1 minute read

2.4 Tækjabúnaður og verklag

Next Article
Heimildaskrá

Heimildaskrá

Mynd 6. Fyrsta árið var notuð Panasonic tölva til að skrá athugunarbreytur á vettvangi en eftir það voru tekin í notkun Nomad Trimble lófatölvur (A Panasonic Toughbook was used to record field observation variables in the first year of the project. Trimble Nomad devices were used later on).

Fljótlega var þó fjárfest í harðgerðum öflugum lófatölvum (Nomad handheld Trimble Mynd 6) sem notaðar voru síðan í allar skráningar út verkefnið. Inn í skráningarformið voru fyrir flestar breytur settir flettiflipar með fyrirfram ákveðnum möguleikum á skráningu, fyrir nokkrar breytur voru gildi þó slegin inn eða skráður texti.

2.4 Tækjabúnaður og verklag Allir punktar voru fyrirfram settir inn í GPS tæki. Gengið var í punkta og þeir staðsettir út frá GPS tækinu. Skekkja í staðsetningu með GPS tækjum er að jafnaði innan við 5 metra. Miðað var við að GPS tækið sýndi ekki meira en 1 m í punkt þar sem hann var settur niður. Til að auka líkur á að hitta aftur á sömu staðsetningu í seinni heimsóknum, var settur niður hæll þar sem miðja úttektarreits var ákveðin og númer punkts skráð á hann. Gera má ráð fyrir að óvissa í staðsetningu úttektarreita geti verið nokkrir metrar. Öll hnit og skráningar eru í ISNET93hnitakerfi.

Alltaf var með í för búnaður til sýnatöku, jarðvegsbor 2 cm í þvermál, hnífur og sérstakur 10*10 stálrammi til sýnatöku úr ofanjarðar lífmassa (svarðsýnum), jarðvegsprjónn rúmlega 1 m að lengd (fyrir mat á jarðvegsdýpt), tveir tommustokkar til afmörkunar og staðsetningar á gróðurrömmum, greina- og gróðurklippur, pokar og merkimiðar fyrir sýni. Einnig var myndavél með í för. Seinni árin voru notaðar myndavélar með staðsetningarbúnaði.

This article is from: