1 minute read

Korpa II (Votjörð, Gleyic Andosol

Korpa II (Votjörð, Gleyic Andosol) Tekið 22/6/2001 af Ólafi Arnalds, Barböru Duran og Rannveigu Guicharnaud á tilraunastöð RALA, Korpu (Reykjavík). Sniðið er tekið í tilraunasléttu nokkru vestar en Korpa I.

Dýpi gefið í cm A1 0–15 Dökkrauðgrá (5YR 4/2) siltmold; mjög veik, meðalstór, kornótt og kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; margar fínar rætur; skörp bylgjótt lagmót. A2 15–36 Brún (7,5YR 4/4) siltmold; mjög veik, gróf, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; margar fínar rætur; 10% rauðir, skarpir, fínir, meðalstórir dílar; skörp bylgjótt lagmót. Bw1 36–50 Brún (7,5YR 4/4) og grábrún (10YR 5/2) leirmold; mjög veik, gróf, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; fáar fínar rætur; 10% rauðir, skarpir, fínir, meðalstórir dílar; skörp bylgjótt lagmót. Bw2 50–80 Rauðbrún (5YR 4/4) leirmold og leir; gráir (10YR 5/1) kísilþörungar; mjög veik, gróf, meðalstór, kubbslaga bygging; stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; 1% fínir og meðalfínir dílar; 3 lög af gráleitu efni og 2 lög af rauðleitu: 1. 4 cm , grátt 2. 10 cm , rauðleitt 3. 4 cm , grátt 4. 7 cm , rauðleitt 5. 5 cm , grátt skörp bylgjótt lagmót. 2Bw1 80–95 Rauðbrún (5YR 4/4) sendin mold; mjög veik, gróf, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; mjög fáar, fínar rætur; 80% rauðir, fínir, meðalstórir dílar; 15% 0,2-5 cm möl; skörp bylgjótt lagmót. 2Bw2 95–120+ Gulrauð (5YR 4/6) og brún (10YR 5/3) sendin mold; mjög veik, gróf, meðalstór, kubbslaga bygging; mjög stökk samloðun; 50% rauðir, fínir, meðalstórir dílar; 40% 0,2-10 cm grófir malarhnullungar.

44

This article is from: