Skátamál, 4. tbl 2012

Page 1

4.tbl. | 2012 Ritstjóri: Inga Auðbjörg | inga@skatar.is

Ábm: Hermann Sigurðsson

Allt að verða tilbúið fyrir stærstu afmælisveislu ársins!

Fimmþúsund skátar koma til Íslands:

World Scout Moot á Íslandi 2017 Nú er unnið hörðum höndum að lokaundirbúningi fyrir Landsmót skáta sem haldið verður dagana 20. - 29. júlí. Íslenskir skátar fagna í ár aldarafmæli skátastarfs á Íslandi en landsmótið verður stærsti einstaki afmælisviðburðurinn. Við bakka Úlfljótsvatns mun rísa nýr þéttbýlisstaður sem verður með þeim stærri á Suðurlandi. Búist er við fjölda gesta í fjölskyldubúðir en þar fær almenningur tækifæri til að kynnast skátastarfinu og upplifa fallega náttúru Úlfljótsvatns. Þá munu þeir rúmlega 600 erlendu skátar frá 18 þjóðlöndum, sem ætla að samfagna með íslenskum skátavinum sínum, setja alþjóðlegan blæ á mótið. Mikill áhugi hefur verið meðal erlendra skáta að koma til Íslands og upplifa skátaævintýrið hérlendis, enda býður íslensk náttúra upp á einstaka möguleika til skátastarfs.

Það eru ekki aðeins íslenskir og erlendir skátar sem ætla að njóta afmælisgleðinnar á Úlfljótsvatni í næstu viku, en einna víst að mikill fjöldi foreldra og annarra áhugasamra muni flykkjast á mótið og gera mótið að sannkallaðri skátaveislu! Heimsóknardagurinn verður svo 28. júlí, en þá eru allir Íslendingar velkomnir í sumarblíðuna við Úlfljótsvatn til þess að kynna sér skátastarf, hitta útlenska skáta og merja mýflugur. Nú eru aðeins örfáir dagar til stefnu og skátar landsins væntanlega búnir að fjárfesta í flugnaneti, stinga tásunum í Tevurnar og setja afmælishattinn á hausinn. Rekkar og starfsmenn munu sameinast við vatnið í kvöld og á sunnudaginn fylgja svo aðrir í fótspor þeirra. Og þá er bara að hefja fjörið!

Meðal efnis í þessu blaði:

-Landsmót skáta 2012 -Námskeið fyrir sumarstarfsfólk -Rekkarokk -Skyndihjálp -Sumarbúðir skáta -Undraland í Ljósafossstöð -Drekaskátamót

1


La-la-la-landsmót! Það hefur vafalaust ekki farið framhjá einum einasta skáta á landinu að í ár eiga íslenskir skátar 100 ára afmæli. Það verður að sjálfsögðu haldið upp á það á alls kyns vegu, en stærsta veislan er eflaust Landsmót skáta sem haldið verður við

Úlfljótsvatn 20.-29. júlí. Skátar landsins eru nú í óðaönn að undirbúa herlegheitin, en það er í mörgu að snúast þegar nýr þéttbýliskjarni rís á sólarhring, með öllu því sem slíku samfélagi tilheyrir; pósthúsi, matvöruverslun, sjúkrahúsi og bátaleigu.

2


Fyrsta landsmótið haldið í Þrastarskógi Landsmót skáta á Íslandi eiga sér langa sögu. Fyrsta landsmótið var haldið í Þrastarskógi árið 1925 en síðan þá hafa verið haldin fjöldamörg landsmót á ýmsum stöðum. Síðustu ár hafa landsmót verið haldin á um það bil 3 ára fresti, til skiptis á Hömrum og við Úlfljótsvatn. Íslensku landsmótin hafa verið rómuð fyrir skemmtilega dagskrá og frábæra umgjörð og hafa verið vel sótt af erlendum skátum. Í ár eru það um 600 erlendir skátar frá 16 löndum sem sækja mótið og eiga vafalaust eftir að heillast af náttúru og þjóð. Endurnýtt landsmótsþemu Í ár ber landsmót yfirskriftina Ævintýrið heldur áfram, en er þar verið að vísa í ævintýralega sögu skátahreyfingarinnar á síðustu 100 árum og hvernig framtíðin brosir við íslenskum skátum, enda ljóst að gildi skátahreyfingarinnar eigi vel heima í nútíma samfélagi. Dagskrárþemun eru svo lansdmótsþemu síðustu 4 landsmóta; Á víkingaslóð, álfar og tröll, orka jarðar og leiktu þitt lag. Þemun falla vel að yfir-

skriftinni og einna víst að landsmótsvikan verður uppfull af ævintýrum fyrir unga sem aldna. Friðarboðskapur og fjölskyldubúðir Skátamót eru sannkallaðar friðarsam-komur, en þar koma saman skátar frá hinum ýmsu löndum og læra að lifa í sátt og samlyndi, óháð litarafti, tungumáli og trú. Þessi upplifun er einstaklega mikilvæg fyrir þroskaferil hvers einstaks skáta, enda fjölþjóðlegt uppeldi ein af forsendum þess að friður komist á í heiminum. Það eru ekki aðeins skátar sem munu upplifa fjölmenningarsamfélagið sem rís við Úlfljótsvatn í júlí, en gert er ráð fyrir nokkur hundruð þátttakendum í fjölskyldubúðum. Foreldrar og systkini skáta, sem og áhugasamur almenningur, fá þar að upplifa skátaævintýrið og kynnast kraftinum sem liggur í loftinu þegar svona margir skátar koma saman. Allir skátar sem ekki sjá sér fært að koma alla vikuna eru hvattir til þess að eyða í það minnsta helginni með skátasystkinum sínum við vatnið bláa.

3


10 hlutir sem þú verður að taka með þér á landsmót: 1. Flugnanet. Landsmót eru ekki aðeins vinsæl dægradvöl fyrir mannkynið, heldur dregur lævi blandið andrúmsloftið að sér alls kyns kvikindi, þar á meðal alveg heilan helling af mýflugum. En við látum það ekki á okkur fá og setjum bara upp netið! 2. Sólarvörn. Við erum viss um að við fáum sólskin í kílóavís í afmælisgjöf frá almættinu. Vertu ávallt viðbúinn og löðrandi í sólarvörn, því það er ekki móðins að vera rauðbleikur í stíl við landsmótslógóið. 3. Úkúlele. Úkúlele er skátahljóðfærið í ár. Það er ódýrt og auðvelt að strappa það á bakpokann, auk þess sem strengjafæðin sér til þess að auðvelt er að læra á það. 4. Kubb. Það er alltaf eitthvað við að vera á landsmóti, en það gæti verið að á einhverjum tímapunkti viljir þú taka upp á einhverju af sjálfsdáðum og það er varla til betri aðferð til þess að kynnast útlensku skátunum í næstu tjaldbúð heldur en með því að skora á þá í kubb, eða eins og Þjóðverjar kalla leikinn: Víkingaskák! 5. Sporkur. Það er hægt að nota spork til þess að skera á bönd, laga hjól, veita svæðanudd, skylmast við Skota, skafa úr eyrunum, merja mýflugur og svo er hægt að nota hann til þess að matast. Algjör nauðsyn!

6. Höfuðfat. Íslensk nöfn eru erfið. Prófið að segja „Hólmfríður“ með dönskum hreim eða „Bragi Björnsson“ á hollensku. Þá er ágætt að fá sér sérkennilegt höfuðfat, svo sem andarhatt eða glimmerpípuhatt og vera einfaldlega „stelpanmeð-fílahúfuna“ eða „strákurinnmeð-sundboltann-á-höfðinu“. Þá muna allir eftir þér, fyrir utan að höfuðfatið veitir nauðsynlegt skjól fyrir sterkum geislum sólarinnar. 7. Gæludýr. Taktu með þér gæludýr. Hamstrar voru mjög vinsælir árið 2002 og gullfiskurinn Bragi mætir á mótið í ár og heimtar félagsskap. Athugið að gæludýrið má ekki vera þess eðlis að það verði öðrum til ama á meðan á mótinu stendur (fílar komast illa inn í eldhústjöld og gífaffar eru ekki velkomnir í klifurturninn). 8. Krítarkortið. Sölutjaldið er fullt af flottum minjagripum sem bíða eftir að vera bornir af skverlegum skátum. Kauptu eitt af öllu! 9. Töfrasproti. Þemað í ár er Ævintýrið heldur áfram. Taktu með þér töfrasprota og töfraðu erlendu skátastelpurnar upp úr Tevunum! Töfrasprotar eru líka til margra annarra hluta nytsamlegir, svo sem til þess að hræra í kakóinu og klóra sér á bakinu. 10. Stækkunargler. Stækkunargler eru stórkostleg! Þau má nota til þess að kveikja eld, brenna mynstur í tréhluti, skoða pöddur, telja freknur og eru líka bara flottur fylgihlutur.

4


Fjórir mánuðir í undirbúning, týndar pylsur og óuppblásinn hoppukastali! Fyrstu helgina í júní, eins og hefð er fyrir, var Drekaskátamót haldið á Úlfljótsvatni og ekki verður slíkt mót til upp úr þurru. Þegar 200 hressir drekaskátar koma saman þarf að hugsa fyrir ýmsu eins og hvað þessi börn ætla að gera, borða, klæðast og upplifa. Sem betur fer höfum við skátarnir nóg af fólki sem stekkur út í djúpu laugina og kýlir á það mikla verk sem svona skátamót eru. Í enda marsmánaðar var byrjað á því sem öll nútímaskipulagning felst í; bjóða rétta fólkinu í facebook hóp og byrja að dæla fram misgóðum hugmyndum, gamalli reynslu og lélegum bröndurum. Stuttu síðar fara fundir að smella saman og á örskotsstundu er komin flott dagsskrá, 500 pylsur í pósti og sundpokar í pöntun. Auðvitað gengur ekki allt smurt fyrir sig í undirbúningnum, meðal annars kláruðum við allan lagerinn af sundpokum sem leiddi til þess að þeir þurftu að vera í 3 mismunandi litum, pylsurnar sem voru pantaðar frá Akureyri týndust í flutningi og þræða þurfti höfuðborgina til að finna hvar þær væru niðurkomnar, starfsmaður mótsins fór í fæðingarorlof degi fyrir mót og tæknilegir örðugleikar urðu til þess að 200 fleiri söngbækur prentuðust út en til stóð. Loks gekk í garð þessi sólríki laugardagur og fólk tók að streyma á svæðið. Þolinmæði barna er stutt og hvað er svo sem gaman við það að hanga inn í tjaldbúð allan daginn? Svo setningin var drifin af svo að vatnasafaríið, bátarnir, klifurturnin og allt hitt stæði ekki óhreyft allan daginn. ,,Keyrum þetta í gang” sagði Grímur þegar hann stakk hoppukastalanum í samband við lítinn fögnuð viðstaddra því hann hefði alveg eins geta byrjað að blása kastalann upp sjálfur. Í snarasti var önnur rafmagnsnúra sótt og eftir augnablik var allt komið í gang. Popp poppaðist, golan gerði hjólabátunum erfitt fyrir að komast leiðar sinnar og drullan í vatnasafaríinu hafði aldrei bragðast eins vel. Eins og hugsandi stjórnendum sæmir fórum við að spá í kvöldmatnum þegar leið á daginn, en enginn kannaðist við að hafa tekið með einhverja kassa sem mótsstjóri hafði eitthvað verið að tuða um. Pylsurnar voru greinilega með önnur áform en að vera étnar og höfðu látið skilja sig eftir í Reykjavík. Góð ráð voru dýr en þar sem stemmingin var í hámarki var ekki mikið mál að sannfæra skátasystkyn okkar í borginni um

að kíkja í grill með því litla skilyrði að ná í matinn. Þegar rökkva tók var kvöldvaka að sönnum skátasið og fengum við þann heiður að fá skáta frá Sólheimum og félagsútilegu Ægisbúa sem gesti í kring um varðeldin og ekki skemmdi það fyrir að koma þessum hundruðu sönghefta sem urðu til fyrir slysni í notkun. Greinilega gerist ekkert að ástæðulausu! Hjálpsemin í Heiðabúum gaf starfsfólkinu smá afslöppunartíma, en þau hituðu svo kakóið fyrir allan hópinn áður en að flestir fóru að sofa. Háttatíminn var hins vegar ekki á næsta leiti hjá starfsfólkinu því nóg átti eftir að gera fyrir morgundaginn. Áður en að klukkan sló 3 var búið að föndra glæsilegan stórleik, leikborð sem inni-hélt tug dreka, flyfox og kastala og tígrisdýranefi var komið á mótsstjóra til að lífga upp á tilveruna. Vöknuðu svo allir við þriðja hanagal; -reyndar höfðu ekkert allir fyrir því að bíða eftir að haninn galaði, upplifunin af sínu fyrsta skátamóti var of mikil til sofa hana af sér! Tjaldbúðin var glæsileg og hefðu fáir geta skorað jafn hátt í tjaldbúðarskoðuninni en þessir drekar. Flautað var til stórleiks og spennan var gífurleg við að sjá hver yrði fyrstur til að bjarga konungsfjölskyldunni. Reyndar var verðbólgan ekki alveg að virka sem slík þar sem þegar tæpur klukkutími var eftir hafði enginn helmingað borðið.Þá fóru óútskýranlegir happareitir að birtast á borðinu, venjulegustu teningaköst urðu aðeins hærri en vanalega og farið var að efast um talningargetu leikstjórnanda. Allir komust í kastalann fyrir slitin og fengu gullstöng að launum, sem reyndist vera hið fínasta súkkulaðistykki líka! Komið var að slitum og ekki er hægt að lýsa þeirri upplifun að heyra 200 drekaskáta syngja bræðralagssönginn. Skátaandinn verður varla meiri! Vegna harðduglegs starfsfólks og að flutningabíllinn hafi þurft að fara aftur í bæinn fyrir hádegi var ekki mikið eftir að gera eftir slit nema njóta spennufallsins og ánægjunnar með frábært mót! Þakkar mótstjórnin kærlega öllum sem tóku þátt, þetta hefði verið hálf tómlegt án ykkar!

Liljar Már Þorbjörnsson, mótsstjóri

5


Litli bróðirinn Stefán Örn er of ungur til að fara í sumarbúðirnar en virtist þó lítið minna spenntur en stelpurnar. Hann segist ætla vera heima að stússast með mömmu sinni í staðinn.

Planið fullt af prökkurum Sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn njóta mikilla vinsælda Mánudagsmorgnar eru sérstaklega gleðilegir við Skátamiðstöðina á sumrin. Þá fyllist bílaplanið af óþreyjufullum gröllurum og örvæntingarfullum foreldrum sem virðast eiga mun erfiðara með að slíta sig frá börnunum heldur en börnin sig frá þeim. Þessir krakkar eru á leið í Sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn. Þar fá þau tækifæri til þess að kynnast jafnöldrum sínum, njóta náttúrunnar og lenda í ævintýrum.

ljótsvatn í sumar. Þær hafa aldrei farið áður í sumarbúðir en hlökkuðu mikið til. Jóhanna Kristín segir að þær hafi valið Sumarbúðir skáta því þær hafi séð svo spennandi myndir á netinu. Þær fóru tvær saman en auk þeirra voru 6 strákar úr sama skóla og þær; Salaskóla. Selma sagðist ekkert vera stressuð yfir því að eyða vikunni foreldralaus og bætir við: „Ég hef hlakkað svo mikið til að ég get ekki hætt við núna!“.

Vinkonurnar Selma Guðmundsdóttir og Jóhanna Kristín Andrésdóttir eru á meðal þeirra fjölmörgu barna sem hafa fyllt flatirnar við Úlf-

Sumarbúðir skáta við Úlfljótsvatn eru fyrir 8-12 ára ofurhuga. Nánari upplýsingar er að finna á www.ulfljotsvatn.is

Undraland við Úlfljótsvatn

Skátar hafa tekið höndum saman við Landsvirkjun og sett upp glæsilega sýningu í Ljósafossstöð sem tileinkuð er Úlfljótsvatni. Sýningin opnaði formlega laugardaginn 16. júní og er opin alla daga vikunnar frá kl. 10:00 til 16:00 fram til 12. ágúst. Á sýningunni er mikill fjöldi ljósmynda sem endurspegla ævintýrin á Úlfljótsvatni, allt frá 1941 til dagsins í dag. Auk þess er fjöldi skemmtilegra muna til sýnis, hægt að blaða í gömlum skátablöðum og –bókum og í bíósal sýningarinnar má fylgjast með fréttamyndum frá Ríkissjónvarpinu sem teknar hafa verið upp í tengslum við landsmót og fleiri viðburði á Úlfljótsvatni á liðnum árum. Aðgangur er ókeypis.

6


Sigrún leiðbeindi af mikilli færni og svaraði ýmsum miserfiðum spurningum.

Opið lærleggsbrot og flogaveiki Skátaforingjar mennta sig í skyndihjálp

Skátar leggja mikið upp úr öryggi, enda er skátastarf vettvangur þar sem ungmennum gefst kostur á að taka þátt í alls kyns ævintýrum, án þess þó að stefna sjálfum sér eða öðrum í hættu. Það er þó þannig að aldrei er hægt að koma algerlega í veg fyrir slys og því er mikilvægt að skátaforingjar séu vel þjálfaðir í skyndihjálp og geti brugðist við slysum og veikindum með þekkingu og sjúkrapúða að vopni. Allir skátaforingjar eru hvattir til þess að verða sér út um viðeigandi menntun í fyrstu hjálparfræðum, en ætlast er til þess sérstaklega að þeir sem ljúka Gilwellþjálfun og þeir sem starfa sem skólastjórar

Það væri ekki úr vegi að hafa Alexöndru Ýr sér við hlið ef maður lenti í því óláni að fá hjartaáfall, en sú skátasnót er ansi liðtæk við hjartahnoð.

útilífsskólanna séu með gild skyndihjálparréttindi. BÍS stóð því fyrir skyndihjálparnámskeiði í júní þar sem breiður hópur fólks settist á skólabekk og lærði um ofkælingu, heilablóðfall, opin beinbrot og ýmislegt annað sem komið getur fyrir. Leiðbeinandi var Sigrún Jónatansdóttir, en hún er reyndur leiðbeinandi og meðlimur í hjálparsveit. Þátttakendur voru á ýmsum aldri og frá 6 félögum, en skátafélagið Vífill var einna ötulast við að þjálfa sitt starfslið og sendi eina 10 fulltrúa. Í haust verður svo boðið upp á námskeið í fyrstu hjálp fyrir dróttskáta.

Þórgnýr sýnir hér ábyrga hegðun við umönnun ungbarna. Taka skal fram að barnið á myndinni er úr plasti.

Það er gott að kunna góða glósutækni. Hér var vafalaust verið að fjalla um hjartasjúkdóma.

7


Með rokk í hjarta! Rekkarokk verður suðupottur skátamenningar, tónlistar og útópískrar stemmningar! Rekkar landsins sameinist! Helgina 24.26. ágúst hópast allir rekkar til Akureyrar og halda sína eigin útihátíð, þar sem tónlist er meginstefið. Rokkhátíðin er veglega styrkt af Æskulýðssjóði, svo kostnaður verður í sögulegu lágmarki og enginn %$&# hafragrautur í morgunmat! Rokkrekkar fá bæði tækifæri til þess að hlýða á tónlist og láta ljós sitt skína. Fylgist með á facebook!

Faglegir foringjar á útilífsnámskeiðum

„Skátaforinginn kennir krökkunum leikinn með því að leika sér með þeim“. Robert Baden-Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar

Kolbeinn Guðmundsson átti ekki í vandræðum með að kenna klifur og sig, jafnvel þótt aðstæður skrifstofuhúsnæðisins byðu kannski illa upp á það.

Á sumrin standa mörg skátafélög fyrir útilífs- og ævintýranámskeiðum þar sem íslenskum börnum gefst kostur á að upplifa skátastarf í eina eða tvær vikur. Leiðbeinendur á útilífsnámskeiðum skátanna eru flestir skátar sjálfir og margir hafa þónokkra reynslu af foringjastörfum innan skátahreyfingarinnar. Það fer því ekki á milli mála að þarna eru samankomnir hugmyndaríkir og hæfir leiðbeinendur sem víla ekki fyrir sér að taka fullan þátt í leikjum barnanna, en eru þó um leið ábyrgir og forsjálir. Allir leiðbeinendur á útilífsnámskeiðum skáta fóru á námskeið á vegun Skátanna og Rauða krossins í upphafi sumars þar sem lögð var áhersla á öryggi og stjórnun. Meðal annars sá fulltrúi Rauða krossins um námskeið í skyndihjálp, fulltrúi Lands-

bjargar fjallaði um slysavarnir og fulltrúi frá Barnahúsi sá um Verndum þau, námskeið í barnavernd. Eins var boðið upp á námskeið í leikjastjórnun, forvörnum og viðbrögðum við einelti, aga og stjórnun, öryggi við sig og klifur og stjórnun á Kompás mannréttindaleikjum. Sú nýbreyttni var í ár að þátttakendur höfðu þónokkuð ráðrúm til að velja námskeið eftir fyrri reynslu og áhugasviði, en það gaf góða raun, enda margir að sækja þessi námskeið ár eftir ár. Nánari upplýsingar um Útilífsskóla skáta er að finna á www.utilifsskoli.is

Gott er að nota gúmmíkjúkling í leikjastjórnun. Þessi var þó ekki með talíu í maganum Samskiptareglur Æskulýðsvettvangsins vöktu vissulega kátínu skólastjórnenda

8


Föngulegur hópur hefur leiðtogaþjálfun Helgina 30. júní til 1. júli var haldið fyrsta námskeiðið í breyttri Gilwell-leiðtogaþjálfun BÍS. Sautján fullorðnir skátar hafa nú tekið fyrsta skrefið á þeirri vegferð sem Gilwellleiðtogaþjálfunin er. Þetta fyrsta námskeið, sem stóð í tvo daga, var haldið í Hraunbyrgi, skátaheimilinu í Hafnarfirði. Almenn ánægja var með þetta fyrsta námskeið. Næsta skref verður svo tekið á Úlfljótsvatni 11.-12. ágúst. Gert er ráð fyrir að flestir sem nú hafa lagt af stað ljúki þjálfuninni í mars á næsta á ári og fái þá Gilwell-einkennin.

Nútímalegt námskeið með aldargamlar rætur Gilwell-leiðtogaþjálfunin er byggð á sömu grundvallaforsendum og samsvarandi þjálfun um allan heim þar sem skátahreyfingin starfar. Hún á rætur aftur til 1919 þegar fyrsta Gilwell-námskeiðið var haldið fyrir skátaforingja í Gilwell Park (í London). Þó að allir sem ljúka Gilwell-leiðtogaþjálfun fái sömu grunnsýn í hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar býðst hverjum og einum að velja um tvær námsleiðir, aðra fyrir þá skátaforingja sem vilja vinna sem sveitarforingjar eða aðstoðarsveitarforingjar með skátum á aldrinNýjar handbækur fyrir skáta- um 7 til 18/22 ára og hina fyrir þá sem hafa foringja eru aðalviðfangsefni áhuga á að vinna skátahreyfingunni gagn 3 og 4 skrefs. með því að vinna ýmis stjórnunarstörf innan skátafélags eða á sameiginlegum vettvangi skátsstarfs, t.d. á vegum skátasambands eða

BÍS. Við köllum þessar tvær námsbrautir sveitarforingjaleið og stjórnunarleið. Þau sem velja sveitarforingjaleiðina geta að sjálfsögðu valið sér tiltekið aldursstig til að vinna með, t.d. dreka-, fálka-, drótt-, rekka eða róverskáta.

Sjö skref, tvær leiðir Gilwell-þjálfunin samanstendur af sjö „skrefum“ sem eru mislöng og með ólíkar áherslur. Hluti af þjálfuninni eru sjö námskeið sem þátttakendur þurfa að ljúka - eitt í hverju skrefi. Þau fjalla um ýmislegt sem tengist skátastarfi – hvernig það er undirbúið, framkvæmt og metið svo við getum stöðugt gert betur en áður. Hverju námskeiði fylgja svo verkefni á vettvangi skátastarfs sem tengja vegferðina við næsta skref. Við köllum þetta sjö skref á persónulegri vegferð skátaforingjans. Gert er ráð fyrir að Gilwell-þjálfunin taki 9 til 24 mánuði frá byrjun til enda, eftir aðstæðum hvers og eins. Duglegar Dúfur vinna verkefni um táknræna umgjörð.

9


Í fótspor Drakúla greifa

Fulltrúar BÍS sóttu málþing í Rúmeníu Þær voru ekki frýnilegar, vampírurnar sem söfnuðust saman í Sinaia, Rúmeníu, í lok maí. Þær voru þó með öllu hættulausar, enda var, undir skykkjunum og hvítum andlitsfarða, aðeins að finna skáta úr dagskrár- og fræðsluráðum frá Evrópu allri sem höfðu lagt land undir fót til þess að læra og ræða um hvort skátastarf eigi enn við unga Evrópubúa.

Vinnusmiðjurnar voru gagnvirkar og fyrirlestrarnir mjög áhugaverðir.

BÍS sendi tvo fulltrúa, Ingu Auðbjörgu, fræðslustjóra og Jakob Guðnason, meðlim í dagskrárráði, auk þess að Jón Ingvar Bragason, formaður Dagskrárráðs, sat í undirbúningsteymi viðburðarins. Á viðburðinum voru fjöldinn allur af málstofum í boði, s.s. „Hvernig má meta skátastarf?“, „Trú og andlegar þarfir í skátastarfi“, „Frumkvöðlastarf og atvinnutækifæri“ og „Samræða þvert á kynslóðir“. Eins voru aðrir skemmtilegir og fræðandi dagskrárliðir, svo sem erindi frá João Armando Gonclaves, sem situr í heimsstjórn WOSM, alþjóðakvöld með blóðrauðu þema, skoðunarferð um rúmenskt klaustur og svakaleg vampírukeppni þar sem Inga Auðbjörg og Íslands-

vinurinn Jukka frá Finnlandi fóru með sigur af hólmi. Viðburðurinn var afar gagnlegur og frábært tækifæri til þess að mynda tengsl við skáta sem eru að vinna að umbótum og viðburðum í sínu heimalandi. Fulltrúar BÍS komu heim með þekkingu, hugmyndir og nafnspjöld í farteskinu sem vafalaust á eftir að gagnast íslenskum skátum á komandi árum.

Á málþinginu var vampíruþema, enda var Drakúla greifi frá Rúmeníu. Hér er Jakob Guðnason úr dagskrárráði ásamt Irenu og Katarinu frá Slóveníu, Filip frá Belgíu og hinum rúmenska Andrei.

10


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.