Aðrir aðstandendur
Umsjón og sýningastjórn
Guðmundur Erlingsson
Eglé Sipaviciute
Aðstoðarmaður leikstjóra
Eygló Hilmarsdóttir
Ebba Katrín Finnsdóttir
Framleiðslustjórn
Máni Huginsson
Búningadeild
Berglind Einarsdóttir - yfirumsjón
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Leikgervadeild
Silfá Auðunsdóttir – yfirumsjón
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Hildur Ingadóttir
Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Formlistamaður
Valur Hreggviðsson – yfirumsjón leikmuna
Leikmynda- og leikmunagerð
Atli Hilmar Skúlason - teymisstjórn
Hildur Evlalía Unnarsdóttir - teymisstjórn
Ásta S. Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Arturs Zorģis
Alexander Hugo Gunnarsson
Michael John Bown
Sviðsdeild
Ásdís Þórhallsdóttir
Alexander John George Hatfield
Aida Gliaudelyte
Eglé Sipaviciute
Jón Stefán Sigurðsson
Sigurður Hólm Lárusson
Siobhán Antoinette Henry
Raimon Comas
Tómas Sturluson
Þorsteinn Muni Jakobsson
Þórunn Kolbeinsdóttir
Hrafnhildur Hagalín
Hrafnhildur Hagalín hefur starfað sem leikskáld, þýðandi og dramatúrg um árabil. Hún lauk burtfararprófi í klassískum gítarleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1986 og stundaði nám í frönsku og leikhúsfræðum í Sorbonne-háskóla í París 1989-1992.
Meðal leikrita hennar eru Ég er meistarinn (Borgarleikhúsið, 1990), Hægan, Elektra (Þjóðleikhúsið, 2000), Norður (Þjóðleikhúsið, 2004), Sek (Leikfélag Akureyrar, 2014), Flóð (ásamt Birni Thors, Borgarleikhúsið, 2016) og útvarpsverkin Einfarar (RÚV, 2008) og Opið hús (RÚV, 2012).
Þá hefur hún þýtt fjölda leikrita m.a. eftir Evripídes, Henrik Ibsen, Harold Pinter, Arthur Miller, Söruh Kane og Wajdi Mouhawad, unnið leikgerðir og verið sýningardramatúrg í mörgum sýningum síðari ára, m.a. Dúkkuheimili, Medeu, Ríkharði III, Kæru Jelenu, Vertu úlfur, Framúrskarandi vinkonu, Rómeó og Júlíu og Múttu Courage. Árið 2022 kom út hjá Forlaginu fyrsta ljóðabók Hrafnhildar, Skepna í eigin skinni.
Hrafnhildur hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir verk sín og má þar nefna Leikskáldaverðlaun Norðurlanda, Norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin, Grímuverðlaunin, Menningarverðlaun DV og Rithöfundaverðlaun RÚV.
Leikritið Ég er meistarinn hefur verið þýtt á fjölda tungumála og leikið víða um heim, það var útnefnt besta erlenda verkið á Ítalíu 2005. Hægan, Elektra var sýnt í Frakklandi 2006, Sek var leikið á Off-off-Broadway í New York 2017. Þá hafa verk hennar verið gefin út á bók hérlendis og erlendis, Ég er meistarinn hjá Máli og menningu og Iperborea á Ítalíu, Hægan, Elektra hjá Máli og menningu og Oxford University Press, Flóð í leikritaröð Borgarleikhússins og Heim í leikritaröð Þjóðleikhússins.
Hrafnhildur var listrænn ráðunautur í Borgarleikhúsinu frá 2014-2020 og starfaði sem listrænn ráðunautur og staðgengill leikhússtjóra í Þjóðleikhúsinu 2020-2023.
Norður
Hægan, Elektra
Alltaf leyndarmál í verkunum mínum
Níu ár segja sumir að sé langur tími en ekki Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir leikskáld. Hún er komin aftur þangað sem hún á heima eftir níu ára starf sem listrænn ráðunautur í stóru leikhúsunum, það er að segja aftur í ólgusjó sjálfstætt starfandi listamannsins. Leikritið Heim er hennar fyrsta verk eftir þessi stakkaskipti og er skrifað af ást og þakklæti fyrir nákvæmlega þennan leikhóp, þótt efniviðurinn sé hlaðinn leyndardómum.
„Ég var að skrifa allt annað verk þegar þessi fjölskylda bankaði upp á hjá mér,“ segir Hrafnhildur um skrifin og líkir ferlinu við Sex persónur í leit að höfundi eftir Pirandello, persónur verksins hafi komið eins og fleygur inn í allt annan heim. „Ég vissi ekki á þessum tímapunkti hvaða söguþráður þetta væri eða hvert þessi fjölskylda myndi fara.“
Getur loksins lesið fyrir sjálfa sig Þau sem þekkja til Hrafnhildar vita að hún er að upplifa skapandi og skemmtilega tíma, hugmyndirnar streyma frá henni. Það er áríðandi að næra sköpunina þegar svo vel stendur á en það gerir Hrafnhildur ekki síst með því að lesa leikrit. „Þegar ég var í þessu frábæra starfi sem dramatúrg var maður alltaf að lesa leikrit og það með ákveðnum gleraugum, maður var á höttunum eftir verkum fyrir leikhúsið. Nú get ég loksins notið þess að lesa verk fyrir sjálfa mig.“
Lesturinn einskorðast ekki við leiktexta en við skrifin á Heim leitaði Hrafnhildur meðal annars í ljóð eftir Richard Dehmel, sextett eftir Schoenberg og svo margt fleira að það er unun að hlusta á tilvitnanir höfundarins vítt og breitt.
„Í sextettum eru allar raddir mjög mikilvægar,“ nefnir Hrafnhildur sem dæmi um sinn innblástur. „Markmiðið hér var einmitt að hafa ekki aðalog aukapersónur heldur sex persónur sem standa jafnfætis og hafa sterka rödd, eins og hljóðfærin í sextett.“
Vissi ekki hvað gimbur var Hrafnhildur mælir með því að rífa sig upp með rótum með reglulegu millibili. Hún er sannarlega nýbúin að því þegar þetta leikrit er skrifað en þau hjónin festu nýlega kaup á lögbýli undir Eyjafjöllum. Þaðan sendir hún frá sér leiktexta og sinnir jörðinni í bland.
„Við vissum varla hvað gimbur var þegar bóndinn á móti kom í heimsókn og gaf okkur gimbur,“ segir Hrafnhildur um að vera nýflutt í sveit. „Ég sagði: Takk fyrir. Gimbur, hvað er það?“ Leikskáldið brosir út í annað í gegnum frásögnina. „Annar bóndi á sama svæði sagði „hér eru allir skyldir nema þið“, þannig að við stingum aðeins í stúf.“
Hrafnhildur segir að það sé hollt að staðsetja sig í nýju samhengi. „Eins og allt getur verið lítið og smátt á Íslandi, allir þekkja alla, en svo stígur maður út fyrir þröngan ramma eins og listasamfélagið og inn í nýtt samfélag. Þá verður til nýr heimur fyrir manni.“
Freistandi að skrifa dramatíska rullu fyrir Sigga Hrafnhildur segir að hún hafi séð þennan tiltekna leikhóp fyrir sér með ljóslifandi hætti við skrifin. „Ég þekki þessa leikara vel, enda búin að sjá þau á ótal æfingum og í sýningum hér innanhúss og víðar. Ég gat mótað persónurnar fyrir þennan tiltekna hóp sem er ótrúlega gaman,“ segir hún og nefnir Sigurð Sigurjónsson sérstaklega. „Þjóðin þekkir Sigga fyrst og fremst sem kómíker þannig að mér fannst freistandi að skrifa dramatíska rullu fyrir hann.“ Þannig varð hlutskipti persónunnar hrakfarir sem engan enda ætla að taka, strengirnir slitna í höndunum á fjölskylduföðurnum, segir hún.
Hrafnhildur fer á flug þegar hún ræðir tengsl höfundar við leikara. „Ég elska leikara. Ég er alin upp af leikurum. Það finnst mér mest gefandi við þetta, ef maður getur búið til efnivið sem leikarar geta tekið lengra og farið á flug í gegnum,“ segir hún. „Það er fátt meira gefandi fyrir leikritahöfund.“
Söguþráður felur í sér leyndarmál Í leikritinu Heim fylgjumst við með örlagaríkri andvökunótt hjá fjölskyldu sem glímir við falið mein og leyndardóma, eins og það kraumi eitthvað undir pottlokinu. „Það sem er sagt beint út í leikhúsi er ekkert mjög spennandi. Hið ósagða sem liggur undir textanum er það sem verður dýnamískt á milli leikaranna,“ segir Hrafnhildur. „Ungir höfundar fara stundum á mis við þennan sannleik og þá eiga setningarnar það til að falla um sjálfar sig,“ útskýrir hún líka.
Þessi hugleiðing um hið ósagða á sannarlega við í leikritinu Heim, nóttina sem leyndardómarnir afhjúpast hjá fjölskyldunni. „Ég var spurð að því af hverju það væru alltaf leyndarmál í verkunum mínum. Kannski finnst mér það heillandi. Söguþráður felur í sér leyndarmál sem áhorfandi kemst að á endanum.“ Ferðalagið er ekki endilega ósvipað fyrir höfundinn segir hún. „Tilfinningin í persónunum fer með söguþráðinn eitthvað og þær búa til gjörðir og þar með söguþráðinn.“
Gaman af yfirskilvitlegum hæfileikum
Hrafnhildur segir að það sé mikilvægt að standa með sínum persónum, sama hvaða trú eða lífsskoðun þær aðhyllast. Raunar sé ekkert verra en höfundur sem treður sjálfum sér upp á persónurnar.
Samtalið fer að snúast um það sem túlka mætti sem yfirskilvitlega strengi í verkinu. „Ég hef frekar verið annáluð fyrir að vera jarðbundin í mínum verkum,“ segir Hrafnhildur. „Það var leikari sem sagði einhvern tímann „það eru engir draumar í verkunum þínum“ en ég reyni að vera trú persónunum,“ segir hún. „Ég hef voða gaman af fólki sem hefur yfirskilvitlega hæfileika.“
Ein persóna verksins er einmitt mjög næm og finnur ýmislegt á sér, það er persóna Elsu sem leikin er af Kristínu Þóru Haraldsdóttur. „Hún er kannski andhetja, hefur ekki farið í fínan háskóla og gengið menntaveginn, en rís upp í lokin. Kannski var hún klárust þegar upp er staðið.“
Ekki verið að tækla ákveðin málefni Leikskáld eru oft spurð út í erindi verka sinna, eða látin bendla þau við mikilvæg umræðuefni. Hrafnhildur lætur ekki teyma sig út í slíka sálma. Það er ekki markmiðið í sjálfu sér að taka fyrir tiltekin málefni. „Ef persónur eru áhugaverðar og fólk getur fundið til samkenndar með persónum á sviði þá er takmarkinu náð,“ segir hún.
„Að því sögðu þá seytlar samtíminn í gegnum það sem maður skrifar, enda er maður ekki úr fortíðinni og ekki úr framtíðinni heldur. Óhjákvæmilega verður þetta á einhvern hátt um málefni líðandi stundar og þar með samtímaspegill.“
Þetta er ekki lengur eftir mig
Það getur verið taugatrekkjandi fyrir höfund að sleppa tökunum á textanum sínum en þá gildir öllu að treysta listræna teyminu sem tekur við honum. „Það kemur alltaf eitthvað nýtt þegar listrænt teymi fer um þetta sínum höndum.
Á tímabili hlustaði ég og hugsaði „þetta er ekki lengur eftir mig“ og það var góð tilfinning, að finna að verkið var komið á nýjan stað.“
Hrafnhildur nefnir gjöfult samstarf við leikstjórann. „Við þekkjumst mjög vel við Magnús Geir. Ég treysti honum og það er grundvallaratriði fyrir leikskáld að geta treyst leikstjóranum. Við vorum búin að ákveða að hann myndi leikstýra þannig að hann fylgdi mér eftir í skrifunum.“
Næst á dagskrá er að senda frá sér fleiri leikrit, segir Hrafnhildur, og að sjálfsögðu að standa sig í sauðburðinum í vor, bætir hún við brosandi.
Viðtalið tók Matthías Tryggvi Haraldsson.
Margrét Vilhjálmsdóttir
útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1994. Hún hefur leikið yfir fimmtíu hlutverk, jafnt á sviði sem í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Hún hefur einnig samið og leikstýrt eigin hugverkum, leiksýningum, gjörningum og listviðburðum, auk verkefna sem tengd eru náttúruvernd. Meðal hlutverka í leikhúsi síðustu ár má nefna titilhlutverkið í Ást Fedru, Elizabeth Proctor í Eldrauninni, Geirþrúði í Himnaríki og helvíti, lafðina í Macbeth, Madame Thénardier í Vesalingunum og Mörtu í Hver er hræddur við Virginiu Woolf. Hún lék m.a. í Las Vegan á Listahátíð 2024 og Framúrskarandi vinkonu og Når det Stormer som verst í Noregi. Hún lék í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð 3. Margrét hefur hlotið fjölda tilnefninga til Grímunnar og Eddunnar. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir Eldraunina og Lé konung og Edduna fyrir Mávahlátur. Margrét var valin í Shooting Stars á Berlinale árið 2002 og hlaut Stefaníustjakann árið 1997.
Sigurður Sigurjónsson
lauk prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976.
Hann hefur farið með fjöldamörg hlutverk í Þjóðleikhúsinu og víðar, leikstýrt mörgum leiksýningum og leikið í fjölmörgum kvikmyndum og í sjónvarpi.
Hann leikur í Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal fyrri verkefna hér eru
Mútta Courage, Hvað sem þið viljið, Út að borða með Ester, Rómeó og Júlía, Einræðisherrann, Maður sem heitir Ove, Amadeus, Bílaverkstæði Badda, Gauragangur, Don Juan og Villiöndin. Meðal leikstjórnarverkefna hér eru Hafið, Maður í mislitum sokkum, Glanni glæpur, Dýrin í Hálsaskógi og Sitji guðs englar.
Hann hlaut Edduverðlaunin fyrir Undir trénu og Hrúta og var tilnefndur til Grímunnar fyrir Maður sem heitir Ove.
Selma Rán Lima
útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2024 og þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu
í Heim. Hún leikur hér einnig í Orra óstöðvandi síðar í vetur og tók við hlutverkum í Frosti.
Almar Blær Sigurjónsson
útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ vorið 2021. Hann leikur í Orra óstöðvandi og Frosti í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lék hér í Múttu Courage, Eddu, Draumaþjófnum, Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Ást og upplýsingum, Kardemommubænum og Nashyrningunum. Almar tók þátt í ýmsum verkefnum meðfram námi, meðal annars Nokkur orð um mig á Fringe festival Reykjavík og örverkahátíðinni Ég býð mig fram 3. Hann lék í sjónvarpsþáttunum Vigdísi og kvikmyndinni Agnesi Joy. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir Ást og upplýsingar.
Kristín Þóra Haraldsdóttir
útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2007 og hefur leikið í fjölmörgum leiksýningum, sjónvarpsverkum og kvikmyndum. Hún leikur í einleik sínum Á rauðu ljósi í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hún lék m.a. í Ex, Sjö ævintýrum um skömm, Upphafi, Samþykki og Loddaranum í Þjóðleikhúsinu, í Óvitum og Ökutímum hjá Leikfélagi Akureyrar og í Medeu, Gauragangi, Fólkinu í kjallaranum, Rústað, Flóð, Auglýsingu ársins, Ræmunni og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Hún lék m.a. í sjónvarpsþáttaröðunum Vigdísi og Verbúðinni og kvikmyndunum Andið eðlilega og Lof mér að falla. Kristín Þóra var valin í Shooting Stars á Berlinale árið 2019. Hún hlaut Grímuna fyrir Auglýsingu ársins og var tilnefnd fyrir Sjö ævintýri um skömm, Loddarann, Gauragang, Samþykki, Óskasteina og Peggy Pickit sér andlit Guðs. Hún hlaut Edduverðlaunin fyrir Lof mér að falla og Stefaníustjakann árið 2014.
Hilmar Guðjónsson útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2010. Hann leikur í Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Hann lék hér í Múttu Courage, Nokkur augnablik um nótt, Hvað sem þið viljið, Ást og upplýsingum, Rómeó og Júlíu og Upphafi. Hann leikstýrði Rauðu kápunni og Verkinu í Hádegisleikhúsi Þjóðleikhússins. Hann lék í fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, m.a. Helgi Þór rofnar, Ríkharði III, Sendingu, Mávinum, Sölku Völku, Rauðu, Músum og mönnum, Njálu, Fanný og Alexander og Ofviðrinu. Hann lék í kvikmyndunum Volaða landi, Villibráð, Bjarnfreðarson og Á annan veg og sjónvarpsþáttaröðunum Vigdísi, Verbúðinni, Fólkinu í blokkinni, Drekasvæðinu, Stellu Blómkvist og Venjulegu fólki. Hann var valinn í Shooting Stars á Berlinale árið 2012. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Rautt og var tilnefndur til Edduverðlaunanna fyrir Á annan veg og Volaða land.
![](https://assets.isu.pub/document-structure/250206190208-968b36bacbb22a0a9d09c42b8eefb7cb/v1/f8d4b52730f795b3b2149487f4c31fc6.jpeg)
Magnús Geir Þórðarson er menntaður leikstjóri frá Bristol Old Vic Theatre School, er með meistaragráðu í leikhúsfræðum frá University of Wales, Aberystwyth og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Magnús Geir var leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar 2004-2008, leikhússtjóri Borgarleikhússins 2008-2014 og útvarpsstjóri RÚV 2014-2019. Hann hefur gegnt starfi þjóðleikhússtjóra frá ársbyrjun 2020. Leikstjórnarverkefni Magnúsar skipta tugum og hefur hann leikstýrt sýningum af ýmsu tagi, m.a. dramatískum verkum, gamanleikjum, söngleikjum og óperum. Meðal leikstjórnarverkefna hans eru Úti að aka, Nei, ráðherra, Gauragangur, Krýning Poppeu, Dido og Eneas og Stone Free í Borgarleikhúsinu, Svartur köttur, Litla hryllingsbúðin, Fullkomið brúðkaup og Óliver hjá Leikfélagi Akureyrar, Sweeney Todd hjá Íslensku óperunni, Eldað með Elvis, Hedwig og Veðmálið í Loftkastalanum og Rúm fyrir einn, Þúsund eyja sósa, Leitum að ungri stúlku og Stjörnur á morgunhimni hjá Leikfélagi Íslands í Iðnó.
Filippía I. Elísdóttir
hefur starfað við á annað hundrað sýninga sem búninga- og sviðsmyndahönnuður, listrænn ráðgjafi og höfundur gjörninga. Sem búninga- og sviðsmyndahönnuður hefur hún unnið við leiksýningar, óperur og kvikmyndir, jafnt á Íslandi sem erlendis, og hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín. Í vetur gerir hún hér búninga fyrir Taktu flugið, beibí! Meðal nýlegra verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Ást Fedru, Mútta Courage, Saknaðarilmur, Aspas, Sem á himni, Vertu úlfur, Framúrskarandi vinkona, Nashyrningarnir, Súper og Húsið. Hún gerði nú síðast búninga fyrir Ungfrú Ísland í Borgarleikhúsinu. Hún hlaut Grímuna fyrir Ást Fedru, Ríkharð III, Töfraflautuna, Ofviðrið, Sweeney Todd, Virkjunina, Woyzeck, Engla alheimsins og Dúkkuheimili. Hún hlaut Stefaníustjakann árið 2010 og Fálkaorðuna árið 2016.
Björn Bergsteinn Guðmundsson
hefur lýst fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Hafnarfjarðarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Badisches Staatstheater og ýmsum leikhópum. Hann starfaði eitt leikár í Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Hann hannaði lýsingu í mörgum sýningum þegar hann var fastráðinn í Þjóðleikhúsinu á árunum 1982-2005. Hann er nú yfirljósahönnuður Þjóðleikhússins. Meðal nýjustu verkefna hans eru Saknaðarilmur, Mútta Courage, Ellen B., Ex, Ekki málið, Draumaþjófurinn, Sem á himni, Framúrskarandi vinkona, Rómeó og Júlía, Nashyrningarnir og Vertu úlfur í Þjóðleikhúsinu og Ríkharður III og Níu líf í Borgarleikhúsinu. Björn hefur hlotið fjölda viðurkenninga og margoft hlotið Grímuverðlaun fyrir lýsingu ársins.
Gísli Galdur Þorgeirsson
útskrifaðist úr hljóðtækninámi frá Rytmisk Musikkonservatorium í Kaupmannahöfn árið 2015. Hann hefur verið meðlimur í ýmsum hljómsveitum og samið tónlist og hljóðmyndir fyrir kvikmyndir, leikverk, sjónvarpsþætti, auglýsingar, útvarpsleikhús og innsetningar. Í Þjóðleikhúsinu samdi hann tónlist og gerði hljóðmynd fyrir Ellen B., Ex, Sjö ævintýri um skömm, Atómstöðina-endurlit, Jónsmessunæturdraum, Óvin fólksins, Gott fólk, ≈ [um það bil], Svartan hund prestsins, Alla syni mína, Gerplu og Rambó 7. Meðal annarra leiksýninga sem hann hefur unnið við eru Mávurinn, Húmanimal, Verði þér að góðu og ÚPS! Hljómsveitir sem Gísli hefur unnið með og verið meðlimur í eru meðal annars
Trabant, Quarashi, Ghostigital, Motion Boys og Human Woman. Hann hefur hlotið nokkrar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir hljóðmynd í Húmanimal.
Aron Þór Arnarsson
starfar við hljóðdeild Þjóðleikhússins og hefur hannað hljóðmynd fyrir ýmsar leiksýningar. Meðal verkefna hans hér eru Eltum veðrið, Saknaðarilmur, Edda, Ekki málið, Ellen B., Ex, Nokkur augnablik um nótt, Aspas, Sem á himni, Ásta, Framúrskarandi vinkona og Kafbátur. Hann hefur unnið sem upptökustjóri og hljóðmaður í rúma tvo áratugi. Meðal þeirra tónlistarmanna og hljómsveita sem hann hefur unnið með eru Björk, Of Monsters and Men, GusGus, John Grant, The Brian Jonestown Massacre, Hjaltalín, HAM, Stuðmenn, Valdimar, Leaves, Trabant, Apparat Organ Quartett, Singapore Sling, Kimono, Úlpa, Jóhann Jóhannsson, Barði Jóhannsson, Hljómar, Mannakorn, KK, Magnús Eiríksson og RASS. Hann hlaut ásamt öðrum Grímuverðlaunin fyrir hljóðmynd í Einræðisherranum, og var tilnefndur ásamt öðrum fyrir Ellen B., Kafbát og Atómstöðina.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri - í leyfi
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar
Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi
Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála
Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, fræðsluteymi
Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson
Hildur Vala Baldursdóttir
Hilmar Guðjónsson
Ilmur Kristjánsdóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Sigurbjartur Sturla Atlason
Sigurður Sigurjónsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir, í leyfi
Þröstur Leó Gunnarsson
Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir
Elísa Sif Hermannsdóttir
María Dís Cilia - í leyfi
Máni Huginsson, framleiðslustjórn
Hljóð
Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri
Aron Þór Arnarsson
Þóroddur Ingvarsson
Brett Smith
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Hildur Ingadóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.
Garðar Borgþórsson, deildarstjóri
Ásta Jónína Arnardóttir
Haraldur Leví Jónsson
Jóhann Bjarni Pálmason
Ýmir Ólafsson
Jóhann Friðrik Ágústsson - í leyfi
Leikmynda- og leikmunaframleiðsla
Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri
Michael John Bown, yfirsmiður
Arturs Zorģis
Ásta Sigríður Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Valur Hreggviðsson
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka
Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Halla Eide Kristínardóttir
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið
Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri
Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða
Siobhán Antoinette Henry, umsjón minni sviða
Alexander John George Hatfield
Eglé Sipaviciute
Jón Stefán Sigurðsson
Raimon Comas
Sigurður Hólm
Bókhald og laun
Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari
Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús
Marian Chmelar, matreiðslumaður
Umsjón fasteigna
Sveinbjörn Helgason, húsvörður
Ina Selevska, ræsting
Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting
Margarita Albina, ræsting
Hafliði Hafliðason, bakdyravörður
Björn Jónsson, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.
Þjóðleikhúsráð
Halldór Guðmundsson, formaður
Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður
Karítas Ríkharðsdóttir
Sjón - Sigurjón Birgir Sigurðsson
María Ellingsen
Þjóðleikhúsið
Miðasölusími: 551 1200
Netfang miðasölu: midasala@leikhusid.is www.leikhusid.is