1 minute read

2.1.2 Fóðurframleiðsla á Íslandi - ræktun á grasi, korni og grænfóðri

Next Article
Heimildir

Heimildir

blog/atlantberry). Nú þegar er íslenskt ylræktað grænmeti á boðstólum allt árið með sífellt bættri ræktunartækni, raflýsingu og almennri þekkingu ræktenda. Einnig mætti dreifa framboði útiræktaðra tegunda yfir árið með bættri kæli- og ræktunartækni og jafnvel með því að rækta í ódýrum gróðurskýlum, svo sem plastdúkhúsum. Tegundir sem ræktaðar eru í garðlöndum (t.d. káltegundir og gulrófur) hafa takmarkaðan uppskerutíma og er talsverð áskorun að lengja hann til mikilla muna. Þó er hægt að fá tvær uppskerur af kínakáli, fljótsprottnu spergilkáli, hvítkáli og fleiri tegundum með tiltölulega einföldum gróðurskýlum.

2.1.2 Fóðurframleiðsla á Íslandi - ræktun á grasi, korni og grænfóðri Veðurfar á Íslandi einkennist af tiltölulega löngum vetrum, en ekki mjög köldum. Sumrin eru frekar köld en ekki stutt. Víðast er næg úrkoma en vatn getur þó skort á vissum landsvæðum og vissum tímum ársins, einkum þar sem jarðvegur er sendinn. Dagar eru langir yfir sprettutímann. Þessar aðstæður gera Ísland að miklu grasræktarlandi og íslenskur landbúnaður hefur alla tíð byggst að miklu leiti á grasnytjum, beit og öflun heyja fyrir búsmala. Ísland er eldfjallaland og reglulega fellur aska yfir stóran hluta landsins og með henni fylgja næringarefni sem auka uppskeruna. Eldfjallajarðvegur er viðkvæmur gagnvart vatns- og vindrofi og þess vegna er æskilegt að hér séu fjölær grös mikið notuð í ræktun.

Af ofansögðu er eðlilegt að leggja mikla áherslu á grasrækt til mjólkur- og kjötframleiðslu en rækta korn sem viðbótarfóður. Grænfóður er töluvert notað bæði fyrir mjólkurkýr og lömb og er góð viðbót við fjölær grös og korn í sáðskiptum. Heyframleiðsla hefur þó farið minnkandi (5. mynd) samfara minnkandi landnotkun til ræktunar.

5. mynd: Heyframleiðsla á Íslandi (að undanskildum heykögglum) frá 1977 til 2019 (Hagstofa Íslands, 2020).

Landnámsmennirnir komu frá löndum þar sem kornrækt var mikilvægur hluti búskaparins. Þeir hófu því eðlilega kornrækt þegar hingað kom en ekki í stórum stíl. Með kólnandi veðurfari og lækkandi heimsmarkaðsverði á korni lagðist kornrækt að mestu af hér á landi. Hún komst svo aftur á skrið hér snemma á tuttugustu öldinni en svo kom bakslag þegar kólnaði upp úr 1960.

This article is from: