1 minute read

Hugtakalisti og skammstafanir

Next Article
Lokaorð

Lokaorð

Hugtakalisti og skammstafanir

Garð- og landslagsplöntur (e. garden- and landscape plants): Planta sem hefur skilgreint notkunarhlutverk og hefur verið ræktuð með ákveðinn tilgang í huga.

Harðgeri og þol (e. hardiness): eiginleikar plöntu til að lifa við erfiðar aðstæður t.d. við erfiðar veðurfarsaðstæður, vind eða frost, í skugga, þurrk eða borgarumhverfi.

ICNCP (International Code of Nomenclature for Cultivated Plants): Alþjóðlegar nafnareglur fyrir ræktaðar plöntur gefnar út af ISHS.

ISHS (International Society for Horticultural Science): Alþjóðafélagi garðyrkjuvísinda, sem meðal annars gefur út rit um nafnreglur fyrir ræktaðar plöntur (ISHS, 2009).

Klónn (e. clone): tvær eða fleiri ræktaðar plöntur sem hafa verið ræktaðar upp af einni plöntu og hafa sömu genasamsetningu þ.e. eru erfðarfræðilega eins.

Kvæmi (e. provenance): Hópur plantna af sömu tegund sem kemur frá afmörkuðu landsvæði, t.d. birki úr Bæjarstað.

Notkunarflokkar: plöntur falla í mismunandi notkunarflokka (sama planta getur verið í fleiri en einum flokki) eftir vaxtarstað og því hvaða tilgang þær hafa. Dæmi um notkunarflokka eru einkagarðar, opin græn svæði, botnþekjandi runnar, limgerði, plöntuker, stakstætt, þyrping, kantplöntur, klifurplöntur, skjólbelti, aldin- eða berjarunnar.

Ræktunarsvæði (harðgeri og vaxtarsvæði) (e. hardiness zone): landinu hefur verið skipt upp í flokka A, B, C, D eftir veðurfarskilyrðum og eru plöntur flokkaðar eftir því á hvaða landshlutum þær geta þrifist.

Tegund (e. species): hópur sambærilegra plantna sem hægt er að fjölga innbyrðis. Yfirflokkur í nafnakerfinu.

Úrvalsplanta (e. elite plant): plöntur sem uppfylla ákveðin skilyrði fyrir tilteknar aðstæður og hafa reynst vel í ræktun, framleiðslu og sölu. Þær hafa jafnframt verið hreinsaðar af vírussjúkdómum. Ákveðnar reglur gilda um hvaða plöntur komast í hóp úrvalsplantna.

YG númer: ræktunarnúmer Yndisgróðurs, vísar í gagnagrunn þar sem upplýsingar um yrkin eru skráð.

Yrki (e. cultivar): planta eða plöntuhópur sem hefur verið valinn til ræktunar vegna ákveðinna eiginleika. Þessir eiginleikar þurfa að vera afgerandi, samræmdir og stöðugir og halda sér við fjölgun með viðurkenndum ræktunaraðferðum.

Yrkisnöfn (e. cultivar name): lúta alþjóðlegum reglum ISHS (International Society for Horticultural Science) og eru samkvæmt venju rituð með einföldum gæsalöppum og hástaf. Hægt er að lesa um þær reglur í riti ISHS (2009).

12

This article is from: