1 minute read

2.3.4 Aðföng í fiskveiðum

Next Article
Heimildir

Heimildir

17. mynd: Afli skel- og krabbadýra frá 2005 til 2019 (Hagstofa Íslands, 2020)

Ljóst er að við Íslendingar veiðum mun meira en fyrir innlendan markað. Því er stærstur hluti aflans fluttur út og er okkar helsta útflutningsvara (Hagstofa Íslands, 2020). Auk þess sem aflinn er nýttur beint til manneldis, þá er hluti aflans, uppsjávarfiskur, nýttur í fiskimjöl sem er notað í fiskifóður og í fóður fyrir svín, alifugla og jórturdýr.

Fiskveiðarnar skera sig frá öðrum greinum matvælaöflunar sem fjallað hefur verið um í þessari skýrslu að því leyti að hér er verið að nýta náttúrulega stofna sem stjórnast af umhverfisaðstæðum og veiðiálagi. Fiskistofnar eru viðkvæmir fyrir breytingum í hafinu eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Til að mynda virðast búsvæði loðnunnar hafa breyst með hækkandi sjávarhita (Ólafur K. Pálsson o.fl., 2014). Loðnan er talin lykiltegund í vistkerfinu og meginfæða margra fiskistofna og því ljóst að breytt hegðun og lífsskilyrði hennar geta haft mikil áhrif á aðra stofna.

2.3.4 Aðföng í fiskveiðum Fiskveiðar eru mjög háðar innflutningi á eldsneyti en árleg notkun nemur andvirði um 11,5 ma. kr. Án eldsneytis yrðu ekki fiskveiðar í núverandi mynd. Ekki er hætta á próteinskorti á Íslandi svo framarlega sem hægt væri að halda úti fiskveiðum,jafnvel þó að draga þyrfti úr þeim vegna skorts á eldsneyti. Ef skortur yrði á olíu ermögulegtað forgangsraða hvaða floti fengi eldsneyti. Til að mynda veiðir uppsjávarskipaflotinn mestan afla fyrir olíuna (Brynhildur Davíðsdóttir o.fl., 2009) en aflinn samanstendur af loðnu, síld, kolmunna og makríl. Aflinn fer að stórum hluta til fiskimjölsverksmiðja en lítið af honum fer beint til manneldis hér á landi. Það gæti þó breyst ef upp kæmu aðstæður þar sem olíuskortur leiddi til takmörkunar á fiskveiðum. Ýmis tilraunaverkefni hafa verið unnin varðandi nýtingu uppsjávarafla beint til matvælavinnslu (Ragnar Jóhannsson o.fl., 2006; Ásbjörn Jónsson o.fl., 2017)

Þá eru möguleikar á að fiskiskipaflotinn eða hluti hans gæti notað innlenda orkugjafa, þá helst rafmagn, en floti sem byggir á fleiri en einum orkugjafa myndi auka fæðuöryggi þjóðarinnar. Fyrsta rafknúna fiskveiðiskipið kom til Íslands árið 2017 og var það dísel-rafknúið og nýtti

This article is from: