4 minute read

RAUFARFELL EFTIR 1940

Next Article
TÓFTIR

TÓFTIR

Teiknaða myndin (11. mynd) sýnir Raufarfell eins og það var um 1940. Þetta útlit hélst fram undir 1950. Eins og áður segir var byggt nýtt íbúðarhús í Suðurbæjartóftinni árin 1948-1949 (26. mynd) og um svipað leyti var steyptur nýr votheysturn norðan við fjósið í Suðurbænum. Um 1960 var íbúðarhúsinu þar breytt, sett á það ris og kvistur.

Árið 1954 var byggt nýtt steinhús í Miðbænum og nýtt fjós árið 1957. Austurbærinn þurfti að víkja fyrir fjósinu. Smiðurinn sem byggði húsin í Miðbænum hét Jón Haraldur Pálsson (19061981) og var frá Bolungarvík. Hann kom austur undir Eyjafjöll árið 1938 til að byggja íbúðarhús á Hrútafelli. Hann byggði í kjölfarið fjölmörg íbúðar- og útihús undir Eyjafjöllum og bjó þar til dauðadags. Síðustu árin dvaldi hann á Ysta-Skála. Haraldur var góður smiður, mjög vinnusamur og vel liðinn.

Um 1950 voru byggð fjárhús fyrir Suðurbæinn í efri húsaröðinni. Þau eru í gamla stílnum, útveggirnir eru hlaðnir en steypt hlaða norðan við. Þetta eru tvær burstir, önnur var með grjóthellu og torfi en hin með bárujárni. Stafnarnir eru steyptir og eystra húsið var steypt ofan á stafninn á Suðurbæjarsmiðjunni (34) og þannig sparaðist steypa. Það mótar fyrir smiðjunni í fjárhússtafninum. Hænsnakofi með hlöðnum veggjum, steyptum stöfnum og torfþaki var byggður vestan við en hesthús austan við. Hesthúsið var einnig með hlöðnum veggjum og

26. mynd. Myndin er tekin 1956. Ný íbúðarhús eru komin í Suðurbænum og Miðbænum. Einnig votheysturn við Suðurbæjarfjósið og búið er að breyta aftari húsaröðinni. Hesthúsið lengst til hægri, fremst á myndinni er nr. 42. Einnig sést Miðbæjartröðin (36) hægra megin við votheysturninn. (Ljósm. Gísli Friðrik Jesson).

27. mynd. Nýja íbúðarhúsið í Miðbænum um 1955. Það er búið að setja vélgengar dyr á austustu burstina í Austurbænum (2). Einnig sést hænsnakofinn í Austurbænum (37) og hesthús (32). Ofar eru Suðurbæjarfjárhúsin (47 og 48). (Ljósm. Gísli Friðrik Jesson).

28. mynd. Styttri húsaröðin eftir breytingarnar um 1950, myndin er tekin 1974.

29. mynd. Raufarfell 1971. Nýtt íbúðarhús í byggingu í Suðurbænum til vinstri við hinar byggingarnar. Norðan og vestan við nýja húsið sjást Vesturbæjarfjárhúsin (53 og 54). Gamli Suðurbærinn sést á miðri mynd með risi og kvisti en sú breyting var gerð um 1960.

30. mynd. Raufarfell 1995. Fjósið frá 1974 sést á miðri mynd, ris er komið á nýja íbúðarhúsið í Suðurbæ og bílskúr austan við. Gamla íbúðarhúsið er horfið.

torfþaki en stafninn var úr timbri og bárujárni. Austan við hesthúsið var hlaðin strympa til að reykja kjöt. Strympur voru hús með keilulaga þaki. Þar austan við er hesthús frá Austurbænum (32) sem stendur enn. Þessi húsaröð sést á 28. mynd.

Árið 1958 var byggt nýtt fjós í Suðurbænum, í kálgarðinum framan við Vesturbæinn, og nokkrum árum seinna var byggð hlaða norðan við fjósið. Árið 1974 var svo aftur byggt nýtt fjós í Suðurbænum, rétt austan við eldra fjósið. Flatgryfja var byggð norðan við nýja fjósið 1982. Á árunum 1999-2000 voru eldra fjósið og hlaðan rifin og nýtt fjós byggt á sama stað.

Um 1970 voru byggð ný fjárhús í Suðurbænum, inn undir Breiðuskriðu, sem er innan við Selkot.

Árið 1971 var farið að byggja nýja hlöðu og kálfafjós vestan við nýja Miðbæjarfjósið og 1975 var byggð vélageymsla þar vestan við. Þá var byggingum 8-12 ýtt niður. Nokkru áður var húsunum austan við Suðurbæinn ýtt niður (1316). Suðurbærinn og byggingarnar vestan við hann voru rifnar rétt eftir 1974. Þá voru öll húsin í löngu röðinni horfin.

Árið 1972 var byggt nýtt íbúðarhús í Suðurbænum. Þar stóð áður hesthús frá Austurbænum (31). Þá var einnig ýtt ofan í gömlu traðirnar sem lágu frá stöðlinum inn í haga. Bílskúr var byggður austan við húsið 1989 og aðeins norðar jarðhús 2017. Árið 2019 var lítið íbúðarhús byggt í Suðurbænum vestan og norðan við núverandi íbúðarhús, þar sem traðirnar inn í haga enduðu.

Skömmu eftir að heita vatnið kom var byggt hús yfir heitan pott í Miðbænum rétt við gamla hesthúsið (32). Þetta hús gengur undir heitinu Baðhús eða Potthús.

Árið 1997 byggði Þorvaldur Þorgrímsson reykkofa þar sem strympan stóð áður (28. mynd), en strympan var þá hrunin. Veggirnir á reykkofanum voru hlaðnir úr grjóti en gaflinn er úr timbri. Hella og torf er á þaki (33. - 35. mynd).

31. mynd. Rýmt fyrir hlöðu og kálfafjósi 1971. Miðbæjarskemman (12) til vinstri stendur enn uppi.

32. mynd. Hlaða og kálfafjós í Miðbænum í byggingu 1971.

33., 34. og 35. mynd. Reykkofi byggður í Miðbæ 1997.

36. mynd. Baðhúsið fyrir miðri mynd, reykkofinn lengst til vinstri.

37. mynd. Raufarfell 2015. Nýtt fjós risið í Suðurbæ og baðhús og reykhús í Miðbæ. Selkot til vinstri.

38. mynd. Raufarfell 2019. Nýbyggt hús frá Suðurbænum lengst til vinstri en nýbyggt jarðhús frá Suðurbæ er hægra megin við bílskúr, bak við trén.

39. mynd. Suðurbærinn 2019, bílskúr og jarðhús sjást vel hægra megin við íbúðarhúsið

This article is from: