1 minute read
2.3.3 Fiskveiðar
fiskimjölsverksmiðjur einnig verið drifnar með olíu á álagstímum, vegna takmarkana í framboði og flutningi raforku á einstaka svæðum.
Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur bent á þörfina fyrir mikla aukningu fiskeldis á næstu árum (FAO, 2020). Villtir fiskistofnar eru flestir full- og jafnvel ofnýttir. Nú þegar er meira en helmingur fiskneyslunnar frá eldisfiski og öðrum lagareldisdýrum. Ef á að viðhalda og auka fiskneyslu, eins og flestir næringarsérfræðingar og læknar hvetja til, þarf fiskmetið að koma frá hverskonar eldi og ræktun. Nú er talið að eldistegundir / lífverur í vökvaræktun (aquaculture) séu rúmlega 600 (FAO, 2020). Aukinn fjölbreytileiki framleiðslunnar og nýting staðbundinna aðstæðna er líklegur til að auka sjálfbærni og stuðla samhliða að auknu fæðuöryggi. Má þar m.a. nefna ræktun á skeldýrum, skrápdýrum og þara / þörungum. Ákall FAO tengt fiskeldi er einmitt um að nýta sem fjölbreyttust kerfi og lífverur til matvælaframleiðslu.
2.3.3 Fiskveiðar Hafið í kringum Ísland er mjög gjöfult og gefur af sér yfir milljón tonn árlega af sjávarfangi sem er um 1,3% af heimsafla að verðmæti um 150 ma. kr. (Íslandsbanki, 2019). Fiskveiðar hafa verið og eru efnahagslega mikilvægar fyrir íslensku þjóðina, til að mynda er sjávarútvegurinn nú um 6% af landsframleiðslu og stendur fyrir um 40% af verðmæti vöruútflutnings (Hagstofa Íslands, 2020). Mikilvægi sjávarútvegsins hefur leitt til þess að hér hefur verið metnaðarfull fiskveiðistjórnun en við vorum með fyrstu þjóðum að taka upp kvótakerfi og aflamarksreglur. Öflug fiskveiðistjórnun er lykilþáttur í því að hér sé hægt að stunda sjálfbærar fiskveiðar
Botnfiskar eru verðmætasta auðlindin en uppsjávarfiskar gefa mestan afla (15. og 16. mynd). Af botnfiskunum er þorskurinn verðmætastur og gefur mestan afla, einnig eru karfi, ýsa og ufsi mikilvægar tegundir. Loðnan er mikilvægur veiðistofn fyrir Íslendinga en afli hennar hefur verið óstöðugur undanfarin ár. Uppúr 2007 hófst veiði á makríl þegar hann hóf fæðugöngur sínar inn í íslenska lögsögu. Annað sjávarfang er einnig veitt við Ísland, má þar nefna rækju, humar og skelfisk (17. mynd). Afli á humri og rækju hefur dregist saman síðastliðinn ár á meðan afli skelfisks hefur aukist.