1 minute read
2.5.10.2 Svarðsýni
misþykkur eftir hvar borið var niður í reit var leitast við að setja jarðvegssýnið þannig saman að það stæði sem best fyrir reitinn í heild. Sömuleiðis ef yfirborð reits var mjög breytilegt (gróið og ógróið t.d.) þá var reynt að gæta þess að sýnið væri sem jafnast úr reit m.t.t. breytileika innan hans. Óhjákvæmilega var einhver breytileiki í hvernig sýnin voru samsett í þessum tilvikum. Dýpt jarðvegssýnis var skráð á merkimiða með hverju sýni ásamt kenninúmeri viðkomandi punkts og dagsetningu sýnatöku. Jarðvegssýnum var komið í kæli strax við heimkomu og síðan þurrkuð fyrir frekari úrvinnslu.
Úrvinnsla jarðvegssýna
Jarðvegssýni voru þurrkuð við 60°C. Sýnin voru sigtuð í eftirfarandi stærðarflokka; < 2 mm, >2 mm og < 4,75 mm, og >4,7m mm, eins voru grófar rætur sigtaðar frá. Hver stærðarflokkur var síðan veginn sérstaklega. Úr < 2mm hlutanum var tekið sýni, það malað og í möluðu sýni var heildar C og N innihald (%) greint með (Vario Max CN Element Analyser frá Elementar Analysen systeme GmbH). Samtímis C og N greiningu var rakainnihald malaða sýnisins ákvarðað með þurrkun við 105°C í sólarhring.
2.5.10.2 Svarðsýni Svarðsýni voru tekin með 10*10 cm stálramma með skarpri egg á neðri brún. Þessi rammi var lagður ofan á gróður og honum þrýst niður í jarðveginn undir, ef með þurfti var notaður hnífur til að skera gróður niður að jarðvegi (Mynd 12). Öllum gróðri og sópi (gróðurleifum) innan rammans niður að jarðvegi var safnað. Sömuleiðis ef greinar af runnum og hávaxnari gróðri lágu inn yfir rammann var þeim hluta safnað með. Staðsetning stálrammans í reitnum var ákveðin með þeim hætti að hann var ávallt settur í miðjan þriðja gróður rammann (sjá kafla 2.5) og því tilviljanakenndur innan reits. Svarðsýni voru notuð til að meta lífmassa ofanjarðar.
Úrvinnsla svarðsýna
Við sýnatöku svarðsýna er óhjákvæmilegt að eitthvað af fínni jarðvegskornum berist með sýni. Sýni voru þurrkuð og sett á 2 mm sigti og fíngerðari hlutinn sigtaður frá. Gróðurinn sem eftir var, var veginn svo og það sem sigtaðist frá. Fíngerðari hlutinn var settur í glæðingu við 550°C og lífrænt innihald ákvarðað. Heildarmagn lífræns efnis í sýni er því þyngd gróðurs >2 mm að viðbættum lífræna hlutanum í því sem er < 2 mm.