1 minute read

Hornafjörður (Glerjörð, Gleyic Andosol

Hornafjörður (Glerjörð, Vitric Andosol) Tekið 10/6/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur í gömlum farvegi Hornafjarðarfljóts innan landgræðslugirðingar þar sem áður var sandur. Austan brúar, um 300 m niður eftir langræðsluvegi. Glerjörð sem þróast hratt í átt til Votjarðar, Gleyic Andosol, sem er afar sérstætt. Staðsetning: N 64°21’50,7” W 15°20’56,5” H.y:s.: 9 m (GPS). Gróðurhula: Juncus arcticus 20%, Salix phylicifolia 10%, grös o.fl. Framræsla: Grunnvatnsborð á 17 cm dýpi. Illa ræst. Móðurefni: Árframburður. Athugasemdir: Einkar athyglisverður votlendisjarðvegur þar sem áður var svartur sandur.

Dýpi gefið í cm O 0-3 Mjög dökkgrá (10YR 3/1) sendin mold; rotnaðar, lífrænar leifar; margar, mjög fínar rætur; mjög skörp, slétt lagmót. C1 3-8 Mjög dökkgrár (2,5Y 3/0) sandur; 5% korn 2-20 mm; fáar, mjög fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. C2 8-20+ Mjög dökkgrár (2,5Y 3/0) sandur; 20% korn 2-20 mm; mjög fáar, fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót.

21

This article is from: