Samfélagsmiðlar - Tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða

Page 78

6

LO K AO R Ð

Við þekkjum það mörg að fara til Parísar og taka myndir af Eiffelturninum, og að skoða Colosseum í Róm, Central Park í New York, Skakka turninn í Pisa, Strikið í Kaupmannahöfn. Alls staðar í kringum okkur eru kennileiti og þegar við ferðumst sækjast margir í að skoða kennileiti hvers staðar. Það er hluti af ferðalaginu að skoða og kynnast menningu hverrar þjóðar í gegnum arkitektúr og umhverfi. En það þarf ekki bara stóra járnturna og fornaldar hringleikhús til að laða að nútímakynslóðir. Í dag snýst þetta kannski meira um hið hversdagslega umhverfi. Umhverfi sem við getum heimsótt á förnum vegi í okkar daglega lífi. Bakgrunnur fyrir upplifanir okkar, sviðsmyndir daglegs lífs. Víða á vefnum má finna greinar með samantekt um Instagram-vænar staðsetningar um allan heim sem bjóða uppá einstök myndatækifæri. Í borgunum eru einkennandi kennileiti frá fyrri tímum svo sem brýr, byggingar, torg og styttur sem segja menningarsöguna. En hver eru kennileiti nútímans? Sviðsmynd fyrir sögu okkar tíma, ímynd staðar og þetta myndræna, fagurfræðilega tákn um hvað þú munt upplifa á staðnum. Umhverfi sem þú getur dvalið í, umhverfi sem heldur utan um þínar upplifanir og stundir með vinum og fjölskyldu. Almenningsrýmin milli húsa sem halda utan um okkur í daglegum erindum, skemmtanir, gönguferðir, tónleikar, mannlíf, menning og núvitund. Að vera manneskja í hinu byggða umhverfi, hvar er staðurinn til að hugsa og eiga sína rútínu? Hvert viljum við fara þegar við ferðumst? Heimsækjum við stað því þar býr fjölskyldan okkar eða þar er eitthvað sem við viljum sjá og upplifa, skoða, finna, vera? Hvað er í umhverfinu sem fær okkur til að stoppa og staldra við? Hvað tekur við okkur, hvað upplifum við sem lætur okkur vilja koma þangað aftur og segja vinum frá eða jafnvel búa þar?

78


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.