1 minute read

Fell (Brúnjörð, Brown Andosol

Fell (Brúnjörð, Brown Andosol)) Tekið 12/6/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur um 3 km norðan brúar á Lagarfljóti við Egilsstaði, sunnan hringvegar í mjög þýfðu landi, NV í malarnámu.

Staðsetning: N 65°20’26,8” W 14°29’84.0” H.y.s.: 130 m (GPS). Gróðurhula: Þurrt mólendi. Mjög þýft. Hæð þúfna að meðaltali 15-40 cm. Helstu tegundir: Betula nana, Salix herbacea, Bistorta vivipara, Carex lachenalii og Kobresia myosuroides. Rof: Ekkert. Athugasemdir: Frost var enn í jörðu neðarlega í sniðinu.

Dýpi gefið í cm A 0-10 Dökkrauðbrún (5YR 3/2) siltmold; veik, fín til meðalstór, kornótt bygging; margar, fínar og mjög fínar rætur; frostverkanir; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 2C 10-14 Brúnn (10YR 5/3) myndinn sandur; myndlaus bygging; fremur fáar rætur; bylgjótt lagmót. Gjóskulag Öskju frá 1875. 3Bw1 14-26 Dökkrauðbrún (5YR 3/2) mold; meðalstór, kubbslaga bygging; meðalfáar rætur; frostverkanir; bylgjótt lagmót; 4C 26-31 Svört (10YR 2/1) sendin mold; lausbundin bygging; stökk samloðun; meðalfáar rætur; bylgjótt lagmót. Gjóskulagið „a“ (1477). 5Bw1 31-43 Dökkbrún (10YR 3/3) og dökkrauð (2,5YR 3/2) siltmold; meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; bylgjótt lagmót. 5Bw2 43-75 Dökkrauð (2,5YR 3/6) mold; meðalfín og meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar rætur; gróf brot (2-20 mm); skýr slétt lagmót. 5Bw3 75-83+ Dökkbrún (7,5YR 3/4) mold; meðalfín og meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar rætur; gróf brot (2-20 mm). Sýni ekki tekið.

18

This article is from: