1 minute read
Rofmyndir aðrar en rofdílar
Mynd 23. Rofdílar í moslendi þar sem jaðrar eru að gróa upp (Erosion spots in the land-cover class ‘Mosses’ evaluated as ‘closing’).
Það er í sjálfu sér áhugavert að opnur í moslendi séu minna virkar en opnur í öðrum landgerðum (Mynd 23). Að hluta til getur skýringin legið í því að mosar hafaekki rætur og augljósasta merkið um virkt rof er að rætur standa berar í jöðrum dílanna. Varðandi ríka- og rýra mólendið og hálfgróna landið þá virðist samkvæmt þessu meirihluti þeirra svæða sem rofdílar eru í, vera frekar á undanhaldi en að gróa upp.
Rofmyndir aðrar en rofdílar Í reitum sem voru skoðaðir eftir 15.6. 2012 var skráð hvort aðrar rofmyndir en rofdílar væru til staðar í og við úttektarreiti. Lýsingu á þessum rofmyndum má finna í bókinni „Jarðvegsrof á Íslandi“ (Ólafur Arnalds o.fl. 1997). Niðurstöður þessara skráningar eru dregnar saman í töflu Tafla 37.