1 minute read

Klukkufell (Mójörð, Histosol

Klukkufell (Mójörð, Histosol) Tekið 8/7/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur í framræstri mýri í landi Klukkufells í Reykhólahreppi. Staðsetning: N 65°31’53,1” W 22°21’52,1” H.y.s.: 49 m (GPS). Gróðurhula: Illa ræst mýri, akur. Þýft mólendi einkenndi svæðið (brúnjörð) en þó afar misþykkt: 10-50 cm. Rof: Rofblettir algengir. Framræsla: Meðalvel ræst Athugasemdir Jarðvegssniðið var óvenju þykkt í heild sinni í samanburði við önnur mýrarsnið á svæðum sem sáust. Halli 3°W.

Dýpi gefið í cm Oe1 0-18 Mjög dökkbrúnt (10YR 2/2) meðalmikið rotnað efni; plötulaga bygging; margar fínar til meðalfínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Oe2 18-30 Dökkrauðbrún (5YR 2,5/2) meðalmikið rotnað efni; plötulaga bygging; margar meðalstórar rætur; frekar fitugláandi áferð; á lagmótum Oe2 og Oe3 er sennilega gjóskulag (ljós grátt), gæti þó einnig verið kísilþörungar; skörp bylgjótt lagmót. Oe3 30-75 Svart (10YR 2/1) meðalmikið rotnað efni; plötulaga bygging; fremur fitugláandi áferð; trjáleifar (3%) 1-6 cm ; bylgjótt lagmót. Oa4 75-115 Svart (7,5YR 2/0) fremur mikið rotnað efni; mjög fitugláandi áferð; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 2O 115-123 Rauðbrúnn (5YR 4/3) leir; veik, meðalstór, kubbslaga bygging og plötulaga bygging; mjög stökk samloðun; blár afoxunarlitur (Fe+2 ); mjög skörp, bylgjótt lagmót. 3Oa 123-133 Svart (2,5YR 2/0) mikið rotnað efni; plötulaga bygging; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 4Bw 133-153 Ljósbrún (10YR 5/4) leirmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 5Oa 153-173 Svart (2,5Y 2,5/0) mikið rotnað efni; plötulaga bygging; mjög skörp, bylgjótt lagmót. 5Bw 173-183 Svört (2,5Y 2,5/0) mikið rotnuð, lífræn efni; plötulaga bygging; margir, grófir dílar (sýni tekin sérstaklega); mölin er lituð bláum afoxunarliti; mjög skörp, bylgjótt lagmót. R 183+

29

This article is from: