1 minute read
Nytjalandsflokkur
Mynd 8. Hæll var settur niður í athugunarpunkt og athugunarsvæðið var 3 m radíus frá hælnum (mynd til vinstri). Nærmynd af einum ramma fyrir mat á þekju einstaka gróðurflokka (mynd til hægri). (Left: A circular observation area was delineated using a 3-metre radius from the observation point, marked with a stick. Right: 50*50 cm frame used for measuring coverage of vegetation categories).
Nytjalandsflokkur Í hverjum athugunarpunkti var land flokkað til Nytjalandsflokks samkvæmt þeim aðferðum sem þar voru notaðar á vettvangi við sannprófun fjarkönnunar (Fanney Ó. Gísladóttir o.fl. 2014). Yfirborðsflokkar í Nytjalandsverkefninu eru í stafrófsröð; graslendi, hálfdeigja, hálfgróið land, jöklar og fannir, lítt gróið land, mosi, ríkt mólendi, rýrt mólendi, ræktað land, skógur og kjarrlendi, vatn og votlendi. Skilgreining flokkanna er eftirfarandi í sömu röð (sjá nánar (Fanney Ó. Gísladóttir o.fl. 2014). Graslendi: Grös ríkjandi gróður einnig falla innan þessa flokks svæði þar sem blómplöntur eru ríkjandi (blómlendi, m.a. lúpínubreiður). Hálfdegja: Þetta eru gróðurlendi eins og hálfdeigja, jaðar og framræst votlendi, sem ekki eru farin að bera augljós merki gróður breytinga yfir í þurrlendi (graslendi eða mólendi). Hálfgróið land: Heildar gróðurþekja þessa lands er á bilinu 20-50%. Jöklar og fannir: Land þakið jöklum eða snjó. Lítt gróið land: Heildar gróðurþekja minni en 20%. Mosi: Land sem telst til þessa flokks einkennist af því að mosi þekur um eða yfir helming yfirborðsins í lóðréttu ofanvarpi. Ríkt mólendi: Í ríku mólendi er hlutdeild eftirsóttra beitarplantna (grasa og blómplantna) í gróður þekjunni umtalsverð (>10%). Jarðvegur er yfirleitt þykkur en yfirborðið oft þýft. Gróskumeira land en rýrt mólendi. Rýrt mólendi: Rýrt mólendi einkennist af lélegum beitarplöntum á borð við móasef, þursaskegg og lyngtegundum. Oft er þar mikill mosi og jafnvel fléttugróður. Lítið er af eftirsóttum beitarplöntum á borð við blómtegundir, grös, starir og víði. Mosi er oft áberandi í rýru mólendi. Ræktað land: Ræktað land á fyrst og fremst við um tún og önnur ræktuð svæði, s.s. kornakra og grænmetisgarða. Flög sem myndast þegar land er brotið til ræktunar teljast sem ræktað land. Uppgræðslur utan túna og akra voru ekki flokkaðar sem ræktað land.