3 minute read

Kjarrþekja og kjarrhæð

Next Article
Heimildaskrá

Heimildaskrá

möguleika að greina úttektarreiti með < 50% þekju til Nytjalandsflokka þar sem þekjuviðmiðið er sett til hliðar. Sú úrvinnsla bíður betri tíma.

Af landi með meira en 50% gróðurþekju eru Skógar og kjarrlendi sú yfirborðsgerð sem hefur hæst hlutfall óskertrar gróðurþekju eða 84% úttektarreita. Votlendi, hálfdeigja og graslendi fylgja þar fast á eftir með óskerta þekju í 82%, 79% og 73% reita, í sömu röð. Í ríku mólendi er 63% reita með óskerta gróðurþekju og í rýru mólendi er eingöngu 24% reita með heila gróðurþekju. Flokkurinn mosi er samt sínu verstur með aðeins 16% reita með óskerta gróðurþekju. Í reitum sem heimsóttir voru 2012 og síðar var ákveðið að skrá jafnframt andlag gróðurþekjunnar og hvernig það skiptist (sjá kafla 3.2.2). Fram að þeim tíma var þekja rofdíla eina skráða andlagið við gróðurþekjuna (sjá kafla 3.2.7).

Kjarrþekja og kjarrhæð Kjarrþekja var metin í alls 2.449 reitum. Í 6 reitum misfórst skráningin með einhverjum hætti

(Tafla 11). Tafla 11. Kjarrþekja í athugunarreitum. Fjöldi reita í viðkomandi þekjubili innan hvers yfirborðsflokks. (Shrub and forest cover on observation plots. Number of observation plots is given for each cover interval and land-cover class).

Yfirborðsflokkur Ekki skráð Engin þekja 5% 1 10% 6 20% 11 30% 21 40% 31 50% 41 60% 51 70% 61 80% 71 90% 81 100% 91 100% alls reitir Alls skráð meðalþekja

Miðgildi þekju (median) [%] 0 2,5 7,5 15 25 35 45 55 65 75 85 94,5 100

Graslendi 0 198 9 1 4 3 2 0 0 1 0 0 0 0 218 218 1,4 Hálfdeigja 1 118 24 4 7 4 4 0 1 1 0 0 0 0 164 163 3,4 Hálfgróið land 0 185 18 6 3 1 1 0 0 0 0 0 0 0 214 214 0,9 Lítt gróið land 0 433 9 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 0 444 444 0,2 Ríkt mólendi 1 231 28 10 7 23 9 4 4 4 2 3 7 1 334 333 8,9 Mosi 1 171 21 2 4 4 2 1 0 0 0 0 0 0 206 205 1,7 Rýrt mólendi 1 367 94 42 22 34 20 15 4 4 6 2 2 0 613 612 7,2 Skógur og kjarrl. 2 2 0 1 2 3 5 4 9 12 14 11 15 21 101 99 73,2 Votlendi 0 112 23 6 10 2 6 2 0 0 0 0 0 0 161 161 3,7 All 6 1817 226 72 60 74 49 27 18 22 22 16 24 22 2455 2449 6,8

Að meðaltali var kjarrþekjan 6,8%. Í reitum innan yfirborðsflokksins skógur og kjarrlendi var mest kjarrþekja, eða 73,2%, eðlilega þar sem skilgreining þess flokks er beinlínis byggð á þekju trjágróðurs svo og lágmarks hæð. Þessi tvöfalda viðmiðun þ.e. þekja og hæð skýrir það að innan annarra yfirborðsflokka getur verið umtalsverð þekja án þess að viðkomandi land flokkist sem skóg og kjarrlendi. Hins vegar þá ætti ekki út frá skilgreiningu á flokknum skóg og kjarrlendi að vera reitir með minni þekju en 50%.

Mynd 16. Reitur innan yfirborðsflokks skóga og kjarrlendis (Observation plot in the land-cover class Shrub and forest).

Þeir reitir eru hins vegar 17% allra reita sem flokkaðir voru sem slíkir. Hluti þessara reita er með lægri þekju vegna þess að reitur liggur innan tveggja landgerða en samt að meirihluta í skóg og kjarrlendi. Víða er breytileiki í kjarrþekju innan þessa flokks, á þeim skala að reitir (3 m í radíus) lenda oft að hluta til á kjarri og að hluta á svæði án kjarrs (Mynd 16). Kjarrþekja annarra yfirborðsflokka en skóg- og kjarrlendis er í flestum tilvikum undir 50% og að meðaltali undir 10% fyrir alla aðra flokka. Af þeim yfirborðsflokkum er meðalþekjan mest í ríku mólendi eða 8,9% og svo í rýru mólendi 7,2%. Þetta eru líka þeir yfirborðsflokkar þar sem hluti reita er með meira en 50% kjarrþekju. Kjarrhæð innan úttektarreits var metin sjónrænt sem meðalhæð innan reitsins, þ.e.a.s. notaður var tommustokkur og meðalhæðin metin. Ef hæðin var yfir 1 m var hún ekki skilgreind nánar. Í útreikningum á meðalhæð var notað gildið 250 cm fyrir alla reiti sem metnir voru með kjarrhæð meiri en 100 cm, innan skóg- og kjarrlendis, en fyrir alla aðra flokka voru notaðir 150 cm. Hvoru tveggja er byggt á yfirlitsmyndum úr viðkomandi reitum og ber að taka með fyrirvara. Kjarrhæð var eðlilega eingöngu metin í þeim reitum þar sem skráð var einhver kjarrþekja. Alls voru það 632 reitir en af þeim misfórst skráning á kjarrhæð í 7 reitum. Meðal kjarrhæð allra skráðra reita var 37,5 cm og fyrir reiti með kjarrhæð 1 m eða minna sem er 93% allra reita með kjarrþekju, er meðalhæðin 23,1 cm (Tafla 12).

This article is from: