1 minute read

LUCAS

Next Article
Heimildaskrá

Heimildaskrá

Alls voru lögð út 24 hálendishneppi með samtals 432 punkta og 145 láglendishneppi þar af 73 hneppi sem bætt var við 2012 alls 4.396 punktar. Samtals voru því lagðir út 4.828 hneppispunktar. Þar fyrir utan voru teknir 35 punktar úr úrtaki 3000 stakra punkta, áður en hneppin voru lögð út árið 2007 og 60 punktur vegna tilraunar til að samkeyra þessa úttekt við LUCAS verkefnið (sjá kafla 2.1.1).

LUCAS Árin 2012 og 2013 var í gangi vinna við að tengja Ísland inn í úttekt Evrópusambandsins á Landgerð og landnotkun. Úttektin var samstarfsverkefni EUROSTAT og JRC (Joint Research Centre). Verkefnið átti að ná til allra aðildarríkja ESB, en Ísland var þá í umræðum um aðild og var því áhugi á að láta úttektina einnig ná hingað. Verkefnið gekk undir nafninu LUCAS Land Use/Cover Area frame statistical Survey (https://esdac.jrc.ec.europa.eu/projects/lucas). Leitað var til Landbúnaðarháskólans? um samstarf þar sem ákveðinn skyldleiki var með LUCAS verkefninu og því verkefni, sem hér er lýst. Fljótlega kom í ljós að þeir úttektarpunktar sem lagðir höfðu verið út í LUCAS samræmdust illa þeim landupplýsingum sem fyrir lágu um yfirborðsland hér. Úrtakið var samsett af stökum punktum og því ljóst að mjög seinlegt yrði að komast í þá punkta eins og við rákum okkur á í upphafi okkar úttektar. Val LUCAS punkta var því endurskoðað og jafnframt var hluti þeirra tekin út með sama hætti og aðrir punktar í þessari úttekt. Þannig bættust við 60 úttektarpunktar í þetta verkefni (Mynd 5). Einnig var framkvæmd LUCAS úttekt, sýnataka og tilheyrandi skráningar, í hluta hneppispunkta.

Mynd 5. Úttektarpunktar sem teknir voru í tengslum við LUCAS verkefnið (Observation plots visited as part of the LUCAS project).

This article is from: