Knattspyrnudeild ÍBV
Leikskrá 2024
Knattspyrnuráð 2024
Esther Bergsdóttir
Eyrún Sigurjónsdóttir
Guðrún Ágústa Möller
Magnús Sigurðsson
Óskar Jósúason
Sigurbergur Ármannsson
Svanur Gunnsteinsson
Örn Hilmisson
Framkvæmdastjóri: Óskar Snær Vignisson
Útgefandi: KnattspyrnuráðÍBV
Ritstjórnogumbrot: ÖrnHilmisson
Ljósmyndir: AlexanderHugiJósepsson, EyjaPhoto
GuðmundurÞ.Sigfússon, ÓskarPéturFriðriksson
SigfúsGunnarGuðmundsson
SigríðurIngaKristmannsdóttir
TryggviMárSæmundsson Tígull /Leturstofan
Íþróttabær
Viggó Valgeirsson, 18 ára, einn efnilegasti
„maður
þarf
bara að standa sig, ef maður ætlar út“
Hinn 18 ára Viggó Valgeirsson er einn af efnilegustu leikmönnum ÍBV og hefur nú þegar stigið sín fyrstu skref í meistaraflokki. ÍBV væntir mikils af honum í framtíðinni og við erum viss um að framtíðin er honum björt ef hann heldur áfram að sýna sömu elju og dugnað við æfingar.
Ég er í mjög góði standi þetta er líklegast besta stand sem ég hef verið í.
Hvernig list þér á lokasprettinn ?
Mjög vel ég er 100p tilbúinn í hann.
Nú fékkst þú þína eldskírn síðasta sumar með mfl og fengið töluvert að byrja í sumar, ertu sáttur með framför í þínum leik ?
Við heyrðum í Viggó í stuttu spjalli um sumarið og framtíðina hjá honum boltanum Í hvernig standi ertu þessa dagana ?
Já mér finnst ég hafa tekið miklum framförum í sumar.
Hvernig hefur þér fundist að vera ungur efnilegur leikmaður að aðlagast meistaraflokknum og starfinu þar í kring ?
Þetta var bras i byrjun en mér finnst ég bara búinn að aðlagast þessu mjög vel núna.
Er langt í að þú verðir keyptur af erlendu félagi ?
Nei vonandi bara eftir tímabilið en maður þarf bara að standa sig.
„Hef gaman að hlusta á Eyþór Orra“
Hvernig finnst þér byrjunin hafa verið hjá ykkur í sumar ?
Eftir nokkuð erfiða byrjun hefur verið mikill stígandi í okkar leik. Við erum bunir að spila skemmtilegan fótbolta og áttum skilið meira úr sumum leikjum. Seinni helmingurinn höfum við verið að koma með góða sigurleiki.
Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í upphafi móts ?
Spiltíminn minn í upphafi móts en ég hef verið að fá fleiri tækifæri undanfarið og er ég
ánægður með það. Síðan hvað þetta er physical deild
Hvernig líst þér á hópinn okkar sem hefur verið í kringum liðið í sumar ?
Mér líst mjög vel a hann þetta er mjög góður hópur innan sem utan vallar
Hvaða lið telurðu að faro að endingu beint upp?
Við í ÍBV.
Hver er skemmtilegasti karakterinn í hópnum og af hverju ?
Vá það eru mjög margir skemmtilegir en ef ég verð að velja einn þá er það Eyþór Orri ég hef gaman af því að hlusta á hann
Eitthvað að lokum ?
Já bara mæta á völlinn og styðja þurfum allan stuðning sem við getum fengið í lokaleikjunum.
2024
Yfir vinningar
Guðný Geirsdóttir, markvörður og fyrirliði liðsins
„Við vissum fyrir fram að deildin væri sterk“
Guðný Geirsdóttir skrifað undir tvegjga ára samning við félagið sl haust Hún kemur til með að vera lykilleikmaður í liðinu næstu árin en hún var valin besti leikmaður liðsins árið 2023 á lokahófi félagsins
. Guðný sem er 26 ára markvörður hefur vakið verðskuldaða athygli sl sumar fyrir frammistöðu sína í liði ÍBV í Bestu deild kvenna.
Hún er ekki aðeins góður leikmaður en hún er einnig frábær liðsfélagi og ÍBV-ari
Guðný á samtals að baki 64 leiki í efstu deild og bikar fyrir ÍBV og 11 fyrir Selfoss þar sem hún var á láni árið 2021.
Við heyrðum aðeins í Guðný og spurðum hana út í hvað hún hefði að segja um sumarið hjá liðinu ?
Sumarið fór klárlega ekki jafn vel af stað og við hefðum vonað en seinni hlutann hefur verið stígandi í liðinu
Er eitthvað sem hefur komið þér á
óvart í sumar?
Ég veit ekki hvort nokkuð sé búið að koma á óvart fótboltalega séð.
Við vissum fyrir fram að deildin væri sterk og að liðin myndu mæta okkur með stríðsmálninguna undir augunum.
Hver leikur er upp á líf og dauða og við þurfum bara að fara mæta eins í leikinn.
En það sem hefur komið mér mest á óvart er að ÍTF tók þá stórfurðulegu ákvörðun að sýna bara lengjudeild karla í sumar en ekki kvenna deildina þó svo að myndavélar séu til staðar á langflestum völlum deildarinnar.
Hvernig finnst þérhópinn okkar
hjá okkur í sumar ?
Við erum með góða blöndu af atvinnumönnum, reyndum eyjakonum og ungum og efnilegum stelpum. Þegar við verðum búnar að stilla okkur saman þá verður þetta eitruð blanda.
Við erum með stóran hóp að ungum stúlkum sem hafa fengið góða reynslu í sumar sem síðan mun skila sér enn betur í okkar leik næsta sumar.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari mfl kvenna
„Mikilvægt fyrir kvennafótboltann að fá konur í
Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild ÍBV en hún mun koma inn í þjálfarateymi meistaraflokks kvenna hjá ÍBV en þar eru fyrir Mikkel Hasling, markmanns-þjálfari og svo Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari. Sísí verður einnig þjálfari 2. flokks kvenna.
Sísí, kvernig er það fyrir þig að vera orðin aðstoðarþjálfari mfl kvenna?
Bara virkilega ánægjulegt. Búið að vera lærdómsríkt og gaman að fá að vinna með þessum flotta hópi af leikmönnum sem eru margar hverjar ungar og efnilegar og svo í bland við leikmenn sem hafa reynslu. Ég fæ þarna tækifæri til að miðla reynslu minni til leikmanna og að hjálpa þeim að verða betri leikmenn
Held það sé mikilvægt fyrir kvennafótboltann að fá konur í þjálfun og það er að aukast sem er mjög jákvætt. Einnig er gaman að fá að starfa með Jóni Óla sem á stóran þátt í því hvernig hann mótaði mig sem leikmann og er félagið virkilega heppið að fá hann aftur, hann þekkir kvennaboltann út og inn. Svo er Guðmundur Tómas einnig búinn að vera með okkur, virkilega efnilegur og metnaðarfullur þjálfari sem hefur komið vel inn í þetta. Svo verð ég að nefna Elías Árna sem er styrktar þjálfari hjá félaginu, algjör fagmaður, en hann hefur leiðbeint mér mikið með það sem snýr að líkamlega þættinum Það er gaman að sjá hvað kvennafótboltinn er í stöðugri framför og ÍBV hefur frábæra aðstöðu og allt til alls til þess að búa til framtíðarleikmenn og eiga lið í fremstu röð
Finnst þér mikil breyting að vera komin í þjálfarahlutverkið frá því að vera leikmaður?
Já ég myndi segja það en samt alveg svipað Stundum langar mig að hlaupa inná og spila með en svo man ég að ég er þjálfari og má ekki stíga inn á völlinn, greinilega enn þá smá leikmaður í höfðinu á mér hehe.
En ég dett stundum inná æfingar þegar það vantar og það er bara gaman.
Hvernig líkar þér að vera í þessu breytta hlutverki?
Ég var fyrst efins en svo ákvað ég að slá til og sé ekki eftir því Ég saknaði þess alveg að vera í kringum fótboltann í fyrra þegar ég hætti.
En mér líkar mjög vel og það er gaman að vera komin aftur heim og hjálpa félaginu.
Sjómenn TAKK
Sigríður Lára Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari mfl kvenna
„geti
hjálpað þeim að verða betri íþróttamenn og persónur“
Eitthvað sem kemur þér á óvart varðandi þjálfarastarfið?
Já ég get viðurkennt það að það hafi komið mér á óvart þar sem það er alveg munur á að vera að þjálfa yngri flokka og svo meistaraflokk
Það er í mörgu að huga sem ég hafði ekki alveg gert mér grein fyrir. Fyrst og fremst sem aðstoðarþjálfari þá vil ég að öllum leikmönnum líði vel og ég geti hjálpað þeim að verða betri íþróttamenn og persónur
Hvernig finnst þér hafa gengið í sumar?
Það hefur verið stígandi í leik liðsins eftir erfiða byrjun.
Deildin hefur verið nokkuð jöfn og lið að reita stig af hvoru öðru..
Eitthvað að lokum?
Hvet ykkur til þess að mæta á lsíðustu leikina hjá báðum liðum Stuðningur ykkar skiptir miklu máli!
´Áfram ÍBV!
„Hef trú á að ég verði byrjunarliðsmaður á þessu tímabili“
Við ræddum stuttlega við Jón Ingason um sumarið og væntingar hans til þess
Í hvernig standi er drengurinn í þessa dagana?
Ég er í fínu standi þrátt fyrir að vera víða smá aumur hér og þar. Annars er ég í fínu standi og vonandi helst það út tímabilið
Hvernig finnst þér sumarið hafa verið hjá ykkur ?
Byrjunin hjá okkur liðinu hefur verið heilt yfir ágætt Spilalega séð hefur þetta verið jákvætt, fyrir utan fyrsta leik fyrir norðan á Dalvík, en stigalega séð þurfum við að gera betur. Við höfum klárlega spilað vel í síðustu leikjum og verið talsvert sterkari aðilinn í öllum þeim leikjum,
Seinni hlutann hefur þetta síðan verið að smella hjá okkur og erum við á góðu skriði um þessar mundir
Er eitthvað sem hefur komið þér á óvart í sumar?
Bæði já og nei. Það hve þetta hefur jöfn deild og baráttan verið mikil í sumar
Það þarf að hafa fyrir hverju einasta stigi og fara inn í alla leiki með réttu hugarfari og sigurvilja til þess að ná okkar markmiðum þegar uppi er staðið í lok tímabils
Áfram
„Þekktur sem Hemmi Vegas“
Hvernig hefur þér fundist hópurinn vera í sumar ?
Hópurinn hefur verið flottur og liðið allt í heild sinni. Þetta er góður kjarni sem við erum með og allt saman frábærir peyjar Við vitum allir hvert við stefnum og ég hef óbilandi trú á að okkur takist að ná þeim markmiðum fyrir tímabilið í ár.
Hvernig líst þér á lokasprettinn ?
Þetta verður spenna til síðasta leiks..
Hver er skemmtilegasti karakterinn í hópnum og af hverju ?
Hermann Þór Ragnarsson, betur þekktur sem Hemmi Vegas Algjörlega frábær drengur og hrikalega skemmtilegur karakter sem hefur komið gríðarlega vel inn í hópinn. Orðheppinn með eindæmum og sömuleiðis öflugur skemmtikraftur.
Áfram ÍBV, alltaf og alstaðar!
ÁFRAM ÁFRAM
Jón
„Stelpurnar eiga skilið að hafa sem flesta í stúkunni í sumar.“
Jón Óli Daníelsson er loks kominn aftur til starfa hjá félaginu Hann hefur tekið við þjálfun mfl kvk í fótbolta ásamt því að vera í þjálfarateymi Hermanns Hreiðarssonar í mfl. kk. Þá hefur unglingaráð ÍBV einnig gert samning við Jón Óla um yfirþjálfun yngri flokka félagsins í fótbolta
Jón Óli er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu en hann þjálfaði mfl. kvk 2007-2014 og svo aftur 2019 ásamt því að hafa verið yfirþjálfari félagsins Við bjóðum hann velkominn til starfa.
Hvernig er að vera kominn aftur til starfa hjá ÍBV ?
Það er mjög gott Það er alltaf gott ef maður getur hjálpað félaginu sínu.
Ertu ánægður með hópinn sem þú varst með í sumar ?
Já ég er mjög ánægður með hópinn þótt við hefðum aðeins misst úr honum. Við erum með fullt af ungum stelpum sem eru að koma upp og verða bara sterkari næsta sumar. Það hafa mjög margir ungir leikmenn fengið tækifæri í si,ar sem verður gott veganesti fyrir þær er fram líða stundir.
Hvernig list þér á loksprettinn í deildinni?
Við stefnum á að klára okkar leiki og sjá hverju það skilar okkar síðan
Nú ertu með nokkuð ungt lið, er mikill efniviður í hópnum ?
Við erum með margar mjög efnilegar sumar byrjaðar að spila og svo aðrar sem þurfa að vera þolinmóðar og grípa svo tækifærið þegar það kemur.
Eitthvað að lokum ?
Vona bara að Eyjamenn sýni stuðning sinn í verki því stelpurnar eiga skilið að hafa sem flesta í stúkunni á síðustu leikjum sumarsins.
ÁFRAM ÍBV
Minningar um Tóta Lunda
Tóti lundi fæddist 20. ágúst, 2011
Lítil lundapysja yfirgaf hreiðrið sitt í Hlíðarbrekkunum vegna hungurs þar sem foreldrar hennar höfðu lent í vandræðum og tafist við að veiða fisk handa henni til matar. Þetta ár var mjög erfitt fyrir lundann í Vestmannaeyjum að afla fæðis vegna hlýnunar jarðar og breytinga í hafinu '
Pysjan rölti í átt að bryggjunni þar sem verið var að landa fiski og mávar á sveimi um allt og þurfti hún því að gæta fyllstu varúðar eins og foreldrar hennar höfðu kennt henni. Þar stóð maður nokkur að fylgjast með löndun og varð allt í einu var við að gargið í mávunum fyrir aftan sig hafði aukist verulega og snéri sér við og rak þá augun í hríðskjálfandi pysjuna sem þá var bara pínulítill dúnhnoðri með litla vængi sem gátu ekki flogið, gekk til hennar, tók hana upp og stakk henni varlega ofan í hlýjan úlpuvasann.
Maðurinn tók síðan eftir ungri stelpu sem var á gangi eftir bryggjunni og bað hana um að vera svo væn og fara með litlu lundapysjuna á Fiskasafnið og athuga hvort þau gætu gert eitthvað fyrir hana þar. Stelpan gerði það og hitti fyrir Örn Hilmisson starfsmann Fiskasafnsins sem tók við pysjunni Örn vigtaði pysjuna og vó hún aðeins 95 grömm Pysjunni var síðan gefin loðnu að borða og komið fyrir í góðum kassa með grasi í botninum.
Þennan sama dag sigraði fótboltaliðið í Vestmannaeyjum, ÍBV, Keflavík þar sem Þórarinn Ingi Valdimarsson oft kallaður Tóti, skoraði sigurmarkið. Örn var á þessum tíma í Knattspyrnuráði ÍBV Alsæll með sigurinn var hann ekki lengi að gefa litlu lundpysjunni nafn, Tóti skyldi hún heita!
Tóti lundi var hrókur alls fagnaðar og dýrkaður og dáður af öllum sem hittu hann Hann hafði þó einn galla sem var sá að hann átti það oft til að skíta yfir gesti safnsins en það var þó alltaf fyrirgefið. Tóti óx og dafnaði vel á Fiskasafninu og alltaf til í fjörið og vinsældirnar og frægðin jukust með hverjum deginum sem leið Fullvaxinn fékk hann að sjálfsögðu ÍBV búninga sem voru notaðir við hátíðleg tækifæri.
Það var svo toppað þegar landsliðsþjálfarar íslenska karlalandsliðsins Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck fóru með landsliðið á EM 2016 en þá klæddist Tóti íslenska landsliðsbúningnum ákaflega stoltur. Tóti var einn fluggáfaðasti lundi sem sögur fara af.
Tóti lést 30 júlí 2018
Sögur af Tóta Lunda
Tóti lundi fæddist 20. ágúst, 2011
Örvfættur
Tóti var mikill fjörkálfur sem hafði gaman af allskonar dóti og þá sérstaklega boltanum sínum. Einn daginn þegar rólegt var á Fiskasafninu brugðu Tóti og Örn á leik. Þeir fóru að senda boltann á milli sín, Örn með fætinum en Tóti með goggnum Allt í einu gerðust undur og stórmerki
Tóti sparkaði til baka með vinstri fæti og það þrisvar sinnum. Alvöru skófluskot!
Tóti varð þar með eini örvfætti lundinn í heiminum svo vitað sé '
Hvíslarinn Ebbi kvaddur
Bak við tjöldin á Fiskasafninu var setrið hans Tóta Setrið hafði sundlaug og setustofu í tveggja metra hæð frá gólfi.
Vorið 2015 var kominn einhver fiðringur í Tóta og kallaðist hann mikið á við Hafdísi, annan Lunda sem var á Fiskasafninu
Hafdís var í kassa á gólfinu vegna þess að hún var ekki vatnsheld og gat því ekki verið í sundlauginni hans Tóta.
Einn morguninn þegar starfsmaður Fiskasafnsins fór á bakvið að sækja Tóta fannst hann hvergi. Það var leitað og leitað þar til starfsmanninum datt í hug að kíkja í kassann hjá Hafdísi.
Viti menn, Tóti var þar og brosti sínu blíðasta framan í starfsmanninn alsæll eftir nóttina.
Eftir þetta héldu Tóta engin bönd og hélt hann áfram að stelast út á nóttunni eins og unglingar gera jú stundum Leiðsögumaðurinn Ebbi var í miklu uppáhaldi hjá Tóta. Alltaf þegar Tóti heyrði djúpu röddina hans Ebba drynja upp stigann vissi hann að Ebbi væri að koma með túristana sína. Þá yrði sko sýning á hausnum á Ebba og mikið gaman.
Að sýningu lokinni þegar Ebbi gekk niður stigann hljóp Tóti alltaf á eftir honum, kvaddi og kallaði með sínum hljóðum ,,ohohohohoh“.
Vestnorræna ráðið var eitt árið með gleðskap á Fiskasafninu og lá mjög vel á fólkinu. Það lá ekki síður vel á Tóta sem var eins og oft áður hrókur alls fagnaðar og aðalgaurinn í partýinu Tóti fékk að fara á nokkrar axlir og hausa og skemmti sér konunglega þar til einn þingmaðurinn steig fram og bað um að fá hann á framhandlegg sinn.
Honum varð að ósk sinni en spurði um leið hvaða sósa væri best með lundanum? Þetta skildi Tóti vel og skeit því upp alla ermina á rándýrum jakkafötum þingmannsins. Alveg upp að öxl. Þetta vakti mikla hrifningu viðstaddra en eins og alltaf áður var honum fyrirgefið.
Hlaupið yfir lyklaborðið
Tóti fékk oft að kúra á skrifborðinu hjá Margréti Lilju á Fiskasafninu þegar hún var að vinna í tölvunni Hann fylgdist vel með og fiktaði í pennum, blýöntum og öllu því er tilheyrir svona skrifstofustörfum.
Stundum leiddist honum athyglisleysið Þá brá hann á það ráð að hlaupa yfir lyklaborðið, eyða öllu því sem hún hafði skrifað og skíta svo hressilega í leiðinni.
TheOriginal Puffin Bar
Hreinsunardagur ÍBV tókst frábærlega
27 apríl sl. hélt ÍBV Hreinsunardag þar sem tekið var til í kringum mannvirki félagsins. Það voru um 100 manns sem mættu og gerðu þetta að frábærum degi undir dyggri stjórn Björns Elíssonar.
Það var gaman að sjá leikmenn, þjálfara, stjórnarmenn, stuðningsfólk, starfsfólk ÍBV, yngri iðkendur og aðra sjálfboðaliða leggja sitt að mörkum við að fegra í kringum umhverfi mannvirkja félagsins.
Dagurinn tókst frábærlega í einskærri veðurblíðu og var virkilega gaman að sjá hverju við getum áorkað er við öll leggjumst á árarnar.
Við getum verið stolt af okkar öfluga og góða fólki.
ÁFRAM
ÁFRAM
Myndir frá Hreinsunardegi ÍBV
ÁFRAM ÁFRAM
150 krakkar tóku þátt í fótboltaskólanum í vor
Það var mikið um að vera í Herjólfshöllinni vor þegar Fótboltaskóli ÍBV og Heildverslun Karls Kristmanns fyrir yngstu krakkanna fór fram. Skólinn var undir stjórn Óskars Zoega, leikmanna úr mfl karla og Hermanns Hreiðarssonar.
Fótboltaskólinn tókst frábærlega og voru rúmlega 150 krakkar sem tóku þátt að þessu sinni.
Gaman var að sjá er leikmenn mfl karla tengdust enn betur yngri iðkendum félagsins Einnig þegar þeir yngri tóku við í
Herjólfshöllinni er Eldri borgararnir höfðu lokið sér af með sína morgungöngu. .
Áfram ÍBV
Myndir frá fótboltaskólanum
ÁFRAM ÁFRAM
ÚTSKRIFTIR ÚR AKADEMÍUM ÍBV
ÍBV Íþróttafélag hefur starfrækt Afreksakademíu í samstarfi við FÍV frá því í ársbyrjun 2011 og Íþróttaakademíu í samstarfi við GRV frá því ársbyrjun 2012.
Við útskrift úr GRV í sumar voru það 24 iðkendur útskrifuðust úr akademíunni.
Iðkendur stunda akademíuna í 9. og 10. bekk, þau fá tvær styrktaræfingar á viku ásamt bóklegum tíma eða sundi ásamt því fá þau tækniæfingar í fjórum 3 vikna lotum Við getum verið stolt af okkar öfluga og góða fólki.
ÁFRAM ÁFRAM
Vinnuföt og Merkingar
Dómaranámskeið hjá Akademíum ÍBV
Í vor voru haldin dómaranámskeið fyrir iðkendur í akademíum félagsins. Sindri Ólafsson eftirlitsdómari hjá HSÍ var með handboltadómaranámskeið og Magnús Már Jónsson dómarastjóri KSÍ var með fótboltadómaranámskeið. Gaman að segja frá því að allir krakkarnir stóðust prófin.
Leikmenn og yngri iðkendur félagsins hafa síðan haldið uppi dómgæslu á öllum mótum og heimaleikjum félagsins og skipta leikirnir þúsundum á hverju ári. Þannig að það er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að þessum þætti í starfi félagsins.Án aðkomu krakkanna og leikmanna að dómgæslunni, þá færu ekki fram leikir hér heima í eyjum fyrir yngstu iðkendur félagsins.
ÁFRAM ÁFRAM
Sjómannadagsráð
ÁFRAM
ÁFRAM ÁFRAM
Stelpurnar OKKAR
ÁFRAM ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
Strákarnir OKKAR
ÁFRAM
STEINI PÍPARI
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
Áfram ÍBV
Braggabílar
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM ÁFRAM
ÁFRAM ÁFRAM
Aukin áhersla á öflugt yngri flokka starf
ÍBV hefur í vetur og vor lagt áherslu á að efla enn frekar yngra starfið hjá félaginu.
Mikilvægur liður í því var að fá inn öflugan hóp að þjálfurum.
Þá var einnig gert átak í að fjölga þjálfurum innan félagsins og styðja þannig betur við þjálfunina hjá fjölmennustu flokkunum.
ÍBV vonar að með þessu náum við að efla enn frekar yngra starf félagsins og hlúa enn betur að yngstu iðkendunum.
Félagið telur þetta vera einn af stóru hlekkjunum á þeirri vegferð og vonar að muni skila sér innan sem utan vallar á komandi árum.
ÁFRAM ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
Áfram ÍBV
Myndir frá TM mótinu 2024
ÁFRAM ÁFRAM
ÁFRAM
ÁFRAM
Gullberg nýr heimsklassa þreksalur
Gullberg er heitið á nýjum og stórglæsilegum þreksal sem staðsettur er í Týsheimilinu. Salurinn stórbætir æfingaraðstaða fyrir iðkendur hjá félaginu.
Salurinn er ætlaður meistaraflokkum félagsins, grunn- og framhaldsskóla akademíum ÍBV ásamt öllum iðkendum hjá félaginu sem náð hafa tilskyldum aldri sem er sextánda aldursár.
Salurinn fékk nafnið Gullberg en það nafn er vel við hæfi þar sem að stærsti bakhjarl verkefnisins er Eyjólfur Guðjónsson á Gullberginu.
Gullbergið hefði ekki orðið að veruleika nema fyrir tilstilli Eyjólfs og Björgvins Eyjólfsson, Stefáni Jónsyni og Guðmundu Bjarnadóttur sem stóðu í ströngu við að afla fjármagns, leita styrkja, ferja tæki yfir til Eyja og að fá sjálfboðaliða til að græja salinn til að hægt væri að setja tækin upp og gera hann sem bestan úr garði gerðan.