1 minute read

Árnes (Brúnjörð, Brown Andosol

Árnes (Brúnjörð, Brown Andosol) Tekið 27/6/2001 af Ólafi Arnalds, Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud í jarðvegs og malarskurði í jaðri malarnáms í nágrenni bæjarins Stóranúps, norðan sveitavegarins. Staðsetning: N 64º03'27,1" W 20º11'14,0" H.y.s: 116 m (GPS). Gróðurhula: Graslendi, Galium ssp., Equisetum ssp., Polygonum ssp. Rof: Lítið dílarof.

Framræsla: Fremur blautt en nú vel ræst. Móðurefni: Áfok og gjóska. Athugasemdir: Nýgrafinn skurður.

Dýpi gefið í cm A1 0–3 Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) siltmold; mjög veik, kornótt bygging; stökk samloðun; margar, mjög fínar og fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. A2 3–19 Mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) siltmold; mjög veik, meðalstór kornótt bygging; stökk samloðun; margar, fínar til meðalfínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. A3 19-30 Mjög dökkgrá (10YR 3/1) siltmold; mjög veik, meðalstór, kornótt og kubbslaga bygging, (plötulaga sennilega vegna samþjöppunar); stökk samloðun; fáar, fínar og meðalfínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw1 30–47 Dökkbrún (7,5YR 3/2) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; fáar, meðalfínar og grófar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Bw2 47–51 Brúnn (7,5YR 4/4) sandur (gjóskulag); myndlaus, lausbundin bygging og dökkrauðbrún (5YR 3/3) siltmold; mjög veik, fín og meðalstór kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, grófar rætur; skörp bylgjótt lagmót. 2C 51-62 Svört (5YR 2,5/1) möl; myndlaus, lausbundin bygging; gjóskulag (0,2-3 cm) hugsanlega Hekla 1693; skörp bylgjótt lagmót. 3Bw1 62–92 Svart (5YR 2,5/1) gjóskulag og brún (7,5YR 4/4) siltmold; mjög veik, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; mjög fáar, fínar til meðalfínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. Lagskipting jarðvegslags: Gjóskulag: 2 cm, sendið, svart, gróft, létt efni í botni Mold: 6 cm Gjóskulag: 4,5 cm, sendin mold, hörð samloðun Mold: 9 cm Gjóskulag: 2 cm , mold, gráleit Mold: 7 cm 4C 92–102 Svartur (5YR 2,5/1) myldinn sandur; mjög stökk samloðun; skörp bylgjótt lagmót. 5Bw1 102–132 Brún (7,5YR 4/4) siltmold; mjög veik, meðalstór, kubbslaga bygging; hörð samloðun; leifar af 2-3 gjóskulögum, ljóst (súrt) gjóskulag í botni (4 cm), moldarsandur, mjög hörð samloðun, hugsanlega H1; skörp bylgjótt lagmót. 5Bw2 132–160+ Dökkrauðbrún (5YR 3/4) siltmold; mjög veik, meðalstór kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; malarlag í botni.

37

This article is from: