1 minute read

2.1.3 Kornrækt og olíuframleiðsla til manneldis

Next Article
Heimildir

Heimildir

Aftur varð kornræktarvakning seint á áttunda áratug síðustu aldar. Ýmislegt kom þar til t.d. öflugir leiðtogar og hugsjónamenn, breytingar í búskaparháttum og hlýnandi veðurfar.

Ísland er á mörkum þess að hægt sé að rækta hér korn og bygg nær sjaldan fullum þroska. Meðalkornframleiðsla áranna 2015-2019 var 6.200 tonn sem var ræktað á um 2.500 hekturum að jafnaði og meðaluppskeran því um 2,5 tonn/ha. Það sem dregur niður meðaluppskeruna eru uppskerubrestir í einstökum héruðum vegna næturfrosta síðsumars eða haustveðurs en illgresis- og sveppaálag getur einnig dregið verulega úr uppskerunni. Vegna þessa er kornræktin viðkvæm fyrir sveiflum í tíðarfari. Á undanförnum árum hafa t.d. komið nokkur slök kornræktarár sem hafa dregið úr kornræktun (6. mynd). Heimsmarkaðsverð á korni hefur einnig áhrif á innlenda framleiðslu. Mikillar þekkingar hefur verið aflað undanfarna áratugi á því hvar á landinu er hægt að rækta korn og hvernig að því skuli staðið. Því er mikilvægt að gera áætlanir um landnotkun svo besta ræktunarlandið tapist ekki undir aðra starfssemi. Einnig hefur verið unnið gott starf við að kynbæta bygg. Þó svo að Ísland sé á jaðarsvæði kornræktar má rækta hér töluvert korn bæði til fóðurs og manneldis. Sáðkorn hefur verið flutt inn þar sem það nær betri þroska erlendis.

6. mynd: Kornframleiðsla á Íslandi frá 1977 til 2019 (Hagstofa Íslands, 2020).

Þó svo að grasrækt sé undirstaða mjólkur-og kjötframleiðslu jórturdýra máná hærra afurðastigi eftir hvern grip með því að nota einnig kjarnfóður, þar sem korn er megin hráefnið. Við íslenskar aðstæður á þetta einkum við í nautgriparæktinni, bæði mjólkur- og kjötframleiðslunni, en í sauðfjárræktinni liggur hagkvæm notkun kjarnfóðurs á bili sem nemur innan við 5% af heildarfóðurnotkun. Við eldi einmaga dýra, að hrossum undanskildum, hefur gras takmarkað notagildi, en korn er meginhráefni í fóðri. Svín nýta sér fjölbreyttar korntegundir, en alifuglar eru sérhæfðari hvað þetta varðar, eins og nánar verður farið yfir í kaflanum um alifuglarækt.

2.1.3 Kornrækt og olíuframleiðsla til manneldis Möguleikar kornræktar til manneldis á Íslandi eru takmarkaðir vegna hnattrænnar legu landsins. Þó hefur náðst árangur í ræktun á byggi og höfrum til manneldis hérlendis. Einnig er hægt að rækta rúg en hveiti sem ræktað hefur verið hérlendis hefur ekki náð nægjanlegum gæðum til að hægt sé að nýta það til brauðgerðar. Samtals eru framleidd um 344 tonn af korni til manneldis árlega, aðallega bygg og hafrar (2. tafla). Öryggi ræktunar á korni er ótryggt ef

This article is from: