Skýrsla jci reykjavíkur landsþing 2013

Page 1

Skýrsla JCI Reykjavíkur Landsþing 2013 Stykkishólmur

Framsýni, framtakssemi og fagmennska


Inngangur Byrjuðum okkar stjórnarsamstarf á hópefli þar sem farið var í að styrkja stjórnina og sömuleiðis að vinna þær hugmyndir sem áttu að leiða okkur árið 2013 - mótuðum heildarsýn fyrir árið og þetta voru þau kjörorð sem við völdum. Sendum út áhugakönnun í byrjun árs og við fengum nokkur svör sem við notuðum sem viðmið í starfinu. Héldum eitt auka stjórnarhópefli í vor til að hrista hópinn saman, tókum vinnufund, borðuðum og fórum í keilu. Framsýni- fólst í því að móta margar hugmyndir og heildstæða sýn á hvað JCI Reykjavík stendur fyrir. Það hefur að einhverju leyti tekist þó að heildstæð sýn sé á reiki en í grunninn viljum við öflugt félag sem hefur að leiðarljósi að aðstoða félaga í frumkvöðlahugsun og styrkja okkur í því. Hugmyndavinna, fagfyrirlestrar og fleira var nýtt til þess. Framtakssemi- umfram allt vildum við gera hlutina, ekki bara tala og plana. Höfum gert ýmislegt en alltaf má gera betur. Fagmennska- tvennt í því. Skilja eftir gögn sem næsta stjórn gæti byggt á og einnig taka vel á móti nýliðum. Vera formuð. Gagnasafn er orðið talsvert og nýliðar hafa haldist vel í félaginu. Starfið var að nokkru leyti formað, fundir hjá stjórn aðra hverja viku nema yfir sumartímann, regluleg fréttabréf, nefndir og klúbbar stofnaðir til að halda utan um málefni og starf. Félagar hafa verið afar virkir, leiðbeint á nýliðanámskeiðum, tekið þátt í keppnum ræðu- og námskeiðs, í nýinnréttingu Hellusundsins, veislustjórn, kynna á TOYP og margt fleira. Heilt yfir hefur árið einkennst af öflugum félögum, gríðarlegri hugmyndaauðgi og óbilandi trú á framtakssemi. Hér á eftir verður farið yfir námskeið og fimmtudagsfræðslur, innra starf og viðburði.


Námskeið og fimmtudagsfræðslur 

Möst að mingla, fimmtudagsfræðsla 29. október- Eyþór Eðvarðsson frá þekkingarmiðlun kom og fór yfir samskiptafærni með okkur. Fullt var út að dyrum og fékk hann salinn vel með sér.

Hótel Marina býður heim, fimmtudagsfræðsla 6. desember- – kynning á áherslum í markaðsmálum. Guðlaugur Kristmundsson, markaðsmaður hjá Iceland air hótelum sagði okkur frá hugsuninni á bakvið hótelin.

Microbar, fimmtudagsfræðsla 27.desember- fórum á microbar og kynntum okkur úrval íslenskra bjóra.

Ræða 1- Útskrifuðum 11 af Ræðu 1 sem hófst í enda janúar. Stærsti útskriftarhópur í mörg ár. Arna Björk Gunnarsdóttir senator í JCI Esju var aðalleiðbeinandi og tókst þetta vel til í alla staði.

Átta lyklar að árangursríkum tölvupóstsamskiptum, fimmtudagsfræðsla 8. febrúar- Margrét Reynisdóttir höfundur samnefndrar bókar mætti og leiðbeindi um árangursrík tölvupóstssamskipti. Mæting var með góðu móti.

Atvinnuleit 101, fimmtudagsfræðsla 18. apríl- Silja Jóhannesdóttir ráðgjafi hjá Capacent fór yfir ferilskráagerð, kynningarbréf og atvinnuviðtöl. Vel mætt og líflegar umræður.

Hugræn atferlismeðferð, fimmtudagsfræðsla 29. maí- Lilja Rún Tumadóttir kom og fræddi okkur um þær leiðir sem HAM meðferðin býður upp á. Fræðandi og styrkjandi í senn.

Stofnun fyrirtækja og markaðssetning, fimmtudagsfræðsla- Þórdís Jóhannesdóttir Wathne, iðnaðarverkfræðingur, sagði okkur frá fyrirtækjum sem hún hefur komið á laggirnar og hvernig frumkvöðlar koma sínum málum á framfæri. Bara að gera það!


Innra starf 

Kjörfundur JCI Reykjavíkur- 22. Október- Kosin ný stjórn til að leiða árið 2013. Silja Jóhannesdóttir forseti, Auður Steinberg ritar, Einar Örn Gissurarson gjaldkeri, Ingibjörg Magnúsdóttir varaforseti og Kristín Grétarsdóttir varaforseti.

Haldnir hafa verið sex félagsfundir á árinu ef talinn er með aðalfundur sem haldinn var 14. jan þar sem við störtuðum árinu sem grænir froskar að hoppa út í óvissuna. Á öllum félagsfundum hefur einn stjórnarmeðlimur verið í ábyrgð en sett verkefni á félagsmenn. Metnaður hefur verið í veitingum en óvíst hver hlýtur hnossið sem girnilegasti félagsfundurinn.

Eitt helsta markmið JCI Reykjavíkur þetta árið var að fá að halda European multi twinning árið 2014 hér í Reykjavík. Til þess þurfti hóp fólks sem lagði á sig ferðalög og heilmikla vinnu til að sannfæra vinafélög okkar um að við myndum halda flotta ráðstefnu hér á landi. Þetta tókst og nú er nefnd í óða önn að undirbúa þenna flotta viðburð sem verður í enda maí 2014.

Hópefli -3. október- nýliðar hristu saman hópinn á ógleymanlegan hátt. Spurningakeppni og fleira hresst. Margir mættu og gerðu sér glaðan dag saman.

Reykjavíkurhópefli- 18. maí- örfyrirlestur um markmiðasetningu, ofurhetjur og Friends karakterar var meðal þess sem tekið var fyrir á þessu hópefli. Fengum heimagert lasagne í kvöldmatinn og bollakökur merktar JCI í eftirrétt. Stuðið stóð langt frameftir og vissulega má segja að fólkið hafi hrists ágætlega saman.

Stjórnarhópefli allra stjórna- 11. Maí- JCI Reykjavík stóð fyrir hópefli allra stjórna til að vinna að þeim málefnum sem brýnt þykir að vinna í og niðurstöður þessa dags munu verða notaðar til áframhaldandi vinnu. Fyrir utan vinnuna var líka haft gaman og allir borðuðu saman og kvöldið var nýtt til enn betri kynna. Góð mæting og stemmning með ágætum.

Hagnýt Hellusund- tvisvar tók Reykjavík frá kvöld til að vera með opin fyrir Reykjavíkurmeðlimi að vinna að sínum verkefnum og voru þau þokkalega nýtt en þó mætti gera talsvert betur þarna.

Forkeppni fyrir mælskukeppni- 22. Febrúar. Í fyrsta skipti í einhver ár stóð landsstjórn fyrir mælskukeppni og létu Reykjavíkurmeðlimir ekki segja sér það tvisvar. Haldin var forkeppni þar sem þónokkrir Reykjavíkurmeðlimir kepptu um þau tvö sæti sem Reykjavíkin átti í úrslitum. Ingibjörg Magnúsdóttir og Heiða Dögg Jónsdóttir, hlutu hnossið og voru glæsilegir forsvarar Reykjavíkur í úrslitum.

Þrír klúbbar eru starfræktir á vegum JCI Reykjavíkur o o o

Ræðuklúbbur- Þorkell Pétursson stofnaði ræðuklúbb á vormánuðum og hafa verið reglulegir fundir hjá klúbbnum. Spilaklúbbur- hittingar hafa verið þrír á síðastliðnu ári Píluklúbbur- hittist einu sinni í viku


Viðburðir 

JCI átti stórafmæli 10. október og haldin var móttaka á Hótel sögu þar sem fyrsti stofnfundur var haldin

Happy hour og píla- Lebowski- hóað saman í gleði 9. nóvember

Piparkökubakstur- 9. Desember- Reykjavíkurmeðlimir komu saman til að baka fyrir jólin piparkökur og piparkökuhús.

Pub Quiz- 20. apríl stóð JCI Reykjavík fyrir árlegu pub quiz en því miður kom bikarinn ekki í hús Reykjavíkurmeðlima þetta árið en árið 2014 er okkar!

Útilega- aðra helgina tók JCI Reykjavík þátt í að skipuleggja útilegu á Hvammstanga, mæting var með ágætum og flest heppnaðist vel. Mörg rokkstig gengu út en félagar alveg á útopnu í viðlegubúnaði.

Menningarnótt- meðlimur í JCI, Kristín Lúðvíksdóttir var verkefnisstjóri yfir menningarnótt. Vegleg tónlistaratriði og kynning á JCI var með eindæmum vel gert svo og allt utanumhald. Gesti fóru vel yfir hundraðið og mikið líf var í húsinu yfir daginn.

Sumaruppákoma- í júní var kallað í pub quiz og var mikið stuð meðan keppst var um fljótandi vinninga.

Quelf partý- 8. mars tók Kristín Grétarsdóttir sig til og boðaði í Quelf partý. Óhætt er að segja að félagar hafi sýnt hörkutakta og að keppnisskapið og gleðin hafi verið mikil.

Óvissudagur- 10. Ágúst stóð JCI Reykjavík fyrir óvissudegi fyrir alla félaga. Félagar mættu í hrönnum og skipuðu sér í ýmis lið. Búningar voru við hönd og áður en varði voru félagar út um allan bæ framkvæmandi töfrabrögð, sleikjandi rúður, naglalakkandi ókunnuga og með væga kynlífsfræðslu á hornum borgarinnar.

Kosningavaka- JCI Reykjavík og International stóðu fyrir kosningavöku í alþingiskosningum 27. apríl. Höfum ekki fleiri orð um það hér.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.