1 minute read

Bygging

af leir í sýninu er hægt að mynda lengri mjóa borða sem loða saman. Silt er oftast ákvarðað með frádrætti eftir að sandur og silt hafa verið metin. Síðan er kornastærðarflokkur ákvarðaður á kornastærðarþríhyrningi (4. mynd). Með þjálfun er unnt að ná mikilli nákvæmni með þessari aðferð, hún hefur reynst vel við greiningu á leirmagni en þó misvel eftir kornastærðarflokkum. Myldinn sandur, sendin mold, mold og silt mold greinist mjög vel en í leirmold, siltkenndum leir og leir virðist vera ofmat á leirinnihaldi. Hluta ofmatsins má rekja til lífrænna efna í lögunum en þó virðist fleira spila inn. Aðferðin er sérstaklega mikilvæg við lýsingu Eldfjallajarðar (Andosol), þar sem hefðbundnar aðferðir við ákvörðun kornastærðar gefa afar skakka mynd af raunverulegri kornastærð jarðvegsins, því þær mæla ekki innihald leirs (Ólafur Arnalds 1993). Finguraðferðin er þá einfaldlega nákvæmari en hinar hefðbundnu aðferðir.

4. mynd. Kornastærðarþríhyrningur (textural triangle) er notaður til ákvörðunar á kornastærðarflokki.

Bygging Jarðvegsmyndun veldur því að jarðvegskornin raðast saman í stærri byggingareiningar. Ferlinu er oft stjórnað af lífverum moldarinnar, ekki síst í Alaginu. Þessar einingar eru afar mikilvægar fyrir jarðveginn, því að á milli eininganna myndast hlutfallslega stærri holrými en annars væru, sem auðveldar vatnsrennsli og loftun jarðvegsins. Við sniðlýsingar er ákvörðuð byggingargerð, -stærð og styrkleiki byggingareininga. Þrjár byggingargerðir eru algengar á Íslandi: kornótt bygging í Alögum (e: granular), kubbslaga bygging í B-lögum (e: subangular blocky) og plötulaga bygging (e: platy) þar sem mörg þunn gjóskulög móta jarðvegsbygginguna. Stærðin er ákveðin samkvæmt stöðluðu skema, en styrkleikinn (e: grade) eins og hér greinir:

10

This article is from: