Skátamál, 3. tbl 2012

Page 1

Ritstjóri: Inga Auðbjörg inga@skatar.is | Ábm: Hermann Sigurðsson 3.tbl. | 2012

Sólbrenndir skátar og sumarnætur Loksins, loksins! Loksins lýkur skólanum og skátarnir hlaupa út í sólina þar sem tjaldbúðin tekur við þeim og lífið verður léttbærara. Íslenski veturinn er langur og býður upp á ýmsar kjöraðstæður fyrir skátastarf. Samt er sumarið hápunktur skátaársins fyrir

marga, enda hægt að stunda skátastarf í dagsljósi allan sólarhringinn. Síðasta sumar fóru fjölmargir íslenskir skátar til Svíþjóðar á heimsmót og sumarið í ár gefur því síðasta ekkert eftir. Fyrstu helgina í júní fyllist

Útilífsmiðstöð skáta af djörfum drekaskátum sem sumir eru að upplifa fyrsta alvöru skátaævintýrið sitt. Vafalaust hlakka margir til að dvelja í Viðey með höfuðborgina rétt handan við sundið, en finnast samt svo órafjarri borgarysnum, enda Landnemamót algjör skátaparadís. Engu minna spennandi er svo Vormót Hraunbúa í Krýsuvík, enda náttúran einstæð og andrúmsloftið yfirfullt af sælu og skátaanda. Nokkrir hugaðir skátar munu svo leggja land undir fót og byggja upp heila róverskátaborg í Finnlandi, ásamt evrópskum skátasystkinum sínum. Góður hópur fólks úr öllum áttum hefur svo hugsað sér að feta ótroðnar slóðir í fyrstu atrennu að nýrri og endurskoðaðri Gilwell-þjálfun. Aðalskátahátíðin er svo óneitanlega Landsmót skáta við Úlfljótsvatn, en þar munu saman koma þúsundir íslenskra og erlendra skáta sem taka höndum saman um að skapa skátasamfélag þar sem ævintýrin eru á hverju strái og töfrastundirnar ófáar.

1


Unga fólkið er nútíðin!

Agora 2012 Í apríl fékk ég tækifæri til að skilja skólabækurnar eftir heima á Íslandi og fara á málþingið Agora, sem er á vegum WOSM og haldið í Kandersteg í Sviss. Hér ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að miðla einhverju sem ég lærði á þessum frábæra viðburði! Flestir hafa heyrt að við unga fólkið séum framtíðin. Á Agora fengum við hins vegar að heyra að við séum nútíðin! Auk þess var þema mótsins „Youth participation: today, not tomorrow“. Það var mikið rætt um rekka- og róverskátadagskrá og hvað er í boði fyrir þennan aldur. Hér kem ég með dæmi úr örstuttu krossaprófi sem við tókum: „Í gegnum róverskátadagskrána: - lærir ungt fólk hvernig á að vera foringi. (2 stig) - getur ungt fólk gert hvað sem það vill. (3 stig) - þroskast ungt fólk í ábyrgðarfulla einstaklinga. (5 stig)“ Sjálf hef ég verið foringi síðastliðin ár og hef bæði gagn og gaman af því og skátafélagið mitt nýtur

góðs af mínum kröftum, svo ég ætla ekki að deila neitt um ágæti foringjastarfa. En rekka- og róverskátar mega ekki gleyma því að sjálfir eru þeir á þátttakendaaldri í skátastarfi og það er heilmargt í boði fyrir þá, (fyrir utan þetta „allt“ sem skátar geta gert!). Hví ekki að skella sér í helgarferð á sólarhringsviðburðinn Gilwell 24 í Gilwell Park, mæta á Rs. Þjófstart, taka þátt í Rs. Göngunni, taka eitt kvöld frá fyrir iScout leikinn, fara á skátamót fyrir skáta eldri en 16 ára einhversstaðar á jörðinni, næla sér í Scouts of the World Award (mjög áhugaverð verðlaun fyrir 16-26 ára), taka þátt í G.A.T. (Global Action Team), láta einhverja flippaða hugmynd verða að veruleika og leyfa sér að hugsa stórt? Athugið hvað erlendu skátavinir ykkar eru að gera, “googlið” og þér munuð finna! 1+1=3 viðburður, við erum nútíðin og rekka- og róverskátar eru snilld! Marta Magnúsdóttir, Grundarfirði

2


7 friðarboðshugmyndir

sem þú mátt nota: •

• •

Hver skáti í félaginu gefur eitt sett af notuðum fötum (alklæðnaður) til fatasöfnunnar Rauða krossins. Flokkurinn gerist heimsforeldri eða eignast SOS-barn, styrkir það mánaðarlega og á samskipti við það. Sveitin heimsækir elliheimili og skemmtir heimilisgestum með skátasöngvum og leikjum. Sveitin heldur áheitakvöld þar sem ákveðið málefni er tekið fyrir (mansal, fátækt, ólæsi, HIV,...) og kynnt, ásamt því að skátarnir safna áheitum með einhverjum ráðum og styrkja verkefni sem reyna að leysa vandamálið sem tekið var fyrir. Sveitin framkvæmir skrílsleiftur á fjölförnum stað sem vekur athygli á ákveðnu málefni sem er vandamál í heiminum (mengun, misskipting auðs og valds, skortur á hreinu drykkjarvatni,...). Sveitin semur og setur upp leikrit sem fjallar um stríð á tilteknu svæði (hvort sem er í fortíðinni eða samtímanum). Sveitin gæti jafnvel samið farsælan endi á leikriti á stríði sem nú stendur yfir. Flokkurinn tínir rusl á afmörkuðu svæði og heldur sýningu þar sem ruslið er sýnt á listrænan hátt (til þess að gera fólki grein fyrir hversu mikið er af því).

Boðberar friðar

“Skildu heiminn eftir örlítið betri stað en þú fannst hann” sagði Baden-Powell. Það er nákvæmlega það sem framtakið Boðberar friðar snýst um! Það snýst um að virkja ungt fólk sem bæði trúir því að það geti breytt heiminum og er tilbúið í að gera eitthvað til þess að sjá það gerast. Hvað er málið í dag með alla þessa friðarumræðu? Við búum á Íslandi og þurfum ekki að hafa áhyggjur af stríðum, hungursneiðum eða öðrum eins hryllingi. Það sem við gerum á daginn skapar ekki ófrið og erum við þá ekki um leið að stuðla að friði? Þegar búið er að drasla til mun það seint lagast með því að gera ekkert í málunum. Það er eitt af því sem

„Friður er ekki áfangastaður

heldur endalaust ferðalag sem við ættum að gera að einstefnu í áttina að betra lífi fyrir okkur öll.“ við skátar viljum fá fólk til að gera; gera sér grein fyrir að heima hjá okkur, á Íslandi og í heiminum öllum þarf að bæta friðinn. Sérðu ekkert sem mætti laga heima á Íslandi? Í daglegri umræðu er talað um einelti, fátækt, mengun og fleira sem á sér stað nálægt okkur öllum. Allt er þetta framkvæmt af fólki. Fólki sem veit ekki betur. Fólk sem kannski heldur að þetta sé eðlilegt. Verkefnið Boðberar friðar hefur það að markmiði sínu að breyta þessu með umræðu, með því að opna augu fólks um hvað mætti gera betur og þannig, í litlum skrefum, gera þennan heim að aðeins betri stað heldur en hann var áður en við komum. Hverjir eru boðberar friðar? Auðvitað geta allir verið boðberar friðar! Nú þegar eru 20 þúsund skátar búnir að lofa því að leggja sitt af mörkum og bætast fleiri í hópinn á hverjum degi. Eðli skátans er að auka friðinn í kringum sig og gera það sem í hans valdi stendur til að breyta rétt,-hverjir eru þá betur til þess fallnir að verða boðberar friðar?

Hvað er í gangi? Í dag eru skátar út um allan heim að gera sitt besta til að bæta heiminn. Hver skáti getur breytt lífi. Í Indónesíu gefur Aditya gömlu fötin sín til heimilislausra barna. Í Súdan hjálpar Adam flóttamönnum að lifa aftur eðlilegu lífi. Í El Salvador notar Cynthia skátastarf til að leiða krakka frá eiturlyfjaklíkum. Þetta eru bara smá brot af hetjuskap sem við heyrum af og á sér stað daglega af frumkvæði skáta sem einn daginn ákváðu að gera það sem þeir gátu til þess að breyta heiminum. Á Íslandi er hægt að vera hetja með því að endurvinna, taka upp hanskann fyrir þá sem verða fyrir einelti, gerast heimsforeldri, bjóða fram aðstoð sína þegar einhver er hjálparþurfi eða leggja alla fordóma til hliðar. Friður er ekki áfangastaður heldur endalaust ferðalag sem við ættum að gera að einstefnu í áttina að betra lífi fyrir okkur öll. Hvað er framundan? “Segðu sögu við varðeld, fáir hlusta. Segðu sögu á netinu og allur heimurinn fær tækifæri til að hlusta” Hugsaðu þér þessa hreyfingu styrkjast margfalt gegnum samfélag skáta á netinu, þar sem þú gætir séð lifandi og áhrifaríka umræðu og sögur af skátum sem nýta þetta samfélag til að segja frá sínum friðarverkum. Staður þar sem skátar hvetja og gefa öðrum skátum innblástur til að breyta heiminum til hins betra. Þetta er það sem er í vændum því í sumar mun WOSM (Heimsbandalag skáta) opna samfélagsvef sem ætlaður er til þess að skapa slíkt samfélag. Þar munu skátar frá öllum heiminum deila sinni reynslu af því hvernig þeir hafa betrumbætt sitt samfélag. Viljir þú fræðast meira um boðbera friðar getur þú slegið inn leitarorðið „Messengers of Peace“ á youtube til að sjá myndbönd, bæði um verkefnið sjálft og hvað skátar hafa nú þegar gert. Messengers of Peace er einnig á facebook. Liljar Már Þorbjörnsson Liljar er í forsvari fyrir verkefnið Boðberar friðar og er ungur talsmaður skátahreyfingarinnar.

3


Tóku strætó í fyrsta skipti!

Dróttskátar þeyttust um bæinn og snöruðu frægt fólk í skátaklúta á Ds. Strætólífi

Snemma morguns, laugardaginn 5. maí, mættu 20 galvaskir dróttskátar úr skátafélögunum Svönum og Kópum í skátaheimili Kópa. Þeir voru komnir til að taka þátt í Ds. Strætólífi, sem er ratleikur þar sem lið ferðast á milli pósta með strætó. Liðin fengu strætómiða, leiðarbók og lista af verkefnum sem þau áttu að klára. Meðal verkefna var að spreyta sig á klifurvegg HSSK, bera sjúkling í sjúkrabörum í kringum Reykjavíkurtjörn og binda hnúta í skátaskálanum á Árbæjarsafni.

Einnig var hægt að leysa ýmis aukaverkefni til að safna fleiri stigum í leiknum og voru þau m.a. að setja skátaklút á styttu, setja skátaklút á fræga manneskju, gera mannlegan pýramída fyrir framan þekkta byggingu og margt fleira. Skátarnir skemmtu sér stórkostlega og voru sumir að taka strætó í fyrsta sinn. Leiknum var síðan slitið eftir grillveislu. Sigurvegarar í ár var liðið Bóbó úr skátafélaginu Kópum.

4


Bono biður að heilsa Það er nóg um að vera hjá skipuleggjendum fáum eitthvað að frétta af kappanum þegar fram líða Friðarþingsins enda margt sem þarf að gera þegar stundir. svo stór ráðstefna á í hlut. Harpa hefur verið bókuð Við eigum von á mjög fjölbreyttum og skemmtiog skátar landsins hafa vafalaust myndskreytt daga- legum hópi sem halda mun erindi á Friðarþinginu. na 12.-14. október í dagbókinni sinni með friðardúfum Þeir fyrirlesarar sem nú þegar eru staðfestir eru um og hjörtum. Við vonumst til að allir skátar landsins taki 14 talsins, þar á meðal má eru: þátt með einum eða öðrum hætti; sem þátttakendur, áheyrendur, sjálfboðaliðar eða skipuleggjendur. • Herdís Egilsdóttir, rithöfundur og fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla Ferðast 5281 kílómetra frá Ramallah til Reykja- • Gunnar Hersveinn, heimspekingur og víkur rithöfundur • Páll Óskar Hjálmtýsson og Bergsteinn Jónsson, Þessa dagana er verið að vinna að því að skipusem munu tala fyrir hönd UniCef leggja friðarbúðir, sem við köllum á ensku “Peace • Amal Tamimi, framkvæmdastýra Jafnréttishúss Camp”, en friðarbúðirnar verða haldnar 7. – 14. októog fyrsti þingmaður Íslands af erlendum uppruna ber og munu leiða saman 16-25 ára ungmenni sem fá • Hendrikka Waage, skartgripahönnuður, frumþar tækifæri til að skiptast á hugmyndum um frið og kvöðull sem mun tala fyrir samtök sín, Children’s vinna friðarverkefni. Þegar hefur verið sótt um styrk Parliament til Evrópu unga fólksins fyrir friðarbúðunum og • Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans fari svo vel að styrkurinn fáist hafa skátaflokkar frá • Katrín Oddsdóttir, héraðsdómslögfræðingur og Palestínu, Georgíu, Lettlandi, Eistlandi, Búlgaríu, fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði. Þýskalandi Austurríki og Danmörku samþykkt að taka þátt. Allar hugmyndir vel þegnar 14 fyrirlesarar staðfestir Á Friðarþinginu verða einnig vinnusmiðjur þar sem skátaaðferðin verður meðal annars kynnt og geta Helst er að frétta af Friðarþinginu að búið er að setja skátar tekið þátt í skemmtilegri dagskrá á laugardegvefsíðu í loftið ásamt Facebook-síðu þingsins. Þar inum. Þess má einnig geta að við höfum verið að eru upplýsingar um þingið sjáft, markmiðin og leiðartengja okkur við aðra friðar- og mannréttindaviðburði ljósið okkar. Einnig er þar að finna drög að dagskrá sem haldnir verða í haust, þar á meðal Spirit of þingsins. Endilega fylgist með á Humanity Forum, Mandela-tónleika samtakanna www.peacething.is 46664 og tendrun á Friðarsúlu Yoko Ono, auk þess www.facebook.com/peacething að við munum halda okkar eigin stórtónleika í Hörpu í Við höfum verið í sambandi við fjölda manns varðandi tengslum við ráðstefnuna. þingið, það er gaman að segja frá því að við höfum Ef þið, kæru skátar, hafið eitthvað til málanna að verið í viðræðum við Bono síðustu vikur. Því miður leggja, endilega hafið samband við Unnstein verður hann upptekinn þegar þingið fer fram en hann Jóhannsson á netfangið fridarthing@skatar.is biður kærlega að heilsa og hver veit nema að við

5


Skátamót í sumar

Þrátt fyrir að flestir skátar landsins séu í óðaönn að pakka niður fyrir landsmót, hekla flugnanetin og smíða flokkskistuna, þá eru öflugir aðilar innan tveggja skátafélaga að undirbúa annars konar mót. Landnemar halda sitt sívinsæla Viðeyjarmót helgina 22.-24. júní og Hraunbúar bjóða skátum landsins á sitt 72. Vormót í Krísuvík, 8.-10. júní. Hitaðu upp fyrir landsmót og skelltu þér á bæði!

Rigninginn innifalin í mótsgjaldinu! Vormót Hraunbúa eru ákaflega ógleymanleg upplifun, -hvernig sem viðrar! Ég man vel þegar foreldrar mínir skildu mig eftir tólf ára gamla í Krýsuvík fyrir Vormót. Sem krakki var ég oft með heimþrá, en á Vormóti hafði ég varla tíma til að kveðja, því ég var of spennt fyrir dagskránni sem ég átti fyrir höndum. Við tóku þrír dagar af nýjum upplifunum. Ég lærði að súrra, þótt klaufinn ég hafi kannski verið hrikalega léleg í því. Ég sólbrann og fékk hálsbólgu í sömu ferðinni, við grúttöpuðum næturleiknum, verandi gelgjuskátarnir sem við vorum og ég lærði að elda undir berum himni. Þegar foreldrar mínir komu að sækja mig var ég drulluskítug, freknótt og skælbrosandi stelpa sem hafði lokið sínu fyrsta Vormóti. Eftir það varð ekki aftur snúið. Vormót er frábær upplifun og hvert mót er ólíkt hinum fyrri. Það er haldið í Krýsuvík, þar sem veðrið er dyntótt og rigningin er innifalin í mótsgjaldinu. Í ár verður 72. Vormót Hraunbúa haldið með vatnasafaríinu sem alltaf slær í gegn, hvernig sem veðrið er, næturleikjum sem aldrei gleymast og auðvitað

Asterix-leikunum síðasta daginn. Vormót er stútfullt af skemmtun og þemað í ár er Eldur, vatn og ævintýr sem er líklega það þema sem passar best við þá reynslu sem Vormót býður upp á. 72. Vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík dagana 8. – 10. júní. Verð fyrir almennan þátttakanda er 4.000 kr., en einnig verða fjölskyldubúðir á svæðinu. Verð í fjölskyldubúðir er 3.000 kr. per tjald (miðast við tvo fullorðna), en svo er 1.000 kr. viðbótargjald fyrir börn sem eru eldri en 10 ára. Skráning er hafin á skatar.is undir viðburðaskráning.

Sjáumst í Krýsuvík! Anna Íris Pétursdóttir Höfundur er Hraunbúi og ungur fréttaritari skátahreyfingarinnar.

6


Drekar, prinsessur og hugrakkir riddarar

Núna í sumar verður Viðeyjarmótið að sjálfsögðu á sínum stað. Það verður haldið helgina 22. – 24. júní og verður því einum degi styttra en síðustu ár. Mótið hefst á föstudegi og verður stútfull og skemmtileg dagskrá alveg fram á sunnudag. Þemað í ár er „Þar sem ævintýrin gerast“ og mun öll umgjörð mótsins einkennast af drekum, prinsessum og hugrökkum riddurum. Í ár munu nýjir og spennandi dagskráliðir líta dagsins ljós en auk þeirra verða hinir föstu og klassísku dagskráliðir á sínum stað. Þar má helst nefna fótboltamót, Flyfox, sólstöðubál, hálandaleika, kvöldvöku, vatns-

bardaga og hið feikivinsæla Bryggjuball. Mótið er opið öllum fálkaskátum og eldri (fæddir 2001 eða fyrr). Skráning fálka- og dróttskáta fer fram í sveitum. Lágmarksfjöldi skáta í sveit er 10 en ef það lágmark næst ekki er það minnsta mál, látið okkur bara vita á videyjarmot@gmail.com. Sveit þarf einnig að hafa sveitarforingja en þeir fá frítt á mótið. Mótsgjaldið fyrir skáta er 4000 kr. Rekka- og róverskátar geta annað hvort skráð sig sem einstaklingar og þá tekið þátt í sérstakri rekkaog róverdagskrá eða skráð sig sem starfsmenn og þá hjálpað okkur ýmist við dagskrár- eða tjaldbúðarstörf. Þátttakendur borga 4000 kr. en starfsmenn borga 1000 kr. Skráning fer fram á heimasíðu mótsins www.videyjarmot.is en þar ættuð þið einnig að geta fundið allar frekari upplýsingar og annað skemmtilegt. Við viljum einnig benda ykkur á glænýja facebooksíðu Viðeyjarmóts en þar getið þið meðal annars skoðað sögu mótsins og rifjað upp gamlar minningar. Slóð síðunnar er: www.facebook.com/videyjarmot.

Saman Hvað ert þú að gera helgina 5.-7. október? Þvo þér um hárið? ...Nú jæja, við hin förum þá bara á Saman! Þetta árið verður Saman fyrir rekkaskáta og dróttskáta auk unglingadeilda björgunarsveitanna. Á dagskrá verða æsispennandi björgunarleikar þar sem þátttakendur takast á við áskoranir á borð við rústabjörgun, flyfox úr 9 metra háum turni, skyndihjálp, reykköfun, refaleit og fleira.

Drótt- og rekkaskátar fá mis krefjandi verkefni í björgunarleikunum auk þess sem rekkaskátum gefst kostur á að taka þátt í háleynilegum dagskrárlið. Það ætti því að vera eitthvað við allra hæfi á Saman. Taktu helgina 5.-7. október frá og búðu þig undir ævintýri, útilíf og skemmtilegan félagsskap.

7


Námskeið í útlöndum fyrir fimmþúsundkall!

Hefur þú áhuga á að fara á námskeið í Evrópu til að bæta þekkingu þína og stuðla að alþjóðlegu samstarfi með ungu fólki? Þátttökugjald á námskeiðum er 5000 kr. og innifalið í því er allur ferðakostnaður og allt uppihald. Meðal annars eru námskeiðin Outdoor brings more! í Hollandi þar sem þátttakendur eru þjálfaðir í að nota útivist sem tæki í starfi sínu, Listen Up! í London, sem er er málstofa um

lýðræðisþátttöku ungs fólks og Spread the fire! á Spáni, þar sem þátttakendur ræða saman um hvernig er hægt að auka sýnileika verkefna á vegum Evrópu unga fólksins. Nánari upplýsingar hvernig sækja á um námskeiðin ásamt lista yfir öll þau námskeið sem Evrópa unga fólksins styrkir Íslendinga til þátttöku á má finna hér: http://www.euf.is/euf/forsida/ namskeid_i_evropu/

Gakktu alla leið á landsmót!

Eða taktu rútuna, hjólaðu eða valhoppaðu. Það er í það minnsta ekkert mál að ganga þúfnaganginn yfir heiðar, fjöll og firnindi í Pelmo gönguskóm! Þeir sem skráðir eru á landsmót fá skóna á aðeins 30.400,-

Verð fyrir landsmótsfara: 30.400,Verð með skátaskírteini: 31.920,Fullt verð: 39.900,-

Fáðu þér smá landsmótssmakk! Þótt flestir myndu vafalaust óska þess að dvelja við Úlfljótsvatn 20.-29. júlí, allan tíman á meðan landsmót varir, er því þó þannig farið að sumir hafa ekki tök á því, enda flestir skátar ómissandi á vinnustaðnum. Fyrir þá sem vilja kíkja á landsmót yfir helgarnar tvær væri ekki úr vegi að smella sér á landsmótssmakkpakka; fjórar nætur (20.-22. og 27.-29. júlí) með mat í mötuneyti: 19.600 kr. Þennan pakka verður að panta og kaupa fyrirfram í gegnum Skátabúðina.


Nýr útilífsskólavefur Nýr vefur útilífsskólanna hefur litið dagsins ljós, enda veraldarvefurinn eitt mikilvægasta markaðstæki nútímans. Hönnun vefjarins er í höndum Baldurs Árnasonar stórskáta og er vefurinn eins konar gátt fyrir öll skátafélög sem starfrækja útilífsskóla á sumrin.

Við hvetjum skátafélögin til þess að beina foreldrum á þennan nýja vef, www.utilifsskoli.is

9


Molar

Gummi Björns og Vigdís Björk leiða vesturfara Guðmundur Björnsson og Vigdís Björk Agnarsdóttir munu verða fararstjórar á World Scout Moot í Canada 2013. Mótið verður haldið 8.-18. ágúst og er ætlað 18-25 ára skátum. Frekari upplýsingar verða birtar síðar, en hægt er að fylgjast með síðu mótsins á www.mootcanada2013.ca Frítt við Fossá Skátar tjalda frítt við Fossá út árið. Hafið það í huga næst þegar þið leitið að áningarstað! Tilboð á fjölskyldubúðarverði Tilboðið hljóðar upp á 20% afslátt af verði ef vikan er keypt fyrirfram í gegnum Skátabúðina. Tilboðið gildir til 5.júní 2012.

10


Undraland -minningar frá Úlfljótsvatni Í tilefni 100 ára afmælis skátastarfs á Íslandi hafa skátar tekið höndum saman við Landsvirkjun um uppsetningu á sýningu í Ljósafossstöð nú í sumar. Landsvirkjun hefur um árabil boðið gestum að njóta margvíslegra listviðburða í Ljósafossstöð og í tilefni þessara tímamóta skátahreyfingarinnar þótti tilvalið að tileinka sýningu þessa sumars skátastarfi. Sýningin verður tileinkuð Úlfljótsvatni og mun bera yfirskriftina „UNDRALAND – minningar frá Úlfljótsvatni”. Sýningunni er ekki ætlað að endurspegla starfsemina í sögulegu ljósi en þess í stað lögð áhersla á að gefa gestum kost á að skyggnast inn í ævintýraheim Úlfljótsvatns og þess fjölbreytta starfs sem þar fer fram. Um sýninguna Viðamesti hluti sýningarinnar verður í formi ljósmyndasýningar þar sem sýndar verða myndir sem endurspegla fjölbreytni starfseminnar. Myndunum verður raðað upp í ákveðin þemu og hverju þeirra fylgir texti með fróðleik. Þau þemu sem unnið er að í dag eru eftirfarandi: 1. Skátamót: Svipmyndir frá skátamótum fyrr og síðar, mótsmerki o.fl. 2. Alþjóðastarf: Svipmyndir frá alþjóðlegum viðburðum á Úlfljótsvatni, s.s. RoverWay, þátttöku erlendra skáta á landsmót, fundir og ráðstefnur með þátttöku erlendra skáta, sjálfboðaliðar o.fl. 3. Foringjaþjálfun: Svipmyndir frá námskeiðum, Gilwell o.fl. 4. Sumarbúðir/Skólabúðir: Svipmyndir frá sumarstarfi í gegnum tíðina og skólabúð unum. 5. Slysavarnarfélagið Landsbjörg: Svipmyndir úr starfi björgunarsveitanna við nám og æf- ingar.

6. Undraland – myndir af ýmsum kennileitum á svæðinu og fallegar náttúrumyndir. 7. Kirkjan: Svipmyndir af kirkjunni, skáta brúðkaupum o.fl. 8. Tjaldstæðið: Svipmyndir af tjaldstæðinu, kynning á þjónustu o.s.frv. 9. Upphafið: Svipmyndir og fróðleikur um tilurð og upphaf skátastarfs á Úlfljótsvatni. 10. Framtíðin: Skyggnst til framtíðar í starfsemi staðarins. Til viðbótar við ljósmyndasýninguna er stefnt að því að sýna muni og minjar sem tengjast starfseminni og sögu staðarins. Sýningartíminn Vonir standa til að sýningin opni laugardaginn 9. júní og verður hún opin alla daga vikunnar frá kl. 10-17 í sumar. Gert er ráð fyrir að sýningin standi til og með 12. ágúst en hugsanlega einhverjar helgar eftir það.

Landsvirkjun mun leggja til starfsfólk til að hluta til að taka á móti gestum meðan á sýningartíma stendur. Skátar munu einnig leggja fram vinnuframlag við gestamóttökuna enda ómetanlegt að fá fylgd skáta sem þekkir til Úlfljótsvatns, það gefur heimsókninni meiri dýpt og aukna upplifun. Ef þú hefur lausa stund í sumar og gætir tekið að þér hluta úr degi eða einhverja daga, ein(n) þíns liðs eða með vinum þínum þá væri það framlag mjög kærkomið og dýrmætt.

11


Endanleg ákvörðun um framkvæmd á þessu verkefni var ekki tekin fyrr en í byrjun maí sem gefur okkur sem stöndum að verkefninu nauman tíma til að gera sýninguna glæsilega úr garði og því þurfum við alla þá hjálp sem við getum fengið. Meðal þess sem við leitum nú eftir er: • • • • • •

Ábendingar, hugmyndir og góð ráð Myndefni sem tengjast þeim þemum sem hér hefur verði lýst Munum og gripum sem tengjast sögu staðarins og starfseminni Sjálfboðaliðum til að vinna að uppsetningu Sjálfboðaliðum til að taka á móti gestum Uppbyggjandi og góða gagnrýni á þær hug myndir sem þegar er verið að vinna að

Framkvæmdanefnd Skip uð hefur verið 3ja manna framkvæmdanefnd um þetta skemmtilega verkefni. Fyrir hönd Landsvirkjunar eru þeir Jón Cleon Sigurðsson, verkefnastjóri á Samskiptasviði og Jóhann Snorri Bjarnason, viðhaldsstjóri Sogsvirkjana og svo Guðmundur Pálsson fyrir hönd skáta. Hafðu samband! Ef þú getur lagt þessu verkefni lið með einum eða öðrum hætti hvet ég þig til að hafa samband fyrr en síðar. Eins og fyrr segir er skammur tími til stefnu, verkefnið viðamikið, markmiðin háleit og við ætlum að sjálfsögðu að gera okkar besta til þess að sómi verði að. Allar nánari upplýsingar gefur Guðmundur Pálsson (gudmundur@skatar.is) 550-9800/696-4063.

Við erum að leita að hnútatöflum og öðrum „skátalegum munum“ til að skreyta sýningarsvæðið og gera skátalega stemmningu. Ef félagið þitt lumar á fallegum hlutum sem mögulegt væri að fá lánaða á sýninguna þá endilega hafið samband sem allra allra fyrst (gudmundur@skatar.is).

12


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.