2 minute read

Einsleitni úttektarreita m.t.t. Nytjalandsflokkunar

Next Article
Heimildaskrá

Heimildaskrá

Ræktað land er ekki skráð ofan við 400 m hæð yfir sjávarmáli. Skógur og kjarrlendi nær hæst í 400-500 m. Yfirborðsflokkarnir Graslendi og Hálfdeigja koma ekki fyrir ofan 600 m hæð. Votlendi nær ekki upp fyrir 700 m hæð. Ríkt mólendi nær hæst í 700-800 m og rýrt mólendi í 800-900 m hæð. Flokkarnir hálf gróið land og lítt gróið land koma fyrir í öllum hæðarbilum og mosi í þeim flestum. Þessi skipting yfirborðsflokka endurspeglar að hluta versnandi vaxtarskilyrði með aukinni hæð en jafnframt er líklegt að aðrir þættir eins og landnýting og lega í landinu hafa sín áhrif.

Einsleitni úttektarreita m.t.t. Nytjalandsflokkunar Á vettvangi var skráð hvort úttektarreitur væri allur innan sama Nytjalandsflokks eða hvort hluti reitsins ætti frekar að flokkast öðruvísi. Meirihluti allra úttektarreita eða 88% er skráður einsleitur eða allur í sama Nytjalandsflokki, en í 11,3% reita voru tveir flokkar í reitnum og 0,7% reita var skráð sem blanda þriggja eða fleiri Nytjalandsflokka. Hver úttektarreitur er hringur með 3 m radíus eða rúmir 28 m2 . Tafla 9 sýnir hvernig skipting mill einsleitra og blandaðra reita var fyrir einstaka Nytjalandsflokka. Ekki er mikill munur á hlutfalli einsleitra reita milli Nytjalandsflokka en þó er hann til staðar. Hlutfall einsleitra reita segir sína sögu um samfellu í yfirborðsflokkum. Flokkar, sem eru með hærra hlutfall einsleitra reita hafa að líkindum stærri samfelld svæði að jafnaði heldur en flokkar með lægra hlutfall.

Tafla 9. Einsleitni úttektarreita m.t.t. Nytjalandsflokkunar (Homogeneity of observation plots with regard to landcover classes. Einsleitur= homogeneous whole plot in same class; Blanda tveggja= plot contains two categories; Blanda fleiri en tveggja= plot contains three classes or more).

Nytjalandsflokkur Einsleitur Blanda tveggja landgerða Blanda fleiri en tveggja landgerða Samtals

Graslendi 185 85% 30 14% 3 1,4% 218 Hálfdeigja 139 85% 22 13% 3 1,8% 164 Hálfgróið land 173 81% 36 17% 5 2,3% 214 Lítt gróið land 422 95% 19 4% 1 0,2% 442 Ríkt mólendi 280 84% 53 16% 1 0,3% 334 Mosi 178 87% 26 13% 1 0,5% 205 Rýrt mólendi 549 90% 63 10% 0 0,0% 612 Skógur og kjarrlendi 84 83% 16 16% 1 1,0% 101 Votlendi 148 92% 12 7% 1 0,6% 161 Allir 2157 88% 277 11% 16 0,7% 2450

Stærstu samfelldu svæðin virðast miðað við þetta vera í lítt grónu landi og í votlendi. Á hinn bóginn virðast minnstu samfelldu svæðin að jafnaði vera í hálfgrónu landi og í skóg- og kjarrlendi.

This article is from: