Fréttabréf sept okt jci

Page 1

ÁR G A NG U R 1 T Ö L U B L AÐ 7

JCI Reykjavík- sept/okt 27. október 2013

Haustsins litir Efni í blaðinu

Bara byrja! Þórdís

Jóhannesdóttir

Wathne,

iðnaðarverkfræðingur,

heimsótti

okkur

eitt

1

Fimmtudagsfræðslur

2

Frambjóðendur

3

Kjörfundur

Einnig hefur hún stofnað fyrirtæki í kringum framleiðslu á hálsmenum og er hún í

3

Landsþing

þann veginn að fara í útrás.

4

Framundan

Meðfram þessu er hún að vinna að metnaðarfullu verkefni með Regnbogabörnum,

fimmtudagskvöld og sagði okkur frá verkefnum sem hún hefur sett á laggirnar eða unnið að. Lokaverkefnið hennar úr mastersnáminu var að setja í framleiðslu fyrsta íslenska barnamatinn. Hún seldi þá framleiðslu eftir að hafa komið því á laggirnar.

kennir í háskólanum og er ráðgjafi hjá fyrirtækjum. Hún hvatti okkur til að fylgja eftir hugmyndum okkar og tók okkur í spjallhring þar sem við fengum að kynnast frumkvöðli í okkar röðum. Kvöldið heppnaðist vel og óhætt er að segja að gengið var út með fiðrildi í maganum og ótal hugmyndir í höfðinu. Nú er bara að byrja! Þekkjum fortíð, skiljum nútíð og sköpum framtíð Þórður Sverrisson sem er Cand.Oecon og Cand.Merc og með yfir tuttugu ára reynslu í stefnumótun og markaðsmálum mætti eitt þriðjudagskvöld og áttum við góða stund með honum. Hann skrifaði sína fyrstu bók um daginn og alla hans hugmyndagfræði er hægt að yfirfæra á opinberar stofnanir, góðgerðasamtök og einstaklinginn þó svo að bókin fjalli aðallega um einkafyrirtæki. Þórður sýndi hvernig þarf að huga að mörgum skrefum bæði inn og út á við til að

Haustið hefur verið fullt af fræðslu og gleði

gera fyrirtæki að því sem þau geta orðið. Hans mottó er meðal annars, Þekkjum fortíð, skiljum nútíð til að skapa framtíð. Spilaklúbbur Bergþór mætti með spilið Battlestar Galatica og reyndi að kenna lýðnum reglurnar. Það gekk ágætlega og spilið var ljómandi skemmtilegt en við komumst samt að því að það þyrfti heila helgi til að skilja þetta alveg í gegn og því er byrjað á skipulagningu á bústaðarferð í janúar. Spilakvöldin verða fleiri og hvetjum við alla sem áhuga hafa að mæta og skemmta sér með okkur.


SÍÐA 2

JCI REYKJAVÍK FRÉTTABRÉF

Frambjóðendur fyrir stjórn 2014 Forsetaframbjóðandinn- Kristín Grétarsdóttir Kristín ætti að vera flestum kunn. Hún er búin að vera í JCI í nokkur ár og þekkir stjórnarstörf vel. Hún byrjaði sem gjaldkeri, fór yfir í ritarastöðuna og í ár hefur hún gegnt starfi varaforseta. Nú stefnir hún á forsetann og er glæsilegur kandídat í það. Kristín er útskrifaður fjármálahagfræðingur og starfar í bókhaldsdeild Ístaks. Hún stundar Jóga og breiðir út hugleiðsluboðskapinn af miklum móð. Einnig er hún mikill tónlistaraðdáandi og er alltaf fyrst til að ná sér í miða á alla flottari tónleika sem í boði eru. Kristín er sterkur liðsmaður og hefur séð um ýmsa viðburði innan JCI. Þetta árið hefur hún mikið verið í hópeflishugleiðingum og komið að slíkum dögum oftar en einu sinni. Hún er hugmyndarík og alltaf til í að leggja mikið á sig til að koma hlutum í gang! Ritaraframbjóðandinn- Bjarni Kristjánsson Bjarni er búinn að vera JCI félagi í tæpt ár. Á þessum stutta tíma hefur hann sýnt að áhuginn á félaginu er mikill og hann hefur setið fundarstjórnunarnámskeið og leitt nokkra fundi. Einnig er hann ötull í að mæta á atburði og veita liðsinni í að skipuleggja og framkvæma. Hann stefnir á ritarann sem er ábyrgðarstaða sem hann mun eflaust valda afar vel. Bjarni kláraði BS í hátækniverkfræði síðasta vor. Hann hefur líka verið að vinna sem dyravörður með námi og er að þjálfa bardagalistir hjá Mjölni. Hann hefur farið út í keppnisferðir og er öflugur í hringnum. Áfram Bjarni Gjaldkeraframbjóðandinn- Þorkell Pétursson Þorkell kom með látum inn í Reykjavíkina og hefur svo sannarlega látið til sín taka frá byrjun. Hann stofnaði Ræðuhóp og hefur þannig lagt sitt af mörkum í að efla ræðulist innan JCI. Hann hefur setið ræðunámskeið og er duglegur að taka þátt í þeim keppnum sem í boði eru. Dagsdaglega er Þorkell að vinna hjá Fjársýslu ríkisins í þróun á rafrænum viðskiptaskjölum og samþykktarferlum. Hann er lærður viðskiptafræðingur og meðal áhugamála eru ferðalög, bjórsmökkun og tæknimál. Þorkell er öflugur liðsmaður og verður frábær gjaldkeri! Varaforsetaframbjóðandi- Kristín Lúðvíksdóttir Stína byrjaði í JCI fyrir um ári og hefur síðan tekið þátt í flestöllu sem í boði er. Hún var verkefnastjóri fyirr afar glæsilegri dagskrá á Menningarnótt og er alltaf fyrst til að bjóða sig fram ef vantar fólk. Stína er viðskiptafræðingur og vinnur hjá fyrirtækinu Oz. Hún er á fullu í Crossfit og stefnir á að koma allri Reykjavíkinni í form. Hún er líka liðtæk í bakstri og gerir afbragðs JCI bollakökur. Við hlökkum til að sjá meira af þessum krafti á næsta ári og hún er verðugur kandídat til stjórnar JCI Reykjavíkur! Varaforsetaframbjóðandi- Andrés Gunnarsson Andrés er einn af nýjustu meðlimum JCI Reykjavíkur. Hann hefur hellt sér í starfið og tekur mikinn þátt í því sem í boði er. Hann hefur sýnt sig og sannað í ræðukeppnum ásamt því að vera liðtækur í að skipuleggja viðburði. Hann er að vinna hjá Stjörnu- Odda og er útskrifaður með BS gráðu í Rafmagns- og tölvuverkfræði. Hann hefur sérstakan áhuga á stafnum B og áhugamál hans sýna það best en hann hefur áhuga á badminton, bókum, bjór og bakkelsi. Andrés er efnilegur stjórnarmeðlimur og mun eflaust koma mörgu til leiðar! Varaforsetaframbjóðandi- Bergþór Olivert Thorstensen Bergþór er einnig nýr í starfinu en hefur sýnt og sannað að hann eigi fullt erindi inn í stjórn. Hann er duglegur að taka þátt og var t.d. einn af þeim sem gerði menningarnótt að því sem hún var. Bergþór er að læra til kennara en vinnur við viðgerðir og sölumennsku hjá Start tölvuverslun. Bergþór er mikill áhugamaður um tónlist og býr til sína eigin. Einnig er hann liðtækur í spilum og hefur nú þegar kennt nokkrum áhugasömum á nýtt spil. Við hlökkum til að sjá hann í stjórnarstarfinu á næsta ári!


JCI REYKJAVÍK FRÉTTABRÉF

SÍÐA 3

Kjörfundur!!

JCI Reykjavík á Landsþingi !! Félagar JCI Reykjavíkur fjölmenntu á landsþing með keppnsskapið og gleðina að vopni. Margir tímar höfðu farið í það vikurnar á undan í að skipuleggja skemmtiatriði og búninga. Enda var JCI Reykjavík klárlega með besta skemmtiatriðið og heyrðust raddir um að betra skemmtiatriði hefði ekki sést í mörg ár. Þorkell vann nýliðakeppnina á þingi og Hjalti vann kvæðakút. JCI félagar lögðu þannig sitt af mörkum og vel það. Einnig átti JCI Reykjavík lið í ræðuveislunni sem gekk vel þrátt fyrir smá vindvesen. Þurftu því miður að láta í minni pokann fyrir góðu liði JCI Esjunnar en Reykjavíkurliðið á skilið hrós fyrir góða keppni og þann tíma sem þau lögðu í keppnina. Höfðu áður unnið JCI International til að komast í lokakeppnina. Allt í allt var helgin frábær og þingið afar vel skipulagt af JCI Esju svo allir voru þokkalega sælir í lok þess. Ég er stolt af að fá að vera forseti svona flottra félaga! Kveðja Silja forseti


SÍÐA 4

JCI REYKJAVÍK FRÉTTABRÉF

Viðtal við nýliða- Þórólfur Sævar Sæmundsson 1.

Hvað heitirðu og hvað gerirðu þegar þú ert ekki með JCI félögum? Þórólfur kallaður Fói. Ég spila fótbolta og pílukast

2.

Hvernig myndi mamma þín lýsa þér í tveimur setningum? Ofur frábær :)

3.

Hvað ertu búin að vera lengi í JCI og hvað var það sem vakti áhuga þinn á félaginu? Stutt. Hef alltaf langað að kíkja en aldrei látið verða að því fyrr en nú

4.

Hvert í heiminum langar þig mest til að fara og af hverju? Brasilía til að horfa á HM og Ísland spila ;)

5.

Hvaða stjörnumerki ertu og finnst þér þú líkjast almennum lýsingum á eiginleikum þess? Vatnsberi. Já ég myndi segja það.

6.

Hvað finnst þér standa upp úr starfi JCI? Skemmtilegt fólk og virkni í félaginu

7.

Hvað mætti bæta? Finn ekkert í augnablikinu en það hlýtur að vera eitthvað sem hægt er að gera betur.

8.

Að hverju stefnirðu með þátttöku þinni í JCI félaginu? Bæta sjálfan mig og gera mig hæfari manneskju á vinnumarkað

Framundan hjá JCI Reykjavík Jóladinner – Grinch gefur gjafir Nokkrir félagar í JCI eru að skipuleggja flottan jóladinner 9. nóv. Tilgangurinn er að hittast og eiga notalega jólastund ásamt því að láta gott af okkur leiða með því að safna saman gjöfum til handa börnum sem engar fá jólagjafirnar. Einnig verður glæsilegt happdrætti. Frekari upplýsingar er að finna hér. Ræðukeppni Ræðukeppni JCI Íslands stendur nú yfir og er ein viðureign búin. Þá mættust JCI Reykjavík og JCI Interntional. JCI Reykjavík stóð sig vel og hafði æft mikið. Því miður var lið JCI International enn hlutskarpara og bar sigur úr býtum. JCI Reykjavík mætir næst JCI Esju og vil ég biðja félagsmenn að endilega mæta til að hvetja sitt lið. Stuðningur í sal skiptir miklu máli og einnig er alltaf gott að fylgjast með keppnunum ef verið er að efla sjálfan sig í ræðumennsku. Keppnin verður auglýst á Torginu. Ljósmyndanámskeið JCI Reykjavík býður upp á ljósmyndanámskeið fyrstu helgina í nóvember. Tobías er atvinnumaður og verður með átta klukkustunda námskeið, Sjá upplýsingar hér http://www.jci.is/events/ljosmyndanamskeid/. Verð fyrir JCI félaga er 8.900 kr. Vitleysa 101 Fylgist með!! Félagsfundur Síðasti félagsfundur ársins verður 13. Nóv. Auglýst nánar á Torginu


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.