Fréttabréf apríl

Page 1

Á R G A N G UR 1 T Ö L UB L A Ð 4

JCI Reykjavík- apríl 4. maí 2013

Apríl- afar viðburðaríkur og skemmtilegur Pub Quiz Laugardagskvöldið 20. apríl var haldið hið árlega Pub Quiz í annað skiptið. Vel var mætt og salurinn smekkfullur af fólki sem hélt sig vera gáfaðast í heimi. Farið var í gegnum þrjár lotur

Efni í blaðinu Fjórða fréttabréf ársins 1

Apríl- afar viðburðaríkur og skemmtilegur

af spurningum héðan og þaðan, Á milli lota var svo heitur stóll þar sem nokkrir voru grillaðir í vissum flokki. Flokkarnir voru Júróvisjón, Johnny Depp og börn. Lindin vann allar umferðirnar og sendi þrjá liðsfélaga í heitan stól og vann sér inn ógrynni af fljótandi veigum. Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn! Esjan vann árið 2012, Lindin þetta árið en hverjir verða Pub Qiuz meistarar árið 2014? Kemur í ljós á vormánuðum á næsta ári. Takk fyrir komuna fallega fólk. Hlakka til að sjá ykkur að ári.

2

Viðtal við senator

3

Myndir

3

Skipurit JCI- Lind

pontunni á milli sín og fyrr var ekki önnur sest þegar hin skaust upp til að kynna viðburði og

4

Viðtal við nýliða

segja frá mikilvægum afrekum. Farið var í leik og langræki fílsins skoðuð. Einnig voru á

4

Framundan hjá JCI Reykjavík

Félagsfundur 23 april Hraðari félagsfundur hefur varla verið haldinn í Hellusundi þar sem að Ingibjörg og Silja skiptu

boðstólnum dýrindis kræsingar en mikill metnaður er varðandi framboð á veigum á félagsfundum og smá rígur á milli þeirra sem skipuleggja. Í þetta skiptið voru vöfflur og með því sem smökkuðust afar vel.

Apríl var líflegur og nóg að gera. Margir félagar sátu fastir við skólaborð en hinir gerðu sitt allra besta til að gera þeim lífið leitt með allskyns gylliboðum um skemmtilega viðburði.

Atvinnuleit 101 Fimmtudagskvöldið 18. apríl var Silja með fyrirlesturinn Atvinnuleit 101. Silja er ráðgjafi við ráðningar hjá Capacent og fór yfir gerð ferilskráa, kynningarbréfa og uppbyggingu á atvinnuviðtali ásamt ýmsum nytsamlegum almennum upplýsingum. Umræður voru líflegar og mörgum flötum velt upp hvað varðar atvinnuleit. Um 12 manns mættu og nýttu sér tækifærið. Kosningavaka Reykjavíkin ásamt International skellti í eitt stykku kosningavöku vegna alþingiskosninga 27.apríl. Þetta gerðist heldur óvænt og samdægus. Hulda senator mætti meðal annars með kosningamuffins sem voru í litum eftir stjórnmálaflokkum. Spilað var Partý og co meðan tölurnar rúlluðu inn. Nokkur veðmál voru í gangi um hvernig úrslitin yrðu, Þar á meðal vann landsforsetinn okkar veðmál við kærustuna sína og fékk að launum sunnudagsmorgunverð í rúmið. Stofnfundur Ræðuklúbbsins Þann 30 apríl var formlega stofnaður Ræðuklúbbur JCI, forsprakki hópsins er hann Þorkell okkar. Markmiðið er að komast yfir hræðsluna við pontuna og æfa okkur í ræðumennsku. Bæði verða fyrirfram ákveðin umræðuefni og skyndiáskoranir. Þessi hópur mun hittast reglulega, fylgist vel með á facebook. Vel var mætt á stofnfundinn og voru ýmis málefni tekin fyrir s.s. nautat framsóknarmanna, þríhyrningur vs. hringur og d-dúr stjórnmálanna. Gríðargóður vettvangur til að venjast því að koma upp og tala.


BLS 2

JCI REYKJAVÍK

Senator mánaðarins – Marta Sigrún Sigurðardóttir „-það sem JCI hefur fram yfir, er að maður fær tækifæri til að þjálfa sig og nota lærdóminn í starfinu...“learning by doing““

Lára B. Pétursdóttr var síðast senator mánaðarins og benti hún á Mörtu Sigrúnu Sigurðardóttur sem á árum áður var afar öflugur félagi JCI Reykjavíkur. Hún er í dag leikskólastjóri og er sannfærð um gildi JCI hreyfingarinnar í samfélaginu. Marta hefur þetta að segja: Fullt nafn? Marta Sigrún Sigurðardóttir Hvenær byrjaðir þú í JCI? Haustið 1978 Stjörnumerki? Ljón Uppáhaldslitur? Blár (kóngablár) Hvað gerir þú í dag? Ég starfa sem leikskólastjóri Hvað situr eftir úr reynslu þinni af JCI? Ég var svo lánsöm að vera félagsmaður þegar hreyfingin var í mikilli uppbyggingu og því var mikið framboð af námskeiðum, fjölbreyttum verkefnum, tækifæri til að leiðbeina seinna meir, að maður nú tali ekki um öll stjórnarstörfin á öllum stigum. Allt þetta var mikill lærdómur og mér finnst reynslan og þekkingin nýtast mér nánast á hverjum degi í vinnunni og lífinu, þetta jafnaðist á við nokkurra ára nám í skóla. Þá er ónefnd vináttan sem myndaðist við félaga sem er enn til staðar . Telur þú að samfélagið njóti góðs af félagasamtökum líkt og JCI? Af hverju? Já samfélagið nýtur tvímælalaust góðs á tvennan hátt. Annars vegar vegna þeirra verkefna sem félagarnir vinna, með kennslu og leiðsögn til annarra, þjálfun félagsmanna í ýmsum félagsstörfum sem kemur þeim til góða í þeirra eigin lífi og starfi. Hins vegar þegar félagarnir nýta reynslu sína og þekkingu með þátttöku í annarri félagsstarfsemi s.s. íþróttafélögum, alls konar góðgerðarfélögum og stjórnmálum. Finnst þér JCI hafa breyst mikið síðan þú byrjaðir í félaginu? Þar sem það er nokkuð langt síðan ég var virkur félagi og hef ekki fylgst nægilega vel með er ég ekki með allar breytingar á hreinu, ég fór á fund fyrir nokkrum árum og áttaði mig á að ný tækni hefur haft í för með sér breytingar og tækifæri. En grunngildin eru enn til staðar og mér sýnist að þau séu útfærð miðað við samfélagið eins og það er núna. Ertu með einhverjar ráðleggingar til nýrra JCI í félaga? Nýta sér tækifærin, sækja sér þekkingu og einnig nýta tímann til að þjálfa sig innan hreyfingarinnar í virku starfi. Það er hægt að kaupa sér námskeið í ræðumennsku, verkefnastjórnun ofl. En það sem JCI hefur fram yfir, er að maður fær tækifæri til að þjálfa sig og nota lærdóminn í starfinu , „learning by doing“ eins og Dewy sagði. Skoraðu á næsta senator JCI Reykjavíkur í viðtal. Andrés B. Sigurðsson

Myndasaga!


JCI REYKJAVÍK

BLS 3

Myndir frá Pub Quiz spurningarkeppninni 18. apríl

Skipuritið- Stjórn Lindarinnar Þórey Rúnarsdóttir er forseti Lindarinnar. Í fyrra var hún ritari Lindarinnar en tók svo óvænt við sem forseti Lindarinnar sama ár. Þórey er ofurklár á tölvur og mjög tæknilega sinnuð. Hún hefur verið dugleg að koma með ný námskeið og fyrirlestra innan JCI hreyfingarinnar. Hún vann í ár hjá Expectus við Business Intelligence.

Jón Andri Guðjónsson (a.k.a. Nonni) er ritari Lindarinnar. Hann fékk viðurkenningu sem félagi ársins 2012 hjá JCI Lind. Hann er íþróttafræðingur að mennt og hefur einnig tekið eitt ár í hjúkrunarfræði. Hann er í markaðsteymi JCI og TOYP nefndinni. Áhugamál eru hreyfing, íþróttir, tónlist og hafa gaman. Ég er búinn að vera í JCI síðan í jan 2012. Þess má geta að Nonni getur hlaupið mjög langt og finnst gaman að spila fótbolta.

Már Karlsson er gjaldkeri Lindarinnar. Már byrjaði í JCI í september í fyrra og er núna gjaldkeri JCI Lindar. Er tölvunarfræðingur að mennt og starfar sem slíkur hjá Marel, hefur voða gaman af allskonar námskeiðum eins og svo margir JCIarar, framundan er m.a. matreiðslunámskeið! Már hefur voða gaman af því að spila fótbolta, hlaupa og síðast en ekki síst ferðalögum, eitthvað sem hann vonast til að gera meira af með hækkandi aldri.

Sigurður Svavarsson er varaforseti Lindarinnar. Siggi er búinn að vera í JCI í heila 8 mánuði. Þetta árið er hann annar af tveimur mjög færum varaforsetum Lindarinnar, auk þess að vera í TOYP nefndinni. Þegar hann er ekki í Hellusundi vinnur hann hjá Skipti hf sem innkaupasérfræðingur og hefur gert í rúm fimm ár. Annars er Siggi mikill áhugamaður um íþróttir og þá sérstaklega fótbolta og er harður KR-ingur og Poolari. Auk þess er hann klettur í vörn Grænu Bumbunnar í Gulldeildinni á sumrin. Önnur áhugamál eru stangveiðar, ferðalög og almenn fíflalæti.

Erna Líf er varaforseti Lindarinnar. Erna Líf fékk viðurkenningu sem nýliði ársins fyrir árið 2012 hjá JCI Lind. Hún er búin að vera í um það bil ár í JCI hreyfingunni. Erna Líf er ofurhress og hún elskar allt sem við kemur leiklist. Hún var í markaðsteyminu á síðasta ári og sá þar mikið um hvers kyns kvikmyndatöku og myndabandagerð. Hún stefnir erlendis í leiklistarnám og er afar efnileg sem slík. Hún er forkur í ræðukeppnum og er afar gaman að sjá hana í pontu.


BLS 4

JCI REYKJAVÍK

Nýliði mánaðarins Hvað heitirðu og hvað ertu að gera þegar þú ert ekki með JCI félögum? Ég heiti Laufey Frímannsdóttir. Þegar ég er ekki í JCI er ég oftast að vinna, njóta lífsins utan vinnu og læra eitthvað nýtt.  Hvernig myndi mamma þín lýsa þér í tveimur setningum? Hún er mjög heiðarleg og skynsöm manneskja. Hægt að treysta á hana og stendur við það sem hún segir. Hvað ertu búin að vera lengi í JCI og hvað var það sem vakti áhuga þinn á félaginu? Ég var skráð inn í félagið í október 2012. Hef samt ekki verið virkasti félaginn - það fer vonandi að breytast. Áhuginn á félaginu tengist því hvað allir eru öruggir með sig og eiga auðvelt með að tala. Fyrir mér er stórt fjall þar á milli. Hvert í heiminum langar þig mest til að koma og af hverju? Ég væri til í að fara til Kína eða Indlands, eða eitthvert á þær slóðir - til að sjá hvað við höfum það gott á Íslandi. Í hvaða stjörnumerki ertu og finnst þér þú líkjast almennum lýsingum á eiginleikum þess? Ég er Naut. Já, ég myndi segja að ég líkist nautinu vel að flestu leiti, en alls ekkert að sumu. Hvað finnst þér standa upp úr í JCI starfinu? Virkni, jákvæðni, fjölbreytni. Og örugglega eitthvað fleira þegar maður kynnist starfinu betur. Hvað mætti bæta ? Hef ekki rekist á neitt. Að hverju stefnirðu með þátttöku þinni í JCI félaginu? Fyrst og fremst að læra að koma fram og læra allskonar nýtt.

„Hún er mjög heiðarleg og skynsöm manneskja..“

.

Framundan hjá JCI Reykjavík- hamingjumaí ! 2 maí – Fimmtudagsfræðsla Anna Jóna, stofnandi og eigandi fyrirtækisins Auðna Ráðgjöf, ætlar að koma og segja okkur frá kenningu um hamingju og rannsóknir sem hafa verið gerðar á hamingjusömu fólki. Einnig mun hún segja okkur frá því hvernig hægt er að nýta styrkleika sína til að ná árangri og eiga betri samskipti. Facebook link:https://www.facebook.com/events/497536506961484/ 13 maí – Hagnýt Hellusund Einu sinni í mánuði út árið verður Reykjavíkin með hagnýt kvöld í Hellusundi. Dagskráin er ekki föst og mun breytast eftir því hvað okkur dettur í hug að gera skemmtilegt þann mánuðinn. Hægt er að nota þessi kvöld í að læra einhvað spennandi, horfa á video, fara í leiki, aðstoða hvort annað með verkefni, setja af stað verkefni. Hugmyndirnar eru endalausar og ef að einhver hefur sérstakar óskir sejtið ykkur í samband við Silju ( silja@jci.is ) og við komum þeim í verk með ykkur. 18 maí – Hópefli JCI Reykjavík Þá er komið að hópefli JCI Reykjavík, hér ættu flestir ef ekki allir að vera búnir í prófum. Þetta hópefli verður allt öðruvísi en hópeflið fyrr á árinu. Við biðjum ykkur að fylgjast með á Facebook :https://www.facebook.com/events/527659717292261/ og koma klædd eftir veðri. 28 maí – Félagsfundur 29 maí - Hugræn atferlismeðferð (HAM) Lilja Rún Tumadóttir sem hefur lokið Bs í sálfræði hjá HÍ og búin með eins árs nám í HAM mun leiða okkur í gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar. Hún mun kynna fyrir okkur hvað getur valdið og viðhaldið vandanum, við skoðum grunnlíkan HAM og meðferðaformin, og síðast en ekki síst munum við kíkja í verkfærakistuna.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.