1 minute read

Vopnafjörður (Brúnjörð, Brown Andosol

Vopnafjörður (Brúnjörð, Brown Andosol) Tekið 13/6/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur í rofabarði skammt fyrir innan bæinn Egilstaði, við þjóðveginn um dalinn að sunnanverðu þar sem vegur liggur yfir mel sem nú er verið að græða upp. Staðsetning: N 65°40’14,3” W 14°54’07,0” H.y.s.: 64 m (GPS). Gróðurhula: Þúfur, hæð 10-15 cm. Samsetning gróðurhulu: Betula nana, Betula pubescens, Carex lachenalii, Bistorta vivipara, Empetrum nigrum, Carex bigelowii, Calluna vulgaris og grös. Rof: Rof á yfirborði þúfna. Framræsla: Vel ræst. Athugasemdir: Þetta snið er mjög svipað og jarðvegsniðin á Vopnafirði og Felli. Mikil ummerki meints „a“ (1477) gjóskulags.

Dýpi gefið í cm A1 0-14 Dökkbrún (7,5YR 3/4) siltmold; fín til meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. A2 14-28 Dökkrauðbrún (5YR 3/3) mold; meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw1 28-51 Dökkgulbrún (10YR 3/4) mold; veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw2 51-66 Dökkgulbrún (10YR 4/4) siltmold; veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar og meðalfínar rætur; í toppi er gjóskulagið „a“ (1477, 3 cm); mjög skörp, óregluleg lagmót. Sýni ekki tekið. 2C 66-73 Dökkgulbrún (10YR 4/6) siltmold (gjóskulag H3); veik, fín, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar rætur; mjög skörp, óregluleg lagmót. 3Bw1 73-90 Dökkbrún (7,5YR 4/4) siltmold; veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar rætur; bylgjótt lagmót. 3Bw2 90+ Dökkbrún (7,5YR 4/4) siltmold; veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur.

26

This article is from: