23. tbl. 06. árg. 26. júní - 2. júlí 2024
Góða skemmtun!
Nú flykkjast peyjar í 6. flokki í fótbolta og fjölskyldur þeirra til að upplifa Orkumótið í Eyjum. Mótið fer fram dagana 27. júní - 29. júní. Megi leikarnir vera æsispennandi, ævintýrin ógleymanleg og kaffið á hliðarlínunni rjúkandi heitt. Góða skemmtun!
VELKOMIN ÖLL TIL EYJA!
Fjórir viðburðir setja svip sinn á sumarið hér í Vestmannaeyjum umfram allt annað: TM-mótið, Orkumótið, Goslok og Þjóðhátíð. Sá ‘’yngsti’’ þeirra, TM-mótið, er nú haldinn í 35. sinn en sá elsti, Þjóðhátíðin, í 150. sinn!
Fótboltamótin tvö hafa yfir sér alveg sérstakan ljóma – bæði fyrir okkur Eyjamenn og þá sem hingað koma sem þátttakendur og fylgdarlið. Bærinn gjörsamlega fyllist af brosandi andlitum, lífsgleði, eftirvæntingu, kátínu og skemmtilegum ólátum. Og ‘’…jafnvel gamlir símastaurar syngja í sólskininu og verða grænir aftur’’ – eins og skáldið sagði.
Ég hef séð annálaða fýlupúka skarta sjaldgæfu brosi eins og þeir hefðu öðlast endurnýjaða trú á framtíð mannsins á jörðinni. Eða að
minnsta kosti í Vestmannaeyjum! Ég hef heyrt afreksfólk í fótbolta lýsa upplifun sinni af þessum mótum og hvað þau skiptu miklu máli í þroskasögu þeirra; félagslega og íþróttalega.
Sjálfur átti ég þess kost – sem betur fer – að vera foreldri á nokkrum svona mótum og fylltist söknuði og eftirsjá þegar það tók enda! Hlakka núna til að mæta með afabörnin. Nokkrum sinnum, í algjöru hallæri, hef ég verið kallaður til að dæma leiki á þessum mótum og hef þá skemmt mér konunglega ekki síður en börnin.
Sjaldan hef ég fyllst meiri efasemdum um sjálfan mig og þegar ég dæmdi einu sinni víti í viðkvæmri stöðu. Peyinn sem ég taldi hafa brotið af sér kom til mín og spurði með tárin í augunum: ‘’Ertu viss um
þetta manni?’’ Og þá var ég ekki lengur viss - og var með nagandi efasemdir lengi á eftir.
Og talandi um víti: Ætli ‘’Víti í Vestmannaeyjum’’ eftir Gunnar Helgason sé ekki ein vinsælasta barnasaga sem gefin hefur verið út á Íslandi – bæði í bók og bíó? Þessi saga hefur ásamt öllu öðru orðið til þess að gera mótin að stórmerku menningar- og félagslegu fyrirbrigði.
Mjög stór hluti Íslendinga, sem hafa verið að komast til vits og ára síðustu 40 árin, hefur átt einhvern snertiflöt við þessi mót. Og fyrir og Eyjar og Eyjamenn er það ómetanlegt hversu jákvæð og skemmtileg þessi fyrstu kynni margra af Vestmannaeyjum eru.
Þess vegna veit ég að ég tala fyrir hönd allra Eyjamanna þegar ég býð gesti okkar – þátttakendur, foreldra, afa og ömmur, þjálfara og annað fylgdarlið – hjartanlega velkomna til Vestmannaeyja. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að gera ykkur dvölina ánægjulega og eftirminnilega.
Ég vil svo nota tækifærið og þakka ÍBV og öllum sjálfboðaliðahernum á vegum félagsins fyrir að standa að þessum kraftaverkum og gleðisprengjum í bænum ár eftir ár – áratugum saman.
Góða skemmtun!
Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
Visku býður upp á nám í Fiskeldistækni
á framhaldsskólastigi í Vestmannaeyjum.
Hagnýtt eins ár nám kennt er í fjar- og staðarlotum á tveimur önnum.
Námið er sett saman af áföngum sem snúa að fiskeldi, gæðamálum, sjúkdómsvörnum, öryggi o.s.frv
Inntökuskilyrði:
Reynsla og þekking af sjávarútvegi og/eða fiskeldi
Opið er fyrir skráningar fyrir haustið 2024. Nánari upplýsingar veitir:
Klemenz Sæmundsson - klemenz@fiskt.is
FISKTÆKNISKÓLINN
ICELANDIC COLLEGE OF FISHERIES
Orkumótið í Eyjum
DAGSKRÁ 2024
Miðvikudagur 26. júní
10:45/13:15/15:45/18:15 11:00-20:30
Brottför Herjólfs frá Landeyjarhöfn
Bátsferðir - skemmtisigling í Klettshelli
18:00-20:00
Kvöldmatur
Fimmtudagur 27. júní
7:00-9:00
8:00-18:00
8:20-12:20
11:30-13:30
13:00-17:00
16:30-18:30 19:00
Morgunmatur í Höllinni
Bátsferðir - skemmtisigling í Klettshelli
Leikir - riðlakeppni
Hádegismatur
Leikir - riðlakeppni
Kvöldmatur
Skrúðganga frá Barnaskóla og setning á Hásteinsvelli
Föstudagur 28. júní
7:00-9:00
8:20-12:20
9:00-17:00
11:30-13:30
13:00-17:00
16:30-18:30
19:00-19:45
20:00
Morgunmatur í Höllinni
Leikir - riðlakeppni
Liðsmyndataka við Sundlaugina - SportHero
Hádegismatur í Höllinni
Leikir - riðlakeppni
Kvöldmatur
Landslið - Pressulið, 2 leikir á Hásteinsvelli
Þeir sem keppa landsleik mæta 40 mín. fyrir leik í Herjólfshöll
Kvöldvaka í íþróttahúsinu - Prettyboitjokko
Laugardagur 29. júní
7:00-9:00
8:00-14:00
11:15-13:15
15:00-16:30 16:30 17:00
17:15-18:00
18:00-18:45
19:30/22:00/23:55
Morgunmatur í Höllinni
Leikir - riðlakeppni
Hádegismatur í Höllinni
Jafningjaleikir
Bikarúrslitaleikir
Úrslitaleikur um Orkumótsbikarinn
Grillveisla við Týsheimili
Lokahóf í íþróttahúsinu
Brottför Herjólfs frá Vestmannaeyjum
Við erum betri saman
Ljósmyndir frá Orkumótinu
frá Sigfúsi Gunnari Guðmundssyni
Dalvegur
H ama r s v e gur
MÓTSSVÆÐI
Illugagata
Týsvöllur
Hásteinsvöllur
Skrifstofa ÍBV
Dalavegur
Helgafellsvöllur
Týsheimili
Herjólfshöll
Hamarsvegur
Þórsheimili
Þórsvöllur
Brekkustólarnir
Fullkomnir fyrir stóru mótin og brekkuna í dalnum. Tilboðsverð: 7.590 kr/stk.
www.midstodin.is
MÁNI ARNÓRSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já ég hef komið, 2020
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Birkir Bjarnason
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila númer 26 því ég á afmæli 26.júní
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Vörn
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
ÓLAFUR ANDRASON
Hvað er uppáhaldstaðurinn í Vestmannaeyjum?
Týsvöllurinn.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Gylfi Sig.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir
þeirri tölu?
Èg er númer 6 - það eru bara margir góðir miðjumenn nr. 6, þar á meðal pabbi minn.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju! fljótsvarað
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
MAX KJARAN MALERBA
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, einu sinni þegar ég var lítill fór ég með allri fjölskyldunni minni.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson er lang bestur. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila með númer 10 af því að mér finnst það flott tala.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vinstri kantmaður, því mér finnst gaman að hlaupa fram.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Aston Villa en ég fylgist betur með spænska boltanum og held með FC Barcelona.
HALLDÓR HUGI SIGURJÓNSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já ég fór á þjóðhátíð 2022 og dagsferð sumarið 2021. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Albert Guðmundsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
23 því það er afmælisdagurinn minn í september.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Vörn eða miðju.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já þegar bróðir minn var að keppa á Orkumótinu.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Jóhann Berg frændi.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
10 því mér langar það.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Frammi.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
KRISTIAN ALEX GRÖNDAL
Við höfum séð um verðlaunagripina á Orkumótinu frá upphafi eða í 40 ár
Gangi ykkur vel strákar!
UNNAR ÞÓR ÞÓRSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já ég hef komið 4x til Vestmannaeyja og þar af 3x á Orkumótið 2016, 2022 og 2023 og 1x með skólanum mínum núna í vor.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Hákon Arnar Haraldsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila nr. 38 því bróðir minn er í því númeri.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Miðju.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Nei en ég er mjög spenntur að fara til Vestmannaeyja.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Hákon Arnar Haraldsson
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Númer 10 eins og Messi en ég er samt ekki með neitt númer á minni treyju.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðjunni.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
FLÓKI EINAR ÁRNASON
ORKUMÓTSMEISTARI ÁRIÐ 2023
Í fyrra varð Stjarnan Orkumótsmeistari þegar þeir sigruðu KR í æsispennandi úrslitaleik. Við tókum létt spjall við Flóka Einar um hans upplifun af Orkumótinu en hann spilaði úrslitaleikinn í fyrra.
Hvaða stöðu spilar þú helst? Ég spila sem djúpur miðjumaður.
Númer hvað spilar þú og er einhver sérstök ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 47.
Hver er þín helsta fyrirmynd í fótboltanum? N’Golo Kanté.
Hefur þú komið til Vestmannaeyja áður? Ef já, þá hvenær?
Já hef komið áður þegar eldri bróðir minn var að spila á Orkumótinu 2021.
Hvernig fannst þér að koma til Eyja og hvað er það helsta sem stóð upp úr? Það var mjög gaman og ég var líka spenntur að byrja spila með liðinu mínu. Það sem stóð upp úr var að vinna mótið og vera með vinum mínum.
Með hvaða liði heldur þú í enska boltanum? Liverpool.
Hvernig var tilfinningin þegar dómarinn flautaði úrslitaleikinn af og þið orðnar meistarar? Besta tilfinning í heimi!
Eitthvað að lokum?
Skilaboð til þeir sem eru að fara keppa að “Gefast aldrei upp”.
FISKTÆKNISKÓLI ÍSLANDS Í SAMSTARFI VIÐ VISKU ÆTLAR AÐ BJÓÐA UPP Á NÁM Í FISKELDISTÆKNI Á
FRAMHALDSSKÓLASTIGI Í VESTMANNAEYJUM Í HAUST
Störf í haftengdum greinum krefjast stöðugt meiri gæða og aukinnar fagþekkingar starfsfólks. Námið hentar fólki sem er í starfandi í fiskeldi eða hefur áhuga á framtíðarstarfi á því sviði. Námið er skipulagt með þarfir atvinnulífs í huga og að mestu kennt utan vinnutíma ýmist í fjar- og staðarlotum á tveimur önnum. Staðloturnar fram hjá Visku eftir vinnu.
Námið er sett saman af áföngum sem snúa að fiskeldi, gæðamálum, sjúkdómsvörnum, öryggi o.s.frv. Með vaxandi samkeppni og auknum kröfum um gæði og rekjanleika matvöru er lykilatriði fyrir
fyrirtæki að hafa innan sinna raða vel þjálfað starfsfólk með faglega þekkingu á fiskeldi.
Námið er þróað í samstarfi við atvinnulífið og Háskólann á Hólum og eru mörg dæmi um að nemendur sem hafa lokið námi í Fiskeldistækni hafi haldið til frekara náms á háskólastigi á Hólum eftir þetta nám.
Opið er fyrir skráningar fyrir haustið 2024 á heimsíðu skólans https://www.fiskt.is/ Inntökuskilyrði Nám í fisktækni eða annað sambærilegt nám.
Reynsla og þekking af sjávarútvegi og/eða fiskeldi eru einnig metin til að uppfylla inntökuskilyrði. Fisktækniskólinn og Viska munu bjóða upp á raunfærmat í Fisktækni til að meta þá færni og þekkingu sem öðlast má á vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar veitir Klemenz Sæmundsson klemenz@fiskt.is Fisktækniskólinn mun vera með kynningu á námi í Fiskeldistækni og fyrirkomulagi námsins um miðjan ágúst en námið hefst 18. september 2024
TÓMAS LOGI JÓHANNSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég kom fyrst til Eyja með fjölskyldu minni í júlí 2018 við gistum þá í tvær nætur. Skoðuðum mikið og lékum okkur. Næst fór ég árið 2022 þegar systir mín var að keppa á TM mótinu sem er haldið hér í Vestmannaeyjum fyrir stelpur í 5.flokki í fótbolta. Það var gaman að hvetja hana og horfa á fullt af leikjum en ég hlakka mikið til að geta spilað fótbolta hérna á Orkumótinu. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Jóhann Berg Guðmundsson, númer 7.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila nr. 22. Mér finnst það bara vera mín tala Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Mér finnst skemmtilegast að spila á miðjunni. Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
ARON LEVÍ TRYGGVASON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já, þetta er 6. skiptið mitt til eyja og annað skiptið mitt á Orkumótið. Alltaf jafn gaman.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Gylfi Sigurðsson
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 18 og hún er fjölskyldutalan okkar.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Framarlega á miðju.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester City.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já með bróður mínum á Orkumótið fyrir 4 árum og með stjúpbróður mínum í fyrra.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila númer 60 vegna þess að Keflavík ákvað númer á alla leikmenn. Mér finnst gaman að vera númer 60 því það er númerið hans Maradona. Áður var ég alltaf númer 5 eins og stóri bróðir minn og frændur mínir.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Haffsent
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
KRISTÓFER EJNER
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já, í helgarferð með allri fjölskyldunni 2020.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Jóhann Berg
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Númer 2 og engin sérstök ástæða
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðja
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool maður.
Borðapantanir í síma 481-1567 Hlaðborð
Sjáumst á
OPIÐ
kl. 11.30 - 23.00 alla mótsdagana
>> Erum að Heiðarvegi 5
frá kl. 11.30 til 23.00
481-1567 (
STRÁKARNIR OKKAR Í 6. FLOKKI
Ari Bjarkan Fannarsson 2015
Baltasar Hrafn Leóson 2015
Cameron Hugi Garner 2014
Aron Hrafnsson 2014
Baltasar Þór Einarsson 2014
Casian Panait 2015
Aron Ingi Hilmarsson 2015
Benedikt Bjarkason 2015
Fanseca Ólafsson 2015
Atlas Máni Hafþórsson 2014
Bjarki Páll Arnórsson 2014
Damian Panait 2015
Daniils Sevcovs 2015
Gabríel Snær Ingason 2014
Hilmar Darri Valtýsson 2015
Eiður Sævar Árnason 2014
Gísli Haraldsson 2014
Hilmar Gauti Garðarsson 2014
Elmar Bjarkason 2015
Guðmundur Gísli Sæþórsson 2015
Hilmar Andri Tómasson 2014
Ingi Hrafn Albertsson 2015 Ingólfur Máni Arnarsson 2014 Ísak Birnir Hermannsson 2015
Fannar Ingi Eyþórsson 2014
Hákon Dagur Hafliðason 2016
Hjörtur Eron Rúnarsson 2014
Jóel Huginsson 2014
Jóhann Darri Einarsson 2015
Leó Sigurðsson 2015
Oliver Friðriksson 2014
Sigurpáll Rúnarsson 2014
Jón Ólafur Sveinbjörnsson 2015
Lúkas Goði Harðarsson 2016
Ríkharður Páll Sævaldsson 2014
Theódór Þór Birgisson 2014
Kristian Leví Arneyjarson 2014
Már Óli Friðþjófsson 2015
Kristófer Daði Viktorsson 2015
Ólafur Andrason 2014
Sigurður Andrason 2016
Sigdór Hlynsson 2014 2016
Þórarinn Haraldsson 2014
FÁST HJÁ OKKUR IBV VÖRURNAR
Hér eignast munum haug af minningum
Tvöföld skæri og svo spretta.
Í góðu færi verð að negla.
Við skiljum allt eftir á vellinum
Oooooh, gaman útí Eyjum
Oooooh, sameiginlegt eigum að trúa draumana á.
Hér í Eyjum upplifum þá
Oooooh, í fótbolta' útí Eyjum
Óttar Þór Grétarsson 2014
Oh oh ooooh!
Pabbi og mamma, afi og amma
Dómarann má ekki skamma
Ef eitthvað klikkar gengur betur næst
Viljum njóta, viljum þora. Þarft að skjóta til að skora.
Andri Ólafsson Þjálfari
Við vitum öll að draumar geta ræst.
Kjartan Freyr Stefánsson
FÓTBOLTI ÚTI Í EYJUM
Oooooh, gaman útí Eyjum
Oooooh, sameiginlegt eigum að trúa draumana á.
Nú er tími ævintýra.
FÓTBOLTI ÚTI Í EYJUM
Grænir vellir okkar bíða.
Hér í Eyjum upplifum þá
Lag og texti: Jón Jónsson
Oooooh, í fótbolta’ útí Eyjum
Hér eignast munum haug af minningum
Tvöföld skæri og svo spretta.
Nú er tími ævintýra.
Í góðu færi verð að negla.
Oh oh ooooh!
Grænir vellir okkar bíða.
Við skiljum allt eftir á vellinum
Hér eignast munum haug af minningum
Oooooh, gaman útí Eyjum Oooooh, sameiginlegt eigum að trúa draumana á.
Tvöföld skæri og svo spretta. Í góðu færi verð að negla.
Hér í Eyjum upplifum þá Oooooh, í fótbolta' útí Eyjum
Við skiljum allt eftir á vellinum
Oh oh ooooh!
Pabbi og mamma, afi og amma
Oooooh, gaman útí Eyjum Oooooh, sameiginlegt eigum að trúa draumana á.
Dómarann má ekki skamma
Ef eitthvað klikkar gengur betur næst
Hér í Eyjum upplifum þá
Oooooh, í fótbolta' útí Eyjum
Viljum njóta, viljum þora. Þarft að skjóta til að skora.
Oh oh ooooh!
Við vitum öll að draumar geta ræst.
Pabbi og mamma, afi og amma
Dómarann má ekki skamma
Oooooh, gaman útí Eyjum Oooooh, sameiginlegt eigum að trúa draumana á.
Ef eitthvað klikkar gengur betur næst
Hér í Eyjum upplifum þá Oooooh, í fótbolta’ útí Eyjum
Viljum njóta, viljum þora.
Þarft að skjóta til að skora.
ÁSTRÁÐUR HELGI ÁSGEIRSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já, þá hvenær? Já, síðast 2018.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Jón Dagur Þorsteinsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila nr 14 afþví að ég fæddist 2014.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju, því ég er góður í vörn og frammi.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? LIVERPOOL FC.
BENEDIKT KÁRASON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég hef komið nokkrum sinnum áður einu sinni á Pæjumót með systur minni og mömmu og pabba.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson hann spilar með Genoa á Ítalíu og ég hef farið í gegnum þann bæ þar með lest.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila í treyju númer 30 og það var engin sérstök ástæða fyrir því að ég valdi hana. Langaði að vera nr 31.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Frammi, það er gaman að skora.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Það er að sjálfsögðu Liverpool.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já hvenær?
Ég kom síðasta sumar og keppti á Orkumótinu.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Ég þekki engan.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila númer 13 af því að það er uppáhalds talan mín.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Mér finnst skemmtilegast að spila í vörninni eða í markinu.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester City.
KRISTJÁN DARRI ANTONSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já, ég hef komið áður til Vestmannaeyja, ég tók þátt á Orkumótinu í fyrra.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Jón Dagur Þorsteinsson Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 7. Ég valdi þá tölu þegar ég var 5 ára því Ronaldo var uppáhalds leikmaðurinn minn.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Mér finnst skemmtilegast að spila á köntunum eða miðjunni.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Nei ég hef aldrei áður komið til Vestmannaeyja
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Orri Steinn Óskarsson
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila númer 8, það er happatalan mín og mamma var alltaf númer 8 þegar hún var að æfa fótbolta
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegst að spila? Mér finnst skemmtilegast að spila frammi
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool, besta liðið!
ALFREÐ JENNI ELÍASSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já, þá hvenær? Já, kom til Eyja í fyrra á orkumótið.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila nr. 11 því hún er nett.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Skemmtilegast að spila vinstri kant.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
BENEDIKT DARRI BRYNJARSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, ég hef komið nokkrum sinnum til Vestmannaeyja með fjölskyldunni minni, þegar systur mínar tóku þátt í eyjamótinu, bara síðast í fyrra - en nú er komið að mér að keppa.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert og Sveindís Jane.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 9, af því ég á afmæli 9.október.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Hægri bakvörð.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool og West Ham.
MARCEL GLAZOWSKI
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já hef komið nokkrum sinnum áður í frí að skoða mig um í Eyjum.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson er lang bestur í íslenska landsliðinu.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila numer 9 utaf Lewandowski.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Frammi að skora mörk.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Chelsea.
Icewear gefur öllum þátttakendum mótsins húfu, sundpoka og glaðning í verslun.
Einnig er mótsgestum boðinn 25% afsláttur af öllum vörum í verslun Icewear í Vestmannaeyjum á meðan á mótinu stendur.
*Gildir fyrir Vini Icewear, hægt er að skrá sig á staðnum.
Felix Örn Friðriksson
LEIKMAÐUR ÍBV
Fæðingardagur og ár? 16. mars 1999
Staða á vellinum?
Vinstri bakvörður
Ferill sem leikmaður?
Ég byrjaði í fótbolta 5 ára gamall og er enn að í dag, spilað upp alla flokka með ÍBV og fór svo út í hálft ár til Danmerkur að spila. Einn bikarmeistaratitill með ÍBV 2017.
Bestu leikmenn sem þú hefur spilað með?
Pablo Punyed leikmaður Víkings Reykjavíkur og Albert Guðmundsson leikmaður Genoa.
Erfiðasti andstæðingurinn?
Spánn með U-21, var á móti Carlos Soler sem er laglega góður.
Hver eru markmið þín í fótboltanum?
Hafa gaman fyrst og fremst, og mæta á hverja æfingu með hugann á því að bæta mig.
Besti þjálfari sem þú hefur haft og af hverju? Heimir Hallgrímsson, hann er bestur í því sem hann gerir.
Hver var þín helsta fyrirmynd þegar þú varst yngri? Andri Ólafsson var alltaf einn af mínu uppáhaldsleikmönnum hjá ÍBV og svo var Thierry Henry góður þegar maður var að læra fótbolta.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum? Það er að spila og hitta strákanna.
En það leiðinlegasta sem þú gerir á æfingum?
Það er ekkert leiðinlegra en að hita upp.
Mestu vonbrigði á vellinum?
Að hafa ekki fengið að spila meira í Danmörku.
Stærsta stund á þínum ferli?
Það hlýtur að vera Bikarmeistari með uppeldisklúbbnum ÍBV 2017.
Hvernig er hefðbundinn leikdagur hjá þér? Það er bara misjafnt stundum finnst mér fínt að fara í vinnu og byrja daginn þannig og vekja mig, borða alltaf góða máltíð 3-4 tímum fyrir leik og svo eitthvað létt eins og banana eða ristað brauð svona 2 tíma í leik.
Ertu hjátrúafull fyrir leiki? Myndi ekki segja það.
Áttu þér áhugamál fyrir utan fótbolta? Hef gaman af nánast öllum íþróttum, hef mjög gaman af því að fara í golf.
Tókst þú þátt í Orkumótinu?
Já gerði það og hafði ekkert smá gaman af því, besta mót á Íslandi fyrir litla peyja að fara á.
