2021-2022
1
Hlökkum til að sjá þig!
Þjóðleikhúsblaðið, leikárið 2021-2022. Útgefandi: Þjóðleikhúsið. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Þorgeir Kristjánsson. Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir, Hrafnhildur Hagalín og Sváfnir Sigurðarson. Hönnun og útlit: ENNEMM. Ljósmyndir: Ari Magg, Atli Þór, Börkur Sigþórsson, Hörður Sveinsson, Jorri, Jón Guðmundsson og fleiri. Prentun: Prentmet-Oddi. Þjóðleikhúsið, Hverfisgötu 19. Miðasala: 551 1200, midasala@leikhusid.is. www.leikhusid.is.
2
Kæru leikhúsgestir Að nýju hefst leikár Þjóðleikhússins við óvenjulegar aðstæður. Í eitt og hálft ár hefur heimurinn verið á hvolfi. Tímarnir hafa verið krefjandi fyrir alla og þar er leikhúsið sannarlega ekki undanskilið. Leikhúsið byggist jú á því að við komum saman, njótum saman og upplifum saman. Þannig verður hinn óútskýranlegi og magnaði leikhúsgaldur til. Þess vegna hafa samkomutakmarkanir haft mikil áhrif á leikhúslíf um allan heim. Við í Þjóðleikhúsinu höfum fagnað hverju tækifæri sem hefur gefist til að mæta áhorfendum og hrífa þá með. Jafnframt höfum við leitað allra leiða til að auðga andann og gleðja landsmenn eftir nýjum leiðum þegar samkomubann hefur verið í gildi. Tímann höfum við líka nýtt vel til að rannsaka, gera tilraunir og undirbúa sérlega vel þær metnaðarfullu sýningar sem bíða leikhúsgesta á nýju leikári. Leikhúsið sjálft hefur verið tekið í gegn, að innan sem utan, og þjónusta við gesti hefur verið stórbætt. Við erum tilbúin og hefjum nýtt, kraftmikið leikár með óendanlegri tilhlökkun. Verkefni leikársins eru fjölbreytt, metnaðarfull og leidd af listamönnum í fremstu röð, innlendum og erlendum. Ég veit að áhorfendur munu geta speglað sig í ólíkum sögum og persónum sem birtast á sviðinu. Við bjóðum upp á sýningar sem er ætlað að hreyfa við áhorfendum og fá vonandi okkur öll til að sjá lífið í nýju ljósi. Síðast en ekki síst mun leikhúsið sameina, gleðja og kæta í vetur. Leikhúsið, með sinn kynngimagnaða sameiningarkraft, hefur alltaf verið mikilvægt – en sjaldan eins og nú á tímum heimsfaraldurs. Við höfum öll ríka þörf fyrir að líta inn á við, eiga samtal hvert við annað og kryfja mennskuna. Allt þetta bíður ykkar í leikhúsinu í vetur. Þar sem áhrifa faraldursins gætir enn í heiminum, munum við sem fyrr setja öruggt sýningarhald í öndvegi og gera ykkur kleift að breyta bókuðum miðum og kortum án nokkurra vandkvæða. Við hlökkum óskaplega til að sjá ykkur, kæru áhorfendur. Sjáumst í leikhúsinu,
Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri
3
Veldu þínar sýningar á leikhusid.is
Verum saman í vetur Benedikt erlingsson
Ást og upplýsingar
CARYL CHURCHILL
Elena Ferrante
Stóra sviðið
EUGÈNE IONESCO
Stóra sviðið
Stóra sviðið
DAV I D E L D R I D G E
Kassinn
Kassinn
SIGRÚN ELDJÁRN
Litla sviðið
Litla sviðið
Einstakt verð fyrir 25 ára og yngri! 50% afsláttur af tveimur eða fleiri kortsins fer sýningum Verð eftir miðaverði 4
Stóra sviðið
Umskiptingur
UPPHAF
Kassinn og Litla sviðið
NASHYRN INGARNIR
þeirra sýninga sem þú velur.
Á ferð um leikhúsið
Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti með enn meiri afslætti.
NÝTT
Ungmennakortið gildir á allar kvöldsýningar Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu, í Kassanum og á Litla sviðinu. Sjá bls. 51.
Kortið veitir þér 30% afslátt af tveimur eða fleiri sýningum og ýmis fríðindi Ýmis fríðindi fylgja leikhúskortinu, sjá leikhusid.is. Áminning með SMS berst þér nokkrum dögum fyrir sýningarnar þínar. Ekkert mál að breyta á vefnum með 24 klst. fyrirvara eða í miðasölu.
Verð kortsins fer eftir miðaverði þeirra sýninga sem þú velur.
TYRFI NGUR TYRFI NGSSO N
Kassinn
Kassinn
Stóra sviðið
Stóra sviðið
Stóra sviðið
Taylor Mac Kjallarinn
Kjallarinn
Kjallarinn
Kjallarinn
Stóra sviðið
Miði á sýningu í Hádegisleikhúsinu, ásamt veitingum, fylgir í kaupbæti með fyrstu 500 kortunum sem seld eru og innihalda fjórar sýningar eða fleiri. 5
Frumsýnt í september 2021 / Kassinn
Ásta lagði líkama og sál að veði í baráttunni við kreddur samtímans og sjálfa sig; hún var leiftrandi stjarna sem brann upp á ógnarhraða. Ólafur Egill Egilsson
Ásta. Leikverk byggt á höfundarverki Ástu Sigurðardóttur Handrit og leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson
Seiðandi og ágeng Reykjavíkursaga
H
in dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós.
Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Matthildur Hafliðadóttir söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.
„Ef einhver hefði tekið eftir hvernig þær horfðu á mig, rétt áður en ég fór, hvernig þær litu hver á aðra, þegar þær gengu fram hjá mér, hefði hann ályktað – Þarna er sú seka, – skækjan!“
Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst.
6
Leiksýning byggð á ögrandi list og litríku lífshlaupi Ástu Sigurðardóttur
Ásta Sigurðardóttir – Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns (1951)
Sögur og ljóð Ástu endurútgefin á vegum Forlagsins á frumsýningardag.
Handrit og leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Tónlist og tónlistarstjórn: Guðmundur Óskar Guðmundsson. Dramatúrg: Andrea Elín Vilhjálmsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Myndband: Steinar Júlíusson. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson. Hreyfingar: Katrín Mist Haraldsdóttir.
Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna. Málþing um líf og list Ástu verður haldið í nóvember á vegum Lesstofunnar í samstarfi við Þjóðleikhúsið, og þá kemur út nýtt greinasafn um listakonuna.
Leikarar og tónlistarfólk: Aðalbjörg Þóra Árnadóttir, Birgitta Birgisdóttir, Guðmundur Óskar Guðmundsson, Gunnar Smári Jóhannesson, Hákon Jóhannesson, Matthildur Hafliðadóttir, Oddur Júlíusson, Steinunn Arinbjarnardóttir og fleiri.
Sýningar hefjast að nýju í ágúst 2021 / Stóra sviðið
…fágæt listræn upplifun sem gengur rakleiðis inn að kviku… Sjáið þessa sýningu! SA, TMM
Vertu úlfur. Leikverk byggt á bók Héðins Unnsteinssonar Leikgerð og leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir
Sýning ársins - sem allir verða að sjá!
Leiksýning ársins - 7 Grímuverðlaun!
Yfir 50 uppseldar sýningar á liðnu leikári!
V
ertu úlfur hreyfði rækilega við áhorfendum á síðasta leikári og var sýnd yfir 50 sinnum fyrir fullu húsi. Sýningin hlaut sjö Grímuverðlaun: Sýning ársins, leikrit ársins, leikstjóri ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikmynd ársins, lýsing ársins og hljóðmynd ársins. Sýningin hrífur okkur með í brjálæðislegt ferðalag um hættulega staði hugans inn í veröld stjórnleysis og örvæntingar og aftur til baka. Við fáum innsýn í baráttu manns sem tekst að brjótast út úr vítahringnum og nær að snúa sinni skelfilegustu reynslu upp í þann styrk sem þarf til að breyta öllu kerfinu. Verkið er byggt á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar Vertu úlfur sem vakti verðskuldaða athygli og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
(V)ertu úlfur? - Áhrifamáttur listarinnar og geðheilsa á tímamótum Samtal um geðrækt á Stóra sviðinu í september í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið.
Leikmynd og myndbandshönnun: Elín Hansdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Halldór Örn Óskarsson. Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín. Tónlist: Valgeir Sigurðsson. Vertu úlfur – titillag: Emilíana Torrini og Markéta Irglová. Kötturinn vill inn (titillag II): Prins Póló. Söngtextar: Emilíana Torrini. Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson og Valgeir Sigurðsson.
8
Leikari: Björn Thors.
9
Frumsýnt í september 2021 / Stóra sviðið
Takmarkið er að feta einstigi milli leikrænnar flugeldasýningar og djúpstæðs harmleiks, þar sem bæði grátur og hlátur fá rými.
Þorleifur Örn Arnarsson
Rómeó og Júlía eftir William Shakespeare Leikstjórn og leikgerð: Þorleifur Örn Arnarsson
Frægasta ástarsaga allra tíma
Þau eru að deyja úr ást
R
ómeó og Júlía er saga af sannri ást en um leið ástsýki og ungæðishætti. Í forgrunni verður mögnuð barátta ungrar konu gegn yfirþyrmandi feðraveldi. Fegurstu sögurnar geta sprottið upp úr hræðilegustu aðstæðunum.
10
Leikritið Rómeó og Júlía er frægasta ástarsaga allra tíma. Hún birtist hér í nýrri þýðingu og með grípandi tónlist, í útfærslu sem hrífur áhorfandann með inn í heillandi og hættulegan heim.
nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins þar sem hann mun starfa á næstu árum.
Þorleifur Örn Arnarsson er einn fremsti leikstjóri Evrópu og einn listrænna stjórnenda hins virta leikhúss Volksbühne. Hann á að baki geysivinsælar sýningar á Íslandi á borð við Engla alheimsins og Njálu. Nú hefur hann gengið til liðs við
Öllum sýningum lýkur á umræðum með leikhópnum Uppfærslan á Rómeó og Júlíu talar til samtíma okkar með beinskeyttum hætti og áhorfendum býðst að taka þátt í umræðum með listafólkinu að lokinni sýningu.
Þýðing: Jón Magnús Arnarsson og Harpa Rún Kristjánsdóttir. Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Anna Rún Tryggvadóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson og Jóhann Bjarni Pálmason. Myndband: Nanna MBS og Signý Rós Ólafsdóttir. Tónlist: Ebba Katrín Finnsdóttir, Salka Valsdóttir, Sturla Atlas, Auður, Bríet og fleiri. Tónlistarstjórn: Salka Valsdóttir. Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson. Danshöfundar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Rebecca Hidalgo.
Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna. Tónlistin úr sýningunni kemur út á frumsýningardag. Einstök leikhúshátíð fyrir unga fólkið! Sjá bls. 51.
Leikarar: Arnar Jónsson, Atli Rafn Sigurðarson, Bríet, Ebba Katrín Finnsdóttir, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Hallgrímur Ólafsson, Hilmar Guðjónsson, Jónmundur Grétarsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rebecca Hidalgo, Salka Valsdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Sigurður Sigurjónsson, Örn Árnason.
Gerðu meira úr kvöldinu Melanzane, ítalskt lasagna – grænmetisréttur Eggaldin, mozzarella, parmesanostur, tómatar, basilíka.
12
Gestaaðstaða og veitingaþjónusta í Þjóðleikhúsinu hefur verið stórbætt. Við hömpum í senn glæsilegu höfundarverki Guðjóns Samúelssonar arkitekts og bætum þjónustu og allan aðbúnað gesta. Nú geta gestir mætt fyrr og notið veitinga í fallegu umhverfi. Verið hjartanlega velkomin!
Napólí-platti í íslenskri útgáfu – kjörið að deila Tómatar, mozzarella, basilíka, ólífur, hráskinka, salami, pestó, brauð, íslenskir ostar.
Ljúffengar veitingar fyrir sýningu og í hléi Nú getur þú pantað mat og aðrar veitingar fyrirfram þegar þú kaupir leikhúsmiðann, í miðasölu eða í gegnum vefinn, með að minnsta kosti sólarhrings fyrirvara.
Veitingar fyrir hópa
Hópurinn þinn getur borið fram sérstakar óskir um veitingar. Sendu okkur línu á midasala@leikhusid.is.
Freyðandi drykkir og makkarónur Búbblur og sætindi.
Jólaplatti Boðið verður upp á jólaplatta í aðdraganda jólanna.
Vegan-diskur Salat, ólífur, sólþurrkaðir tómatar, avocado-franskar, soft taco oumph, mangósalsa, chili-majó, tómatar, basilíka, rauðlaukur, ólífupestó, brauð.
Blandaðar súkkulaðirúsínur Súkkulaðihúðaðar rúsínur.
Sígildur snittubakki Rækjur, reyktur lax og roast beef.
Heimagerðar kartöfluflögur með unaðslegri kryddblöndu Kartöfluflögur, salt, dill og fleira óvænt.
13
Sýningar hefjast að nýju í ágúst 2021 / Stóra sviðið
Egner er snillingur í að skemmta áhorfendum og vekja um leið samúð með öllum á sviðinu – líka skúrkunum. Við finnum til með ræningjunum og þannig miðlar verkið umburðarlyndi. Örn Árnason - sem leikur nú í leikriti eftir Egner í sjöunda sinn!
Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Leikstjórn: Ágústa Skúladóttir
Fbl.
Mbl.
Eldfjörug sýning á eftirlætis barnaleikriti þjóðarinnar
K
ardemommubærinn hlaut frábærar viðtökur þegar hann var frumsýndur á síðasta leikári og nú þegar hafa 25 þúsund miðar verið seldir. Nú gefst enn fleiri áhorfendum færi á að sjá þessa bráðskemmtilegu og kraftmiklu sýningu, á ástsælasta barnaleikriti íslenskrar leikhússögu. Kardemommubær er yndislegur bær, fullur af skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þrennt ógnar þó friðsældinni í bænum, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga Soffía frænka! Þegar ræningjarnir fá þá hugdettu að ræna sjálfri Soffíu frænku til að sjá um húsverkin fyrir sig færist heldur betur fjör í leikinn.
Gríman Búningar ársins
Sögur Sýning ársins
Sýningin hlaut verðlaun sem leiksýning ársins á Sögum - verðlaunahátíð barnanna, auk þess sem leikararnir í hlutverkum ræningjanna voru verðlaunaðir. Þá hlaut sýningin Grímuverðlaunin fyrir búninga og var jafnframt tilnefnd fyrir sviðshreyfingar.
Ýmiss konar Kardemommubæjarvarningur er á boðstólum. Tónlistin úr sýningunni er komin út á geisladiski og vínil og er aðgengileg á efnisveitum.
Handrit, tónlist og söngtextar: Thorbjörn Egner. Þýðing leiktexta: Hulda Valtýsdóttir. Þýðing söngtexta: Kristján frá Djúpalæk. Tónlistarstjórn og útsetningar: Karl Olgeir Olgeirsson. Danshöfundur: Chantelle Carey. Leikmynd: Högni Sigurþórsson. Búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson. Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson. Sirkusstjóri: Nicholas Arthur Candy. Dansstjóri: Rebecca Hidalgo.
14
Leikarar: Arnaldur Halldórsson, Auður Finnbogadóttir, Bergþóra Hildur Andradóttir, Bjarni Gabríel Bjarnason, Bjarni Snæbjörnsson, Ernesto Camilo Aldazabal Valdés, Gunnar Smári Jóhannesson, Hallgrímur Ólafsson, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmar Máni Magnússon, Jón Arnór Pétursson, Nicholas Arthur Candy, Oddur Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir, Rebecca Hidalgo, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Vala Frostadóttir, Þórey Birgisdóttir, Þórhallur Sigurðsson, Örn Árnason og fjöldi barna.
Frumsýnt í nóvember 2021 / Kassinn
Efniviðurinn sem við vinnum úr er jafn litríkur og jólin sjálf. Þetta eru sannar sögur – skemmtilegar, átakanlegar, ótrúlegar… um okkur sjálf og aðrar íslenskar fjölskyldur. Gísli Örn Garðarsson
Jólaboðið Handrit og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson Byggt á verki Tyru Tønnessen, Julemiddag, sem er innblásið af The Long Christmas Dinner eftir Thornton Wilder.
Á jólunum verður allt að ganga upp, alltaf Viðburðarík saga íslenskrar fjölskyldu í 100 ár
Í
Jólaboðinu fylgjumst við með sögu íslenskrar fjölskyldu í leikandi sviðsetningu, eins og Gísla Erni er einum lagið. Við gægjumst inn í stofu á aðfangadagskvöld, reglulega, á einnar aldar tímabili!
Sagan hefst árið 1914, Íslendingar eru byrjaðir að stunda togaraútgerð. Fyrri heimsstyrjöldin geisar, rafmagnið er að finna sér leið til landsmanna og spænska veikin er handan við hornið. Við fylgjumst með fjölskyldunni koma saman á jólunum, á ólíkum tímum, og upplifum með henni umrót heillar aldar; seinni heimsstyrjöldina, breytingar í sjávarútvegi, hippatímabilið, tæknivæðingu þjóðfélagsins og um leið vandræði fjölskyldunnar við að aðlaga sig breyttum háttum og innbyrðis venjum.
„Á þessu heimili eru ekki rjúpur á jólunum. Við erum ekki fátæk.“
Fjölskyldan reynir að halda í hefðirnar en hin óhjákvæmilega framrás tímans setur hlutina úr skorðum og vekur sífellt nýjar spurningar og ný átök!
Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Tónlist: Salka Sól og Tómas Jónsson. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson.
16
Leikarar: Baldur Trausti Hreinsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Eggert Þorleifsson, Guðjón Davíð Karlsson, Gunnar Smári Jóhannesson, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir.
Frumsýnt í desember 2021 / Stóra sviðið
Þær elska og styðja hvor aðra, en áfellast líka hvor aðra. Í því liggur fegurðin og nándin í vináttu kvenna. Yaël Farber
Framúrskarandi vinkona. Leikverk byggt á bókum Elenu Ferrante Leikgerð: April de Angelis Leikstjórn: Yaël Farber
Yaël Farber er þekkt fyrir djarfar, ágengar og listrænt hrífandi sýningar sem hafa farið sigurför um heiminn.
Hrífandi stórsýning um stormasama vináttu
Geysivinsælar Napólí-sögur Elenu Ferrante nú loks á íslensku leiksviði
N
apólí-sögur Elenu Ferrante hafa farið sigurför um heiminn og sjónvarpsþættir byggðir á þeim hafa slegið í gegn. Lesendur og áhorfendur víða um heim hafa hlegið og grátið til skiptis yfir vegferð hinna skarpgreindu vinkvenna Lilu og Elenu sem alast upp í fátækrahverfi í Napólí á sjötta áratugnum. Þær þurfa að beita öllum brögðum til að komast af, brjótast til mennta og berjast fyrir betra lífi í harkalegu umhverfi þar sem ofbeldi stjórnar tilverunni og réttur kvenna er lítils virtur. Hin suður-afríska Yaël Farber leikstýrir þessari stórsýningu en uppsetningar hennar hafa hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga víða um heim. Gestir Þjóðleikhússins mega eiga von á ítalskri leikhúsveislu þar sem öllu verður tjaldað til við sviðsetningu þessarar mögnuðu sögu um flókna vináttu, heitar ástir, afbrýðisemi, sárar fórnir, æðruleysi og örvæntingu. Hér er á ferð sannkölluð stórsýning með mörgum af okkar fremstu leikurum.
18
Þýðing: Salka Guðmundsdóttir. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Dramatúrg: Hrafnhildur Hagalín. Tónlist: Valgeir Sigurðsson. Hljóðmynd: Valgeir Sigurðsson og Aron Þór Arnarsson. Bardagaþjálfun: Jón Viðar Arnþórsson. Sviðshreyfingar: Conor Doyle og Emily Terndrup.
Ítölsk leikhúsveisla! Ítalskar veitingar – tvö hlé!
Námskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ í tengslum við sýninguna.
Elena Ferrante
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Bjarni Snæbjörnsson, Birgitta Birgisdóttir, Eldey Erla Hauksdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Eva Jáuregui, Guðrún S. Gísladóttir, Harpa Arnardóttir, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hilmir Jensson, Hjalti Rúnar Jónsson, Hulda Gissurardóttir Flóvenz, Lára Jóhanna Jónsdóttir, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Ronja Pétursdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Sigurður Sigurjónsson, Snorri Engilbertsson, Stefán Hallur Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Valgerður Guðnadóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson.
Leiklist og ópera Sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur söngleikjahomma, gamanópera, bráðfyndin sketsasýning og nýr gamanleikur frá Leikfélagi Akureyrar.
Kabarett og búrlesk Búðu þig undir fyndnar og fallegar fullorðinssýningar í boði búrlesk-hópsins Dömur og herra. Brynhildur Björnsdóttir, Gyða Bjarkadóttir, Margét Erla Maack, Siggi Starr og fleiri. 20
Uppistand Hláturtaugarnar verða kitlaðar í Kjallaranum. Uppistandshópurinn Bara góðar snýr aftur, Jakob Birgis tekur almenna dægurþrasið fyrir og Fyndnustu mínar setja upp sína glæsilegustu sýningu til þessa.
Improv-Ísland Spunaleikhópurinn Improv Ísland á sviðið á miðvikudagskvöldum ásamt þjóðþekktum gestum. Brakandi ferskt grín þar sem allt getur gerst... en svo gerist eitthvað allt annað! Listrænn stjórnandi: Steiney Skúladóttir.
Ný klassabúlla! Þ
jóðleikhúskjallarinn á sér langa og litríka sögu. Nú er búið að taka allt í gegn og við opnum upp á gátt. Í Kjallaranum eiga sígildur sjarmi og ögrandi ferskleiki skapandi stefnumót á kvöldin. Listrænn stjórnandi: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Í Kjallaranum getur þú notið veitinga meðan á sýningu stendur.
Dragbröns með Gógó Starr Gógó Starr sér um að halda uppi stuði og stemningu ásamt öðru óviðjafnanlegu draglistafólki á meðan gestir gæða sér á glæsilegasta dögurði bæjarins. Glimrandi. Glamúröss. Gordjöss.
Leikhústónleikar Fjölbreyttir tónleikar í allan vetur. Meðal þeirra sem koma fram eru Viggó og Víóletta, Páll Óskar, Kristjana Stefáns, Karl Olgeir Olgeirsson, Söngleikjakórinn Viðlag, Sigtryggur Baldursson, Sigga Eyrún og fleiri.
Dragsýningar Glæsilegir dragviðburðir með öllu fremsta draglistafólki landsins!
Jólasukkið með Margréti Erlu Maack Bókaðu fjögurra manna borð strax því kabarettdrottningin býður til fullorðins aðventuveislu fyrir öll skilningarvitin! Borð og leiksvið munu svigna undan jólakrásum og skemmtiatriðum með helstu kabarett-, búrlesk- og sirkuslistamönnum landsins!
21
Leiksýningar í Kjallaranum
Sjálfsævisögulegur heimildarsöngleikur þar sem söngleikjahommi frá Tálknafirði leitar skýringa á skyndilegu taugaáfalli. Hlátur og grátur í afhjúpandi leiðangri um stolt, skömm og mennsku. Höfundar: Bjarni Snæbjörnsson, Gréta Kristín Ómarsdóttir og Axel Ingi Árnason. Tónlist: Axel Ingi Árnason. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir.
Ágúst 2021
Góðan daginn, faggi
September 2021
Kanarí Glæný og bráðfyndin sketsasýning um áhrifavalda sem þurfa að hljóma gáfulega, vandræðalega swingera, vísindamann sem smíðar hina fullkomnu konu, námsráðgjafa í Hogwarts og kannski þig. Ekkert samhengi, enginn boðskapur, bara 70 mínútna langt hláturskast! Leikhópurinn KANARÍ. Leikstjórn: Guðmundur Felixson. Leikarar: Eygló Hilmarsdóttir, Máni Arnarson, Pálmi Freyr Hauksson, Steiney Skúladóttir. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.
Ástardrykkurinn þykir enn í dag ein skemmtilegasta ópera tónlistarsögunnar. Nú verður þessi farsakenndi drykkur teygaður í botn á íslensku og þá fer húmorinn svo sannarlega upp á háa C-ið! Sviðslistahópurinn Óður. Leikstjóri: Tómas Helgi Baldursson. Tónlist: G. Donizetti. Texti: Felice Romani. Þýðing: Guðmundur Sigurðsson og Sólveig Sigurðardóttir. Söngvarar: Þórhallur Auður Helgason, Sólveig Sigurðardóttir, Ragnar Pétur Jóhannsson, Jón Svavar Jósefsson. Píanóleikari: Sigurður Helgi Oddsson.
Október 2021
Ástardrykkurinn
Október 2021
Sjitt, ég er sextugur Loksins getur Örn Árnason haldið upp á stórafmælið! Hann fagnaði sextugsafmæli sínu í samkomubanni en nú er kominn tími til að halda stórveislu í Þjóðleikhúskjallaranum! Hér sýnir Örn allar sínar skástu hliðar... í smá stund. Höfundur og leikari: Örn Árnason.
Gamanleikur um það skelfilega hlutskipti okkar allra að verða fullorðin og misheppnaðar tilraunir okkar til að sannfæra aðra um að við séum það. Höfundar: Vilhjálmur B. Bragason, Birna Pétursdóttir, Árni Beinteinn Árnason og hópurinn. Leikstjórn: Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir og Marta Nordal. Gestasýning frá Leikfélagi Akureyrar.
Með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SSNE. 22
Mars 2022
Fullorðin
Frumsýnt í mars 2022 / Frumsýnt á Rifi - leikferð um landið
Prinsinn 18
ára menntaskólastrákur er staddur á Laugaveginum í leit að töffaralegum fötum. Síminn hringir, þetta er sæta stelpan sem var að vinna á Prinsinum í sumar. „Ég er ólétt. Þú ert að verða pabbi.“ Andstæðar tilfinningar sækja að honum næstu mánuði. Ótti, afneitun, sjálfsvorkunn, kvíði, vonleysi, þunglyndi. Og svo byrjar hann að verða spenntur. Sátt, friður, bjartsýni, ábyrgðarkennd og tilhlökkun taka við. Ungi maðurinn ákveður með sjálfum sér að verða heimsins besti pabbi. En er hann örugglega sá eini sem kemur til greina sem faðir barnsins? Tuttugu árum síðar, þegar ungi maðurinn er orðinn leikari og rekur lítið leikhús á landsbyggðinni, sest hann niður með leikstjóra og þau skoða þetta mál saman. Þau taka viðtöl við fólkið sem kemur við sögu. Ýmislegt óvænt kemur í ljós. Er maður áreiðanlegt vitni í sinni eigin sögu? Er hægt að muna hlutina rétt?
Sýningin verður þróuð í Þjóðleikhúsinu og á Rifi, þar sem hún verður frumsýnd. Svo heldur leikhópurinn í leikferð um landið og að endingu hefjast sýningar í Reykjavík.
Höfundar: Kári Viðarsson og María Reyndal. Leikstjórn: María Reyndal. Leikmynd: Kristinn Arnar Sigurðsson (Krassa Sig). Búningar: Rebekka Jónsdóttir. Leikarar: Kári Viðarsson, Sólveig Guðmundsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og fleiri.
Túskildingsóperan
Þjóðleikhúsið setur upp í samstarfi við Frystiklefann á Rifi. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.
Frumsýnt í maí 2022 / Kassinn
Ú
tskriftarnemar leikarabrautar LHÍ takast á við eitt af vinsælustu verkum Bertolts Brecht og Kurts Weill. Túskildingsóperan sló fyrst í gegn í Berlín árið 1928 og mörg af lögunum í verkinu hafa orðið sígild; má þar nefna ballöðuna um Makka hníf og sönginn um Sjóræningja-Jenní. Vægðarlaus en bráðfyndin háðsádeila á ójöfnuð og hræsni þar sem fjallað er um skipulagða glæpastarfsemi, mansal, innherjaviðskipti, gagnaleka og uppljóstranir, mútugreiðslur, markaleysi, öryrkja, bótasvik, lýðskrum og lygar, hefndarklám og áfallastreituröskun. Höfundar: Bertolt Brecht og Kurt Weill. Leikstjórn: Ólafur Egill Egilsson. Leikmynd og búningar: Brynja Björnsdóttir. Útskriftarnemar: Arnar Hauksson, Arnór Björnsson, Elín Sif Halldórsdóttir, Gréta Arnarsdóttir, Guðrún Kara Ingudóttir, Jökull Smári Jakobsson, Sigurður Ingvarsson, Starkaður Pétursson, Unnur Birna J. Backman, Vigdís Halla Birgisdóttir.
Listaháskóli Íslands í samstarfi við Þjóðleikhúsið og Menningarfélag Akureyrar.
23
Sýningar hefjast að nýju í nóvember 2021 / Stóra sviðið
Hvenær verðum við VIÐ? Og hvenær verða hinir HINIR? Hugmyndir eru vírusar sem umbreyta okkur. Benedikt Erlingsson
Nashyrningarnir eftir Eugène Ionesco Leikstjórn: Benedikt Erlingsson
Áhorfendur stóðu á öndinni á síðasta leikári
Seiðmagn nýrra hugmynda, hjarðhegðun og eilíf barátta mennskunnar við að lifa af
H
in ferska og fjöruga útfærsla Benedikts Erlingssonar og leikhópsins á þessu skemmtilega verki vakti gífurlega hrifningu á síðasta leikári og hlaut einróma lof. Tveir leikarar, þau Hilmir Snær Guðnason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, voru tilnefndir til Grímuverðlaunanna fyrir leik sinn í sýningunni. Hversdagslegt lífið í litlum bæ umturnast þegar íbúarnir taka að breytast í nashyrninga, hver af öðrum. Allir nema hlédrægur skrifstofumaður sem er gagnrýndur af vinnufélögunum fyrir óstundvísi, óreglu og frjálslegt líferni. Hvers vegna er það einmitt bara hann sem reynir að spyrna við fótum og halda í mennskuna? Nashyrningarnir eru eitt frægasta verk hins heimsþekkta franskrúmenska leikskálds Ionescos. Leikritið er sett upp reglulega víða um heim, enda spyr það enn áleitinna og ögrandi spurninga. Þýðing: Guðrún Vilmundardóttir. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Tónlist: Davíð Þór Jónsson. Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson.
24
„…ljúfmeti fyrir andann.“ ÞT, Morgunblaðið
“Nashyrningarnir er skylduáhorf.” SJ, Fréttablaðið
Benedikt erlingsson
NASHYRN INGARNIR EUGÈNE IONESCO
Leikarar: Arnmundur Ernst Backman, Guðjón Davíð Karlsson, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir, Pálmi Gestsson, Rúfus, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Siobhán Antoinette Henry, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þórey Birgisdóttir, Örn Árnason. Hljóðfæraleikari: Flemming Viðar Valmundsson. Einnig tekur starfsfólk úr tæknideildum þátt í sýningunni.
25
Frumsýnt í febrúar 2022 / Stóra sviðið
Ferðataskan sem við höldum með út í lífið reynist oft innihalda ýmislegt sem við báðum ekki um, oddhvöss vopn, jafnvel eitur. Því er mikilvægt að spyrja, eins og á flugvellinum: Pakkaðir þú sjálf/sjálfur í töskuna þína? Stefán Jónsson
Sjö ævintýri um skömm eftir Tyrfing Tyrfingsson Leikstjórn: Stefán Jónsson
Við bjóðum Tyrfing innilega velkominn á Stóra sviðið
Ósvífinn kabarett með kanamellum og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu
F
arsakennd ævintýri, byggð á sönnum atburðum, þar sem við fylgjum eftir ferðalagi skammarinnar í íslenskri fjölskyldu frá kanamellum í Flórída að Lúkasarmálinu á Akureyri og skoðum allt þar á milli.
Kópavogsbúinn Tyrfingur Tyrfingsson hefur slegið í gegn hér heima og vakið mikla athygli erlendis. Þetta nýja leikrit Tyrfings er sjöunda verk hans sem er sviðsett í íslensku leikhúsi, en hið fyrsta sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu.
Agla ryðst inn á stofu geðlæknis og krefst þess að hann skrifi upp á lyf sem nái að svæfa hana í þrjá sólarhringa. Geðlæknirinn vill ekki verða við þessari ósk Öglu en segir henni hinsvegar frá kenningu sinni um að sjö ævintýri um skömm liggi að baki allri geðveiki. Agla neyðist til að rekja sig í gegnum þessi ævintýri sem stjórna lífi hennar ef hún vill eiga einhvern möguleika á bata.
Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson. Sviðshreyfingar: Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Lýsing: Halldór Örn Óskarsson. Hljóðhönnun: Kristján Sigmundur Einarsson.
26
“Akranes?! Það eina Nes í þessum heimi sem skiptir einhverju máli, er mæjónes.” Tyrfingur hlaut Grímuna fyrir leikrit ársins 2020.
Útgáfa leikritsins á bók
Fyrsta bókin í nýrri röð leikrita sem Þjóðleikhúsið gefur út.
T Y R F IN G U R T Y R F IN G S S O N
Leikarar: Edda Arnljótsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Hilmir Snær Guðnason, Ilmur Kristjánsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og fleiri.
27
Sýningar hefjast að nýju í janúar 2022 / Kassinn og Leikfélag Akureyrar
Stundum óttast fólk ást jafn mikið og það þráir hana. María Reyndal
Upphaf eftir David Eldridge Leikstjórn: María Reyndal
Hvort þeirra á að stíga fyrsta skrefið?
Fyndið, hlýtt og áleitið verk sem hitti áhorfendur beint í hjartastað á liðnu leikári
E
instaklega vel skrifað nýtt leikrit, fyndið og ljúfsárt, sem fékk frábærar viðtökur á liðnu leikári. Verkið fjallar um þrána eftir nánd og löngun til að eignast fjölskyldu, en jafnframt um óttann við skuldbindingar og það að tengjast öðrum of sterkum böndum. Það er miðnætti. Síðustu gestirnir úr innflutningspartíinu hjá Guðrúnu eru nýfarnir með leigubíl. Allir nema einn, Daníel, sem flæktist inn í partíið af hálfgerðri tilviljun. Hann hikar. Á hann að láta sig hverfa líka, eða þiggja eitt glas enn? Við fylgjumst með tveimur manneskjum reyna að nálgast hvor aðra. Þau þreifa sig áfram, kanna hvað þau gætu átt sameiginlegt. Straumarnir á milli þeirra… gæti þetta orðið upphafið að einhverju? Einnar nætur ævintýri? Eða er eitthvað miklu meira í vændum?
Leikritið var upphaflega frumsýnt í Breska þjóðleikhúsinu þar sem það hlaut einróma lof gagnrýnenda. Síðan hefur það verið sýnt við mikla hrifningu víða um heim. Upphaf hitti íslenska áhorfendur í hjartastað þegar það var frumsýnt hér síðasta haust en eftir 15 uppseldar sýningar þurfti að stöðva sýningarhald vegna heimsfaraldursins. Það er kærkomið að hefja sýningar á ný á þessu hjartnæma verki.
Þýðing: Auður Jónsdóttir. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Margrét Einarsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Titillag: Valdimar Guðmundsson og Úlfur Eldjárn.
28
Sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar í mars.
DAV I D E L D R I D G E
UPPHAF
Leikarar: Hilmar Guðjónsson og Kristín Þóra Haraldsdóttir.
29
Sögurnar okkar Þjóðleikhúsið stendur fyrir öflugu höfundastarfi með það að markmiði að efla íslenska leikritun og segja sögur úr okkar samfélagi. Við tökum til skoðunar hugmyndir og handrit á öllum vinnslustigum og vinnum markvisst með leikskáldum frá fyrstu hugmynd til fullbúinna verka. Nýjungar varðandi íslenska leikritun Ýmsar nýjungar varðandi íslenska leikritun verða í Þjóðleikhúsinu á komandi leikári. Hádegisleikhús hefur göngu sína í Kjallaranum en þar verða sýndir fjórir splunkunýir einþáttungar sem valdir voru úr 247 nýjum innsendum verkum. Höfundar einþáttunganna eru Bjarni Jónsson, Hildur Selma Sigbertsdóttir, Jón Gnarr og Sóveig Eir Stewart. Þjóðleikhúsið hefur útgáfu á úrvali nýrra íslenskra leikverka og þýðinga í samstarfi við Þorvald Kristinsson bókmenntafræðing og útgefanda. Fyrsta bókin sem kemur út verður nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson, Sjö ævintýri um skömm, sem frumsýnt verður á leikárinu. Fjöldi íslenskra verka á svið Auk hins nýja leikrits Tyrfings verða mörg önnur íslensk verk á fjölunum á leikárinu, meðal annars Ásta eftir Ólaf Egil Egilsson og nýtt samsköpunarverk eftir Þorleif Örn Arnarsson og Jón Atla Jónasson, Án titils. Tvö ný barnaleikrit verða frumsýnd á Litla sviðinu, Umskiptingur eftir Sigrúnu Eldjárn og jólasaga
Íslensk leikritun og höfundastarf
um Láru og Ljónsa eftir Birgittu Haukdal og Góa. Þá verður unglingaleikritið Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson frumsýnt og nemendum í efri bekkjum grunnskóla boðið á sýninguna. Einnig verður nýtt verk frumsýnt í samstarfi við Frystiklefann á Rifi, Prinsinn eftir Kára Viðarsson og Maríu Reyndal. Vertu úlfur, leikverk Unnar Aspar Stefánsdóttur, innblásið af bók Héðins Unnsteinssonar, heldur áfram göngu sinni frá í fyrra, ásamt barnaleikritinu Kafbáti eftir Gunnar Eiríksson. Nýsköpun í Kjallaranum og á Loftinu Í Þjóðleikhúskjallaranum verða frumsýnd ný verk af ýmsu tagi, svo sem einleikurinn Góðan daginn, faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson, Grétu Kristínu Ómarsdóttur og Axel Inga Árnason og sketsasýningin Kanarí eftir Kanaríhópinn, auk þess sem nýtt verk frá Leikfélagi Akureyrar, Fullorðin, verður á fjölunum. Í nýju tilraunarými, Loftinu, mun fara fram ýmiss konar nýsköpun, tilraunastarfsemi og höfundastarf, þar sem ný verk verða þróuð áfram, eins og sjá má nánar á bls. 48-50. Auk þess eru ný verk af ýmsu tagi í þróun sem stefnt er að því að sýna á komandi leikárum. Þjóðleikhúsið kallar eftir leikritum Á síðasta ári kölluðum við eftir barnaleikritum og þá bárust hvorki fleiri né færri en 150 ný íslensk barnaleikrit. Þjóðleikhúsið sviðsetti eitt þessara verka á liðnu leikári. Nú bætist annað við og fleiri eru í þróun. Sem fyrr segir var kallað eftir verkum til flutnings í Hádegisleikhúsinu við frábærar undirtektir. Nú síðast var óskað eftir heilskvölds verkum, handritum eða hugmyndum til þróunar, og bárust um 80 verk. Við viljum heyra frá þér! Við hvetjum höfunda til að vera í sambandi við okkur; nánari upplýsingar á leikhusid.is/leikritun
30
Sýningar í byrjun júní / Stóra sviðið
Ein mest spennandi sviðslistamanneskja okkar tíma TimeOut, NY
Opnunarsýning Listahátíðar í Reykjavík 2022
Taylor Mac
Lifandi goðsögn
Á
undanförnum tveimur áratugum hefur Taylor Mac skapað sýningar sem í senn ögra og fagna fjölbreytileika mannlífsins, og hafa hlotið alþjóðleg verðlaun. Í sýningunni A 24-Decade History of Popular Music fer Mac yfir sögu Bandaríkjanna frá stofnun þeirra árið 1776 frá persónulegu og óvenjulegu sjónarhorni. Verkið var mörg ár í vinnslu og var upprunalega sýnt sem stakur 24 klukkutíma viðburður. Sýningin var valin á lista New York Times yfir bestu sviðslistaviðburði, bestu leiksýningar og bestu tónlist ársins 2016, og árið 2020 hlaut Taylor Mac Ibsenverðlaunin fyrir verkið. Fyrir fyrstu sýningu sína í Reykjavík hefur þessi margverðlaunaða sviðslistamanneskja sett saman brjálæðislega skemmtilega dagskrá, þar sem svið og salur eru eitt, og blandað er saman tónlist úr verkinu A 24-Decade og nýjum lögum. Á sviðinu með Mac verða Matt Ray, tónlistarstjóri og útsetjari, og Machine Dazzle, búningahönnuður og flytjandi, ásamt frábærri hljómsveit.
Taylor Mac
Höfundur: Taylor Mac. Tónlistarstjóri og útsetjari: Matt Ray. Búningahönnuður: Machine Dazzle. Aðalframleiðandi: Linda Brumbach. Aðstoðarframleiðandi: Alisa E. Regas. Meðframleiðendur: Pomegranate Arts og Nature‘s Darlings. Flytjendur: Taylor Mac, Matt Ray, Machine Dazzle og fleiri . Gestaleikur sýndur á Listahátíð í Reykjavík.
Hægt er að velja sýninguna sem hluta af leikhúskorti.
31
Frumsýnt í febrúar 2022 / Kassinn
Framsækið og fyndið verk sem leikur sér að mörkum þess sértæka og almenna, og vekur upp spurningar um eðli samskipta og nándar í samtímanum. Una Þorleifsdóttir
Eitt virtasta núlifandi leikskáld Breta
Ást og upplýsingar eftir Caryl Churchill Leikstjórn: Una Þorleifsdóttir
„Þú lítur út eins og eiginkona mín ...
Í
fyrsta sinn setur Þjóðleikhúsið upp leikrit eftir Caryl Churchill, eitt virtasta leikskáld Bretlands. Churchill (f. 1938) er í hópi framsæknustu leikskálda samtímans, og er hún ekki síst þekkt fyrir afar áhugaverðar tilraunir með form og innihald. Churchill hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín, sem gjarnan fjalla um áleitin viðfangsefni úr samtímanum, femínísk málefni, kynjapólitík, vald og misbeitingu þess. Verk hennar hafa verið sett upp í helstu leikhúsum Bretlands og víða um heim. Í verkinu Ást og upplýsingar, sem hlaut mikið lof þegar það var frumflutt í Royal Court leikhúsinu í London árið 2012, kryfur Caryl Churchill samtíma okkar af óvægni. Hún skoðar
með skemmtilegum og frumlegum hætti hina djúpstæðu löngun okkar til að upplifa nánd og vera elskuð, í heimi sem oft og tíðum virðist einmitt koma í veg fyrir einingu. Brugðið er upp skörpum skyndimyndum af mannlífinu, í hjartnæmu, tragísku og fyndnu verki. Una Þorleifsdóttir hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaunin sem leikstjóri ársins. Skáldkonan Auður Ava Ólafsdóttir þýðir og hinn virti austurríski leikmyndahönnuður Daniel Angermeyer vinnur í fyrsta sinn hérlendis.
... það er af því að ég er eiginkona þín.“
Þýðing: Auður Ava Ólafsdóttir. Leikmynd: Daniel Angermeyer. Búningar: Eva Signý Berger. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason og Björn Bergsteinn Guðmundsson. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson.
32
Ást og upplýsingar
CARYL CHURCHILL
Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Baldur Trausti Hreinsson, Björn Thors, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hilmar Guðjónsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ragnheiður K. Steindórsdóttir.
33
Frumsýnt í apríl 2022 / Stóra sviðið
Hjartnæm innblástursbomba sem hristir upp í tilveru þinni! Unnur Ösp Stefánsdóttir
Sem á himni eftir Fredrik Kempe og Carin og Kay Pollak Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir
Óður til lífsins, listarinnar og ástarinnar
S
em á himni er einstaklega heillandi, splunkunýr söngleikur sem leikur á allan tilfinningaskalann. Ægifögur tónlist, litríkar og skemmtilegar persónur og hrífandi saga hafa nú þegar heillað fjölda áhorfenda erlendis, og nýjar uppsetningar á verkinu eru væntanlegar víða. Verkið gerist í litlu samfélagi á landsbyggðinni þar sem allir þekkja alla, og hver hefur innsýn í annars gleði og sorgir. Þegar heimsfrægur hljómsveitarstjóri, á hátindi ferils síns, sest óvænt að í þorpinu til að draga sig út úr skarkala heimsins þykir ýmsum tilvalið að fá hann til að stýra kirkjukórnum. Þessi maður á sér sársaukaþrungin leyndarmál, en þegar tónlistin fer að óma af nýjum og áður óþekktum krafti í litla samfélaginu byrjar að losna um margt og lífið tekur óvænta stefnu. Hrífandi saga um hin sönnu verðmæti í lífinu, gildi vináttunnar og ástina.
Splunkunýr söngleikur sem hefur slegið í gegn!
Söngleikurinn er byggður á geysivinsælli samnefndri sænskri bíómynd sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna árið 2004. Gríðarstór hópur listafólks tekur þátt í uppsetningunni, alls um 40 manns, þar af tólf manna hljómsveit. Í aðalhlutverkum verða þau Elmar Gilbertsson, Salka Sól, Valgerður Guðnadóttir, Guðjón Davíð Karlsson, Hinrik Ólafsson og Katrín Halldóra Sigurðardóttir. Elmar Gilbertsson hefur sungið aðalhlutverk í virtum óperuhúsum og tónleikasölum víðs vegar um Evrópu, og hefur tvívegis hlotið Grímuverðlaunin og Íslensku tónlistarverðlaunin sem söngvari ársins. Meðal leikstjórnarverkefna Unnar Aspar eru hinar geysinsælu sýningar Vertu úlfur og söngleikurinn Mamma Mia!
Þýðing: Þórarinn Eldjárn. Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Danshöfundur: Lee Proud. Hljóðhönnun: Kristinn Gauti Einarsson og Kristján Sigmundur Einarsson.
34
Leikarar: Almar Blær Sigurjónsson, Edda Björgvinsdóttir, Elmar Gilbertsson, Ernesto Camilo Aldazábal Valdés, Guðjón Davíð Karlsson, Hákon Jóhannesson, Hildur Vala Baldursdóttir, Hinrik Ólafsson, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Oddur Júlíusson, Pálmi Gestsson, Ragnheiður K. Steindórsdóttir, Saadia Auður Dhour, Salka Sól, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Sigurbjartur Sturla Atlason, Valgerður Guðnadóttir, Örn Árnason og fleiri.
35
Frumsýnt í apríl 2022 / Kassinn og Litla sviðið
Búðu þig undir alveg nýja leikhúsupplifun þar sem íslenskir og erlendir stórleikarar deila persónulegum sögum á leið úr skugganum og inn í ljósið.
Án titils eftir Þorleif Örn Arnarsson, Jón Atla Jónasson og leikhópinn Leikstjórn: Þorleifur Örn Arnarsson
Hvernig getum við unnið úr áföllum?
Þ
orleifur Örn Arnarsson og Jón Atli Jónasson skapa nýtt verk í samvinnu við leikhópinn þar sem efnið er sótt í álitamál og spurningar úr samtíma okkar. Hvernig förum við að því að skilgreina okkur sjálf og aðra, og hvers vegna höfum við svona ríka þörf fyrir það? Hvernig mótar þjóðerni okkar, saga og uppruni okkur? Hvað þýðir það að eiga móðurmál? Og síðast en ekki síst, hvernig tökumst við á við afleiðingar áfalla sem við verðum fyrir, eða aðrir í okkar nánasta umhverfi?
menningarheima, kynþáttahyggju, útskúfun, heilun og aðferðir til að lifa af - en líka um fótboltamót á KR-vellinum og grillkvöld í Hafnarfirðinum. Þýska stórstjarnan Jördís Richter, sem búsett er á Íslandi, stígur á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn í þessari sýningu. Þorleifur Örn er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í leikhúsinu og hér heldur hann í spennandi leiðangur með afbragðs listamönnum, þar á meðal hinum virta austurríska leikmyndahönnuði Daniel Angermeyer.
Persónulegar sögur þátttakenda eru lagðar til grundvallar í þessu nýja verki. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar koma úr ólíkum áttum, hafa fjölbreyttan bakgrunn, og við heyrum sögur úr fortíð og nútíð sem hafa sett mark sitt á samtímann. Sögur um fólk á flótta, áföll og ofsóknir, átök Leikmynd og búningar: Daniel Angermeyer. Tónlist: Salka Valsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson.
36
Nýtt og áleitið verk úr smiðju Þorleifs Arnar
Leikarar: Atli Rafn Sigurðarson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Hallgrímur Ólafsson, Jónmundur Grétarsson, Jördís Richter.
37
Nærandi leikhús í hádeginu N
ýtt Hádegisleikhús tekur til starfa í endurnýjuðum Leikhúskjallara í haust. Þar sjá gestir ný íslensk leikrit yfir léttum og ljúffengum hádegismat.
Í Hádegisleikhúsinu verða frumsýnd fjögur ný íslensk verk sem valin voru úr innsendu efni í handritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið hélt í samstarfi við RÚV. 247 leikrit eftir fjölda framúrskarandi höfunda bárust í samkeppnina og voru fjögur þeirra valin til sýninga á þessu leikári. Verkin verða sýnd á virkum dögum og svo verða þau tekin upp og sýnd í Sunnudagsleikhúsi RÚV á næsta ári.
25 mín. leiksýning og léttur hádegisverður 3.900 kr. Gómsæt súpa og nýbakað brauð innifalið. Aðrar veitingar einnig í boði.
Húsið opnar kl. 11.30 og matur er borinn fram á bilinu 11.45-12.10. Leiksýningin hefst kl. 12.20 og tekur tæpan hálftíma. Gestum er sannarlega velkomið að sitja áfram eftir sýningu!
Út að borða með Ester
eftir Bjarna Jónsson Drepfyndið nýtt verk eftir eitt af okkar reyndustu leikskáldum. Haukur og Ester hafa verið búsett á Kanarí en eru nú strand á Íslandi. Þau fara saman út að borða í hádeginu en Ester er orðin vegan og á afar erfitt með að losa sig við „eitt og annað“ úr fortíðinni. Hádegisverðurinn fer úr böndunum. Leikarar: Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigurjónsson. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Frumsýning í september 2021.
Rauða kápan
eftir Sólveigu Eir Stewart Hjartnæmt, skondið verk eftir spunkunýtt leikskáld. Tvær gjörólíkar konur mæla sér mót á veitingahúsi eftir að hafa tekið kápu hvor annarrar í misgripum nokkrum dögum áður. Þær komast að því að þær eiga kannski meira sameiginlegt en þær hafði grunað. Leikarar: Edda Björgvinsdóttir, Snæfríður Ingvarsdóttir. Leikstjórn: Hilmar Guðjónsson. Frumsýning í nóvember 2021.
38
Heimsókn
eftir Hildi Selmu Sigbertsdóttur Spennandi leikrit eftir eitt af okkar efnilegustu ungskáldum. Móðir hefur boðað uppkomin börn sín á fund til að ræða ákveðin mál. Þau mæta hinsvegar með sinn eigin ásetning og eiga ýmislegt óuppgert við móður sína. Og hún við þau. Leikarar: Elva Ósk Ólafsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Hildur Vala Baldursdóttir. Leikstjórn: Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Frumsýning í janúar 2022.
Verkið
eftir Jón Gnarr Jón Gnarr fer á kostum í nýjum einþáttungi. Tveir menn standa frammi fyrir verki sem þeir eru að hefja. Þeir velta vöngum. Þeir tala saman. Munu þeir einhvern tímann ná að byrja á verkinu? Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Pálmi Gestsson. Leikstjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Frumsýning í mars 2022.
39
Frumsýnt í janúar 2022 / Litla sviðið
GALSI er orðið yfir þetta skemmtilega leikrit enda er galsinn kveikjan að öllu því sem gerist í þessu ævintýri. Sara Marti Guðmundsdóttir
Umskiptingur eftir Sigrúnu Eldjárn Leikstjórn: Sara Marti Guðmundsdóttir
Ævintýralegt leikrit um tröll og menn, ofurhetjur, smákríli og dreka!
Hvað ef systir þín væri tröll?
B
ráðskemmtilegt nýtt barnaleikrit eftir einn af okkar vinsælustu höfundum barnaefnis. Sigrún Eldjárn leikur sér hér á frumlegan og sniðugan hátt með minnið um umskiptinga úr gömlu þjóðsögunum okkar. Ragnhildur Gísladóttir semur tónlist eins og henni einni er lagið.
tröllastráknum Steina. Nú eru góð ráð dýr, en í ljós kemur að hjálpar má vænta úr ólíklegustu áttum! Leikritið var valið úr 150 leikverkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið kallaði eftir leikritum og hugmyndum að leikritum fyrir börn.
Systkinin Sævar og Bella eru í berjamó, og einu sinni sem oftar þarf Sævar að gæta litlu systur sinnar, sem satt að segja getur verið alveg ferleg frekjudolla! En Bella er alveg einstaklega krúttleg og þegar tröllskessa með óslökkvandi fegurðarþrá sér hana ákveður hún að skipta á henni og hinum stórgerða, uppátækjasama og hjartahlýja syni sínum,
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Tónlist og tónlistarstjórn: Ragnhildur Gísladóttir. Lýsing: Jóhann Friðrik Ágústsson. Hljóðhönnun: Elvar Geir Sævarsson.
40
Aldursviðmið: 4-12 ára.
Umskiptingur SIGRÚN ELDJÁRN
Leikarar: Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson og fleiri.
41
Frumsýnt í nóvember 2021 / Litla sviðið
Það er fátt magnaðra en minningin um fyrstu leikhúsferðina, ljósin slokkna og nýr heimur birtist nema ef vera skyldi að fá að upplifa þessa töfrastund í gegnum börnin! Guðjón Davíð Karlsson Lára og Ljónsi – jólasaga eftir Birgittu Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson Leikstjórn: Guðjón Davíð Karlsson
Jólaævintýri eftir Birgittu Haukdal og Góa
B
ækur Birgittu Haukdal um Láru og Ljónsa njóta ómældra vinsælda hjá íslenskum börnum, og nú birtast þessar ástsælu persónur í fyrsta sinn á leiksviði. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt? Verkið var valið úr 150 verkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir nýjum leikritum fyrir börn. Lárubækurnar og jólasöngbók Birgittu eru til sölu í leikhúsinu. Saga: Birgitta Haukdal. Leikgerð: Guðjón Davíð Karlsson. Teikningar: Anahit Aleqsanian. Leikmynd og búningar: María Th. Ólafsdóttir. Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason. Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson, Þórey Birgisdóttir og Bjarni Kristbjörnsson.
42
Aldursviðmið: 2-7 ára.
Sýningar hefjast að nýju í ágúst 2021 / Litla sviðið
...metnaðarfull og öðruvísi barnasýning... SJ, Fréttablaðið
Gríman - Barnasýning ársins
Kafbátur eftir Gunnar Eiríksson Leikstjórn: Harpa Arnardóttir
- Leikari ársins í aukahlutverki
Barnasýning ársins heillar alla
L
eikritið Kafbátur heillaði jafnt börn sem fullorðna þegar það var frumsýnt á liðnu leikári. Þessi fallega sýning hlaut mikið lof og fékk fjórar tilnefningar til Grímunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin sem barnasýning ársins og Kjartan Darri Kristjánsson fékk Grímuverðlaunin í flokknum Leikari ársins í aukahlutverki. Argentína er fjörug tíu ára stelpa sem ferðast með pabba sínum um höfin í kafbát eftir að öll lönd eru sokkin í sæ. Báturinn er ævintýraveröld út af fyrir sig og pabbi segir Argentínu skemmtilegar sögur, t.d. um mömmu hennar sem þau feðginin leita að. En þegar dularfullar persónur skjóta óvænt upp kollinum þarf Argentína að spyrja sig að því hvort pabbi segi alltaf satt og hvort fólk hafi virkilega alltaf þurft að búa í kafbátum.
Einstakt og fyndið leikrit um æsispennandi háskaför um hafdjúpin, sem snertir bæði hjartað og hláturtaugarnar. Verkið var valið úr 150 verkum sem bárust þegar Þjóðleikhúsið auglýsti eftir nýjum leikritum fyrir börn.
Þýðing: Bergsveinn Birgisson. Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson. Búningar: Ásdís Guðný Guðmundsdóttir. Lýsing: Ólafur Ágúst Stefánsson og Jóhann Friðrik Ágústsson. Tónlist: Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Teague. Hljóðhönnun: Aron Þór Arnarsson, Magnús Trygvason Eliassen og Steingrímur Teague. Myndbandshönnun: Heimir Freyr Hlöðversson. Leikarar: Birgitta Birgisdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Guðrún S. Gísladóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Þröstur Leó Gunnarsson.
Aldursviðmið: 5-12 ára.
43
Sýningar í desember 2021 / Tröppur Þjóðleikhússins Jólagleði á tröppum Þjóðleikhússins Höfundur og leikstjóri: Guðjón Davíð Karlsson
Jólagleði á tröppum Þjóðleikhússins
Á
aðventunni í fyrra var í fyrsta sinn boðið upp á þessa vönduðu jólaskemmtun á tröppum Þjóðleikhússins. Nú endurtökum við leikinn. Ástsælar persónur úr vinsælum leikritum stíga á stokk, skemmta gestum og gangandi og vekja hjá okkur hinn sanna jólaanda. Bastían bæjarfógeti, Mikki refur, Ronja ræningjadóttir, Soffía frænka, ræningjarnir Kasper og Jónatan og sjálf Grýla eru í jólaskapi úti á tröppum!
Sýnt 4., 11. og 18. des. kl. 16 og 17. Allir velkomnir! Enginn aðgangseyrir. Sýningar hefjast að nýju í nóvember 2021 / Á ferð um leikhúsið Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson Leikstjórn: Þórhallur Sigurðsson
(
)
Grímuverðlaunasýning sýnd sautjánda leikárið í röð
Sívinsælt aðventuævintýri T
veir skrýtnir og og skemmtilegir náungar taka á móti litlum leikhúsgestum í anddyri Þjóðleikhússins. Með þeim í för eru tveir hljóðfæraleikarar og þessi fjörugi hópur leiðir börnin með leik og söng um leikhúsið. Börnin ferðast inn í ævintýraveröld jólanna og sjá leikþætti um jólin í gamla daga og á okkar tímum. Sönglög Árna Egilssonar við Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum fléttast inn í ævintýrið. Grímuverðlaunasýningin Leitin að jólunum hefur verið sýnd á aðventunni við miklar vinsældir og fyrir fullu húsi allt frá því að hún var frumsýnd árið 2005. Verkið er nú sýnt sautjánda leikárið í röð og eru sýningarnar orðnar um 400 talsins.
Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Kvæði: Jóhannes úr Kötlum. Tónlist: Árni Egilsson. Búningar: Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.
44
Sýningar hefjast í október 2021 / Kassinn og leikferð um landið Ég get eftir Peter Engkvist Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson
(
Leikskólabörn kynnast töfrum leikhússins
Skemmtileg leiksýning fyrir yngstu börnin
É
) Börnum boðið í leikhús
g get er ljóðræn leiksýning um það sem er mitt, þitt og okkar. Hér kynnumst við tveimur litlum manneskjum sem eru að æfa sig í því að vinna saman. Þær leika sér saman, prófa sig áfram og komast að því hvað gerist þegar forsendum í leiknum er breytt. Stórskemmtileg leikhúsupplifun fyrir börn sem eru að læra á heiminn. Sýningin var tilnefnd til Grímuverðlauna árið 2018. Þjóðleikhúsið leggur áherslu á vandað og fjölbreytt úrval leiksýninga fyrir börn og ungt fólk. Börnum í elstu deildum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar á landsbyggðinni verður boðið að kynnast töfraheimi leikhússins og sjá þessa hrífandi leiksýningu með kennurum sínum.
Leikarar: Ernesto Camilo Aldazábal Valdés og Þórey Birgisdóttir.
Frumsýnt í ágúst 2021 / Stóra sviðið og leikferð um landið
Það er ekki hægt að gera kúl leikhús fyrir unglinga þannig að við ákváðum bara að játa okkur sigruð og vera svolítið lummó – en vonandi pínu fyndin líka. Matthías Tryggvi Haraldsson
Vloggið eftir Matthías Tryggva Haraldsson Leikstjórn: Björn Ingi Hilmarsson
Hey, YouTube! Æ
(
Matthías Tryggvi skrifar fyrir unglinga
)
sileg hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna YouTube, en þar ætla Konráð og Sirrý að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð! Þjóðleikhúsið býður leikhúsgestum framtíðarinnar á þetta verk sem er sérstaklega skrifað fyrir efstu bekki grunnskólans. Frumsýning í samstarfi við Leikfélag Akureyrar; sýningar á leikferð um landið og í Þjóðleikhúsinu.
Unglingum boðið í leikhús
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson og Þórey Birgisdóttir.
45
Þjóðleikhús okkar allra Umræður um sýningar og fjölbreytt námskeið Við bjóðum upp á námskeið af ýmsu tagi, umræður um leikhús og leikhúshlaðvarp. Ávallt er boðið upp á umræður með þátttöku listamanna eftir 6. sýningu á uppfærslum leikhússins fyrir fullorðna. Í samstarfi við Endurmenntun HÍ stöndum við fyrir námskeiðum um leiksýningar þar sem þátttakendur hlýða á fyrirlestra, koma í heimsókn á æfingu, sjá forsýningu og taka þátt í umræðum með listafólkinu. Við tökum þátt í „Samtali við leikhús“, umræðum um leiksýningar, á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Í vetur verður boðið upp á námskeið í lýsingu, hljóðvinnslu og sýningarstjórn, ætluð áhuga- og atvinnufólki með reynslu af tæknivinnu, í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga og FLÍS, Félag framhaldsskólakennara. Einnig geta hópar pantað skoðunarferðir um leikhúsið á bjorn.ingi@leikhusid.is. Leikhúshlaðvarpið - Hlaðvarp Þjóðleikhússins er á vefnum og hlaðvarpsveitum. Viðtöl, fróðleikur um sýningar og margt fleira.
Vertu í sambandi við okkur Fylgdu okkur á Facebook og Instagram, þar er alltaf nóg um að vera! Vefurinn okkar, leikhusid.is, er stútfullur af fróðleik, og
þar finnur þú m.a. myndbönd, viðtöl, greinar og Leikhúshlaðvarpið. Skráðu þig á póstlista á leikhusid.is til að fylgjast með lífinu í leikhúsinu, fá tilboð og ítarefni um sýningar. Við þiggjum með þökkum ábendingar um starfsemina og viljum gjarnan heyra þínar skoðanir. Sendu okkur póst á leikhusidmitt@leikhusid.is.
Gott aðgengi Við leggjum áherslu á gott aðgengi að leiksýningum okkar. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða og lyfta er austan megin við húsið. Tónmöskvar eru í Stóra salnum fyrir heyrnarskerta. Í vetur mun Þjóðleikhúsið, í samstarfi við Ástbjörgu Rut Jónsdóttur og Hraðar hendur táknmálstúlka, bjóða upp á táknmálsaðgengi að ákveðnum leiksýningum, meðal annars Út að borða með Ester í Hádegisleikhúsinu og Góðan daginn, faggi í Kjallaranum.
Kíktu til okkar Við tökum alltaf vel á móti þér í miðasölunni, hún er opin alla virka daga kl. 14-18, um helgar kl. 12-18 og fram að sýningu sýningardaga. Við höfum opnað nýja leikhúsbókabúð í forsalnum og þar er að finna úrval spennandi bóka um leiklist. Gjafakortin vinsælu getur þú keypt hjá okkur, á vefnum eða í miðasölusímanum 551 1200. Kortagestir fá gjafakort á sérstökum afslætti. 46
Börn og ungt fólk
Þjóðleikhúsið og landsbyggðin
Þjóðleikhúsið leggur sérstaka áherslu á að kynna töfraheim leiklistarinnar fyrir börnum og auka aðgengi ungs fólks að leikhúsi.
Þjóðleikhúsið eflir tengslin við landsbyggðina með fjölbreyttum verkefnum.
Börnum boðið í leikhús
Prinsinn – nýtt íslenskt leikrit
Þjóðleikhúsið býður leikskóla- og grunnskólahópum í leikhús, og fer í leikferðir út á land með verk ætluð ungum áhorfendum. Sjá bls. 45.
Sýningin verður frumsýnd í Frystiklefanum á Rifi og sýnd hjá Leikfélagi Akureyrar og víðar áður en hún fer á svið í Reykjavík. Leikferðin er liður í auknu samstarfi Þjóðleikhússins við leikhús á landsbyggðinni. Sjá bls. 23.
Skemmtun og fræðsla Skólahópum býðst að panta skoðunarferðir um Þjóðleikhúsið og ungt áhugafólk um leikhús getur leitað upplýsinga og aflað sér fróðleiks á heimasíðu okkar.
Aðgengi fyrir Döff fjölskyldur – Kardemommubærinn
Upphaf – eftir David Eldridge Þetta fallega, fyndna og hlýlega verk verður sýnt á Akureyri í mars. Sjá bls. 28.
Íslandsklukkan
Döff fjölskyldum verður boðið í sérstaka heimsókn í leikhúsið fyrir sýningu á Kardemommubænum, sjá nánar á heimasíðu Þjóðleikhússins, Facebook-síðunni Hraðar hendur táknmálstúlkar og deaf.is.
Sýningar á verki í vinnslu á Akureyri og Egilsstöðum. Sjá bls. 50.
Fræðsluefni um leiksýningar
Athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins sýnd í Þjóðleikhúsinu á vordögum. Í samstarfi við Bandalag íslenskra leikfélaga.
Samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og leiklistarkjörsviðs Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Kennslupakkar um leiksýningar fyrir kennara eru hannaðir í þeim tilgangi að efla listkennslu og auka áhuga ungs fólks á leikhúsi.
Leikhúskynning fyrir nýja Íslendinga Kynning á Þjóðleikhúsinu og möguleikum leikhússins, sérstaklega ætluð börnum á aldrinum 10-14 ára sem eru að fóta sig í nýju landi.
Þjóðleikur á landsbyggðinni
Áhugasýning ársins
Boðssýningar fyrir börn og unglinga Leikhúsið fer út á land með sýningar, sjá bls. 45.
Aukið samstarf við Leikfélag Akureyrar Þjóðleikhúsið og LA sameina krafta sína á næstu árum með leikferðum á báða bóga og margvíslegu samstarfi um sýningarhald, framleiðslu og fræðslumál.
Vettvangur fyrir ungt leikhúsáhugafólk á landsbyggðinni og höfunda til að spreyta sig á list leikhússins. Þjóðleikhúsið veitir þjálfun og fjögur leikskáld skrifa ný verk fyrir unga fólkið sem vinnur að sýningum á þeim í heimabyggð. Tvíæringur sem Þjóðleikhúsið hefur staðið fyrir allt frá árinu 2008 og hefur vaxið ár frá ári.
Trúnó Vinnusmiðja ungmenna á aldrinum 18-23 ára til þess að þróa listræna jafningafræðslu með samsköpunaraðferðum. Efnistök og inntak er á forsendum ungs fólks. Opinn þjóðfundur fyrir ungt fólk á Stóra sviðinu. Sjá bls. 50.
47
Tilraunir og nýsköpun Loftið er nýr vettvangur fyrir formtilraunir, rannsóknir og nýsköpun í leikhúsinu. Það er staður til að hlusta á óheyrðar raddir, segja ósagðar sögur og deila leyndri þekkingu. Loftið er jafnframt nýtt leikrými þar sem áhersla verður lögð á að laða fólk að leikhúsinu á nýjum forsendum, og líka að ná til fólks sem að öllu jöfnu sækir ekki leiksýningar. Á Loftinu eru starfræktar smiðjur og opnar vinnustofur, þar sem við þróum áfram ný leikverk af ólíku tagi. Listrænn stjórnandi Loftsins er Gréta Kristín Ómarsdóttir.
48
49
Sýningar og verkefni á Loftinu
Trúnó – verk í vinnslu Vinnusmiðja með ungu listafólki þar sem inntak og efnistök eru á forsendum unga fólksins. Byrjað var að þróa verkefnið Trúnó í Þjóðleikhúsinu á síðasta leikári og nú verður vinnunni haldið áfram með þátttöku enn fleiri ungra listamanna. Umsjón: Dominique Gyða Sigrúnardóttir leikstjóri og Sigga Dögg kynfræðingur.
Opinn þjóðfundur Trúnó fyrir ungt fólk haldinn á Stóra sviðinu Ef þú hefðir Stóra svið Þjóðleikhússins fyrir þig í einn dag, hverju myndirðu vilja koma á framfæri? Þjóðleikhúsið efnir til þjóð fundar á Stóra sviðinu með fólki á aldrinum 18-20 ára.
Sýningin okkar Konserta frumsýnir nýtt, djarft sviðsverk fyrir ungt fólk sem fjallar á nýstárlegan hátt um gapið á milli kynslóða, um kvíða, einmanaleika og hvað er hægt að segja þegar allt hefur þegar verið sagt. Höfundar og leikarar: Jóhann Kristófer Stefánsson og Tatjana Dís Aldísar Razoumeenko. Leikhópurinn Konserta í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.
Hliðstætt fólk Æsilegur sýndarveruleiki fyrir fimm áhorfendur frá Huldufugli, sem hlaut tilnefningu sem Sproti ársins á Grímuverðlaununum 2020. Leikstjóri og listrænn tæknihönnuður: Owen Hindley. Tónskáld og hljóðhönnuður: Íris Thorarins. Aðstoð við handritsgerð og forritun / leikjahönnuður: Sigursteinn J. Gunnarsson: Forritari: Torfi Ásgeirsson. Leikarar: Ástþór Ágústsson og Nanna Gunnars. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.
50
Íslandsklukkan – verk í vinnslu Íslandsklukka Halldórs Laxness skoðuð í nýju ljósi. Rannsóknar vinna þar sem unnið er að nýju leikverki. Hvað slær klukkan í dag? Hver erum við sem þjóð? Hvaðan komum við og hvert erum við að fara? Leikverk eftir Bjart Örn Bachmann, Salvöru Gullbrá Þórarinsdóttur og leikhópinn Elefant. Leikstjórn: Þorsteinn Bachmann. Leikarar: Aldís Amah Hamilton, Davíð Þór Katrínarson, Jónmundur Grétarsson, María Thelma Smáradóttir. Þjóðleikhúsið í samstarfi við leikhópinn Elefant.
Eyja – verk í vinnslu Menningarheimar heyrandi og heyrnarlausra mætast í nýju leikverki þar sem gerðar eru nýstárlegar tilraunir með miðlun tungumálsins og rannsakaðir möguleikar á að auka skilning milli ólíkra menningarheima og miðla fegurð þeirra. Vinnusmiðja og viðburðaröð á leikárinu, frumsýning leikverks fyrirhuguð á næsta leikári. Höfundar: Sóley Ómarsdóttir og Ástbjörg Rut Jónsdóttir. Tónlistarstjóri: Kristjana Stefánsdóttir. Leikmynd og búningar: Sigríður Sunna Reynisdóttir. Ljósahönnuður: Jóhann Bjarni Pálmason. Táknmálstúlkar: Túlkar Hraðra handa. Leikarar: Ástbjörg Rut Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Sigríður Vala Jóhannsdóttir, Uldis Ozols, Þór Tulinius. O.N. sviðslistahópur í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Verkefnið er styrkt af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu – Leiklistarráði.
Einstakt verð fyrir 25 ára og yngri! 50% afsláttur af tveimur eða fleiri sýningum Verð kortsins fer eftir miðaverði þeirra sýninga sem þú velur.
Við galopnum Þjóðleikhúsið fyrir ungu fólki með leikhúskorti á ótrúlegu verði. Þjóðleikhúsið er okkar allra. Við viljum koma til móts við ungt fólk og gera því kleift að sækja leikhúsið. Því býðst ungu fólki, 25 ára og yngri, leikhúskort á einstöku verði.
NÝTT
Ungmennakortið gildir á allar kvöldsýningar Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu, í Kassanum og á Litla sviðinu. Hátíð í september 2021 / Stóra sviðið
Rómeó og Júlía
Boðsmiðar fyrir ungt fólk fimm kvöld í röð! Þjóðleikhúsið vill sérstaklega koma til móts við ungt fólk, ekki síst í kjölfar þess ástands sem hefur sett mark sitt á líf okkar allra undanfarið. Í fyrstu sýningarviku Rómeós og Júlíu verður sannkölluð hátíð í leikhúsinu, tileinkuð ungu fólki, þar sem ungu fólki á framhaldsskólaaldri (f. 2002-2005) býðst að sjá þessa kraftmiklu leiksýningu frítt. Þeir sem eru á þessum aldri geta pantað frían miða á leikhusid.is, en sækja þarf miðana í miðasölu í síðasta lagi tveimur dögum fyrir sýningu. Mögulegt er að skrá allt að 10 saman í hóp ef kennitölur og netföng allra fylgja. Skráning hefst 26. ágúst kl. 12.00, fyrstir koma, fyrstir fá! Þér er boðið á spennandi stefnumót í leikhúsinu í haust! Sjáumst í leikhúsinu! 51
Verum saman í vetur! Tryggðu þér 30% afslátt af tveimur eða fleiri sýningum og ýmis fríðindi með leikhúskortinu.
52
Við gætum fyllsta öryggis gesta og starfsfólks. / Ekkert mál að breyta miðum! / leikhusid.is/sottvarnir