Á R G A N G UR 1 T Ö L UB L A Ð 5 Ræðuklúbbur
JCI Reykjavík - maí 6. júní 2013 Efni í blaðinu Fimmta fréttabréf ársins 1
Maí- magnaður hamingjumánuður
2
Viðtal við senator
3
Myndir
3
Skipurit JCI- International
4
Viðtal við nýliða
4
Framundan hjá JCI Reykjavík
Maí - magnaður hamingjumánuður!! Hamingjan er hér! Anna Jóna, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Auðna Ráðgjöf kom og hélt fyrirlestur um hamingjuna fimmtudagskvöldið 2. maí. Hún fræddi okkur um hamingjuna og sagði okkur frá nokkrum kenningum um hamingju. Ein af þeim kenningum sem hún sagði frá heitir “chick sent me high ee”; en sú kenning segir frá því að þegar viðkomandi hefur mikla hæfileika á einhverju sviði og áskorunin er mikil þá er það í svokölluðu flæði þannig að viðkomandi gleymir tímanum. Eftir að fyrirlestrinum lauk sýndi hún okkur svokallaðan styrkleikaspilastokk sem þátttakendur fengu að spila með. Spilastokkurinn lýsir sér þannig að á hverju spili er einn styrkleiki nefndur. Þátttakendur byrjuðu á að draga 5 spil og áttu síðan að lýsa þeim styrkleikum sem lýstu þeim best. Þetta var vel heppnaður fyrirlestur og vakti styrkleikaspilastokkurinn mikla lukku.
Félagsfundur 28. maí Félagsfundur JCI Reykjavíkur var haldinn 28. maí síðastliðinn. Meðal þess sem þar fór fram var yfirferð yfir dagskrána framundan og liðna viðburði. Þorkell hafði bakað dýrindis köku sem fundarmenn fengu að smakka á í hléinu. Á fundinum var einnig sagt frá ferð nokkurra JCI félaga á EMT í Belgíu. Að lokum var skemmtiatriðið frá grímuballinu (GAP partýinu) sýnt vegna mikillar eftirspurnar. Hellusundshressleiki
„Það að geta lært að breyta
Eitt ljómandi gott mánudagskvöld í maí hittust nokkrir félagar í Hellusundinu til að fara yfir verkefnin framundan og einnig til að vera til staðar fyrir nýja félaga. Sett var upp á vegg það sem er framundan og var hugmyndin sú að hægt væri að vinna fleiri hugmyndir þar en þeir félagar sem mættu misstu sig aðeins í skipulagningu á
neikvæðum
viðburðum og almennum umræðum um JCI - sem var ljómandi gaman og ekkert sérstakt sem ætlað er að
hugsunum í
komi þarna fram. Bara góður grundvöllur til að hittast og vinna að verkefnum eða bara hreinlega spjalla.
jákvæðar er gott verkfæri í dagsins önn“
Fyrirlestur um hugræna atferlismeðferð - "Rule your mind or it will rule you" Lilja Rún Tumadóttir lauk BS í sálfræði hjá HÍ ásamt eins árs námi í HAM. Hún leiddi okkur í gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og kynnti fyrir okkur hvað getur valdið og viðhaldið vandamálum. Við skoðuðum grunnlíkan HAM og meðferðaformin auk þess sem við kíktum í verkfærakistuna. Þetta eru fræði sem hver og einn getur nýtt sér í daglegu lífi, en þó ekki hafi verið farið mjög djúpt í hlutina var þetta gríðarlega áhugavert og góð hvatning til þess að kynna sér málin betur. Það að geta lært að breyta neikvæðum hugsunum í jákvæðar er gott verkfæri í dagsins önn, sama hvort um er að ræða neikvæðar hugsanir gagnvart öðrum eða okkur sjálfum. Það getur reynst mörgum erfitt að greina líðan sína – þú ert kannski eina stundina í geðveikt góðum gír, en svo skyndilega, án sýnilegrar ástæðu, orðinn pirraður og kominn í vont skap. Þetta getur gerst vegna neikvæðna hugsana sem koma upp í kollinum á okkur, en hverfa jafn skjótt aftur eins og elding, svo skjótt að við tökum vart eftir þeim. HAM aðferðin kennir þér að taka eftir þessum hugsunum og greina þær. Hægt er að hafa samband við Lilju Rún í síma 821-9866 eða á póstfangið tumadottir@gmail.com, hvort sem þið viljið panta tíma eða bara heyra í henni og forvitnast aðeins betur um hvernig þetta virkar. Hér er linkur á HAM bók Reykjalundar, en þar er að finna ýmsa fræðslu sem hægt er að láta lesa upphátt fyrir sig, ásamt slökunaræfingum sem gott er að temja sér. http://www.ham.reykjalundur.is "Rule your mind or it will rule you"
BLS 2
JCI REYKJAVÍK
Annað kvöldið hjá ræðuklúbbnum gekk vel. Það mættu um sex manns sem spreyttu sig á viðfangsefni kvöldsins sem var ferðalög. Við fengum að heyra um allt frá berum öxlum á búddahofi til glæsiferðar til New york. Svo var dregið um efni og þar var einnig fjölbreytt dagskrá, allt frá kjarnorkusprengjum til hugtaka eins og "það er vont og það versnar". Næsta kvöld ræðuklúbbsins verður 5. júní og við hvetjum alla til að mæta og hlusta á aðra eða vera með.
Senator mánaðarins – Andrés B. Sigurðsson Fullt nafn? Andrés B. Sigurðsson Hvenær byrjaðir þú í JCI? 1974 – geymi enn dagsetninguna í kollinum, 12.2.1974 – skrifa stundum félögum mínum á þessum degi enn þann dag í dag. Stjörnumerki? Bogmaður Uppáhaldslitur? Blátt. Hvað gerir þú í dag? Framkvæmdastjóri hjá ORMSSON Hvað situr eftir úr reynslu þinni af JCI? „Ekki af því að formlega skólagangan hafi verið léleg, þvert á móti vandað skólakerfi - meðal þess besta í heiminum. Samt vóg hið óformlega nám í JC svona þungt.”
Í raun margt og erfitt að skilgreina reynsluupptök stundum. Reynsla af framkomu, ræðumennsku, fundarstjórnun og almennum mannlegum samskiptum. Telur þú að samfélagið njóti góðs af félagasamtökum líkt og JCI? Af hverju? Án alls vafa vegna þess að þó að tímarnir breytist er alltaf þörf á framlagi frá sjálfboðaliðum í samfélagsverkefni og þjálfun ungs fólks er ekki síður mikilvæg í tækniheimi nútímans. þegar ég ferðaðist sem stjórnarmaður í alþjóðastjórninni sagði ég oft frá reynslu minni af um 10 ára veru í JC með þeim hætti að reynsla mín í JC væri líklega jafn mikilvæg fyrir mig og öll 17 ár formlegrar skólagöngu minnar í mínu heimalandi. Ekki af því að formlega skólagangan hafi verið léleg, þvert á móti vandað skólakerfi - meðal þess besta í heiminum. Samt vóg hið óformlega nám í JC svona þungt. Finnst þér JCI hafa breyst mikið síðan þú byrjaðir í félaginu? Já, miklar breytingar, en samt er grunnhugmyndin sú sama, persónuþjálfun og þróun, svo og samfélagsverkefni. Í umhvefinu er margt svo breytt, miklu meiri menntun en áður, fjölbreyttari valkostir þar og mikil munsturbreyting á fjölskyldulífi og tækifærum til afþreyingar. Ertu með einhverjar ráðleggingar til nýrra JCI í félaga? Að vera áhugasamir og iðnir, sinna verkefnum sínum af skyldurækni og hvetja aðra til þátttöku í samfélagsverkefnum. Svipað og hver einstaklingur þarf að gera til að ná árangri í lífinu sjálfur. Skoraðu á næsta senator JCI Reykjavíkur í viðtal. Segjum Árna Þór Árnason og Ingimar Sigurðsson til vara, hafi þeir ekki komið að þessu áður.
