1 minute read

2.2 Búfjárrækt

Next Article
Heimildir

Heimildir

Sáðvara Hluti af fæðuöryggi þjóðarinnar er að til séu yrki af gras- og korntegundum sem henta okkar aðstæðum. Kynbætur á þeim tegundum sem við getum ræktað hér eru því liður í að auka fæðuöryggi þjóðarinnar. Slíkar kynbætur er hægt að stunda hér á landi upp að vissu marki en samstarf við, aðallega norræn, kynbótafyrirtæki er mikilvægt vegna þess hve markaðurinn hér er lítill.

Það er ekki nóg að eiga góð yrki, við þurfum einnig að hafa tryggan aðgang að góðri sáðvöru og útsæði. Korntegundir ná ekki að þroska gott sáðkorn hér á landi nema í bestu árum eða við sérstök tilbúin skilyrði. Sömuleiðis er innlend fræræktun af bestu fóðurjurtunum erfið. Innlend matjurtaræktun er einnig mjög háð innfluttri sáðvöru þar sem innlend framleiðsla á sáðvöru/útsæði er eingöngu til staðar fyrir kartöflu- og gulrófnarækt. Þó er mögulegt að auka framleiðslu á innlendri sáðvöru í mörgum tegundum með sértækum aðgerðum.

Ein leið til að mæta mögulegum uppskerubresti á sáðvöru erlendis er að eiga fræbirgðir umfram þarfir. Geymsluþol sáðvöru er hinsvegar takmarkað og því er nauðsynlegt að endurnýja birgðir á minnst þriggja til fimm ára fresti.

Aðrar innfluttar vörur Ef innflutningur stöðvast á humlum til frævunar er hægt grípa til eldri handvirkra aðferða við frævun tómatplantna en hætt við að framleiðslan minnki umtalsvert og gæðin sömuleiðis. Þá gæti skortur á varnarefnum dregið úr framleiðslu í kornrækt, ylrækt og útiræktun matjurta. Hér mætti leita í smiðju framleiðenda lífrænt ræktaðs grænmetis í þeirri von að þeir búi yfir þekkingu sem ekki er almennt notuð í markaðsgarðyrkju að öðru leyti. Aðrar mikilvægar innfluttar vörur sem notaðar eru í matjurtaframleiðslu eru: yfirbreiðslur, ræktunarílát og fleira sem hægt væri að eiga tilteknar birgðir af í landinu hverju sinni til að stuðla að auknu fæðuöryggi.

2.2 Búfjárrækt

Innlend kjötframleiðsla hefur aukist umtalsvert frá tíunda áratug síðustu aldar og er nú um 30 þúsund tonn (10. mynd). Mest hefur aukningin verið í framleiðslu á alifuglakjöti en einnig hefur orðið aukning á svína- og nautakjöti á þessum tíma. Það eru aðallega fjórar greinar sem gefa af sér kjöt fyrir innlendan markað, sauðfjárrækt, nautgriparækt, svína- og alifuglarækt. Þá gefur hrossaræktin einnig af sér kjöt á markað. Hér verður fjallað um þessar greinar.

This article is from: