SKÁTAHEITIÐ Dagskrárpakki fyrir skátasveitir
Unnið af nefnd um skátaheit 2013-2014.
Kæri skátaforingi Þú hefur nú í höndum dagskrárpakka sem er ætlaður til þess að ræða skátaheitið og innihald þess. Umræðan um skátaheitið hefur verið nokkuð áberandi undanfarin ár. Breytingartillaga á heitinu hefur verið lögð tvívegis fram á Skátaþingi, en verið dregin til baka eða umræðum frestað vegna þess að ekki hefur þótt nægileg umræða hafa átt sér stað í grasrótarstarfinu. Þessi dagskrárpakki er tilraun til að skapa vettvang fyrir umræðuna, enda mikilvægt að ef að breytingu verður, sé hún gerð með upplýstri umræðu allra skáta á landinu. Við hvetjum þig því til að nota þetta skjal sem tól til að fá skátana til að ræða skátaheitið og mikilvægi þess og gera þá í stakk búna til að taka þátt í ákvörðunarferlinu. Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig eigi að nýta þennan dagskrárpakka geturðu haft samband við Ingu Auðbjörgu (8966120 | inga@skatar.is) eða Elvar Sigurgeirsson (8970911). Hvernig á að nota þennan dagskrárpakka? Dagskrárpakkinn er settur upp sem einn skátafundur, með nokkrum verkefnum fyrir skátana. Leiðbeiningar fyrir þig sem skátaforingja eru skáletraðar, texti sem þú getur, ef þú vilt, lesið upp orðrétt er innan gæsalappa og annar texti er í venjulegu letri. Miðað er við að dagskrárpakkinn geti tekið heilan fund, en þér er frjálst að skipta verkefnunum upp og nota meðal annars efnis á fleiri fundum.
2
Verkefni 1
Skátaheitskapp Upphitunaræfing -skátaheitskapp Hvert orð skátaheitsins er á útprentuðum miða (sjá fylgiskjal). Hópnum er skipt í nokkur teymi sem hvert fær eitt sett af miðunum. Öll teymin þurfa að klára verkefnið (með hjálp foringja ef þetta gengur mjög hægt), en það teymi sem fyrst lýkur verkinu fær verðlaun að vali foringjans (sleikjó, high five, hvað sem er).
Áhöld: • Miðar, útklipptir, eitt sett á hvern hóp/flokk • Verðlaun (ef vill).
3
Verkefni 2
Hvað er í heitinu? Þegar maður verður skáti vinnur maður skátaheitið. Samt getur það alveg verið að ungir skátar viti ekki alveg hvað felst í skátaheitinu. Þessari æfingu er ætlað að hjálpa skátunum að skilgreina hvað ýmis orð í skátaheitinu þýða. Fyrst hengir skátaforinginn nokkra miða með talsverðu millibili á vegginn. Miðarnir eru í fylgiskjali. Á miðunum stendur: • • • •
Að gera það sem í sínu valdi stendur Ættjörðin Guð Passar ekki.
Svo fá skátarnir aðra miða (helst prentaða á annan lit). Sveitinni er skipt í flokka og hver flokkur fær bunka af miðum. Flokkarnir skiptast á að hengja einn miða upp EÐA færa miða sem annar flokkur hefur hengt upp. Foringinn stjórnar umræðum. Á miðunum stendur: • • • • • • • • • • • • • • • •
Að gera alltaf sitt besta Að gera alltaf það sem manni er sagt að gera Landið sem maður kemur frá Landið sem maður býr í Þjóðin Fólkið sem er eins og maður sjálfur á litinn Allir sem maður þekkir Öll jörðin Náttúran Guð Jesús Allir guðir Allah Óðinn Það sem maður trúir á. Kærleikurinn
4
Verkefni 3
Like-línan Skátaforinginn gerir línu á gólfið (t.d. með málningarlímbandi eða kaðli). Blöð liggja á sitthvorum enda línunnar, en á þeim stendur “Sammála” og “Ósammála”. Skátaforinginn útskýrir að skátarnir eigi að fara á þann stað á línunni sem þeim finnst lýsa best skoðun þeirra á staðhæfingunni. Þegar skátaforinginn hefur lesið upp staðhæfingu og skátarnir hafa komið sér fyrir spyr skátaforinginn hvort einhver vilji gera grein fyrir afstöðu sinni. Gott er að spyrja fylkingarnar, t.d. “Þið sem eruð mjög mikið á móti staðhæfingunni. Af hverju eruð þið það?”. Ekki gleyma miðjuhópnum, hann getur verið þar af ýmsum ástæðum, s.s. skilur ekki spurninguna, er sama. Skátarnir mega skipta um skoðun og færa sig eftir að hafa heyrt rök hinna.
Áhöld: • Lína á gólfi (límband eða kaðall. • 2 blöð sem á stendur “Sammála” og “Ósammála”.
STAÐHÆFINGAR: • Fiskur er góður • Vinur er sá sem skilur ekki út undan • Ég kann öll skátalögin • Ég hjálpa öðrum á hverjum degi. • Mér finnst allir skipta máli • Ef maður lofar að gera eitthvað verður maður alltaf að standa við það. • Mér finnst ekki rétt að hafa guð í skátaheitinu, því að sumir trúa á annað. • Mér þykir vænt um Ísland. • Það er allt í lagi að mistakast stundum. • Að ganga vel um náttúruna er eitt af því mikilvægasta sem ég geri. • Skátalögin eru sanngjörn • Ég skil skátaheitið.
5
Að auki
Könnun & vefsíða Nánari umfjöllun um skátaheitið og ferlið er að finna á skatar.is/ skataheit Í kjölfar fundarins þar sem þið takið fyrir skátaheitið fá skátarnir sendan hlekk á könnun varðandi orðalag heitsins. Hvetjið skátana ykkar til að taka þátt í henni og þannig móta umræðuna sem fer fram á skátaþingi í apríl.
6
Ég
til
,
lofa
þess
að
að
að
hjálpa
gera
gera
öðrum
það
skyldu
og
sem
mína
að
í
við
halda
mínu
guð
skátalögin
valdi
og
.
stendur ættjörðina