JCI REYKJAVÍK
European Multi Twinning (EMT) Nokkrir félagar í JCI Reykjavík lögðu af stað í leiðangur til Hasselt í Belgíu í byrjun maí þar sem European Multi Twinning (EMT) var haldið. Þema ráðstefnunnar var Be Social or Bye Social. Þarna hittum við vinafélög okkar, en JCI Hasselt hélt Multi Twinning ráðstefnuna í ár. Önnur félög eru JCI Alphen a/d Rijn (í Hollandi), JCI Lappeenranta (í Finnlandi), JCI Fingal (á Írlandi), JCI Mannheim-Ludwigshafen (í Þýskalandi) og JCI Villefranche (í Frakklandi). Það sem mér fannst standa upp úr á ráðstefnunni var home hospitality, súkkulaðigerð og GAP Á fyrsta kvöldinu var svokallað home hospitality, þar sem okkur var boðið í mat til JCI félaga. Við úr JCI Reykjavík fórum ekki öll á sama staðinn þar sem tilgangurinn með þessu er líka að kynnast nýju fólki. Eins og einn orðaði það svo skemmtilega, að “þegar maður kemur á svona viðburði þá er er það eins og að hitta gamla vini sem maður hefur ekki séð í langan tíma”. Á þessum viðburði er hefð fyrir því að gefa gjöf og við gáfum bókina 50 crazy things to do in Iceland og spilastokk eftir Hugleik Dagsson. Við fengum að velja á milli þess að fara í vínsmökkun, bjórsmökkun eða súkkulaðigerð. Við úr JCI Reykjavík völdum öll að fara í súkkulaðigerðina. Við fórum til bæjarins Tongeren og þar var litla súkkulaðibúðin þar sem við bjuggum til okkar eigið konfekt og fengum heitt súkkulaði. Þar var hægt að velja um margar tegundir af heitu súkkulaði. En áður en við fengum að búa til okkar eigið konfekt fræddi súkkulaðimaðurinn okkur um súkkulaði og mismunandi gæði þess. Í GAP partýinu áttu allir að klæðast eftir ákveðnu þema en þemað að þessu sinni voru kvikmyndir. Allir þurftu að vera með einhver skemmtiatriði í partýinu tengdu þessu þema og völdum við úr JCI Reykjavík að klæðast eins og kapparnir í Wayne’s World. Á ráðstefnunni var ákveðið að JCI Reykjavík myndi halda Multi Twinning ráðstefnu næsta árs. Húrra fyrir því!
BLS 3
BLS 4
JCI REYKJAVÍK
Skipuritið- Stjórn JCI Reykjavík International Forseti Elizes Low er forseti JCI Reykjavík International og verkefnisstjóri CYEA (Creative Young Entreprenur Award). Hún byrjaði í JCI árið 2009 í Malasíu og kom til Íslands í september 2012. Þegar hún kom hingað byrjaði hún að því að vinna að því að stofna JCI Reykjavík. Elizes á sér mörg áhugamál en í uppáhaldi eru ljósmyndun, ferðalög og borðtennis. Ritari Davíð Vilmundarson er ritari JCI Reykjavík International. Hann byrjaði í JCI í október 2012 og hefur haft gaman af. Hann ólst upp í London á Englandi og býr núna í Reykjavík. Hann á sér mörg áhugamál en meðal þeirra eru viðskipti. Hann á og rekur nokkur fyrirtæki, allt frá fasteignum til næturklúbba.
Gjaldkeri Tanja er gjaldkeri JCI Reykjavík International og hefur verið félagi síðan í febrúar 2013. Hún er í CYEA nefndinni. Hennar helstu áhugamál eru útivist, náttúra og íslensk tónlist (live). Einnig er hún með bloggið startupwithpurpose.com.
Varaforseti Bjarki Reyr er einn af þremur varaforsetum JCI Reykjavík International. Hann byrjaði í JCI í október 2012. Hann ólst upp í Reykjavík en hefur búið í Noregi og Svíþjóð. Hann er viðskiptaráðgjafi og á sjálfur og rekur nokkur fyrirtæki.
Varaforseti Lilja Ósk Diðriksdóttir er einn af þremur varaforsetum (International Affairs) JCI Reykjavík International. Hún stjórnar íslenskukennslunni fyrir erlent fólk og er í CYEA nefndinni. Hún byrjaði í JCI í febrúar 2013. Hennar helstu áhugamál er að teikna og syngja.
Varaforseti Eugen Ioan Goriac er einn af þremur varaforsetum (Personal development and Community) JCI Reykjavík International. Hann hefur verið í JCI síðan í febrúar 2013. Hann er frá Rúmeníu og kom til Íslands í ágúst árið 2010, þar sem hann fór í doktorsnám í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hans helstu áhugamál eru dáleiðsla, tölvunarfræði, spila á gítar og blanda geði við annað fólk.
JCI REYKJAVÍK
BLS 5
Nýliði mánaðarins Hvað heitirðu og hvað ertu að gera þegar þú ert ekki með JCI félögum? Ég heiti Bjarni Kristjánsson. Ég er að klára BSc í Hátækniverkfræði í vor en síðan eyði ég mest öllum aukatímanum mínum í Mjölni þar sem ég æfi blandaðar bardagalistir. Hvernig myndi mamma þín lýsa þér í tveimur setningum? Hann er mjög einbeittur - þegar hann ákveður eitthvað þá heldur hann sínu striki. Mjög þolinmóður, algerlega laus við meðvirkni og ef eitthvað er þá mætti hann stundum gefa sig meira að fólki því það langar öllum að kynnast honum. Hvað ertu búinn að vera lengi í JCI og hvað var það sem vakti áhuga þinn á félaginu? Ég er búinn að vera JCI félagi í rúman mánuð. Það sem vakti áhuga minn á félaginu var hversu góður grundvöllur þetta væri til að kynnast nýju fólki og styrkja sjálfan sig. Hvert í heiminum langar þig mest til að koma og af hverju? Það er ekki beint einn staður sem heillar mig meira en annar, hef meiri áhuga á ferðalaginu og þeim sem maður kynnist á leiðinni.
“Það er ekki beint einn staður sem heillar mig meira en annar, hef meiri áhuga á ferðalaginu og þeim sem maður kynnist á leiðinni.”
Í hvaða stjörnumerki ertu og finnst þér þú líkjast almennum lýsingum á eiginleikum þess? Ég er vog en hef litla trú á því að staða stjarnanna þegar maður fæddist setji mann í einhvert mót. Hvað finnst þér standa upp úr í JCI starfinu? Ég er kannski ekki alveg búinn að vera nógu lengi í JCI til að dæma hvað stendur uppúr, en fram að þessu er það hversu jákvætt fólk er og hvað það tekur nýjum meðlimum vel. Hvað mætti bæta ? Mættu vera fleiri félagar en mér sýnist það allt vera í vinnslu. Að hverju stefnirðu með þátttöku þinni í JCI félaginu? Ég stefni að því að verða betri ég, hlusta á mömmu og gefa mig meira að fólki. . Framundan hjá JCI Reykjavík- jibbí jei júní ! Júní 6. júní Þriðja kvöld nýlíðanámskeiðs – hvetjum alla félaga til að láta sjá sig og kynnast nýja fólkinu. 7. – 16. júni Viðgerðir á Hellusundinu Allir sem geta varið tíma í þetta flotta verkefni eru beðnir um að skrá sig á tímaplan hjá viðgerðarnefndinni á slóðinni: http://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AvLOQB7U4LfrdE50ejNwT0QzUW9YdzU5VFZrZVgwckE#gid=0 Það er margt sem þarf að gera og er þetta gríðarlega gott tækifæri fyrir alla til þess að Hellusundið geti nýst okkur á betri og hagkvæmari hátt en áður. Júlí Útilega Helgina 12. - 14. júlí verður hin árlega útilega JCI og er það Reykjavíkin sem er að plana hana. Nánari upplýsingar koma síðar. Takið fram tjöldin, dustið af dýnunum og fylgist með á viðburðinum á slóðinni: http://www.facebook.com/events/127311157467571 Aðrir viðburðir framundan Við minnum fólk á að skrá sig á Landsþing, það verður haldið í Stykkishólmi helgina 27. – 29. september. Hér er linkur á allar upplýsingar varðandi þennan magnaða viðburð: https://www.facebook.com/events/459288524152421/