4 minute read

3.2.7.1 Stærð díla

Next Article
Heimildaskrá

Heimildaskrá

meðalþekja rofdíla 3,8%. Mest þekja rofdíla er í hálfgróna landinu 10,3% ef miðað er við alla reiti en næst mest eða 26,1% ef miðað er eingöngu við reiti með rofdílum í. Í því lítt gróna landi, sem skráð var með rofdíla, var meðalþekja þeirra 26,9%, en aðeins 2,8% ef allir reitir eru teknir með. Af þeim yfirborðsflokkum, sem skilgreindir eru með þekju >50%, er mest þekja rofdíla í rýru mólendi, hvort heldur miðað er við alla reiti (6,8%) eða aðeins reiti með rofdílum (11,1%).

3.2.7.1 Stærð díla Í reitum, sem voru metnir eftir 15.6.2012, var meðalþvermál rofdíla í þeim reitum, sem voru á annað borð með rofdíla 71 cm. Samtals voru þetta 346 reitir, í 5 þeirra misfórst skráning á þessari eigind (Tafla 35). Meðalþvermál er reiknað fyrir hvern flokk út frá miðgildi lengdarbila og fjölda reita þar sem meðalþvermálið var metið á viðkomandi lengdarbili. Í þeim yfirborðsflokkum, sem rofdílar fundust í > 10% reita þ.e. hálfgróið land, ríkt mólendi, mosi og rýrt mólendi, er meðalþvermál díla mest í hálfgróna landinu eða 94 cm. Þar eru sem sagt stærstu dílarnir að jafnaði innan þessara yfirborðsflokka, enda heildargróðurþekjan komin niður fyrir 50%. Meðalþvermál rofdíla er að vísu meira (114 cm) í þeim reitum í lítt grónu landi sem á annað borð voru skráðir með rofdíla (2012 og síðar), en þeir reitir voru tiltölulega fáir (alls 5).

Tafla 35. Fjöldi reita sem heimsóttir voru eftir15.6.2012 og með skráða rofdíla, þar sem meðalþvermál rofdíla innan reits var metin á hverju lengdarbili, skipt eftir yfirborðsflokkum. (Number of plots visited after 15.6.2012, sorted by average diameter of erosion spots and land-cover class).

Lengdarbil meðalþvermáls rofdíla [cm]

Yfirborðsflokkur kki skráð E 20 cm 1 40 cm 21 60 cm 41 80 cm 61 100 cm 81 120 cm 101 140 cm 121 160 cm 141 180 cm 161 200 cm 181 250 cm 201 300 cm 251 Samtals reitir Meðaltal

Miðgildi [cm] 10 30 50 70 90 110 130 150 170 190 225 275 Graslendi 0 1 2 0 1 0 0 1 0 0 0 0 0 5 54 Hálfdeigja 0 1 4 1 0 1 0 0 0 0 0 0 0 7 39 Hálfgróið land 3 6 11 6 2 2 2 7 3 0 1 0 7 50 94 Lítt gróið land 1 2 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 2 5 114 Ríkt mólendi 0 13 10 7 5 4 2 2 0 1 2 0 4 50 72 Mosi 0 7 15 13 1 1 2 2 1 0 1 1 1 45 59 Rýrt mólendi 0 30 40 36 20 9 17 12 5 2 4 2 4 181 68 Skógur og kjarrlendi 1 0 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 0 3 27 Samtals reitir 5 60 83 64 29 17 23 24 9 3 8 3 18 346 71

Meðalþvermál rofdíla var eingöngu skráð í tveimur reitum, sem flokkaðir voru sem skóg- og kjarrlendi. Í yfirborðsflokkunum graslendi, hálfdeigja, og lítt gróið land voru innan við 10 reitir með rofdílum, sem þvermálið var metið í. Meðalþvermál rofdíla í ríku mólendi, moslendi og rýru mólendi er mjög áþekkt eða kringum 60-70 cm. Í ríku og rýru mólendi er meðalþvermál díla, þar sem þeir eru skráðir, minna en 80 cm í 70% reita og í moslendinu eru það 80% reita. Auk þess að meta meðalþvermál rofdíla þá var einnig skráð minnsta og mesta þvermál. Hvoru tveggja þessara stærða eru byggðar á sjónmati í flestum tilvikum. Þó tommustokkur hafi verið til staðar, var þvermálið ekki mælt skipulega. Mjög mikill breytileiki er í stærð og lögun rofdíla. Í gögnum er einnig að finna ákveðið ósamræmi milli meðalþvermáls rofdíla og efri og neðri marka (neðri mörk stærri en efri mörk lengdarbils og öfugt. Skilgreining á rofdíl er einnig óljós. Hvað getur hann verið stór og hvenær verður díll að fláka í landslagi, sem ræður flokkun í yfirborðsflokk? Lögun rofdíla er einnig mjög breytileg og auk þess renna þeir gjarnan saman.

Á myndunum hér að neðan (Mynd 21 og Mynd 22) er tíðni skráðra efri og neðri marka í þvermáli rofdíla dregin saman fyrir skráða meðalstærð í hverjum reit.

Mynd 21. Tíðni einstakra skráðra efri og neðri marka í þvermáli rofdíla skipt niður eftir meðalþvermáli rofdíla. Lengdar bil þvermáls 1-20 cm til 61-80cm. X-ás efri eða neðri mörk í cm, y-ás fjöldi reita með viðkomandi gildi. (Higher and lower limits of erosion spots tallies (Y-axis) for diameter intervals. Length intervals 1-20 cm to 6180 cm (X-axis).

Mynd 22. Tíðni einstakra skráðra efri og neðri marka í þvermáli rofdíla skipt niður eftir meðalþvermáli rofdíla. Lengdar bil þvermáls 81-100 cm til 141-160cm. X-ás efri eða neðri mörk í cm, y-ás fjöldi reita með viðkomandi gildi. (Higher and lower limits of erosion spots tallies (y-axis) for diameter intervals 81-100 cm to 140-160 cm (xaxis).

This article is from: