1 minute read

Gufudalur (Svartjörð, Histic Andosol

Gufudalur (Svartjörð, Histic Andosol) Tekið 8/7/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur efst í 2 m djúpri lægð austur af Gufudal á Barðaströnd, norðan vegar (slóði). Staðsetning: N 65°33’34,4” W 22°20’19,5” Gróðurhula: Þýft mólendi, þúfur 20-100 cm háar og 2x2 m í þvermál. Samsetning gróðurhulu: Vaccinium uliginosum, Armeria maritima, Carex bigelowii. Önnur nærliggjandi gróðurhula: Betula pubescens (30%), Empetrum nigrum (10%), Juncus trifidus, Stereocaulon ssp., Rachomitrium ssp., Salix glauca, Salix phylicifolia. Rof: Nokkurt. Malarblettir milli gróinna svæða.. Athugasemdir: Jarðvegsniðið var tekið á grónu svæði. Halli 2° SA.

Dýpi gefið í cm O1 0-11 Dökk rauðbrún (5YR 3/2) sendin mold; mjög fín til meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, mjög fínar til meðalfínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. O2 11-21 Mjög dökkgrá (5YR 3/1) mold; fín til meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar, fínar og meðalfínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 2Bw1/C 21-51 Dökkbrún (10YR 3/3) malarrík-leirmold; meðalstór, kubbslaga bygging; meðalfáar, fínar rætur; möl (35%) 2-200 mm stór korn.

28

This article is from: