsins, Orkumótinu. Á Orkumótinu stóðu strákarnir sig frábærlega. ÍBV-Jón Kristinn tók silfur í Suðureyjarbikarnum. ÍBV-Arnar Breki vann þá sigur í Blátindsbikarnum. Fulltrúar ÍBV í landsliði mótsins voru Erik Þorvarður Gautason og Ólafur Andrason. Ólafur Andrason var einnig valinn í lið mótsins.

6. flokkur kvenna Það var öflugur hópur stúlkna sem æfði með 6. flokki kvenna í ár. Þjálfari þeirra var Guðný Geirsdóttir. Hápunktur tímabilsins var að sjálfsögðu þátttaka þeirra á Símamóti í KópaÞað var nóg um að vera hjá 6. vogi. Þar stóðu okkar stelpur sig flokki karla eins og vanalega. frábærlega og voru sér og félagÞjálfarar flokksins voru Andri inu til mikils sóma. Ólafsson og Kjartan Freyr

27

7. flokkarnir eru þar sem okkar yngstu iðkendur stíga sín fyrstu skref. Það er afskaplega gaman að fylgjast með þessum ungu krökkum. Þjálfarar voru Andri Ólafsson, Kjartan Freyr Stefánsson og Sigþóra Guðmundsdóttir. Strákarnir tóku þátt á Norðurálsmóti á Akranesi og stóðu sig virkilega vel.


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

28


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Smurning, pælingar og sveppasýking - öðruvísi framhald af Tár, bros og takkaskór eftir Jón Helga Gíslason þetta óteljandi ferðir. Sérstaklega þegar kom að æfingaleikjum þar sem úrslitin skiptu ekki máli. Líklega er ég nær 100 leikjum þar. Við ungu strákarnir fengum að spila meðan beðið var eftir liðsstyrk eða einhverjum útlendingi sem gat gefið óbrenglaða innanfótarsendingu. Ein ferð stendur upp úr hvað þetta varðar. Ég man ekki alveg hvaða ár þetta var en líklega 2000 og eitthvað.

Sögustund með Jóni

Það var alltaf draumur minn að komast í meistaraflokk ÍBV í knattspyrnu, alveg frá því að ég var 5 ára. Það tókst svo sannarlega snemma enda; það eina sem maður gerði1900 og eitthvað var eitthvað sem tengdist fótbolta. Ekkert annað skipti máli, þá meina ég ekkert. Ef ég þurfti að velja á milli þess að lesa í kristinfræði um ferð Jesú uppá einhvern hól að öskra og skrifa um einhver boðorð eða fara í fótbolta þá varð fótboltinn alltaf fyrir valinu. Alveg sama hvað! Margar af ferðum mínum með meistaraflokki karla voru algjörlega ógleymanlegar og líklega gæti ég gefið út 400 blaðsíðna bók um þessa geðveiki. Þrátt fyrir að ég eigi ekki nema 13 skráða leiki þá eru

létum ekki segja okkur þetta tvisvar heldur drifum okkur inn. Þar var boðið uppá bjór ef ég man rétt og einhver snökk og nömm. Menn voru varla komnir inn þegar við heyrum einhvern ævintýralegan bassatrommuhljóm. Upp úr þurru opnast hurðin á verkstæðinu og inn bakkar limmósína; ekki halda í eina sekúndu að ég sé að ljúga! Þar kemur gaur út úr bílstjórasætinu sem var 2x2 metrar, fjórir fermetra sem sagt. Hann opnar svo hurðina Þá var það þannig að við áttum í farþegarýminu og út kemur léttað spila leik við Leiftur frá Ólafs- klædd kona. Hún mun líklega firði í Lengjubikarnum í Keflavik ekki fá atkvæði í ljótasta stelpan, og svo var planað eitthvað geggjað það var nokkuð ljóst. Það hefði gigg eftir það. Við leikmennirnir höfðum enga hugmynd um hvað planið var en biðum spenntir eftir því hvaða geðveiki færi í gang. Það væri lygi að segja að við hefðum ekki hreinlega verið slegnir utan undir með vöfflujárni yfir dagskrá dagsins. Alla vega, þegar leikurinn var búinn fórum við upp í rútu og keyrðum aftur í borg Satans. Á leiðinni segir formaðurinn, sem er mikill sprellari, að við þyrftum að koma við á einhverju bílaverkstæði áður en lengra væri haldið. Hann þyrfti að koma þar við að ná í einhvern varahlut. En það var svo sannarlega ekki staðan því hann bað okkur vinsamlegast um að koma með sér inn, því við þyrftum að sjá hvað verkstæðið væri flott. Þarna litu menn hver á annan undrunaraugum og satt að segja held ég að hver einasti leikmaður í liðinu hafi litið út eins Jón þótti öflugur bakvörður og spurningarmerki í laginu. Við og spilaði með Þór upp yngri flokkana 29


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

Ekki gefa bara eitthvað, gefðu frekar hvað sem er Með gjafakortinu er ekkert mál að velja réttu jólagjöfina. Þú ákveður upphæðina og sá sem þiggur velur gjöfina. Þú færð gjafakort í næsta útibúi eða á landsbankinn.is.

30


Ársrit knattspyrnudeildar ÍBV 2024

mátt heyra saumnál detta því ekki nokkur einasti maður þarna inni vissi hreinlega hvað gekk á. Áður en við vissum af var hún farin að dansa mjög æsandi dans fyrir mannskapinn. Þegar þessi kona var búinn að dansa fyrir okkur í þónokkuð langan tíma tókum við eftir því að skinnið hennar var að taka breytingum. Hún var kominn með sebrahestsrendur eftir líkamanum, nema að litirnir á stelpunni voru húðlitur og rauðir renndur. Þegar hún var að nálgast hópinn okkar þá öskraði læknir liðsins að hún væri með sveppsýkingu! Þarna varð uppi fótur og fit og menn byrjuðu að hlaupa í allar áttir frá henni, nema einn leikmaður liðsins. Annað hvort hafði hann ekki heyrt í lækni liðsins eða var bara svo ungur og vitlaus að honum var bara alveg sama. Dansmærin nálgaðist unga manninn og augun hans opnuðust svo mikið að hann leit út eins og einstaklingur sem hafði sogið heilt tonn af hvítu dufti af spegli með klóakröri. Á leið sinni í átt að leikmanninum hafði dansmæri ákveðið af sveifla sér í einni bílalyftunni með þeim af-

leiðingum að hún var kominn með líklega svona 3 lítra af smurningu í lófann. Þessi ungi leikmaður tók ekkert eftir því og reif upp 5.000 króna seðil og byrjaði að toga svona í sitthvorn endann á honum.

Jón heldur stundum að hann sé ítalskur

Það vildi ekki betur en svo að 5.000 krónurnar urðu tvisvar sinnum 2.500 krónur því hann reif seðilinn í tvennt! Dansmærin sneri sér við á punktinum og áttu menn fótum sínum fjör að launa til þess að

31

komast ekki í snertingu við þennan sveppasýkta dansara. Herra fjórir fermetrar kallaði svo stuttu seinna í dansmærina sýktu og héldu þau sína leið. Svo að það sé tekið fram þá þótti þetta bara eins og að kalla á einhvern hipster til að lesa ljóðin sín á bókasafni. Næst var haldið upp í Búrfellsvirkjun þar sem tók við heljarinnar dómsdagsölvun, kvöldið bauð uppá svo mikla vitleysu að það tæki líklega 10 blaðsíður í viðbót að segja frá því. Þar var ekki pláss handa öllum til að sofa, klósettið safnaði vatni eftir hentugleika, einn borðaði kertavax, annar leikmaður sturtaði grænum baunum í hettuna hjá öðrum, einn ældi yfir peysuna sína, einn svaf úti í rútu og var hreinlega heppinn að verða ekki úti. Formaðurinn bauð svo leikmönnum, fjórum í hverju holli, í bíltúr á tryllitækinu sínu. Þegar þarna kom við sögu var hann líklega búinn með svona 5-8 stykki af ísköldum bjór. Það er í raun og veru kraftaverk að bíllinn skuli ekki vera ofan í einhverri glufu þarna. En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.