1 minute read

Seyðisfjörður (Glerjörð, Vitric Andosol

Seyðisfjörður (Glerjörð, Vitric Andosol) Tekið 10/7/2002 af Rannveigu Guicharnaud og Bergrúnu Óladóttur um 20 m norðan vegar alveg inni í fjarðarminninu í dalbotni, rétt áður en keyrt er yfir í Hestfjörð. Staðsetning: N 65°58´04,4” W 22°55’05,6” H.y.s.: 7 m (GPS). Gróðurhula: Grös, Betula nana, Alchemilla alpina, Rumex acetosella, Salix ssp. Rof: Rofdílar milli þúfna. Framræsla: Meðalvel ræst. Mýrarjarðvegur í næsta nágrenni. Athugasemdir: Jarðvegssnið ber ummerki fyrrum vatnsflæðis. Halli 10° N/W.

Dýpi gefið í cm A1 0-3 Dökkbrún (7,5YR 3/2) sendin mold; fín, kornótt og kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar, mjög fínar rætur; bylgjótt lagmót. A2 3-9 Dökkbrún (10YR 3/2) sendin mold; fín, kornótt bygging og kubbslaga bygging; margar, mjög fínar og fínar rætur; óregluleg lagmót. 2bw/C 9-30 Rauðbrún (5YR 4/4) sendin mold; fín, kornótt og kubbslaga bygging; stökk samloðun; möl (60%) 2-100 mm; mjög dökkgrábrún (10YR 3/2) sandlinsa í miðju jarðvegslaginu (þvermál: 3 cm ); bylgjótt lagmót. 3Ab 30-34+ Mjög dökkbrún (10YR 2/2) leirmold; fín til meðalstór, kubbslaga bygging; fáar, mjög fínar rætur; stökk samloðun.

32

This article is from: