1 minute read

Viðborð II (Brún- og Svartjörð, Brown and Histic Andosol

Viðborð II (Brún- og Svartjörð, Brown and Histic Andosol) Tekið 10/6/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur skammt frá Viðborði I í blautara landi. Aðrar aðstæður svipaðar. Staðsetning: N 64°20’36,6” W 15°24’21,6” H.y.s.: 37 m (GPS). Gróðurhula: Þúfur (hæð 20 cm), graslendi, helstu tegundir: Carex ssp., Agrostis ssp. 30%, Juncus ssp. og Equisetum ssp. Rof: Ekkert.

Framræsla: Illa ræst.

Athugasemdir: Grunnvatn á 60 cm dýpi, Halli 3° S/W, (sjá einnig Viðborð I sniðlýsingu).

Dýpi gefið í cm Oi-e 0-8 Mjög dökkbrúnar (10YR 2/2) lítið til meðalmikið rotnaðar, lífrænar leifar; veik, fín til meðalstór, kornótt bygging; skýr bylgjótt lagmót. A 8-16 Dökkrauðbrún (5YR 3/2) siltmold; mjög veik, fín til meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, fínar til meðalfínar rætur; margir, rauðir (2,5YR 4/6), fínir, meðalgrófir dílar; skýr bylgjótt lagmót. 2Bw1 16-23 Dökkgulbrúnt (10YR 3/4) lítið til meðalmikið rotnað, lífrænt efni; margar, fínar rætur sem skerast í gegnum lífrænt lag; margir, rauðir (2,5YR 4/6), meðalgrófir dílar; svart (7,5YR 2/0), óreglulegt 1 cm gjóskulag í botni; skýr bylgjótt lagmót. 2Oe-a 23-38 Mjög dökkgrábrúnt (10YR 3/2) meðalmikið rotnað til mikið rotnað efni; veik, fín, plötulaga bygging; margar, fínar rætur sem skerast í gegnum lífrænt lag; Margir, rauðir (2,5YR 4/6), meðalgrófir til grófir dílar; föl rautt (2,5YR 6/2) gjóskulag frá Öræfajökli 1362 í botni, 0-3 cm; skörp bylgjótt lagmót. 2Bw2 38-48 Dökkrauðbrúnt (5,5YR 3/3) meðalmikið rotnað efni; svart (7,5YR 2/0) gjóskulag í botni, 0-2 cm; skörp bylgjótt lagmót. 3Bw 48-78+ Mjög dökkgrá (10YR 3/1) leirmold; veik, fín til meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun.

25

This article is from: