1 minute read

Mjólká (Svartjörð, Histic Andosol

Mjólká (Svartjörð, Histic Andosol) Tekið 9/7/2002 af Ólafi Arnalds, Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur á sillu við veginn upp á hálendið ofan Mjólkárvirkjunar í Borgarfirði inn af Arnarfirði. Staðsetning: N 65°46’77,5” W 23°09’70,0” H.y.s.: 85 m (GPS). Gróðurhula: Þýft svæði, Empetrum nigrum, Salix phylicifolia, Salix callicarpaea, Vaccinium uliginosum, Carex bigelowii, Alchemilla alpina, Kobresia myosuroides o.fl. Framræsla: Meðalvel ræst. Rof: Lítið rof. Móðurefni: Vindborið efni, sennilega einnig efni frá gömlum árfarvegi sem útskýrir myndun 2Ab-lags. Athugasemdir: Nokkur ummerki frostverkanna. Jarðvegurinn er ekki þykkur og inniheldur mikið að grófu efni. Halli 0° á stalli. Nokkuð dæmigert snið fyrir jarðveg á Vestfjörðum þar sem land er vel gróið.

Dýpi gefið í cm O 0-6 Mjög dökkbrún (10YR 2/2) mold; veik, fín til meðalstór, kornótt bygging; mjög stökk samloðun; margar fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw1 6-15 Dökkbrún (7,5YR 3/2) leirmold; mjög veik, fín til meðalstór, kubbslaga bygging; margar fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 2Ab 15-24 Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) leirmold; mjög veik, fín til meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar meðalstórar rætur, 5-20 mm í þvermál; 10% dílar í botni; skörp bylgjótt lagmót. 2O1b 24-32 Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) leirmold; mjög veik, fín til meðalstór, kubbslaga bygging; meðalfáar, fínar rætur; möl (15%) 5-20 mm í þvermál; skörp bylgjótt lagmót. 2O2b 32-40+ Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) leirmold; mjög veik, fín, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; möl (15%) 5-20 mm.

31

This article is from: