Skátamál, 3. tbl 2012

Page 1

Ritstjóri: Inga Auðbjörg inga@skatar.is | Ábm: Hermann Sigurðsson 3.tbl. | 2012

Sólbrenndir skátar og sumarnætur Loksins, loksins! Loksins lýkur skólanum og skátarnir hlaupa út í sólina þar sem tjaldbúðin tekur við þeim og lífið verður léttbærara. Íslenski veturinn er langur og býður upp á ýmsar kjöraðstæður fyrir skátastarf. Samt er sumarið hápunktur skátaársins fyrir

marga, enda hægt að stunda skátastarf í dagsljósi allan sólarhringinn. Síðasta sumar fóru fjölmargir íslenskir skátar til Svíþjóðar á heimsmót og sumarið í ár gefur því síðasta ekkert eftir. Fyrstu helgina í júní fyllist

Útilífsmiðstöð skáta af djörfum drekaskátum sem sumir eru að upplifa fyrsta alvöru skátaævintýrið sitt. Vafalaust hlakka margir til að dvelja í Viðey með höfuðborgina rétt handan við sundið, en finnast samt svo órafjarri borgarysnum, enda Landnemamót algjör skátaparadís. Engu minna spennandi er svo Vormót Hraunbúa í Krýsuvík, enda náttúran einstæð og andrúmsloftið yfirfullt af sælu og skátaanda. Nokkrir hugaðir skátar munu svo leggja land undir fót og byggja upp heila róverskátaborg í Finnlandi, ásamt evrópskum skátasystkinum sínum. Góður hópur fólks úr öllum áttum hefur svo hugsað sér að feta ótroðnar slóðir í fyrstu atrennu að nýrri og endurskoðaðri Gilwell-þjálfun. Aðalskátahátíðin er svo óneitanlega Landsmót skáta við Úlfljótsvatn, en þar munu saman koma þúsundir íslenskra og erlendra skáta sem taka höndum saman um að skapa skátasamfélag þar sem ævintýrin eru á hverju strái og töfrastundirnar ófáar.

1


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.