1 minute read
2.5 Athugunarþættir og mat þeirra
Mynd 7. Útbúnaður til mælinga og sýnatöku: A) Jarðvegsbor 20 mm í þvermál; B) 10*10 cm stálrammi til afmörkunar á svarðsýni; C) 1 m teinn með grópum með 10 cm millibili, til mælinga á jarðvegsdýpt; D) 2 tommustokkar sem notaðir voru til að afmarka 50*50 cm reit til gróðurflokkagreininga. (Field equipments: A) Soil sampler, 20 mm in diameter; B) 10*10 cm steel frame for sward sample; C) T-style, tubular sampler used for measuring soil depth, marking at 10-cm interval; D) 2-meter sticks used for delineate 50*50 cm plots, used for estimation of vegetation classes).
2.5 Athugunarþættir og mat þeirra Hver úttektarreitur var hringur með 3 m radíus út frá staðsetningarpunkti (Mynd 8). Heildarflatamál úttektar reits var því um 28 m2. Innan þess hrings voru settir niður þrír 50*50 cm rammar til nánari skráningar á gróðri og sýnatöku. Tveir rammanna voru með fasta staðsetningu þ.e. 2 m til norðurs og 2 m til suðurs frá miðju reits. Þriðji ramminn var lagður út tilviljanakennt, þannig að vindátt í reit var látin ráða stefnu frá miðju reits, með þeim hætti að reitur var alltaf settur í eins meters fjarlægð undan vindi frá miðju reits.