4.tbl. | 2012 Ritstjóri: Inga Auðbjörg | inga@skatar.is
Ábm: Hermann Sigurðsson
Allt að verða tilbúið fyrir stærstu afmælisveislu ársins!
Fimmþúsund skátar koma til Íslands:
World Scout Moot á Íslandi 2017 Nú er unnið hörðum höndum að lokaundirbúningi fyrir Landsmót skáta sem haldið verður dagana 20. - 29. júlí. Íslenskir skátar fagna í ár aldarafmæli skátastarfs á Íslandi en landsmótið verður stærsti einstaki afmælisviðburðurinn. Við bakka Úlfljótsvatns mun rísa nýr þéttbýlisstaður sem verður með þeim stærri á Suðurlandi. Búist er við fjölda gesta í fjölskyldubúðir en þar fær almenningur tækifæri til að kynnast skátastarfinu og upplifa fallega náttúru Úlfljótsvatns. Þá munu þeir rúmlega 600 erlendu skátar frá 18 þjóðlöndum, sem ætla að samfagna með íslenskum skátavinum sínum, setja alþjóðlegan blæ á mótið. Mikill áhugi hefur verið meðal erlendra skáta að koma til Íslands og upplifa skátaævintýrið hérlendis, enda býður íslensk náttúra upp á einstaka möguleika til skátastarfs.
Það eru ekki aðeins íslenskir og erlendir skátar sem ætla að njóta afmælisgleðinnar á Úlfljótsvatni í næstu viku, en einna víst að mikill fjöldi foreldra og annarra áhugasamra muni flykkjast á mótið og gera mótið að sannkallaðri skátaveislu! Heimsóknardagurinn verður svo 28. júlí, en þá eru allir Íslendingar velkomnir í sumarblíðuna við Úlfljótsvatn til þess að kynna sér skátastarf, hitta útlenska skáta og merja mýflugur. Nú eru aðeins örfáir dagar til stefnu og skátar landsins væntanlega búnir að fjárfesta í flugnaneti, stinga tásunum í Tevurnar og setja afmælishattinn á hausinn. Rekkar og starfsmenn munu sameinast við vatnið í kvöld og á sunnudaginn fylgja svo aðrir í fótspor þeirra. Og þá er bara að hefja fjörið!
Meðal efnis í þessu blaði:
-Landsmót skáta 2012 -Námskeið fyrir sumarstarfsfólk -Rekkarokk -Skyndihjálp -Sumarbúðir skáta -Undraland í Ljósafossstöð -Drekaskátamót
1