1 minute read

Mjóifjörður (Brúnjörð, Brown Andosol

Mjóifjörður (Brúnjörð, Brown Andosol) Tekið 11/7/2002 af Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur í dalbotni á votlendi í gömlum niðurskorningi í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. Staðsetning: N 65°48’89,4” W 22°39’66,1” H.y.s.: 15 m (GPS). Gróðurhula: Fífa, grös, og votlendisgróður. Þúfur: 10 cm í þvermál. Rof: Ekkert.

Framræsla: Vel ræst.

Dýpi gefið í cm O1 0-6 Dökkbrún (7,5YR 3/4) siltmold; fín, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; mjög fínar og meðalfínar rætur; bylgjótt lagmót. 2Bw1 6-23 Dökkbrún (10YR 3/3) sendin mold; mikið rotnað, lífrænt efni; mjög margar, fínar og meðalfínar rætur; möl (60%) 25 mm, brot verða grófari þegar neðar dregur; bylgjótt lagmót. 2O 23-28 Dökkbrún (7,5YR 3/2) siltkennd leirmold; mikið lífrænt, rotnað efni; margar fínar rætur; fitugláandi áferð; bylgjótt lagmót. 2Bw2 28-41 Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) sendin mold; rotnað efni milli sandkorna; korn verða grófari þegar neðar dregur; bylgjótt lagmót. 2Bw3 41-50 Dökkbrún (10YR 3/3) sendin mold; meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; fáar, mjög fínar rætur; meðalstórir dílar í botni sem lyfst hafa úr C-lagi; bylgjótt lagmót. C 50-55 Dökkrauðbrúnt (5YR 4/2) malarlag; möl (90%) 2-50 mm; litur á útfellingum: gulrauður (5YR 4/6).

30

This article is from: