Ef þú glímir við sjálfsvígshugsanir eða sjálfskaðandi
hegðun getur þú m.a. leitað upplýsinga og aðstoðar hjá
Píeta samtökunum (pieta.is), Berginu (bergid.is), Hjálparsímanum 1717 (1717.is) eða sjalfsvig.is.
Í neyð hringdu í 112.
Um tónlistina
Tónlistin í sýningunni er eftir Unu Torfadóttur og Hafstein Þráinsson, og lög og söngtextar eru eftir Unu, fyrir utan lagið Þú ert stormur sem er eftir Hafstein og Unu.
Einnig hljóma brot úr Afgan eftir Bubba Morthens, Þorparanum eftir Magnús Eiríksson og Á sama tíma að ári eftir Björn Jörund Friðbjörnsson. Einnig er leikið lagið Fokka Upp Klúbbnum með ClubDub og Ra:tio.
Brot úr öðrum verkum
Í sýningunni er farið með brot úr Hamlet eftir William Shakespeare í þýðingu Þórarins Eldjárns, Söknuði eftir Jóhann Jónsson, Sorg eftir Jóhann Sigurjónsson og Utan hringsins eftir Stein Steinarr. Einnig er flutt ljóðið Viljaþula eftir Matthías Tryggva Haraldsson.
Salka Gústafsdóttir leikari er starfsnemi og nemandi við LHÍ.
Leikskrá
Ritstjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Hönnun og uppsetning: Jorri.
Ljósmyndir: Jorri, Anton Bjarni Alfreðsson o.fl.
Prentun: Prentmet Oddi. Útgefandi: Þjóðleikhúsið.
Myndir í leikskrá eru teknar á æfingu og eru því ekki heimild um endanlegt útlit sýningarinnar.
Sýningarlengd er um tvær klukkustundir og fjörutíu mínútur. Eitt hlé.
6. sýning: Umræður eftir sýningu.
7. sýning: Textun á ensku og íslensku.
Þjóðleikhúsið
76. leikár, 2024–2025.
Frumsýning á Stóra sviðinu 6. mars 2025. Þjóðleikhússtjóri: Magnús Geir Þórðarson.
Framleiðslu- og sýningarstjórn
Yfirsýningarstjórn
Elísa Sif Hermannsdóttir
Framleiðslustjórn
Máni Huginsson
Aðrir aðstandendur
Leiksviðsstjóri
Ásdís Þórhallsdóttir
Yfirumsjón á sviði
Siobhán Antoinette Henry
Yfirumsjón leikmuna
Mathilde Anne Morant
Yfirumsjón búninga
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Forritun og stýring flugs og hringsviðs
Alexander John George Hatfield
Teymisstjórn leikmynda- og leikmunagerðar
Atli Hilmar Skúlason
Hildur Evlalía Unnarsdóttir
Dansstjóri
Marinó Máni Mabazza
Aðstoðarmenn leikstjóra
Bjartur Örn Bachmann
Oddur Júlíusson
Dramatúrgísk ráðgjöf
Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Vala Fannell
Starfsfólk á sýningum
Sýningarstjórn
Elísa Sif Hermannsdóttir
Elín Smáradóttir
María Dís Cilia
Hljóðstjórn
Þóroddur Ingvarsson
Pétur Gunnar Guðmundsson
Ljósastjórn
Ásta Jónína Arnardóttir
Anna Kristín
Sviðsmenn
Alexander John George Hatfield
Raimon Comas
Sigurður Hólm Lárusson
Siobhán Antoinette Henry
Leikmunavörður
Aida Gliaudelyte
Búningavörður
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Hljóðmenn á sviði
Bragi Fannar F. Berglindarson
Jóhannes Sigurðsson
Ljósamenn á sviði
Fannar Smári Sindrason
Gísella Hannesdóttir
Eltiljós
Björg Brimrún Sigurðardóttir
Salka Þorgerður Jóhannsdóttir Stelludóttir
Sigurjón Jónsson
Annað starfsfólk við sýninguna
Leikgervadeild
Ingibjörg G. Huldarsdóttir
Hildur Ingadóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Búningadeild
Berglind Einarsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Leikmyndadeild
Alexander Hugo Gunnarsson
Arturs Zorģis
Michael John Bown
Leikmunadeild
Ásta S. Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Valur Hreggviðsson
Sviðsdeild
Eglé Sipaviciute Þórunn Kolbeinsdóttir
Ljósadeild
Garðar Borgþórsson
Haraldur Levy Jónsson
Jóhann Bjarni Pálmason Ýmir Ólafsson
Hljóðdeild
Aron Þór Arnarsson
Brett Smith
Hljóðdeild
Aron Þór Arnarsson
Raddþjálfun Guðlaug Ólafsdóttir
Leikstjórn
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Leikmynd
Ilmur Stefánsdóttir
Hljóðblöndun
Þóroddur Ingvarsson
LISTRÆNIR STJÓRNENDUR LEIKARAR
Dans og sviðshreyfingar
Lee Proud
Búningar
María Th. Ólafsdóttir
Hljóðmynd
Kristján Sigmundur Einarsson
Hafsteinn Þráinsson
Elísabet
Una Torfadóttir
Helga
Berglind Alda Ástþórsdóttir
Tommi
Jakob van Oosterhout
Maríanna
Salka Gústafsdóttir
Hljómsveitarstjórn, gítar
Hafsteinn Þráinsson
Tónlistarstjórn
Hafsteinn Þráinsson
Lýsing og myndband
Ásta Jónína Arnardóttir
Dramatúrg
Matthías Tryggvi Haraldsson
Leikgervahönnun
Ása María Guðbrandsdóttir
Draumey
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Börkur
Sigurbjartur Sturla Atlason
Tinna
Birta Sólveig Söring Þórisdóttir
Dóri
Marinó Máni Mabazza
Davíð, bróðir Tomma Kjartan Darri Kristjánsson
Æsa, systir Helgu
Hildur Vala Baldursdóttir
Sigtryggur, umboðsmaður Hallgrímur Ólafsson
Nína Dögg Filippusdóttir fer með hlutverk mömmu Helgu og Æsu á myndbandi.
Rödd Finns, pabba Tomma og Davíðs: Þröstur Leó Gunnarsson
HLJÓMSVEIT
Trommur, slagverk
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
Valgeir Skorri Vernharðsson staðgengill
Bassi, hljóðgervill
Vignir Rafn Hilmarsson
Píanó, hljóðgervill, Rhodes
Tómas Jónsson
Baldvin Hlynsson staðgengill
Lögin í sýningunni
Ekkert að (brot)
Málum miðbæinn rauðan
Í löngu máli
Yfir strikið (undirspil)
Ef þú kemur nær En Fyrrverandi
Hvað viltu?
Ekkert að Sólmyrkvi
Ef þú kemur nær (endurtekið)
Er það ekki?
Þú ert stormur
Málum miðbæinn rauðan
Málum miðbæinn rauðan
Nú er vorkvöld í Reykjavík
Hræðumst lífið og dauðann
En við reynum að gleyma því Enginn veit hvernig morgundagurinn fer
En í kvöld munum við dansa
Dansa upp Laugaveg
Hvað viltu,
Hvað viltu verða þegar þú verður stærri?
Hver ertu,
Hver ertu núna?
Við vitum ekki neitt
Alls ekki neitt
Klára stúdent, finna sér tilgang
Finna ástina og halda í vinina
Eltu drauminn, vertu svo skynsöm
Sýndu okkur allt sem að í þér býr
Málum miðbæinn rauðan
Nú er vorkvöld í Reykjavík
Hræðumst lífið og dauðann
En við reynum að gleyma því Enginn veit hvernig morgundagurinn fer
En í kvöld munum við dansa
Dansa upp Laugaveg
Allir vegir færir, ekkert að óttast,
Heimur á herðum sem brennur og snýst of hratt
Stríð og fátækt, dýr bjór á dælu
Fögnum, kvörtum og leysum öll heimsins mál
Málum okkur, búum til hrukkur
Flytjum út áður en þessi markaður ferst Þúsund skyldur, væntingastjórnun
Þiggðu ráðin sem þú baðst samt aldrei um Gerðu mistök, láttu þig hverfa
Taktu stjórnina og hleyptu svo öðrum að
Vera hugrökk, bjartsýn og til í að breyta heiminum
Málum miðbæinn rauðan Nú er vorkvöld í Reykjavík Hræðumst lífið og dauðann
En við reynum að gleyma því Enginn veit hvernig morgundagurinn fer
En í kvöld munum við dansa Dansa upp Laugaveg
Sköpun er persónuleg
Viðtal við höfunda verksins
Una Torfadóttir er í dag ein ástsælasta tónlistarkona þjóðarinnar en áður vann hún við að klæða Unni Ösp Stefánsdóttur leikkonu hratt í kjóla milli þess sem sú síðarnefnda þaut milli leikatriða á sviðinu. Nú eru þær búnar að skrifa saman söngleik sem er að miklu leyti frumraun fyrir þær báðar, en auk þess stígur Una á svið sem leikkona í fyrsta sinn og Unnur heldur utan um öll herlegheitin sem leikstjóri verksins. Þær eiga það sameiginlegt að vera næmar og tilfinningasamar, og að eigin sögn er hvorug þeirra sérlega „töff“ í eðli sínu.
Þegar höfundarnir Unnur Ösp og Una Torfadóttir setjast í Kristalsal Þjóðleikhússins hefja þær samtalið að sjálfsögðu á því að hrósa öllu sínu samverkafólki, enda kappkostar fjöldi fólks að undirbúa stykkið og skila því til áhorfenda þegar viðtalið er tekið rúmri viku fyrir frumsýningu. Þær nefna sérstaklega unga og óharðnaða leikara sem sanna sig í verkinu.
„Það er gaman að vera með ungu, hressu fólki sem er meðvitað um hvað það eru mikil lífsgæði að vinna í leikhúsi,“ segir Una og bætir við eftir örlitla umhugsun: „Segi ég, eins ég sé gömul!“ Leikstjórinn og meðhöfundur Unu er snögg að bæta við þetta: „Eins og þú sért áttræð. Sem þú ert.“
Höfundar leikritsins búa að traustum en óvenjulegum vináttutengslum. Þær lýsa því sjálfar þannig að Una sé kerlingin, þótt hún sé yngri, og Unnur sé unglingurinn. Ólík orka þeirra togast á og rennur saman og býr til leikverk sem er nú að verða tilbúið.
Opnuðu á sálarlíf og tilfinningar
Una Torfadóttir er búin að vinna sem sjálfstætt starfandi tónlistarkona í um þrjú ár. „Það er mikið ævintýri en oft einmanalegt, lýjandi og rútínulaust,“ segir hún, en bætir við að það eigi ekki við um leikhúsið.
„Hér er rútína, maður hittir fólk á morgnana, borðar, spjallar yfir kaffibolla um daginn og veginn.
Maður er aldrei einn.“
Unnur þekkir þessa hópkennd og bræðralagstilfinningu vel, hvort sem það er í hlutverki leikkonu eða leikstjóra. „Það er lífskraftur í sköpun og það kemur líka æðruleysi með því að vinna í hóp.
Þá sér maður að þetta stendur ekki og fellur með bara manni sjálfum.“
Þær lýsa því hvernig allur hópurinn hafi opnað á sálarlíf sitt og tilfinningar snemma í ferlinu.
„Ef Una segir að þetta sé gefandi fyrir sig, ímyndið ykkur þá hvernig þetta er fyrir miðaldra leikstjórann.“
Það vantar kúlið í okkur
Unnur Ösp fær hugmyndina að því að skrifa sögu sem er innblásin af lögum Unu og úr verður þetta handrit. Leikritið er fyrsta atlaga þeirra beggja að því að frumskrifa verk fyrir sviðið þótt Unnur hafi áður sent frá sér leikgerðir við góðan orðstír. Þær vildu skrifa sögu sem yrði nakin, hrá og berskjölduð.
Í heildina eru þær sammála um að þær óttist ekki stórar tilfinningar í skrifum sínum, ekki ósvipað persónunum í sögunni sem þora að koma dramatískum málum í orð í fyrsta sinn á ævinni. „Mér finnst okkar styrkleiki sem listakonur vera að þora að koma til dyranna eins og við erum klæddar, án þess að fóðra hlutina í afbyggingu og kaldhæðni,“ segir Una.
„Það vantar kúlið í okkur,“ bætir Unnur við. „Engir stælar, bara tilfinningar.“
Una jánkar því og segir að það sé ef til vill mest töff, að vera ekki töff. „Ég vona að unga fólkið sem kemur að sjá Storm verði innblásið af heiðarleikanum. Það er stórkostlegt hvað gerist í lífinu þegar maður prófar að segja eins og er.“
Kvíðnar stelpur og týndir drengir
Uppleggið snemma í ferlinu var að sögn Unnar að beina ljósinu að hæfileikaríkum en kvíðnum stelpum annars vegar og drengjum sem falla milli skips og bryggju í samfélaginu hins vegar.
„Þess vegna erum við með þessar persónur,“ segir Unnur. „Tónlistarkonuna sem stendur á barmi þess að slá í gegn og verður ástfangin, bestu vinkonuna sem er að kljást við kvíða og missi, og sem er að reyna að gera allt rétt, og svo hins vegar þennan ástríðufulla en viðkvæma dreng.“ Síðastnefnda persónan fékk nafnið Tommi en hans saga stækkaði eftir því sem leið á skrifin. „Hann er innblásinn af öllum strákum og mönnum sem ég hef kynnst um ævina sem eru í senn viðkvæmir og djúpir og finnst lífið skipta máli.“
Unnur nefnir sín fyrri verk, Vertu úlfur og Saknaðarilm, í samhengi við persónuna Tomma. „Það er kannski ekki tilviljun að einleikirnir fjalla um nítján ára persónur með geðhvörf sem lifa af glímu við stjórnleysi.
Þessi saga fjallar um nítján ára strák sem er að öllum líkindum með geðhvörf og lifir ekki af stjórnleysi.“
„Þetta er pínulítið nálægt þeim öllum en samt eru þau öll að leika persónur.“
Þannig hverfist verkið um sálrænt ástand persónanna, orsök þess og afleiðingar. „Mér fannst gríðarlega mikilvægt að tala um hvers vegna hlutirnir geta farið á versta veg, ekki allar sögur enda í upprisu og von, því miður,“ segir Unnur. „Lífið er fagurt, en það getur líka verið þrautarganga.“
Ekki eins og Bubbasöngleikurinn
Fyrsta spurningin sem flaug í hausinn á Unu þegar Unnur Ösp hringdi og stakk fyrst upp á þessu samstarfi, var hvort þetta yrði nokkuð um hana sjálfa sem persónu. „Eins og Bubbi,“ segir hún og ber hugmyndina saman við söngleikinn Níu líf sem sló í gegn í Borgarleikhúsinu. Stutta svarið við þeirri spurningu er nei. „Þetta er ekki um mig,“ segir Una.
„Enda varstu að byrja!“ bætir Unnur við og hlær við tilhugsunina, að sviðsetja ævisögu svo ungrar listakonu.
Að þessu sögðu er gaman að bera saman persónuna Elísabetu og Unu sjálfa, sem leikur hana á sviðinu.
„Elísabet er byggð á lögum sem ég samdi um mitt líf, þannig að við eigum margt sameiginlegt, ég og hún.“ Una veltir því upp hvort Elísabet sé jafnvel eins og önnur gerð af henni sjálfri nema í hliðstæðum veruleika, en það skal ósagt látið.
Þessi nálægð milli persónu og leikanda á við um fleiri en Unu í þessu verki. „Þegar persónurnar þróast er það líka með hópinn í huga,“ segir Unnur Ösp. „Maður skynjar orku leikaranna, þeirra spuni, orka og talandi rata inn í handrit. Mér fannst það spennandi. Þetta er pínulítið nálægt þeim öllum en samt eru þau öll að leika persónur.“
Alltaf að mála sjálfsmyndir
Þegar talið beinist að mörkum sviðsetningar og raunveruleika segja Unnur og Una að sköpun sé alltaf persónuleg að einhverju leyti. „Ég er líka innblásin af því sem ég hef upplifað í gegnum mitt líf. Uppáhalds bíómyndir, bækur, söngleikir, það ratar allt á einn eða annan hátt inn í þetta, alveg eins og lögin. Sköpun er persónuleg,“ segir Unnur Ösp.
„Ég trúi því að listamenn séu alltaf að mála sjálfsmyndir, þegar við sköpum þá erum við að túlka raunveruleikann í gegnum okkur sjálf,“ bætir Una við. „En ef túlkunin er sönn þá geta fleiri tengt við hana.“
„Og hún getur ekki verið sönn nema hún sé persónuleg,“ segir Unnur.
Í þessu samhengi má upplýsa að örfáar línur í handriti eru dregnar orðrétt upp úr dagbókum Unu, en höfundar verksins gefa ekki upp hvaða línur það eru.
Unga fólkið er ekki bara að horfa á Netflix Það getur verið vandasamt að skrifa fyrir ungu kynslóðina enda veit hún sjálf best hvaða sögur eiga erindi við hana. Höfundar Storms eru meðvitaðir um þetta. Enda þótt Unnur og Una óski þess að unga fólkið fjölmenni í leikhúsið segja þær að þessi saga sé um unglinginn í okkur öllum.
Þær nefna líka að fjölmörg sígild verk fjalli um eilíf þemu, þótt það vilji svo til að persónurnar séu ungar. „Rómeó og Júlía er um ungt fólk,“ nefnir Unnur sem dæmi. „Mig langaði fyrst og fremst að skrifa alvöru leikrit. Þetta er í grunninn góð saga, leikin af hæfileikaríku listafólki sem leggur allt á borðið en það vill svo til að persónurnar eru tvítugar,“ segir Unnur og bætir við: „Við leyfum okkur að segja að unga fólkið er djúpt, þau eru klár og þau eru ekki bara að horfa á Netflix.“
„Unglingurinn sem fyrirbæri er góð sögupersóna,“ segir Una. „Þegar við erum unglingar þá erum við í suðupotti, allt gerist hraðar, allir geta orðið skotnir í öllum, allt er í fyrsta skipti, viðbrögð, tjáning og tilfinningar eru óheflaðar. Þetta eru fullkomin innihaldsefni í góða sögu.“
Lífið jafn hrikalegt og það er stórkostlegt
Með þessum innihaldsefnum er hægt að skapa persónur sem einkennast af ástríðu og núvitund.
„Allt er svo gildishlaðið og stórt,“ segir Unnur. „Við munum öll hvað þessar tilfinningar voru stórar þegar við fundum þær fyrst. Í okkar sögu þurfa þau að taka ábyrgð á eigin lífi og þau höndla það misvel.
Þér er kastað út í lífið en ef það er mikill farangur á bakinu þá reynast þessi tímamót erfið.“
„Þetta er þroskasaga,“ segir Una. „Í upphafi er vinahópurinn fullur af von og stórum hugmyndum um framtíðina en svo fylgjumst við með þeim komast að því að lífið er alltaf jafn hrikalegt og það er stórkostlegt.“
Viðtalið tók Matthías Tryggvi Haraldsson.
Framhaldsskólaútskriftin
- fyrstu stóru tímamót lífsins.
Una
Ég mun aldrei gleyma útskriftinni úr MR. Við fjölskyldan héldum heljarinnar veislu og svo djammaði ég fram á nótt með vinum mínum. Við vorum tilbúin að sigra heiminn og hvergi nærri reiðubúin að kveðjast. Það voru töfrar í loftinu og tækifæri allt í kring um okkur en undir niðri vorum við öll með hjartað í buxunum, allt í einu ábyrg fyrir framtíð okkar og hamingju. Síðan eru liðin sex ár, lífið heldur áfram að vera stórkostlegt og átakanlegt og ég held áfram að reyna að gera allt sem mig langar.
Berglind Alda
Þegar ég útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands var ég sannarlega búin að átta mig á því að það var leiklistin sem var ástríða mín og því vissi ég hvert ég vildi stefna í lífinu. Þrátt fyrir það var ég að einhverju leyti óörugg og sat ekki nógu vel í sjálfri mér, burt séð frá því að auðvitað er ekkert í hendi með leiklistina. Ég held að ég hafi verið svolítið út um allt á þessum tíma. Eins og lítið fiðrildi sem flögraði stöðugt í kringum aðra, kannski í leit að einhvers konar samþykki eða viðurkenningu. Ég hugsaði nefnilega of mikið um hvað öðru fólki fannst um mig og náði því ekki að anda nógu djúpt og slaka inn í mitt sanna sjálf.
Iðunn Ösp
Í minningunni var ég bara ótrúlega spennt að útskrifast úr Versló. Ég var orðin heldur eirðarlaus og þreytt á því að hjakka í sama gamla farinu. Ég hafði eignast svo marga vini og dýrmætar minningar og fannst vera kominn tími til að loka þessum kafla og byrja á þeim næsta. Ég hafði reyndar miklar áhyggjur af því að fá ekki að sjá vini mína á hverjum einasta degi þegar við værum útskrifuð en sem betur voru það bara óþarfa áhyggjur.
Marinó Máni
Þegar ég var 18 ára nýútskrifaður dansari frá Listdansskóla Íslands og stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, á stærstu tímamótum lífs míns, blasti framtíðin björt við með óteljandi tækifærum og verkefnum. Ég var rólegur, yfirvegaður og spenntur fyrir framtíðinni en samt smá kvíðinn og óviss fyrir ferðalaginu þrátt fyrir að ég vissi hvert ég stefndi. En svo kemur lífið manni á óvart og tekur fram fyrir hendurnar á manni. Ég fótbrotnaði rétt fyrir loka dans- og útskriftarsýninguna, og þá var eins og heimurinn væri að hrynja. Hins vegar reyndist þessi þvingaða hvíld hafa verið blessun í dulargervi, og þetta var góð áminning um að lífið væri rétt að byrja.
Kjartan Darri
Í minningunni var það þvílíkur léttir að hafa náð lokaprófunum úr MR, ég ætlaði ekki að þurfa að vera lengur í menntaskóla, það var bara komið gott af því. Ég féll ekki í neinu en var enginn dúx heldur, fékk samt viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu félagslífsins! Það er eitthvað! Lagði mitt af mörkum til Herranætur, leikfélags Menntaskólans í Reykjavík. Svo var ég oftar en ekki að plötusnúðast í partýjum. Það bitnaði sennilega eitthvað á einkunnaspjöldunum.
Birta
Ég var áhyggjufull og spennt fyrir því hvað biði mín þegar ég var að útskrifast úr Fjölbrautaskóla Suðurlands. Í hvatvísi minni skráði ég mig í söngnám í
Danmörku eftir útskrift og ég sé ekkert eftir því núna, þó svo að ég hafi grátið mig í svefn fyrstu vikuna úti í Kaupmannahöfn! Það að flytja út til Danmerkur fékk mig til að stíga út úr þægindarammanum mínum og ég er stolt af mér núna að hafa ákveðið að kýla bara á það.
Jakob
Allt lífið var fram undan þegar ég var að útskrifast úr MH og svo margt spennandi að gerast. Mikil gleði og æsingur en innst inni var ég mjög brothættur og kvíðinn. Mér fannst ég þurfa að ákveða núna hvað ég ætlaði að gera í lífinu en pressan kom einungis innan frá. Ef ég fengi að hitta aftur nítján ára Jakob myndi ég klappa honum á bakið og segja honum að slaka aðeins á. Ég hafði nægan tíma til að finna út úr þessu, enda prófaði ég ýmiskonar nám, flutti til útlanda og öðlaðist reynslu sem leiddi mig að lokum að því sem mér finnst skemmtilegast að gera.
Salka
Mér leið smá eins og ég væri í lausu lofti þegar ég útskrifaðist úr Kvennó. Hver er ég? Hver vil ég verða? Hvað nú? Það var allt að breytast og á svo stuttum tíma. Það getur verið svo „scary“ að vita ekki hvert maður stefnir eða hvað maður vill verða, en ég hef líka aldrei verið hugrakkari en ég var þá. Núna stend ég aftur á svona tímamótum, er að útskrifast úr LHÍ, og er alveg jafn hrædd og ég er spennt. Bara þora, treysta.
Hildur Vala
Eftir frábær ár í Verslunarskólanum var ég mjög spennt fyrir framhaldinu en einnig smeyk við þá óvissu sem var framundan. Í stað þess að fylgja hjartanu og láta reyna á leiklistina skráði ég mig í viðskiptafræði og leitaði í öryggi og fyrirsjáanlega framtíð fram yfir rússíbana listamannsins. Ég komst aldrei yfir drauminn um að verða leikkona og við útskrift úr Háskólanum ákvað ég að hlusta á innsæið og kýla á inntökuprófin í LHÍ. Ég lifi því rússíbanalífi hins þjakaða en fullnægða listamanns.
Sigurbjartur Sturla
Þegar ég útskrifaðist úr MH leið mér eins og ég gæti gert hvað sem væri. Auðvitað upplifði ég óöryggi eins og flestir gera á þessum tímamótum en mér fannst samt eins og mér væru allir vegir færir. Vinahópurinn minn úr MH var samheldinn og sterkur og þegar ég hugsa til baka var það ein mesta gæfa sem ég hefði getað óskað mér – að eignast þessa góðu vini.
Hallgrímur
Ég man nú ekki til þess að það að útskrifast úr fjölbraut hafi verið álitin nein sérstök tímamót á Skaganum. En hvað veit ég, ég upplifði allavega engin slík tímamót, því að ég var rekinn úr fjölbrautaskólanum 17 ára gamall fyrir slaka mætingu! Um tvítugt var ég bara að vinna á Akraborginni og spila og syngja sem trúbador, minnist þess ekki að hafa verið með einhverjar sérstakar væntingar um framtíðina. Það var bara gaman að vera til, og er enn.
Við erum hér til staðar fyrir þig
Í hlýlegum húsakynnum Bergsins við Suðurgötu getur ungt fólk sótt stuðning, fræðslu og ráðgjöf hjá fagfólki, í öruggu umhverfi. Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi Bergsins, er meðal þeirra sem hafa veitt ráðgjöf við undirbúning uppsetningarinnar á söngleiknum Stormi, og í aðdraganda frumsýningarinnar bað ritstjóri leikskrár Sigurþóru um stutt viðtal.
Við Sigurþóra settumst niður í notalegu viðtalsherbergi í Berginu. Hún hefur verið ötull talsmaður þess að auka umræðu um glímu ungs fólks við sárar tilfinningar og það liggur beint við að spyrja hana um mikilvægi þess að segja sögur eins og þær sem við sjáum á sviðinu í Stormi.
Áskoranir á borð við þær sem unga fólkið í Stormi er að glíma við eru sannarlega hluti af lífinu, en sálrænn vandi er því miður oft falinn, og þess vegna er ákaflega mikilvægt að fjalla um hann, m.a. með því að segja sögur á borð við þessar. Opin umræða um vanlíðan ungs fólks eykur meðvitund og getur auðveldað fólki að finna leiðir til að ræða um vandann og takast á við hann. Staðreyndin er sú að þegar fólk er að takast á við mjög erfiða hluti í lífi sínu þá er þögnin versti óvinurinn.
Á hvaða hátt er þögnin skaðleg þegar andleg vanlíðan þjakar fólk? Þögnin er oft til komin af skömm og hún eykur á skömmina. Við verðum að finna leiðir til að létta af okkur skömminni, því að hún hamlar gegn því að við getum horfst í augu við erfiðar tilfinningar, tekist á við þær og linað vanlíðanina.
Bergið hratt nýlega af stað herferð undir yfirskriftinni „Tölum um tilfinningar“, en stundum eigum við erfitt með að finna leiðir til að tala um það hvernig okkur líður. Já, en það er gífurlega mikilvægt að finna einhvern sem maður treystir, hvort sem það eru foreldrar, vinir eða aðrir, og ræða um líðan sína, vegna þess að þegar maður finnur fyrir mikilli vanlíðan getur maður lent í nokkurs konar rörsýn, og sannfært sjálfan sig um að manni muni alltaf líða illa. En það er ekki þannig, það er hægt að komast heill í gegnum þetta, og fyrsta skrefið er gjarnan að finna leiðir til að tala um tilfinningar sínar.
Með hvers konar vandamál er hægt að leita til ykkar í Berginu?
„Staðreyndin er sú að þegar fólk er að takast á við mjög erfiða hluti í lífi sínu þá er þögnin versti óvinurinn.“
Öllu ungu fólki sem glímir við einhvers konar andlega vanlíðan er velkomið að leita til okkar, og við tökum á móti því með hlýju og hlustun. Það er ekkert sem er of ómerkilegt eða skrýtið til þess að það sé hægt að koma til okkar og spjalla um það. Okkar ráðgjafar eru fagfólk með mikla reynslu, og þau hafa séð og heyrt svo að segja allt.
Þú getur treyst því að hér er ekkert verið að hlaupa upp til handa og fóta, við byrjum bara á því að spjalla saman í rólegheitum. Það getur verið góður upphafspunktur til að takast á við vandann. Þú kemur hingað algerlega á þínum eigin forsendum, þú ræður um hvað þú talar, við setjum enga pressu á þig, við bara hlustum og spjöllum. Við getum líka bent þér á aðra aðila til að leita til, ef með þarf. Og þú getur komið aftur ef þú vilt, en þú þarft þess ekki. Við bara erum hér til staðar fyrir þig.
Geta listir og leikhús gegnt mikilvægu hlutverki varðandi sálarlíf okkar og geðheilsu? Já, svo sannarlega! Listirnar geta speglað okkur, og veitt okkur nýja sýn á hlutina. Stormur fjallar um ungt fólk í miklu tilfinningalegu umróti, og getur speglað líðan ungmenna. En ég, sem er á miðjum aldri, get líka speglað mig í verkinu, það rifjast upp fyrir mér hvernig ég var þegar ég var á aldur við persónurnar, og ég hugsa líka um börnin mín og annað ungt fólk í kringum mig. Leikhús getur fjallað um tilfinningar með áhrifamiklum hætti, og skapað hughrif sem hafa mótandi áhrif á okkur. Listin minnir okkur líka á að við erum ekki ein, að aðrir hafa upplifað og eru að upplifa kenndir og vandamál sem við erum að takast á við. Og hún sýnir okkur oft nýja möguleika og nýjar leiðir í lífinu.
Viðtalið tók Melkorka Tekla Ólafsdóttir.
Bergið headspace er stuðnings- og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk 12-25 ára, bergid.is, Suðurgötu 10, s. 571 5580.
Sólmyrkvi
Tómt
Það sem áður var fullt
Hann tók
Allt mitt glóandi gull Sár
Sem að nú rifnar upp
Tóm
Er betra en sumt
Ég get aldrei gleymt
Ég get engu leynt
Hann tók frá mér
Allt sem ég er
Eitt lítið sandkorn
Sem sekkur á hafsbotn
Sprungið hjarta og sólmyrkvi
Taugarnar frosnar
Tengingar rofnar
Sprungið hjarta og sólmyrkvi
Fræ
Sem að hljóta þann dóm
Að fá
Aldrei að verða blóm
Börn
Sem að sjá þetta tóm
Von
Sem er samt ekki nóg
Skilinn eftir einn
Það sér mig ekki neinn
Myrkrið sýnir sig
Myrkrið heimtar mig
Eitt lítið sandkorn
Sem sekkur á hafsbotn
Sprungið hjarta og sólmyrkvi
Taugarnar frosnar
Tengingar rofnar
Sprungið hjarta og sólmyrkvi
Reikandi grjót sem að skyggir á ljósið
Ég fer frá þér
Leitandi ljóð sem að hverfa inn í mókið
Ég fer frá þér
Vill einhver vaka yfir mér?
Ef ég hætti að vera til?
Veit einhver hvert maður fer?
Finnur sálin einhvern frið?
Eitt lítið sandkorn
Sem sekkur á hafsbotn
Sprungið hjarta og sólmyrkvi
Taugarnar frosnar
Tengingar rofnar
Sprungið hjarta og sólmyrkvi
Viljaþula
Matthías Tryggvi Haraldsson
Ég vil að þú hringir en bara ef þú vilt það
ég vil hringja í þig en bara ef þú vilt það
ég vil vera með þér en bara ef þú vilt það
ég vil að við tölum.
Ég vil vera þinn ef þú talar við mig
ég vil að þú viljir að ég tali við þig
ég vil þig
ég vil þig og vil að þú viljir
ég vil að þú viljir allt sem ég vil
ég vil að þú skiljir það sem ég vil
ég vil það svo mjög að þú viljir mig
ég vil það svo mjög að þú viljir mig vilja þig
ég vil að þú viljir að ég skilji að þú viljir mig.
Ég vil að þú viljir mig en viljir mig með því skilyrði að ég vilji þig
ég vil þig svo mikið en bara ef þú vilt mig jafn mikið
ég vil þig mjög mikið ef þú vilt mig jafn mikið
ég vil þig jafn mikið og þú vilt mig sama hversu mikið þú vilt mig
ég vil þig ef þú vilt að ég vilji þig.
Mjög mikið.
Ég vil það svo mjög að þú viljir mig
ég vil ef þú vilt að þú snúir þér við
ég vil að þú snúir þér mjög mikið við
ég vil þig svo mikið
ég vil það mjög mikið
ég vil að þú viljir snúa þér við
ég vil að þú viljir tala við mig
ég vil að þú segir:
Ég vil þig
ég vil þig
ég vil þig mjög mikið.
Ég vil þig mjög mikið.
Í sýningunni er ljóðið flutt að hluta og eignað persónunni Tomma en dramatúrg sýningarinnar samdi það árið 2014, þegar hann var jafnaldri sögupersónunnar.
Una Torfadóttir
lauk stúdentsprófi af fornmálabraut Menntaskólans í Reykjavík árið 2019, en þar átti Herranótt, leikfélag skólans, hug hennar allan. Síðan þá hefur hún prófað sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands og klæðskurðarnám í Tækniskólanum, og hún hefur síðustu ár starfað sem tónlistarkona. Lög Unu hafa notið mikilla vinsælda og unnið til verðlauna. Árið 2023 var Una valin söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum og fyrsta plata hennar, Flækt og týnd og einmana, hlaut Kraumsverðlaunin. Morgunblaðið útnefndi plötuna Sundurlaus samtöl poppplötu ársins 2024.
Berglind Alda Ástþórsdóttir
útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2024. Hún þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Stormi, en hún leikur jafnframt í Tómri hamingju í Borgarleikhúsinu. Hún lék meðal annars í sýningunum Fyrsta skiptið í Gaflaraleikhúsinu og Hlið við hlið hjá Afturámóti. Berglind hefur einnig leikið í ýmsum sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum, meðal annars í Húsó og Venjulegu fólki 4. Einnig hefur hún leikið í nokkrum Áramótaskaupum, séð um Krakkaskaupið og verið þáttastjórnandi Krakkakviss á Stöð 2.
Jakob van Oosterhout útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2024. Stormur er frumraun hans í Þjóðleikhúsinu, en hann tók við hlutverkum í Frosti og Láru og Ljónsa fyrr í vetur.
Iðunn Ösp Hlynsdóttir
Salka Gústafsdóttir mun útskrifast af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2025, en hún er nú starfsnemi og þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í Stormi. Salka lauk miðprófi í söng úr söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz árið 2022.
mun hefja nám við leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands haustið 2025. Hún lék sem barn í Óvitum í Þjóðleikhúsinu og Bláa hnettinum í Borgarleikhúsinu. Hún lék í kvikmyndinni Einveru og sjónvarpsþáttaröðunum Broti og Aftureldingu. Hún lék einnig í þriðju þáttaröðinni af Foundation sem frumsýnd verður á Apple TV+ á næsta ári og í þáttaröðinni Reykjavík Fusion sem frumsýnd verður í haust.
Sigurbjartur Sturla Atlason
útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands árið 2016. Hér í Þjóðleikhúsinu hefur hann leikið í Frosti, Rómeó og Júlíu, Ást Fedru, Framúrskarandi vinkonu, Eddu, Sem á himni og Draumaþjófnum. Meðal kvikmynda og sjónvarpssería sem hann hefur leikið í eru Ófærð 2 og Lof mér að falla. Hann hefur einnig getið sér orð sem tónlistarmaður undir listamannsnafninu Sturla Atlas, gefið út plötur og tónlistarmyndbönd og komið fram víðsvegar á tónlistarhátíðum. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2016. Hann var tilnefndur til Grímunnar fyrir leik í Rómeó og Júlíu, og ásamt öðrum fyrir tónlist í sýningunni.
Birta Sólveig Söring Þórisdóttir
útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands vorið 2024. Hún lauk
áður diplómanámi í söng við Complete Vocal Institute í Danmörku. Hún þreytir frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Stormi, en hún tók við hlutverkum í Yermu og Frosti fyrr í vetur. Birta lék Auði í Litlu hryllingsbúðinni hjá Leikfélagi Akureyrar.
Marinó Máni Mabazza
útskrifaðist í senn af nútímadansbraut Listdansskóla Íslands og Listdansbraut MH árið 2021 og lauk B.Sc. gráðu sem íþróttafræðingur úr HR árið 2024. Hann steig fyrst
á leiksvið í söngleiknum Billy Elliot í Borgarleikhúsinu árið 2014 og hefur tekið þátt í ýmsum leiksýningum síðan þá, nú síðast í Eitraðri lítilli pillu í Borgarleikhúsinu.
Meðal annarra verkefna sem hann hefur tekið þátt í eru The Great Gathering með ÍD, söngleikurinn We Will Rock You í Háskólabíói, Söngvakeppni sjónvarpsins, Dance World Cup 2019 og Áramótaskaupið. Marinó Máni þreytir nú frumraun sína í Þjóðleikhúsinu í söngleiknum Stormi.
Kjartan Darri Kristjánsson
útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands árið 2015. Hann leikur í Sundi, Frosti og Láru og Ljónsa í Þjóðleikhúsinu í vetur og leikstýrði Eltum veðrið í samstarfi við leikhópinn. Áður lék hann hér í Eddu, Draumaþjófnum, Sem á himni og Kafbáti. Hann lék m.a. í Pílu Pínu og Helga magra hjá Leikfélagi Akureyrar og Karíusi og Baktusi og How to Become Icelandic í Hörpu. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga hjá sjálfstæðum leikhópum sem leikari og vídeó-, hljóð- og ljósahönnuður, m.a. hjá LalaLab, Lab-Loka, SmartíLab, Óskabörnum Ógæfunnar, GRAL og Miðnætti. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir leik í Kafbáti og var tilnefndur fyrir leik sinn í Frosti. Þá var hann einnig tilnefndur fyrir lýsingu í Þórbergi.
Hildur Vala Baldursdóttir
útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar Listaháskóla Íslands árið 2019. Hún leikur Elsu í Frosti og í Eltum veðrið í Þjóðleikhúsinu í vetur. Meðal fyrri verkefna hennar í Þjóðleikhúsinu eru Mútta Courage, Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur), Atómstöðin – endurlit, Meistarinn og Margaríta, Útsending, Kardemommubærinn, Nashyrningarnir og Sem á himni, auk þess sem hún tók við titilhlutverkinu í Ronju ræningjadóttur. Hildur Vala lék í stuttmyndinni Skeljum og hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttaröðum á borð við Venjulegt fólk, Stellu Blómkvist og Aftureldingu.
Hallgrímur Ólafsson
útskrifaðist af leikarabraut sviðslistadeildar LHÍ árið 2007 og hefur leikið í fjölda sýninga hjá Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og LA. Í vetur leikur hann hér í Eltum veðrið, Jólaboðinu og Frosti. Hann lék hér m.a. í Eddu, Ást Fedru, Sem á himni, Hvað sem þið viljið, Rómeó og Júlíu, Kardemommubænum, Atómstöðinni, Slá í gegn, Einræðisherranum, Súper, Samþykki, Risaeðlunum, Djöflaeyjunni, Álfahöllinni, Móðurharðindunum og Leitinni að jólunum. Hjá LR lék hann m.a. í Gauragangi, Elsku barni, Fjölskyldunni, Hótel Volkswagen og Gullregni, og hjá LA m.a. í Óvitum og Ökutímum. Meðal verkefna í kvikmyndum og sjónvarpi eru Gullregn, Fangavaktin og Stelpurnar. Hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir Íslandsklukkuna og var tilnefndur fyrir Rómeó og Júlíu, Hotel Volkswagen og Gullregn.
Hafsteinn Þráinsson
útskrifaðist úr jazzgítarnámi frá FÍH árið 2015 og úr tónsmíðum frá LHÍ árið 2018. Hann
hefur starfað sem tónlistarmaður undir nafninu Ceasetone frá árinu 2015. Hafsteinn hefur tekið þátt í fjölda ólíkra tónlistarverkefna og hefur m.a. undanfarið ferðast um heiminn ásamt raftónlistarmanninum Daða Frey. Hann hefur m.a. pródúserað plötur fyrir listafólk á borð við Bubba Morthens, JóaPé & Króla og Unu Torfa, unnið útsetningar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands og komið fram ásamt heimsfræga sellóleikaranum Yoyo Ma. Hafsteinn hefur komið að fjölda verkefna á sviði kvikmyndatónlistar, og m.a. unnið náið með Högna Egilssyni, Herdísi Stefánsdóttur, Tóta Guðna, Dustin O’ Halloran og Ólafi Arnalds. Hann hefur unnið við tónlist í ólíkum kvikmyndum, allt frá hryllingsmyndinni Azrael til rómantísku gamanmyndarinnar Bridget Jones: Mad About The Boy.
Sólrún Mjöll Kjartansdóttir
útskrifaðist úr MÍT með framhaldspróf í rytmískum trommuleik árið 2021, en þar lærði hún undir handleiðslu Matthíasar M. Hemstock og Einars Vals Scheving. Sólrún starfar sem sessjónleikari bæði á hljómleikum og í upptökuverum og hefur komið að ýmsum verkefnum með fjölbreyttri flóru listamanna. Hún hefur komið víðsvegar fram á hljómleikum og tónlistarhátíðum bæði hérlendis og erlendis. Sólrún spilaði í sýningunni Frosti í Þjóðleikhúsinu og tók einnig upp trommur og slagverk fyrir sýningarnar Eltum veðrið og Taktu flugið, beibí.
Tómas Jónsson
útskrifaðist úr tónlistarskóla FÍH árið 2012. Hann hefur unnið með fjölda tónlistarfólks í fremstu röð og gefið út þrjár hljómplötur í eigin nafni, Tómas Jónsson, Tómas Jónsson 3 og Garmur, auk þess sem hann hefur sent frá sér plötur í samstarfi við aðra. Hann er meðlimur í hljómsveitinni AdHd og starfar með Júníusi Meyvant, Jónasi Sigurðssyni, Röggu Gísla og fleirum. Hann samdi ásamt Sölku Sól og hljómsveit tónlist fyrir sýninguna Í hjarta Hróa hattar sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu og sá ásamt Sölku Sól um tónlist fyrir sýninguna Jólaboðið.
Vignir Rafn Hilmarsson
útskrifaðist með burtfararpróf í jazzbassaleik og kennarapróf frá Tónlistarskóla FÍH árið 2010. Vignir hefur spilað með ýmsum hljómsveitum í gegnum árin. Hann starfar sem grunnskólakennari í tónmennt og hefur helgað krafta sína því að efla tónlistarnám barna og unglinga.
Elísa Sif Hermannsdóttir
lauk BA-prófi í sýningarstjórn við Royal Central School of Speech and Drama í London árið 2020. Hún starfar sem sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og hefur meðal annars verið sýningarstjóri í Frosti, Ellen B., Ex, Múttu Courage, Framúrskarandi vinkonu og Kardemommubænum. Hún starfar jafnframt í fræðsluteymi Þjóðleikhússins. Elísa hefur sinnt ýmsum verkefnum á sviði lista og menningar, bæði hérlendis og í London, m.a. hjá Sadler‘s Wells Theatre og Norwich Playhouse.
Unnur Ösp Stefánsdóttir
útskrifaðist úr leiklistardeild LHÍ 2002 og hefur starfað við leikhús og kvikmyndir sem
framleiðandi, leikari og leikstjóri. Hún samdi handrit Grímuverðlaunasýningarinnar Saknaðarilms, einleiks sem hún leikur í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur m.a. starfað í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu, hjá LA, Vesturporti, Lyric Hammersmith og Young Vic. Meðal fyrri hlutverka hennar eru Astrid í Ellen B., Lenù í Framúrskarandi vinkonu, Nóra í Dúkkuheimilinu, Hallgerður langbrók í Njálu, Maríanna í Brot úr hjónabandi, Gréta í Hamskiptunum og Donna McAuliff í Elsku barni. Hún stóð að sjónvarpsseríunni Föngum og lék m.a. í Verbúðinni og Ófærð. Hún leikstýrði m.a. og skrifaði Vertu úlfur og leikstýrði Sem á himni, Mamma Mia! og Kæru Jelenu. Hún hefur hlotið fjölda leiklistarverðlauna, m.a. Grímuna fyrir leik, leikstjórn og handrit, Edduverðlaun og Menningarverðlaun DV. Nýjasta sýning hennar Saknaðarilmur hlaut Grímuverðlaunin sem sýning ársins, auk þess sem Unnur Ösp hlaut verðlaunin fyrir leikrit ársins og leik í aðalhlutverki. Hún hlaut jafnframt Grímuna fyrir leik í Elsku barni og Dúkkuheimili, og sem höfundur og leikstjóri fyrir Vertu úlfur.
Lee Proud hefur séð um dans, sviðshreyfingar og leikstjórn í fjölda sýninga í Bretlandi og víða um heim. Hann sá m.a. um dans og sviðshreyfingar í Sem á himni í Þjóðleikhúsinu, Mary Poppins, Billy Elliot, Mamma Mia!, Rocky Horror, Matthildi, 9 lífum og Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu og í Kabarett, Vorið vaknar, Chicago og Benedikt búálfi hjá Leikfélagi Akureyrar. Meðal nýlegra verkefna hans sem leikstjóri og danshöfundur í Bretlandi eru Hairspray og Singing in the Rain, og hann mun leikstýra 42nd St og Grease í sumar. Hann leikstýrði m.a. The Music of Andrew Lloyd Webber hjá Curve Leicester og Once On This Island hjá Southwark Playhouse. Meðal verkefna hans sem leikstjóri og danshöfundur í Danmörku eru Kinky Boots, sem hlaut Reumert-verðlaunin, Sister Act og nú síðast Anastasia. Lee Proud hefur verið listrænn stjórnandi og danshöfundur Söngvakeppninnar hjá RÚV frá árinu 2019. Hann hefur fengið fjölda tilnefninga til Grímuverðlaunanna og hlaut verðlaunin fyrir Matthildi og Chicago.
Ilmur Stefánsdóttir
útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1995 og lauk mastersnámi í myndlist frá Goldsmiths College árið 2000. Hún hefur haldið fjölda einka- og samsýninga og lagt stund á gjörningalist. Hún hefur hannað leikmyndir og búninga fyrir fjölda sýninga í Þjóðleikhúsinu, Borgarleikhúsinu og víðar. Hún er hluti af listrænu teymi Þjóðleikhússins.
Hún leikstýrir og gerir leikmynd fyrir Taktu flugið, beibí og gerir leikmynd fyrir Eltum veðrið hér í vetur. Hún gerði m.a. leikmynd hér fyrir Múttu Courage, Sem á himni, Draumaþjófinn, Framúrskarandi vinkonu og Rómeó og Júlíu. Hún er einn stofnenda CommonNonsense. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir myndlist og störf í leikhúsi, m.a. Grímuverðlaunin fyrir Ríkharð lll, Bláa hnöttinn, Njálu, Dúkkuheimili og Hreinsun.
María Th. Ólafsdóttir
lauk BFA-námi frá Parsons School of Design árið 1991. Hún hefur gert búninga fyrir fjölda verkefna á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Verkefni hennar í Þjóðleikhúsinu eru, Shakespeare verður ástfanginn, Ronja ræningjadóttir, Slá í gegn, Fjarskaland, Hleyptu þeim rétta inn, Ævintýri í Latabæ, Spamalot, Dýrin í Hálsaskógi, Vesalingarnir, Ballið á Bessastöðum, Oliver, Kardemommubærinn (2020 og 2009), Þrek og tár og West Side Story. Hún hefur einnig gert búninga fyrir fjölda verkefna hjá Borgarleikhúsinu, Íslensku óperunni, Sumaróperunni, Íslenska dansflokknum, Leikfélagi Akureyrar, Loftkastalanum og víðar. María var búningahöfundur fyrir 85 Lazytown sjónvarpsþætti. Hún gerði búninga fyrir kvikmyndirnar Veggfóður, Cold Fever, Maríu og Ávaxtakörfuna. María hefur hlotið margar tilnefningar til Grímunnar og hlaut verðlaunin fyrir Kardemommubæinn og Gosa.
Ásta Jónína Arnardóttir
stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands 2017-2018 og hefur starfað sem ljósahönnuður, myndbandshönnuður og tæknimanneskja við Þjóðleikhúsið frá árinu 2017. Í vetur hannar hún hér lýsingu fyrir Taktu flugið, beibí! og myndband fyrir Eltum veðrið. Hún hannaði hér lýsingu og myndband fyrir Ást Fedru, lýsingu fyrir Eddu, Íslandsklukkuna og Fullorðin og myndband fyrir Frost, Múttu Courage, Orð gegn orði, Nokkur augnablik um nótt og Þitt eigið leikrit II Tímaferðalag. Hún sá um lýsingu fyrir Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar og myndbandshönnun fyrir Trouble in Tahiti í Tjarnarbíói. Hún starfar einnig sjálfstætt við kvikmyndatöku og klippingu, og hefur tekið fjölda stuttmynda sem hafa verið sýndar á hátíðum víða um heim og unnið til verðlauna. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir lýsingu í Ást Fedru.
Þóroddur Ingvarsson
hefur starfað sem hljóðmaður í leikhúsi í rúm fimmtán ár, þar af tvö ár sem tæknistjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og tvö ár sem hljóðmaður hjá Menningarfélagi Akureyrar. Þóroddur bjó og starfaði í Berlín um tíma og hlaut þar BA-gráðu í hljóðvinnslu. Hann starfar nú í hljóðdeild Þjóðleikhússins og meðal sýninga sem hann hefur unnið við nýlega eru Frost, Mútta Courage, Rómeó og Júlía, Framúrskarandi vinkona, Sem á himni, Draumaþjófurinn og Til hamingju með að vera mannleg. Þóroddur hefur undanfarin ár séð um hljóðstjórn fyrir Daða Frey og farið í tónleikaferðir með honum um Evrópu og Bandaríkin.
Kristján Sigmundur Einarsson
lauk hljóðtækninámi frá SAE institute í London árið 2011. Hann hefur starfað sem hljóðmaður við Þjóðleikhúsið frá árinu 2013 og hannað hljóðmyndir fyrir fjölda sýninga, nú síðast Orð gegn orði, Ást Fedru, Draumaþjófinn, Sem á himni og Sjö ævintýri um skömm. Hann hlaut Grímuverðlaun fyrir hljóðmynd ársins fyrir Ást Fedru og ásamt öðrum fyrir Ofsa og hefur auk þess verið tilnefndur til Grímuverðlauna fyrir Segulsvið og Engilinn. Kristján hefur starfað við fjölda hljóðverkefna utan leikhússins og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum.
Matthías Tryggvi Haraldsson er listrænn ráðunautur Þjóðleikhússins og dramatúrg í völdum sýningum leikhússins. Hann útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands vorið 2018. Meðal leikrita hans eru Síðustu dagar Sæunnar í Borgarleikhúsinu, Vloggið sem hann skrifaði fyrir Þjóðleikhúsið og Griðastaður sem sýnt var í Tjarnarbíói. Hann stefndi um hríð að heimsyfirráðum sem liðsmaður Hatara. Matthías hlaut Grímuverðlaunin árið 2023 fyrir leikrit sitt Síðustu dagar Sæunnar og árið 2019 í flokknum Sproti ársins. Leikrit hans Griðastaður var tilnefnt til Grímunnar en það verk hefur verið þýtt og sýnt hjá leikhópnum En Gang Til í Danmörku og á hátíðinni New Nordics í Bretlandi.
Þakkir
Berginu og Píeta samtökunum er þakkað kærlega fyrir samstarf við undirbúning sýningarinnar, en aðilar frá þeim voru höfundum til ráðgjafar, heimsóttu leikhópinn á æfingatímabilinu og lásu yfir handrit á ólíkum vinnslustigum. Innilegar þakkir fyrir næmið og skilninginn sem þið sýnduð.
Eftirtaldir aðilar heimsóttu leikhópinn á æfingatímabilinu og miðluðu af þekkingu sinni og reynslu: Oddný Jónsdóttir og Tómas Kristjánsson frá Píeta samtökunum, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir frá Sorgarmiðstöð, Eva Rós Ólafsdóttir frá Berginu og Vigfús Bjarni Albertsson prestur og forstöðumaður fjölskyldu- og sálgæsluþjónustu kirkjunnar.
Þakkarlisti Unnar Aspar Stefánsdóttur, höfundar og leikstjóra Björn Thors, Þórunn Sigurðardóttir, Stefán Baldursson, Dagur Thors, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafur Egill Egilsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir, Ebba Katrín Finnsdóttir, Tómas Arnar Þorláksson, Eyrún Baldursdóttir, Vigfús Bjarni Albertsson, Héðinn Unnsteinsson, Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Andri Björnsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, Þóra Karítas Árnadóttir, Filippía I. Elísdóttir, Sigurþóra Bergsdóttir frá Berginu, Eva Rós Ólafsdóttir frá Berginu, Tómas Kristjánsson frá Píeta frá samtökunum, Oddný Jónsdóttir frá Píeta samtökunum, Elín Sif Hall, Júlía Gunnarsdóttir, Una Þorleifsdóttir, Tinna Lind Gunnarsdóttir, Agnar Már Egilsson, Listaháskóli Íslands, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Hagalín, Arna Ýr Karelsdóttir, Aron Daði Ichihashi Jónsson, Védís Kalmansdóttir, Þórarinn Eldjárn, Bubbi Morthens, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Magnús Eiríksson.
Handritsráðgjöf frá aðilum utan sýningarinnar Maríanna Clara Lúthersdóttir, dramatúrg og leikkona, Ólafur Egill Egilsson, leikskáld og leikstjóri, Elín Ebba Ásmundsdóttir frá Geðhjálp/Hlutverkasetri, Andri Björnsson, prófessor í sálfræði, Eyrún Baldursdóttir læknir, Kristín Eysteinsdóttir, rektor LHÍ, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir frá Sorgarmiðstöð, Þóra Karítas Árnadóttir leikstjóri, Filippía I. Elísdóttir leikmynda- og búningahönnuður, Sigurþóra Bergsdóttir, stofnandi Bergsins –stuðnings- og ráðgjafaseturs fyrir ungt fólk, Eva Rós Ólafsdóttir frá Berginu, Tómas
Eftirtöldum aðilum er þakkað fyrir afnot af rými vegna myndbandsgerðar Gaeta Gelato, Gyllti kötturinn, Hlöllabátar, Mandi, Pablo Discobar, Town Market.
Guðmundur Þór Kárason hannaði og lánaði brúðu sem notuð er í sýningunni.
Hugleikur Dagsson og Metta Sport fá einnig þakkir.
Starfsfólk Þjóðleikhússins
Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri
Steinunn Þórhallsdóttir, framkvæmdastjóri - í leyfi
Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur
Matthías Tryggvi Haraldsson, listrænn ráðunautur
Tinna Lind Gunnarsdóttir, forstöðumaður skipulags, framleiðslu og ferla
Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, fjármálastjóri
Jón Þorgeir Kristjánsson, forstöðumaður samskipta, markaðsmála og upplifunar
Sváfnir Sigurðarson, markaðsfulltrúi
Vala Fannell, verkefnastjóri fræðslu - og samfélagsmála
Elísa Sif Hermannsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson, teymi barna- og fræðslustarfs
Hans Kragh, þjónustustjóri
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósahönnuður
Ilmur Stefánsdóttir, leikmynda- og búningahöfundur
Leikarar
Almar Blær Sigurjónsson
Atli Rafn Sigurðarson
Björn Thors
Ebba Katrín Finnsdóttir
Edda Arnljótsdóttir
Guðjón Davíð Karlsson
Hallgrímur Ólafsson
Hildur Vala Baldursdóttir
Hilmar Guðjónsson
Ilmur Kristjánsdóttir
Kjartan Darri Kristjánsson
Kristín Þóra Haraldsdóttir
Nína Dögg Filippusdóttir
Oddur Júlíusson
Ólafía Hrönn Jónsdóttir
Pálmi Gestsson
Sigurbjartur Sturla Atlason
Sigurður Sigurjónsson
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Unnur Ösp Stefánsdóttir
Vigdís Hrefna Pálsdóttir - í leyfi
Þröstur Leó Gunnarsson
Örn Árnason
Sýningarstjórn
Elín Smáradóttir
Elísa Sif Hermannsdóttir
María Dís Cilia
Máni Huginsson, framleiðslustjórn
Hljóð
Kristján Sigmundur Einarsson, deildarstjóri
Aron Þór Arnarsson
Þóroddur Ingvarsson
Brett Smith
Leikgervi
Ingibjörg G. Huldarsdóttir, deildarstjóri
Áshildur María Guðbrandsdóttir
Silfá Auðunsdóttir
Þóra Guðbjörg Benediktsdóttir
Hildur Ingadóttir
Búningar
Berglind Einarsdóttir, deildarstjóri
Ásdís Guðný Guðmundsdóttir
Þórhildur Sunna Jóhannsdóttir
Eva Lind Weywadt Oliversdóttir
Ljós
Björn Bergsteinn Guðmundsson, yfirljósah.
Garðar Borgþórsson, deildarstjóri
Ásta Jónína Arnardóttir
Haraldur Levy Jónsson
Jóhann Bjarni Pálmason
Jóhann Friðrik Ágústsson - í leyfi
Ýmir Ólafsson
Leikmynda- og leikmunaframleiðsla
Atli Hilmar Skúlason, teymisstjóri
Hildur Evlalía Unnarsdóttir, teymisstjóri
Michael John Bown, yfirsmiður
Arturs Zorģis
Ásta Sigríður Jónsdóttir
Mathilde Anne Morant
Valur Hreggviðsson
Upplifun, þjónusta, miðasala og móttaka
Friðdóra Haukdal Magnúsdóttir, miðasölustjóri
Anna Karen Eyjólfsdóttir
Halla Eide Kristínardóttir
Þjóðleikhúsið er sameign íslensku þjóðarinnar. Allt frá árinu 1950 hefur leikhúsið skapað ógleymanlega leikhústöfra. Árlega setur leikhúsið upp fjölda nýrra sýninga, stendur fyrir fræðslustarfi, nýsköpun og tilraunastarfsemi, heldur í leikferðir um landið og sinnir höfundastarfi.
Svið
Ásdís Þórhallsdóttir, leiksviðsstjóri
Guðmundur Erlingsson, umsjón minni sviða
Jón Stefán Sigurðsson, umsjón minni sviða
Alexander John George Hatfield
Eglé Sipaviciute
Raimon Comas
Sigurður Hólm Lárusson
Siobhán Antoinette Henry
Bókhald og laun
Guðrún Ingólfsdóttir, bókhaldari
Steinunn Þorsteinsdóttir, launafulltrúi
Eldhús
Marian Chmelar, matreiðslumaður
Umsjón fasteigna
Sveinbjörn Helgason, húsvörður
Ina Selevska, ræsting
Jurate Zofija Gliaudeliene, ræsting
Margarita Albina, ræsting
Hafliði Hafliðason, bakdyravörður
Björn Jónsson, bakdyravörður
Ofangreindir starfsmenn eru fastráðnir við Þjóðleikhúsið eða starfa þar samkvæmt árssamningi á yfirstandandi leikári, en auk þeirra vinna fjölmargir aðrir starfsmenn í leikhúsinu.