Hvað þurfa krakkar sem eru að leggja leið sína á TM- og Orkumótið í Eyjum að gera til þess að ná langt í fótbolta?
Það er að hafa alltaf gaman af því að spila fótbolta, um leið og það fer að verða leiðinlegt þá er eitthvað vitlaust. Alltaf að gera hlutina með bros á vör sama
hversu erfiðir eða leiðinlegir þeir eru, það sem er leiðinlegt og erfitt að gera gefur þér miklu meira en þeir hlutir sem eru skemmtilegir. Þannig að ef þú gerir þetta erfiða og leiðinlega með jákvæðu hugafari ertu á góðum stað.
Hjá hvaða liði hafa verið þínir bestu tímar á ferlinum? ÍBV.
Hver er sterkasta deild sem þú hefur spilað í? Superliga í Danmörku.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já ég kom fyrst fyrir fjórum árum þegar bróðir minn keppti á Orkumótinu, kom aftur í fyrra lika að keppa sjálfur.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Er númer 6, Manni (Ármann Pétur) var alltaf með það númer í Þór og mér fannst hann geggjaður.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Miðju.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester City.
VALUR HEIÐAR GÍSLASSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Ég fór til Vestmannaeyja þegar systir mín keppti 2021, og þá var ég búin að fara einu sinni áður.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Arnór Sigurðsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 10, eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Messi.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Mér finnst skemmtilegast að vera í marki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Uppáhalds liðið mitt í enska boltanum er Liverpool.
GEORG TUMI ÍVARSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Já í fyrra, til að horfa á frænku mína á TM-mótinu. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Hákon Haralds, Ísak Bergmann, Arnór Sig og Stefán Teitur.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?18, fékk það úthlutað þegar ég byrjaði í fótbolta.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Á miðjunni.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Arsenal.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Nei ég hef aldrei komið til Vestmannaeyja. En ég hlakka til.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Það er Hákon Rafn Valdimarson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila númer níu og nei það er engin ástæða.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Mér finnst vörn og hægri kantur bæði skemtilegt
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Það er Tottenham og það var einu sinni Mancester United.
Opnunartími
sundlaugarinnar yfir Orkumótið
Mánudag: 06:30-21:00
Þriðjudag: 06:30-21:00
Miðvikudag: 06:30-21:00
Fimmtudag: 06:30-21:00
Föstudag: 06:30-21:00
Laugardag: 09:00-18:00
Sunnudag: 09:00-18:00
Velkomnir til Vestmannaeyja! Strákar við óskum ykkur góðs gengis á Orkumótinu
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Ég hef ekki komið til Vestmannaeyja áður og er mjög spenntur að fara.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Hákon Arnar Haraldsson því hann er svo skemmtilegur leikmaður. Ég hlakka svo til að sjá Loga Tómasson spila meira með landsliðinu.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég spila númer 68 sem var dregið fyrir mig.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Mér finnst skemmtilegast að vera frammi því þá get ég gefið góðar sendingar og skorað mörk.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
SAMÚEL RAGNAR FANNARSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, í júní á síðasta ári þegar ég tók þátt í Orkumótinu.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Guðlaugur Victor Pálsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 44 ég dró þá tölu úr potti. Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Miðju því mér finnst gaman að vera frammi og í vörn.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, fyrir sirka 2 árum
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Aron Einar og Mikael Ellerts
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Nr. 8 nei engin ástæða það er bara uppáhalds talan mín
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Striker
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum?
Liverpool
VALDIMAR VOPNI OLGEIRSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já, þá hvenær? Já milljón sinnum, hvert einasta ár, oft á ári!
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Gylfi Sig.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er nr 20 en langar að vera númer 11 því það stendur fyrir ‚skillfull winger’ og það var pabba númer.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Left wing
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? City.
DAVÍÐ PÁLL
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já, þá hvenær?
Já, 2020 fór ég í tveggja daga ferð til Vestmannaeyja. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Spila í treyju nr. 9 af því ég á afmæli 9. apríl
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Vinstri kantur
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool
DANÍEL JAN STEFÁNSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, amma mín er frá Vestmannaeyjum svo ég hef komið oft.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sævar Atli Magnússon.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? 11, eins og Mo Salah.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Frammi svo miðju og hægri bakvörð.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Nokkrum sinnum en langamma mín Inda var frá Vestmannaeyjum og finnst mér alltaf gaman að koma. Síðast kom ég á Orkumótið í fyrra.
Hver er uppáhaldsleikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Jón Dagur Þorsteinsson, hann skoraði líka á móti Englandi. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila númer 12, engin sérstök ástæða, bara flott númer. Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? hægri væng. Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United. Pabbi og stóri bróðir minn eru ekki ánægðir með það en þeir halda með Liverpool.
JÓHANN BIRTIR GUÐMUNDSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já einu sinni. Í júní 2022 þegar bróðir minn keppti á orkumótinu.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Sveindís Jane Jónsdóttir í kvenna og Jóhann Berg Guðmundsson í karla af því hann heitir svo flottu nafni sko :) ..og er líka mjög góður í fótbolta. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Ég er númer 14 af því ég fæddist árið 2014.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Vörn. Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, fyrir nokkrum árum fórum við fjölskyldan til Vestmannaeyja með fellihýsi.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Albert Guðmundsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Nr. 16 mig langaði í númer sem ekki margir eru með í fótboltanum, það eru ekki margir frægir í heiminum nr. 16.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Best að vera striker en er oft settur í vörn.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United.
SIGURÐUR BRYNJAR TORFASON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja, ef já, þá hvenær? Nei.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Veit það ekki.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
11 af því eg á afmæli 11. Og uppáhalds fótboltamaðurinn minn, Salah er nr 11.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Vörn en allt gaman nema mark.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær? Já, 2 sinnum komið til Vestmannaeyja, síðast var það 2022.
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Hákon Valdimarsson.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Nr. 66, valdi það því Alexander Arnold er í treyju 66.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila? Í Marki.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool og Ipswich town.
FUNI JÓNSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Hef ekki komið en er mjög peppaður að koma í fyrsta skipti!
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu?
Hákon Arnar er uppáhalds, skapandi og teknískur. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu? Nr. 7, því ég var sjö ára þegar ég valdi númer og húsið mitt er nr. 7.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Hægri kant og frammi.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool, langbestir!
BRAGI EGILSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Ég hef aldrei komið til Vestmannaeyja en hlakka
mjög til!
Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Besti leikmaðurinn allra tíma er Eiður
Smári en af þeim sem eru að spila núna þá er það Guðlaugur Victor Pálsson. Í kvennaliðinu er Alexandra Jóhannsdóttir best.
Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir
þeirri tölu?
Ég er númer 38 og það var bara laust.
Ég vildi númer 10 en það var ekki hægt.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Ég er varnarmaður!
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Liverpool.
TANNLÆKNASTOFAN
Flötum 29
Tímapantanir í síma: 481-1012
Neyðarsíminn: 844-5012
tannsi@eyjar.is
ARNAR PÁLL HAUKSSON
Hefur þú komið áður til Vestmannaeyja ef já hvenær?
Nei, en ég er mjög spenntur að koma þangað og sérstaklega að spila fótbolta þar. Hef heyrt góða hluti. Hver er uppáhalds leikmaðurinn þinn í íslenska landsliðinu? Hinn eini sanni Hákon Valdimars. Númer hvað spilar þú og er einhver ástæða fyrir þeirri tölu?
Ég spila í treyja númer 22. Ástæðan fyrir því er að ég á afmæli 22. september.
Hvaða stöðu finnst þér skemmtilegast að spila?
Varnarsinnaður miðjumaður er mín uppáhaldsstaða. Mér finnst gaman að hlaupa um allan völlinn eins og Kobbie Mainoo.
Hvað er uppáhalds liðið þitt í enska boltanum? Manchester United!
Verið velkomin á
Orkumótið!
Jákvæður og uppbyggilegur stuðningur er besta hvatningin!
Við erum hér til að hafa gaman saman!
Berum virðingu fyrir dómurum, þau eru fólk eins og við, með mismikla reynslu.