1 minute read
3.2.7.2 Virkni díla
3.2.7.2 Virkni díla Í reitum sem skoðaðir voru eftir 15.6.2012 var virkni rofdíla metin með því að skoða jaðra þeirra og meta hvort þeir væru að gróa saman eða hvort virkt rof væri í þeim. Þriðji kosturinn var svo, að þeir væru stöðugir. Virknin var metin fyrir úttektarreitinn í heild ekki einstaka díla innan hans (Tafla 36).
Tafla 36. Ástand rofdíla í athugunarreitum sem skoðaðir voru 2012 og síðar; taflan sýnir fjölda reita og hlutfall þar sem ástandið var metið vera með viðkomandi hætti. (Number of erosion spots at observation plots visited in 2012 and later, sorted by land-cover class and condition: Að lokast (closing), stöðugir (stable), virkir (active erosion).
Yfirborðsflokkur Að lokast Stöðugir Virkir Samtals reitir Fjöldi reita Hlutfall % Fjöldi reita Hlutfall % Fjöldi reita Hlutfall % Graslendi 0 0% 2 50% 2 50% 4 Hálfdeigja 2 29% 1 14% 4 57% 7 Hálfgróið land 1 2% 11 27% 29 71% 41 Lítt gróið land 0 0% 0 0% 3 100% 3 Ríkt mólendi 13 32% 8 20% 20 49% 41 Mosi 11 26% 16 38% 15 36% 42 Rýrt mólendi 26 17% 37 25% 88 58% 151
Skógur og kjarrlendi 1 100% 0 0% 0 0% 1 Alls 54 19% 75 26% 161 56% 290
Virkni díla var metin í 290 reitum, af þeim voru 54 (19%) skráðir vera að lokast, 75 (26%) vera stöðugir, og 161 (56%) sem virkir. Fjöldi reita, sem metnir voru, er mjög lítill fyrir fjóra yfirborðsflokka og segir skipting þeirra eftir virkni lítið. Meirihluti (71%) rofdíla í hálfgrónu landi er samkvæmt þessu virkir þ.e. gróður á undanhaldi. Sömu sögu er að segja um rýra mólendið þó hlutfallið sé aðeins lægra eða 58%. Í ríku mólendi er virkt rof í tæpum helmingi (49%) reita sem metnir voru. Í yfirborðsflokknum mosa er minni hluti (36%) reita með virkt rof í rofdílum, þ.e. meirihluti þeirra er annað hvort stöðugur eða er að lokast.