1 minute read

Skeiðarársandur (Glerjörð, Vitric Andosol

Skeiðarársandur (Glerjörð, Vitric Andosol) Tekið 9/6/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud, Bergrúnu Óladóttur og Bergi Sigfússyni skammt frá Gígjukvísl í efni sem barst fram í hlaupunum 1996. Gróðurhula: Gróðurhula 2%.

Rof: Mikið. Móðurefni: Framburður undan jökli. Framræsla: Mjög vel ræst. Athugasemdir: Snið tekið til að fá mynd af mjög ungum jarðvegi, m.a. efnagreiningar.

Dýpi gefið í cm C 0-7 Sandur; lausbundin bygging; sandkorn (20%), 2-40 mm; mjög fáar rætur; mjög skörp, bylgjótt lagmót. Sýni ekki tekið. 2A 7-16 Svartur (5YR 2,5/1) myldinn sandur; lausbundin bygging; sandkorn (5%), 220 mm; mjög fáar rætur; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 3C 16-18 Svartur (7,5Y 2/0) myldinn sandur; lausbundin bygging; engin gróf korn; mjög fáar rætur; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 4C 18-45 Grár (5YR 5/1) sandur; lausbundin bygging; engin gróf korn; mjög fáar rætur; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 5C 45-50+ Svartur (7,5Y 2/0) myldinn sandur; lausbundin bygging; sandkorn (20%), 2-5 mm korn; mjög fáar rætur.

22

This article is from: