Skátaheit dagskrárpakki drott

Page 1

SKÁTAHEITIÐ Dagskrárpakki fyrir skátasveitir

Unnið af nefnd um skátaheit 2013-2014.


Kæri skátaforingi Þú hefur nú í höndum dagskrárpakka sem er ætlaður til þess að ræða skátaheitið og innihald þess. Umræðan um skátaheitið hefur verið nokkuð áberandi undanfarin ár. Breytingartillaga á heitinu hefur verið lögð tvívegis fram á Skátaþingi, en verið dregin til baka eða umræðum frestað vegna þess að ekki hefur þótt nægileg umræða hafa átt sér stað í grasrótarstarfinu. Þessi dagskrárpakki er tilraun til að skapa vettvang fyrir umræðuna, enda mikilvægt að ef að breytingu verður, sé hún gerð með upplýstri umræðu allra skáta á landinu. Við hvetjum þig því til að nota þetta skjal sem tól til að fá skátana til að ræða skátaheitið og mikilvægi þess og gera þá í stakk búna til að taka þátt í ákvörðunarferlinu. Ef þú hefur einhverjar spurningar um hvernig eigi að nýta þennan dagskrárpakka geturðu haft samband við Ingu Auðbjörgu (8966120 | inga@skatar.is) eða Elvar Sigurgeirsson (8970911). Hvernig á að nota þennan dagskrárpakka? Dagskrárpakkinn er settur upp sem einn skátafundur, með nokkrum verkefnum fyrir skátana. Leiðbeiningar fyrir þig sem skátaforingja eru skáletraðar, texti sem þú getur, ef þú vilt, lesið upp orðrétt er innan gæsalappa og annar texti er í venjulegu letri. Miðað er við að dagskrárpakkinn geti tekið heilan fund, en þér er frjálst að skipta verkefnunum upp og nota meðal annars efnis á fleiri fundum. Upphitunaræfing -skátaheitskapp Hvert orð skátaheitsins er á útprentuðum miða (sjá fylgiskjal). Hópnum er skipt í nokkur teymi sem hvert fær eitt sett af miðunum. Öll teymin þurfa að klára verkefnið (með hjálp foringja ef þetta gengur mjög hægt), en það teymi sem fyrst lýkur verkinu fær verðlaun að vali foringjans (sleikjó, high five, hvað sem er).

2


Verkefni 1

Setning fundar Fundarsetning er í formi “Check-in” aðferðarinnar sem fer þannig fram að skátarnir standa í hring. Innan hringsins er búið að líma límband í stóran kross og setja blöð með eftirfarandi rituðu á: Y-ás, efst: Mikilvægt Y-ás, neðst: Ekki mikilvægt X-ás, til vinstri: Líkar ekki X-ás, til hægri: Líkar vel Skátarnir fá allir kerti. Leggið eldspýtustokk í miðju hringsins. Þú lest eftirfarandi leiðbeiningar: “Skátaheitið er hluti skátaaðferðarinnar og er hluti af vígsluferli skáta. Við ætlum að ræða það á fundinum okkar í kvöld/dag með alls kyns aðferðum. Til að hefja fundinn ætlum við að “tékka okkur inn”*. Þið fáið hvert og eitt kerti og í miðju hringsins er eldspýtustokkur. Tékk-innið fer þannig fram að allir fá að segja það sem þeir vilja á meðan þeir kveikja á sínu kerti. Það getur verið tengt efninu, eða bara því sem þið voruð að gera í dag. Svo, þegar þið hafið kveikt á kertinu megið þið setja það á þennan ás. Ásinn samanstendur af tveimur skölum; Mikilvægt og l ekki mikilvægt, líkar og líkar ekki Þið megið setja kertið þar sem skátaheitið er í ykkar huga. Finnst ykkur það mikilvægur partur af skátastarfi, eða ekki mikilvægur og líkar ykkur skátaheitið eins og það er núna eða líkar ykkur það ekki. Í tékk-inninu eru þrjár reglur: Það mega allir tala einu sinni, hvorki oftar né sjaldnar. Ef þið hafið ekkert að segja megið þið sleppa því, en setja kertið bara niður. Við förum ekki hringinn, heldur gerum þetta í poppkornstíl. Þannig tékkar fólk bara inn þegar það finnur að sinn tími sé kominn. Það er bannað að koma með athugasemdir við annarra manna tékk-inn, heldur talar maður bara þegar maður á orðið. Gjörið svo vel.”

3


Þar sem þú ert foringi er best að þú sért hlutlaus. Þér er frjálst að tékka þig inn, en ekki taka afstöðu varðandi skátaheitið, því að þú getur haft mótandi áhrif á skátana sem líta upp til þín. Þú skalt því ekki setja kertið þitt inn í hringinn, heldur útskýra að þú sem sveitarforingi taki ekki afstöðu á fundinum. Þú getur þá bara sett kertið þitt einhversstaðar annars staðar eða bara sleppt því að setja niður kerti. Ef þú velur að setja kertið einhversstaðar annars staðar skaltu reyna að tala síðast, svo þú gefir ekki skátunum kost á því að brjóta “reglurnar”. Stundum getur komið þögn, því að þetta er í popp-up stíl. Leyfðu þögninni bara að eiga sig. Hún verður aldrei allt of löng, og ef hún verður það þá gefur það bara skátunum kost á að hugsa sig um. Þegar þið eruð búin er best að þið farið á annað svæði og leyfið hringnum að halda sér á meðan á fundinum stendur. Ef það er ekki hægt vegna plássleysis, biðjið skátana þá að taka kertið sitt upp og setja þau á góðan stað (t.d. í gluggakistu eða annars staðar. Munið þó að gæta ítustu varúðar við meðferð elds). MIKILVÆGT

LÍKAR EKKI

LÍKAR VEL

EKKI MIKILVÆGT

Áhöld: • Límband • Miðar með ,,Líkar”, ,,Líkar ekki”, ,,Mikilvægt”, “Ekki mikilvægt”. • Kerti (eitt fyrir hvern þátttakanda) • Eldspýtustokkur

4


Verkefni 2

Skátatréð Skátatréð er verkefni þar sem skátarnir telja upp grunnatriði skátastarfs og setja inn á skátatré. Fyrir fund þarftu að teikna upp tré á stóran pappír (maskínupappír eða aftan á gamalt skátadagatalsplakat), sjá mynd. Á myndinni eiga að vera eftirfarandi orð: RÆTUR -Gildi í skátastarfi TRÉ -Hvað sprettur upp af rótunum? Auk þess skaltu vera búin(n) að setja þrjá miða á ræturnar; “heiðarleiki”, “glaðværð”, “lýðræði”. Útskýrið orðin á trjánum: “Þetta er skátatréð. Það hefur rætur, sem eru grunngildin okkar, svo sem heiðarleiki, glaðværð og lýðræði. Svo er tréð sjálft. Það er allt það sem sprettur upp af rótunum.”

Skátarnir fá post it miða og eiga að skrifa á þá þá þætti sem þeim þykja eiga heima í skátastarfi. Þá geta komið upp orð eins og útilíf, vinátta, samfélagsþjónusta og gaman. Hver og einn skáti fær smá tíma til að skrifa á miðana. Þegar skátarnir hafa skrifað nokkra miða eiga þeir að lesa upp miðana, einn í einu og setja inn á tréð á þann stað sem þeim finnst passa. Skátaforinginn getur haft eftirfarandi punkta í huga. Hægt er að biðja skátana að útskýra af hverju þeir setja miðan þarna og hvað þeir eru að hugsa með því: • Passa miðarnir við ræturnar? Er til rót fyrir miðann? • Er jafnvægi á trénu? Það sem er nær stofninum er mikilvægara. • Ef það er mjög mikið á greinunum, langt frá stofninum, þá hrynur tréð. • Ef það er mikilvægt atriði, langt frá stofninum, þá brotnar greinin.

Áhöld: • Tré á maskínpappír • Post it miðar

5


Verkefni 3

Like-línan Skátaforinginn gerir línu á gólfið (t.d. með málningarlímbandi eða kaðli). Blöð liggja á sitthvorum enda línunnar, en á þeim stendur “Sammála” og “Ósammála”. Skátaforinginn útskýrir að skátarnir eigi að fara á þann stað á línunni sem þeim finnst lýsa best skoðun þeirra á staðhæfingunni. Þegar skátaforinginn hefur lesið upp staðhæfingu og skátarnir hafa komið sér fyrir spyr skátaforinginn hvort einhver vilji gera grein fyrir afstöðu sinni. Gott er að spyrja fylkingarnar, t.d. “Þið sem eruð mjög mikið á móti staðhæfingunni. Af hverju eruð þið það?”. Ekki gleyma miðjuhópnum, hann getur verið þar af ýmsum ástæðum, s.s. skilur ekki spurninguna, er sama. Skátarnir mega skipta um skoðun og færa sig eftir að hafa heyrt rök hinna. STAÐHÆFINGAR: • Fiskur er góður • Að hjálpa öðrum gerir mig að betri manneskju. • Ef þú ert ekki hjálpsamur, getur þú ekki verið skáti. • Mér finnst það að gera skyldu mína við ættjörðina vera mikilvægur þáttur í skátastarfi. • Skylda mín við ættjörðina felur í sér að ég virði náttúruna. • Mér finnst orðið “ættjörðin” útiloka aðra sem ekki koma frá Íslandi • Skylda mín við ættjörðina felur í sér að ég reyni að starfa þjóð minni til heilla. • Mér finnst það að gera skyldu mína við guð vera mikilvægur þáttur í skátastarfi • Trúarbrögð koma skátastarfi ekki við • Ég tel það að mæta í kirkju, t.d. á sumardaginn fyrsta, vera að gera skyldu mína við guð.

6


• Ég tel það að sýna náunganum kærleika vera skyldu mína við guð • Fólk getur ræktað trú sína þó það sé ekki hluti af skátastarfi • Mér finnst ekki rétt að hafa “guð” í skátaheitinu • Mér finnst það mikilvægur þáttur í skátastarfi að gera skyldu mína við samvisku mína og samfélag. • Skátalögin hjálpa mér að taka mikilvægar ákvarðanir í lífinu.

Áhöld: • Lína á gólfi (límband eða kaðall. • 2 blöð sem á stendur “Sammála” og “Ósammála”.

7


Verkefni 4

Slit Skátarnir raða sér aftur í kringum hringinn sem myndaður var í upphafi fundar. Skátaforinginn les eftirfarandi texta: ,,Nú höfum við fengið tækifæri til að hlusta á skoðanir hvors annars. Sumir eru kannski ennþá vissari í sinni sök, á meðan aðrir gætu hafa skipt um skoðun. Nú fáið þið tækifæri til að checka ykkur út. Þið megið segja hvað sem er um þennan fund en þið megið líka færa kertið ef þið hafið skipt um skoðun varðandi staðsetningu þess. Aftur eru reglurnar þrjár: maður talar bara einu sinni, bannað að grípa fram í og gera athugasemd við annarra manna check-out og svo fer þetta fram í poppkornstíl.

8


Að auki

Könnun & vefsíða Nánari umfjöllun um skátaheitið og ferlið er að finna á skatar.is/ skataheit Í kjölfar fundarins þar sem þið takið fyrir skátaheitið fá skátarnir sendan hlekk á könnun varðandi orðalag heitsins. Hvetjið skátana ykkar til að taka þátt í henni og þannig móta umræðuna sem fer fram á skátaþingi í apríl.

9


Ég

til

,

lofa

þess

hjálpa

gera

gera

öðrum

það

skyldu

og

sem

mína

í

við

halda

mínu

guð

skátalögin

valdi

og

.

stendur ættjörðina


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.