Á R G A N G UR 1 T Ö L UB L A Ð 1
JCI Reykjavík- janúar 3. feb. 2013
Fyrsta fréttabréf ársins! Kæru félagar, til hamingju með að nú sé kominn annar mánuður ársins 2013. Komu þess mánaðar fylgir fyrsta fréttabréf þessa árs og er stefnt að því að
Efni í blaðinu
gefa út eitt slíkt í hverjum mánuði. Fréttabréfið í janúar er óvenjustórt þar sem verið er að kynna ýmislegt til leiks og að mörgu er að hyggja. Vonandi hafið
1
Fyrsta fréttabréf ársins
þið bæði gagn og gaman af þessu fréttabréfi og ábendingar um efni eru vel
1
Janúar veginn og metinn
þegnar.
2
Viðtal við senator
2
Atburðir hjá JCI Rvík- feb
3
Stjórn JCI Rvík 2013
4
Viðtal við nýliða
5
Kynning á verkefnum og nefndum
6
Atburðir hjá JCI Ísland
Janúar veginn og metinnekki fundin léttvægur Janúar sem í minningunni er oft upp undir ár að líða tók upp á því þetta árið að byrja á tvöföldum hraða og áður en vitað var af, voru aðalfundir á döfinni og keyra átti starfið í gang. Við hjá JCI Reykjavík héldum okkar aðalfund 14. Janúar undir merkjum grænna froska sem táknuðu að við hoppum spennt en svolítið græn inn í nýtt ár. Aðalfundurinn fór fram í Hellusundi, það var vel mætt og margt rætt sem kom að því verkum sem er framundan hjá félaginu.
Við höfum haldið tvo stjórnarfundi á árinu og skipað hefur verið í þrjár nefndir.
„Við hjá JCI Reykjavík héldum okkar aðalfund 14. Janúar undir merkjum grænna froska sem táknuðu að við hoppum spennt en svolítið græn inn í nýtt ár.“
Fréttabréfsnefnd sem stefnir að útgáfu fréttabréfs einu sinni í mánuði þar sem farið er yfir helstu viðburði og fleira áhugavert. Hópeflis- og viðburðanefnd hefur líka verið sett á laggirnar og hélt sinn fyrsta fund 28. Janúar og er farin af stað. Einnig er búið að stofna fjáröflunarnefnd og mun hún koma saman snemma í febrúar til að leggja línurnar fyrir árið.
Ræða 1 fór af stað 30. Janúar og er skipulögð í þetta skiptið af JCI Reykjavík en með dyggum stuðningi leiðbeinenda úr öðrum félögum. Arna Björk Gunnarsdóttir sem er búin að vera í JCI í mörg ár og hefur haldið fyrirlestra og erindi bæði hérlendis og erlendis mun vera aðalþjálfari og Sigurður Sigurðsson og Viktor Ómarsson munu verða henni til halds og traust. Þannig er búið að raða upp afbragðsþjálfurum sem gera námskeiðið að því sem það mun verða- úrvalsgott. Ræða 1 er samtals sex kvöld og er síðasta kvöldið ræðukeppni sem allir eru velkomnir á.
BLS 2
JCI REYKJAVÍK
Viðtal við senator- Hulda Sigfúsdóttir Hulda Sigfúsdóttir hefur verið öflugur senator í JCI Reykjavík. Hún hefur meðal annars séð um bókhaldsstörfin fyrir JCI Ísland og er alltaf til í að aðstoða þegar þess þarf. Auk þess hefur hún unnið verðlaunin senator ársins í nokkur ár og vann þau verðlaun fyrir árið 2012.
Fullt nafn? Hulda Sigfúsdóttir Hvenær byrjaðir þú í JCI? Var líf fyrir JCI? Byrjaði að starfa í janúar 1997 og gekk formlega inn í JCI Breiðholt 10. maí sama ár. Man ekki alveg hvenær ég flutti mig yfir í JCI
„Gríptu öll tækifæri sem gefast. Það er ekkert víst að þau komi aftur“
Reykjavík, líklega árið 2000 en Kalli getur kannski flett því upp. Stjörnumerki? Hrútur Uppáhaldslitur? Bleikur Hvað gerir þú í dag? Rek bókhaldsþjónustu Finnst þér JCI hafa breyst mikið síðan þú byrjaðir í félaginu? Það hafa orðið mjög miklar breytingar á JCI frá 1997. Tölvuvæðingin var rétt að byrja og vinnubrögðin voru allt önnur. Alls kyns skýrslur, pappirar og vinnubækur sem sjást ekki í dag. Ertu með einhverjar ráðleggingar til nýrra JCI í félaga? Gríptu öll tækifæri sem gefast. Það er ekkert víst að þau komi aftur. Skoraðu á næsta einstakling í viðtal.. Ég skora á Þorstein Fr. Sigurðsson senator að svara næst.
Atburðir í febrúar hjá JCI Reykjavík
-Últramegaspilakvöld 5. febrúar
-Fimmtudagsfræðsla 7. Febrúar – Árangursrík tölvupóstsamskiptihttps://www.facebook.com/events/436078939794322/
-Hópefli 16. febrúar- taka daginn frá!!
Undankeppni JCI Reykjavíkur f. Mælskukeppni JCI Íslands- nánar auglýst síðar
Hluti af hópefli JCI Reykjavíkur 2012. Hér er hópur að framkvæma hluta af myndamaraþoni.
JCI REYKJAVÍK
BLS 3
Stjórn JCI Reykjavík 2013 Smá mannabreytingar hafa átt sér stað, einn varaforseti hætti áður en starfstímabilið hófst og því miður þurfti Helgi Laxdal, sem einnig var varaforseti, að segja af sér í stjórn þar sem hann er búinn að taka að sér að leiða samtökin 0% á Íslandi. Í staðinn kom Kristín Grétarsdóttir sem varaforseti og því er stjórnin skipuð fimm afar frambærilegum einstaklingum.
Fyrsta til leiks eru kynntir varaforsetarnir en það eru þær Kristín Grétarsdóttir og Ingibjörg Magnúsdóttir. Margir þekkja Kristínu þar sem hún hefur verið starfandi í JCI í nokkur ár og sat í stjórn félagsins árið 2012 sem ritari. Hún er þrælvön svona stjórnarsetu og á milli þess sem hún leysir fyrir okkur
Stjórn JCI Reykjavíkur 2013
tæknivandmál bakar hún bollakökur og hannar borðspil. Hún vílar fátt fyrir sér og er nú þegar búin með master í fjármálahagfræði og eitt ár í tölvunarfræði. Í dag vinnur hún við bókhald hjá Ístak og er að gera góða hluti þar þrátt fyrir að þurfa að vera í sveitinni á vinnutíma.
Ingibjörg kom sterk inn á síðastliðnu hausti og tók strax vel í það að taka að sér hlutverk í stjórn. Ingibjörg mætir á fundi allajafna með talstöð á kantinum því hún er á bakvöktum hjá Rauða krossinum og hefur verið kölluð út í alls kyns aðstæður til að hlúa að fólki og veita aðstoð. Þegar hún er ekki á bakvöktum er hún í skólanum, að ala upp dóttur sína eða keppa að því að verða alheimsmeistari í pílu. Hún er að stúdera list og gerir það í Iðnskólanum í Hafnarfirði.
Næstur til leiks er Einar Örn Gissurarson en hann er starfandi gjaldkeri félagsins. Hann hefur einnig líkt og Kristín verið í félaginu í nokkur ár og starfaði í síðustu stjórn sem varaforseti. Hann er að nema tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og vinnur einnig í stoðþjónustu við starfsmenn skólans við úrlausn tæknilegra vandamála. Hann fer allra sinna ferða á hjóli eða strætó og leggur þannig sitt af mörkum í baráttunni við mengunina.
Auður Steinberg er ritari félagsins og kemur inn sem nýr meðlimur. Hún hefur þó verið í JCI Reykjavík í hátt í tvö ár og var meðal annars verkefnisstjóri síðasta landsþings. Það fer ekki mikið fyrir Auði fyrr en hún þarf að skipuleggja eitthvað og gerir hún það þá eins og vindurinn nema með mikla nákvæmni að leiðarljósi. Hún kláraði einmitt viðburðastjórnun á Hólum og nýtir sér þá kunnáttu inn í JCI vinnuna. Í dag vinnur hún hjá Skattmann og keyrir um á Skattmóbíl. Kannski ekki alveg en nánast, hún er líka afar dugleg að baka og hlökkum við mikið til í stjórninni þegar hún fer að nota okkur í prufukeyrslur fyrir kökur og bakkelsi almennt.
Forseti félagsins er Silja. Silja er búin að vera í félaginu í eitt ár og er talsvert gamall hundur þegar kemur að félagsstörfum. Hún kláraði stjórnamálafræði á sínum tíma og hennar helstu störf í gegnum tíðina hafa verið kennsla, skrifstofustörf og núna er hún starfandi ráðgjafi í ráðningum hjá Capacent. Silja reynir yfirleitt að taka þátt í öllu hvar sem hún er og jafnframt að stjórna því þá helst. Hefur verið í Röskvu, félagi stjórnmálafræðinga og öllum þeim starfsmannafélögum sem hún hefur fengið aðgang að.
Þetta fólk allt saman mun leiða félagið á árinu 2013 og vonandi mun það ganga vonum framar. Tilhlökkun er mikil í hópnum og orkan talsverð. Þau hlakka mikið til að takast á við árið og að sjá ykkur sem allra flest á öllum viðburðum!! Over and out.
Framsýni, framtakssemi og fagmennska eru F-in þrjú sem verða höfð að leiðarljósi árið 2013
BLS 4
JCI REYKJAVÍK
Nýliði mánaðarins- Þorkell Pétursson Þorkell Pétursson er nýliði mánaðarins í JCI Reykjavík. Því fylgir enginn bikar en þess þá heldur fín kynning í fréttabréfinu og gleðin yfir því að vera í jafn frábæru félagi. Þorkell kom sterkur inn, afar áhugasamur og hefur tekið að sér hlutverk í markaðsteymi JCI Íslands. Hann er hress og til í hlutina, hann vinnur hjá Fjársýslu ríkisins en finnst skemmtilegast í öllum heiminum að spila golf og ferðast, helst bæði í einu. Við báðum Þorkel að svara nokkrum spurningum, hann varð vel við þeirri beiðni og hér kemur viðtalið við hann.
1.
Hvað heitirðu og hvað gerirðu þegar þú ert ekki með JCI félögum? Þorkell Pétursson. Sérfræðingur í rafrænum viðskiptaskjölum og ferlum.
2.
Hvernig myndi mamma þín lýsa þér í tveimur setningum? Yndislegur og traustur
3.
Hvað ertu búinn að vera lengi í JCI og hvað var það sem vakti áhuga þinn varðandi félagið? Spurning um að setja þetta inn í dögum svo talan yrði hærri. Búinn að vera síðan í október 2012.
4.
Ef þú ynnir tíu milljónir í lottói, hvað væri það fyrsta sem þú myndir gera? Færi heimsreisu. Svo mörg lönd til að sjá og upplifa.
5.
Ef þú værir dýr hvaða dýr værirðu og af hverju? Mörgæs. Þær eru frábærar, geta hoppað á magann rennt sér og þrátt fyrir það eru þær alltaf í sparifötunum.
6.
Hvað finnst þér standa upp úr starfi JCI? Hvað fólk er tilbúið að takast á við öllum mál, það lætur verkin tala.
7.
Hvað mætti bæta? Það vantar betri rauðvínsbar í Hellusundinu.
8.
Að hverju stefnirðu með þátttöku þinni í JCI félaginu? Að upplifa eitthvað nýtt, kynnast frábæru fólki og láta gott af mér leiða.
Greinilegt að þarna er á ferðinni félagi sem á framtíðina fyrir sér og það er þess virði að taka fram að ein af ástæðum þess að Þorkell tók að sér setu í markaðsteyminu er að hann hefur talsvert prófað sig áfram á grafísk forrit og getur þannig nýtt kunnáttuna í bæklingaog dreifimiðagerð ásamt eflaust fleiru. Þökkum Þorkeli svörin og óskum honum góðs gengis í JCI og lífinu almennt.
Heilræði Ekki forðast ákvarðanatökur, taktu ákvörðun og haltu áfram. Kannski þarf að taka aðra ákvörðun mjög fljótt aftur en það þýðir ekki að sú fyrri var röng, einungis að seinni ákvörðunin byggðist á meiri upplýsingum.
Þorkell með einum af golffélögum sínum á ferðalagi.
JCI REYKJAVÍK
BLS 5
Verkefni og nefndir Smá yfirlit um verkefni og nefndir á árinu. Alltaf er pláss fyrir fleiri nefndir og verkefni og komi þau til mun það verða kynnt í næstu fréttabréfum.
Ég mun stýra verkfni sem mun snúa að því að búa til lífsleikniefni fyrir framhaldsskólanemendur á síðasta ári. Efnið mun taka á hagnýtum upplýsingum fyrir lífið almennt og að hverju þarf að huga þegar komið er út á vinnumarkaðinn í fyrsta skipti. Ég man sjálf að ég vissi ekki muninn á stéttarfélagi, verkalýðsfélagi og lífeyrissjóði. Hvað þá að ég skyldi því svona mikill peningur væri að fara í þetta. Ég áttaði mig ekki á því hvernig skattar voru uppbyggðir né hvaðan atvinnuleysisbætur komu frá. Þetta getur verið þurrt efni og því er áskorunin fólgin í því að gera það nógu áhugavert svo að eitthvað festist hjá nemendum og helst gera efnið þannig að það geti fylgt þeim eftir skóla. Ég er að leita að fólki til að vinna þetta með mér og endilega hafið samband við mig á silja@jci.is eða á facebook síðunni minn.
Ingibjörg og Auður stýra nefnd sem mun taka að sér að sjá um hópefli og viðburði á vegum JCI Reykjavíkur. Hlutverk þeirra nefndar er ekki endilega að framkvæma allt í kringum alla viðburði en að sjá til þess að það sé fólk í því og að það gangi allt. Ef þú félagi hefur hugmynd að viðburði eða langar einfaldlega að taka þátt í skipulagningu þeirra þá endilega setjið ykkur í samband við þær stöllur í gegnum facebook eða sendið póst á xxx
Eyjólfur Árnason mun ásamt fleirum stjórna fjáröflunarnefnd sem líkt og nafnið bendir til mun halda utan um fjáraflanir, koma með hugmyndir og framkvæma. Einnig munu styrkjaumleitanir fara í gegnum þessa nefnd. Áhugasamir eru hvattir til að setja sig í samband við Eyjólf á netfangið eyjolfur.arnason@gmail.com. Við ætlum okkur að vera sterk í fjáröflunum þetta árið og þiggjum allar hugmyndir og aukahendur í það verkefni. Fyrsti fundur mun fara fram í fyrr hluta febrúar.
Að lokum stýri ég nefnd sem sér um að gefa út fréttabréf í hverjum mánuði. Með mér í nefndinni eru Kristín Grétars og Ásgeir Sigurðsson. Ég hvet alla þá sem hafa gaman af að skrifa eða teikna eða hreinlega hafa góðar hugmyndir fyrir fréttabréfið að gefa sig fram og taka þátt. Þetta sem þú ert að lesa er afrakstur fyrsta samstarfs nefndarinnar.
Eins og sagði í upphafi er pláss fyrir fleiri nefndir og þið félagar eruð hvött til að stíga fram og segja frá hugmyndum, það er hægt bæði með því að senda okkur póst sem erum í stjórn eða hafa samband á facebook eða hreinlega hringja í okkur. Tengslaupplýsingar er að finna á heimasíðunni jcireykjavik.is.
Ást og kærleikur að eilífu, Silja forseti.
Fleiri myndir frá hópefli 2012. Verið að púsla liði saman og svo eru vinningshafar úr myndamaraþoninu.
BLS 6
JCI REYKJAVÍK
Framundan hjá JCI Ísland Nýliðunarnámskeið
Mælskukeppnin
Næsta nýliðunarnámskeið hefst þriðjudaginn 12. febrúar
Mælskukeppni Einstaklinga er krefjandi keppni í mælsku og
og það vantar leiðbeinendur til að leiðbeina á þessum
ræðumennsku. Ræðurnar sem keppendur útbúa eru 5 - 7 mínútur
fjórum kvöldum.
að lengd en ef ræðurnar eru styttri eða lengri þá dæmast
Hafir þú áhuga, félagi góður, á að nýta þér það tækifæri
keppendur sjálfkrafa úr leik. Ræðurnar geta bæði verið á íslensku og
og leiðbeina á næsta nýliðunarnámskeiði, vinsamlegast
ensku. Umræðuefnið eru kjörorð heimsforseta "Dear to Act" á ensku
sendu tölvupóst á gretarsdottir.kristin@gmail.com
eða "Taktu af skarið" á íslensku. Skráningarfrestur til þátttöku er þremur vikum fyrir keppni sem gefur þátttökundum nægjanlegt rúm til að æfa sig. Þremur vikum fyrir keppni verður síðan haldið stutt undirbúningsnámskeið þar sem keppendum eru gefin góð ráð hvernig á að æfa sig fyrir svona keppnir, gerðar verða léttar æfingar, reglur kynntar og sagt frá hvernig dómarar dæma.
Kær kveðja, Nýliðun og ný aðildarfélög – Teymið PS. Þetta námskeið er á íslensku og upplýsingar má finna
Helstu dagssetningar:
hér,
23. Febrúar, Laugardagur - Síðasti skráningardagur til þátttöku í keppni
https://www.facebook.com/events/368530379911215/?fr
ef=ts
23. Febrúar, Laugardagur - Undirbúningskeppni frá klukkan 14 - 18
16. Mars, Laugardagur - Mælskukeppni Einstaklinga frá klukkan 14 - 18
Skráningar í keppnina skulu berast stjórnum aðildarfélaga. Aðrir viðburðir -Operations - Business seminar 8. febrúar klukkan 19.30 til 21.00 í Hellusundi, https://www.facebook.com/events/195002513965255/?fref= ts
-Framadagar 6. febrúar í HR á milli klukkan 11.00 til 16.00, hvetjum JCI félaga að mæta og vera í básnum í einhvern tíma. https://www.facebook.com/framadagar?fref=ts
GULLKORN JANÚARMÁNAÐAR
-Þorrablót JCI Esju 9. febrúar klukkan 19.00 Skráning á
Aldrei efast um getu fárra einstaklinga sem láta sér
heimasíðu JCI Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning
annt um samfélagið til að breyta heiminum. Í raun
114-26-50069 kt: 500691-1239. Gott er að hafa í skýringu
hefur ekkert annað gert það - Margret Mead,
"þorrablót" og staðfestingar-email á esja@jci.is,
bandarískur mannfræðingur
https://www.facebook.com/events/274467669346815/?fref= ts
-Ljósmyndanámskeið 28. febrúar og 7. mars skráning á gudbjorg@gudbjorg.is