1 minute read

2.2.7 Eggjaframleiðsla

áburð og fleira er bara úrlausnarefni, en skynsamlegt gæti verið að setja nánari reglur um birgðahald ýmissa rekstrarvara þannig að tímabundnar krísur á heimsvísu setji ekki framleiðsluna úr skorðum.

Innvegin mjólk á hverja árskú í íslenskum fjósum hefur aukist úr um 4.000 í 6.000 lítra á síðustu 20 árum. Þarna fer saman árangur í kynbótum, mjaltatækni og annar aðbúnaður og breytt fóðrun. Bætt gæði gróffóðurs vega þar þungt, en einnig stóraukin kjarnfóðurnotkun. Hjá hámjólka kúm er yfir helmingur daglegs fóðurs kjarnfóður. Verulegur hluti þess getur verið íslenskt bygg, og er það á sumum búum, einkum þegar vel árar til kornræktar.

Loks er rétt að nefna, að eftirspurn eftir meginefnum mjólkurinnar, fitu og próteini, er háð neyslumynstri á hverjum tíma. Frá 1994 hefur markaðurinn fyrir mjólkurprótein vaxið í takti við fólksfjölda. Hins vegar féll eftirspurn eftir mjólkurfitu frá 1994 til 2003 en hefur síðan þá vaxið tvöfalt hraðar en eftirspurn eftir mjólkurpróteini. Við breytingu í eftirspurn þessara efna má að nokkru leyti bregðast með fóðrun (Jóhannes Sveinbjörnsson og Hrafnhildur Baldursdóttir, 2020). Eitt af því sem þar skilar hvað bestum árangri er fóðrun á fituríkum olíufræjum, svo sem repjufræi, sem hægt er að rækta hérlendis.

2.2.7 Eggjaframleiðsla Þegar skýrsla var gerð um eflingu alifuglaræktar fyrir um áratug (sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, 2011) voru 11 eggjaframleiðendur í landinu með yfir 1.000 varphænur, þrjú bú með yfir 20 þúsund varphænur og þar af tvö með yfir 40 þúsund varphænur.

Egg eru mikilvæg fæðutegund, bæði beint til matreiðslu og í matvælaiðnaði. Innlend eggjaframleiðsla hlýtur því að teljast mikilvægt framlag til fæðuöryggis landsmanna. Eftirspurn eftir eggjum hefur vaxið ört undanfarin ár og framleiðslan hefur vaxið í takti við það (13. mynd).

13. mynd: Innlend eggjaframleiðsla frá 1977 til 2019 (Hagstofa Íslands, 2020).

This article is from: