2 minute read
4 Fæðuöryggi á heimsvísu
Tegundir Tonn Bygg 551 Grös 277 Hafrar 61 Annað korn 21 Smárar 4 Grænmeti 3
22. mynd: Innflutt efni til fóðurgerðar eða tilbúnar fóðurblöndur (Hagstofa Íslands, 2020). 8. tafla. Innflutningur af sáðvöru árið 2019 (Hagstofa Íslands, 2020)
Allur tilbúinn áburður er innfluttur og árið 2019 voru flutt inn tæp 50 þúsund tonn sem er að mestu leyti áburðarblöndur sem innihalda köfnunarefni, fosfór og kalíum. Áburðurinn er fluttur inn frá Evrópu, 60% kemur frá ESB, 27% frá Bretlandi og 13% frá öðrum löndum í Evrópu (Hagstofa Íslands, 2020). Af sáðvöru er mest flutt inn af byggfræi og grasfræi (8. tafla). Allt útsæði kemur frá Evrópu, 92% frá ESB, 4% frá Bretlandi og 4% frá öðrum Evrópuríkjum.
Þá er landbúnaðurinn og fiskveiðar mjög háð eldsneyti en árleg notkun eldneytis í landbúnaði er sem nemur andvirði 1,3 ma. kr. og um 11,5 ma. kr. í fiskveiðum (Hagstofa Íslands, 2020).
Nánast öll innflutt matvæli og aðföng koma frá löndum innan Evrópusambandsins. Vegna heimsfaraldurs kórónuveiru setti Evrópusambandið fram reglugerð sem bannaði útflutning, m.a. til Íslands, á hlífðarbúnaði, sem skortur var á um allan heim. Talið var að slíkt bann væri ekki í samræmi við EES-samninginn og var sú reglugerð leiðrétt þannig að hún náði ekki til EFTA-ríkjanna. Það er ljóst að svipað ástand gæti skapast ef af einhverjum ástæðum yrði skortur á matvælum eða aðföngum. Því er nauðsynlegt að tryggja samninga milli ríkja til að koma í veg fyrir úflutningsbönn til Íslands á óvissutímum. Að við erum stórir útflutningsaðilar á matvælum (fiski) gæti styrkt stöðu okkar ef upp kæmi skortur á matvælum.
Hér að framan hafa verið greindir ýmsir þættir fæðuframboðs og fæðuöryggis á Íslandi. Undirstöður þess eru ríkulegar auðlindir til lands og sjávar, og sú þekking og innviðir sem til staðar eru í þeim greinum matvælaframleiðslu sem hér eru stundaðar. Takmarkanirnar snúa ekki síst að loftslaginu, einkum því hve sumrin eru köld; og hafa í för með sér að fjölbreytni innlendrar fæðuframleiðslu eru ákveðin takmörk sett. Orkuauðlindir landsins fela þó í sér mikla og að hluta til vannýtta möguleika til að auka þessa fjölbreytni. Ísland er og verður háð öðrum löndum um marga fæðuflokka. Ekki er því hægt að gera fæðuöryggi á Íslandi góð skil nema líta út fyrir landsteinana. Í eftirfarandi kafla fjöllum við um fæðuöryggi á heimsvísu, og tengjum Ísland inn í það samhengi eftir föngum.