3.tbl. | 2011 Ritstjóri: Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir | inga@skatar.is
Ábm: Hermann Sigurðsson
Skemmtilegt skátasumar framundan:
Frábær
skátamót í sumar
Landnemamót í Viðey:
Vormót Hraunbúa:
Eldurinn lifir!
Sjötugasta og fyrsta Vormót Hraunbúa verður haldið í Krýsuvík um hvítasunnuhelgina 10.-13. júní nk. og verður þema mótsins “Eldurinn lifir” Mótið er fyrst og fremst hugsað sem fálka- og dróttskátamót en einnig verður boðið upp á rekka- og róverskátadagskrá, mikinn söng og skemmtun. Að venju verður mótið byggt upp á virkri þátttöku skátaflokkanna en boðið verður upp á skemmtilega pósta þar sem kennir ýmissa grasa. Allir skátar sem koma á Vormót í Krýsuvík koma til að upplifa, taka þátt, hafa frumkvæði, hitta aðra og umfram allt að njóta þess að vera brosandi með öðrum skátum. Mótsgjald er 3500 krónur og innifalið er stútfull dagskrá í 4 daga, tjaldsvæði, kvöldkakó öll kvöld, mótsbók og mótsmerki. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu mótsins: vormot.hraunbuar.is
Þegar jólin koma í júní! Landnemar munu halda sitt árlega skátamót í Viðey 23.-26. júní. Þemað þetta árið er Þegar jólin koma í júní og verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir skáta mótsins. Hún skartar m.a. dagskrárþorpum, risapóstaleik, smiðjum, tjaldbúðarleikjum, pakkaleit og flokkakeppnum. Árlegir dagskrárliðir eins og fótboltamótið, kvöldvökur og bryggjuball munu að sjálfsögðu vera á sínum stað ásamt kaffihúsinu Jonnabita sem mun bjóða upp á ýmist jólagúmmelaði á meðan mótinu stendur. Skráning er hafin á heimasíðu mótsins, landnemamot.wordpress.com, og stendur sveitaskráning til 13. júní. Aðeins rekkaskátar og eldri geta skráð sig sem einstaklingar á mótið, annaðhvort sem þátttakendur eða starfsmenn, en mótið er fyrir fálkaskáta og eldri. Frekari upplýsingar um dagskrá, skráningu og verð má finna á fyrrgreindri heimasíðu mótsins. Þeir sem vilja skemmta sér með góðu fólki, dansa og syngja fram á kvöld, upplifa jólin í júní, æfa sig fyrir alheimsmót eða bara hanga í Viðey ættu ekki að láta þetta mót framhjá sér fara. Komdu í Viðey um jólin!
1